Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 16
16 s mio/dvnmm gjgajsíí'johoi/; MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993 Kj ör dæmaskipan eftír Magna, Guðmundsson Umræða er á ný hafin um kjör- dæmaskipun og hugsanlegar breytingar á henni. Því ber að fagna, enda hefir kerfið, sem við búum við, ekki gefíð góða raun. Ég hefi áður fjallað um þetta efni, bæði á síðum Morgunblaðsins og í Ríkisútvarpinu, einkum um og eftir stjórnarskrárbreytinguna 1959. Sumt af því, sem hér fer á eftir, er endurtekning, en það á erindi við lesendur í dag. Ég lagð- ist gegn hlutfallskosningum og geri það enn. Reynslan síðustu áratugi hefir staðfest orð mín. Einmenningskj ör dæmi í áratugi var hluti alþingis- manna kosinn í einmenningskjör- dæmum, en aðeins hluti. Þess vegna er ekki unnt að segja, að það kosningakerfi hafi ríkt hér- lendis. Þegar frá árinu 1915 hafa hlutfallskosningar t.d. verið við- hafðar í höfuðborginni. Frá sama tíma voru landkjörnir þingmenn, sex að tölu, valdir með þeim hætti, þar sem landið allt var eitt kjör- dæmi. Árið 1933 komu svonefndir uppbótarþingmenn til sögunnar, þ.e. fallnir frambjóðendur í kjör- dæmi, sem fengu sæti á Alþingi skv. heildarfylgi flokka og þar með lögmáli hlutfallskosninga. Með stjórnarskrárbreytingu 1942 urðu hlutfallskjördæmi 6 í landinu utan Reykjavíkur: Árnessýsla, Rangár- vallasýsla, Múlasýslur báðar, Eyja- og Skagafjarðarsýslur. Eftir það var aðeins minni hluti þing- manna kosinn óhlutbundið, þ.e. 21 af 52 — og kerfí hlutfallskosn- inga því ráðandi frá sama tíma. Það kerfi var fullkomnað 1959, þegar landinu öllu var skipt í stór kjördæmi með hlutfallskosningu. Það er vissulega eftirtektarvert, að kerfi einmenningskjördæma er við lýði í engilsaxneskum löndum, einmitt þar, sem stjórnarfar er stöðugast og styrkast. Nánast eini gallinn á því kerfi er sá, að minni- hlutaflokkur getur náð meirihluta á þingi. En það má útiloka, ef tveim skilyrðum er fullnægt: (i) Kjördæmin þurfa að vera tiltölu- lega smá og (ii) atkvæðafjöldi þeirra nokkuð jafn. Þetta er vel framkvæmanlegt, en krefst þess hér hjá okkur, að Reykjavík verði skipt upp í einmenningskjördæmi líka, eins og landsbyggðin. Kosnin- gatölur frá t.d. Bretlandi hafa sýnt, að einmenningskjördæmi geta leitt til nær algers jafnaðar milli flokka. Atkvæði glatast flokki í einu kjördæmi, öðrum í hinu, og talan gengur upp. Þótt einhvers misræmis kunni að gæta stundum, þykja það smámunir í samanburði við öryggið, sem þetta kerfi veitir. Ágallar hlutfallskosninga Helzti ágallinn er sá, að hlut- fallskosningar efla smáflokka og flokksbrot og gera stjórnarmynd- un erfiða. Þegar hún tekst ekki, nema með þátttöku minnihluta- flokka, verður að „semja" við þá. Meirihlutaflokkurinn verður að víkja frá stefnu sinni til samkomu- lags. Með þeim hætti er sjónarmið- um minnihlutans þröngvað upp á meirihlutann. Það brýtur grund- vallarreglu lýðræðisskipulagsins, þá reglu, að meirihlutinn eigi að ráða. Afleiðingar margflokka stjórn- arsamstarfs eru ýmis konar. Ein er skortur á beinum valkostum fyrir kjósendur. Þegar þeir ganga að kjörborði, vita þeir í rauninni ekki, um hvað þeir eru að kjósa, því að stefnan er háð væntanleg- um málefnasamningi milli flokka, — allt undir því komið, hvernig kaupin gerast á eyrinni, þegar þar að kemur. Önnur afleiðing er sam- ábyrgð flokka, þegar tveir eða fleiri fara með stjórn. Ekki er við neinn að sakast öðrum fremur, ef miður fer, og þar með úr sögunni gullna reglan, að flokkur standi og falli með sínum gjörðum. Þriðja afleiðingin, sem hér verður nefnd, er vanmáttur í viðureign við sér- hagsmuni. í málefnasaningi verða báðir flokkar — eða allir, ef þeir eru margir — að „slá af" skoðun- um sínum. Hversu mikið, fer eftir samningsstöðu hvers og eins eða lagni í hrossakaupum. Niðurstað- an verður gjarnan einhvers konar millileið, sem er hvorki fugl né fiskur. Reynslan er ólygnust Einmitt þetta hefir berlega komið fram hériendis í glímunni við verðbólgu, sem óx án afláts í áratugi. Aðeins kreppa og at- vinnuleysi gat stöðvað hana. Þar var ekki við mennina að sakast, heldur kerfið. Bæði Þýzkaland og Frakkland hafa búið við nákvæmlega sama kerfi og við núna: Fá, stór kjör- dæmi með hlutfallskosningu, lista- kjöri og uppbótarsætum, — Þýzka- land á dögum Weimar-lýðveldisins 1919-1932 og Frakkland á dög- um Fjórða lýðveldisins 1946- Magni Guðmundsson „Með kerfi einmenn- ingskjördæma þjappa kjósendur sér saman um meginstefnu, en tvístrast ekki í smá- höpa, sem togast á um völdin." 1957. Bæði liðu undir lok, þegar ringulreið innan þings og sundr- ung með þjóðinni náðu hámarki. Bæði enduðu með einræði, hvort með sínum hætti, svo sem kunn- ugt er. Þessi lönd hafa tekið upp ein- menningskjördæmi, og ítalía er að bætast í hópinn eftir bitra reynslu. Landsmenn kröfðust þess af stjórnmálamönnum sínum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir stjórnarskrár- breytinguna hér 1959 Þegar landinu öllu hafði verið skipt í stjór kjördæmi með hlut- fallskosningu, komu upp ný póli- tísk vandamál. Val frambjóðenda færðist með listakjörinu frá kjós- endum til flokksins og þó einkum miðstjórnar. Við þetta breyttist svipur eða andlit Alþingis. Menn úr atvinnulífinu, greindir og oft litríkir persónuleikar, sem á 4ra ára fresti urðu að verja þingsæti sitt í kjördæmi, hurfu flestir úr þingsölum. í stað þeirra komu ungmenni úr skólum, uppalningar forustuliðsins hjá flokkunum. í því ljósi má skoða þann „strákslega" blæ, sem stundum auðkennir um- ræðuna á Alþingi síðustu árin. — Lengstum hefir Framsóknar- flokkurinn verið fylgjandi kerfi einmenningskjördæma. Sama gildir um ýmsa helztu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins, þeirra á með- al fyrrum forsætisráðherra dr. Bjarna Benediktsson. Hann lét þess eitt sinn getið við mig, að hann væri ákveðinn stuðnings- maður einmenningskjördæma, — með einu skilyrði þó, þ.e. að sama kjördæmaskipun gilti í landinu öllu, ekki eitt kerfi á landsbyggð- inni og annað í höfuðborginni. Ýmsir sjálfstæðismenn, einkum hinir yngri, vilja hlutfallskosning- ar. Þeir beita óspart slagorðinu um Jafnt vægi atkvæða", eins og það sé réttlætismál. Það er þó engan veginn tryggt með hlutfalls- kosningu, eins og reynslan hefir sýnt. Með kerfi einmenningskjör- dæma þjappa kjósendur sér saman um meginstefnu, en tvístrast ekki í smáhópa, sem togast á um völd- in. Það er harla ólýðræðislegt, að minnsti flokkur landsins ráði stjórnarstefnunni, eins og við þekkjum dæmin um. Höfundur er doktor íhagfræði SAMTIÐARMENN - EINA BÓKIN SINNAR TEGUNDAR Á IS BOKAMARKADI 'ER BYDST NÚ BÓKIN SAMTÍÐARMENN Á SÉRSTÖKU KYNNINGAR- VERÐI MEÐ 40% AFSLÆTTI OMISSANDIUPPLYSINGAR UM ÍSLENSKA SAMTÍDARMENN — sem nýtast þér jafnt heima og í vinnunni Stórbókin SAMTÍDARMENN veitir þér allar nauðsynlegar upp- lýsingar um þá sem eru í sviðsljósinu. Fjallað er um 2000 núlifandi íslendinga á viðameiri hátt en áður hefur verið gert í einni slíkri bók. Alls koma 30.000 manns við sögu og er sagt frá fæðingardegi og viðfangsefnum þeirra allra. Bókin er 750 síður í stóru broti. Þetta er eina bókin sinnar tegundar á íslenskum markaði. : K, '•"" Elía T,"' '- i7.a „,,,, "*¦¦¦¦¦¦ -• Sprfr, --IPnwKJii^. Mínndd ¦ -«i,i i Af10f,,: ">'(: Búld il.ira« ; "« Miur,rii,, ÞVERSKURÐARMYND AFISLENSKU ÞJÓÐINNI Á LÍÐANDI STUND Ljósmyndir af öllum 2000 Samtíðarmönnunum í bókinni. Ritstörf Samtíðarmannsins eru tíunduð og getið um bækur og greinar í blöðum og tímaritum. Upplýsingar um foreldra og systkini, störf þeirra og fæðingardaga. Nöfn barna Samtíðarmannsins og stjúpbarna, viðfangsefni þeirra og fæðingardagar. Sagt er frá menntun viðkomandi. Starfsferill Samtíðarmanns er rakinn ítarlega. Greint frá öðrum störfum, m.a. á sviði félagsmála og lista. Nafn og starfsheiti, fæðingardagur, ár og staður. Sagt er frá helstu íþróttaafrekum. Greint frá viðurkenningum sem Samtíðarmanninum hafa hlotnast. Maki, starf hans og fæðingardagur. Fyrri maki og starf hans. Upplýsingar um foreldra maka. FULLT VERD ÞESSARAR MIKLU BÓKAR ER 14.600 KRÓNUR. ÞÚ FÆRD HANA AFTUR Á MÓTI Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Á AÐEINS 8*760 kr. VAKA-HELGAFELL LIFANDI ÚTGÁFA - ALLT ÁRIÐ Ef þú vilt dreifa greiðslunum á nokkra mánuði með raðgreiðslum Visa eða Eurocard er verðið 9.200 krónur vaxtalaust! HRINGDU OG FÁÐU SAMTÍÐARMENN SENDA HEIM. PÖNTUNARSÍMINN ER 688 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.