Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Víkingalottóið Potturinn þrefald- ur næst ENGINN reyndist vera með allar tölur réttar í Víkinga- lottóinu þegar dregið var í gærkvöldi og færist vinnings- upphæðin, 45 milljónir, yfir í pottinn sem dregið verður úr næsta miðvikudagskvöld. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar íslenskrar getspár, sagði að potturinn yrði þrefaldur næst og þætti sér ekki ólíklegt að hann yrði vænn, á bilinu 70 til 80 milljón- ir króna. Síðast þegar pottur Vík- ingalottósins var þrefaldur nam vinningsupphæðin 77 milljónum króna, sem kom í hlut Finna. „Það má alveg búast við að upp- hæðin verði á þeim nótum, það er vaninn þegar potturinn er þrefald- ur. Fólk hugsar sér gott til glóðar- innar að vera með þegar búast má við háum vinningum," sagði Alfreð. Lottótölurnar í gærkvöldi voru 5, 16,18, 23, 28 og 39 og bónustöl- urnar þrjár voru 6, 43 og 45. Rotta gerði sig heima- komna í barnaherbergi FJOLSKYLDA nokkur í Vesturbænum varð fyrir heldur óhugnanlegri reynslu í fyrrakvöld þegar um 30 sm löng rotta gerði sig heimakæra í barnaherberg- inu. Dóttirín, sjö ára gömul, kom að rottunni þar sem hún sat í hniprí í einu horni herbergisins. íbúð fjölskyldunn- ar er í kjallara og komst rottan inn um glugga á barnaherberginu. Stúlkan var fyrr um daginn að leik úti í garði er hún sá dýr sem hún taldi vera mús. Móðir litlu stúlkunnar, sagði að hún hefði talið að þarna væri aðeins á ferðinni mús, enda hefði hún ekki séð önnur nagdýr en hamstra og naggrísi. „Dóttir mín hljóp á eftir dýrinu en það hvarf út í buskann. Hún sagð- ist vilja eiga mús en við sögðum henni að þetta hlyti að hafa verið rotta. Sjúkdómar fylgdu slíkum dýrum og að þau lifðu í skólp- ræsum. Um kvöldið þegar hún fór inn til sín að hátta rak hún upp skaðræðisöskur, því þar var rottan í hnipri undir skrifborði," sagði móðirin. Áhugalausir kettir Heimilisfaðirinn greip það sem hendi var næst og flýtti sér inn í herbergið vopnaður fötu. Þegar hann hafði króað rottuna af stökk hún á móti honum og hvæsti. Hann fangaði rottuna í fötuna og drap hana með því að drekkja henni. Á heimilinu eru þrír síamskettir. Móður stúlkunnar sagðist svo frá að skömmu áður en barnið fór inn í herbergið hefðu kettirnir rölt út úr því áhugalausir með öllu fyrir rott- unni. Grunur leikur á að rottan hafi komið upp úr holræsi sem létt járngrind er yfir. Nú er búið að fergja grindina með þungum steini. Fjölskyldan gerði stórþvott á herberginu og öllum innanstokksmunum enda ekki vitað hve lengi rottan hafi verið í herberginu. Engin plága í gangi Guðmundur Björnsson verkstjóri hjá Mein- dýravörnum Reykjavíkurborgar segir vel hugsanlegt að rottan hafi lyft ristinni af niður- fallinu og komist upp úr skólpræsinu með þeim hætti. „Það er engin plága núna og allt innan eðlilegra marka miðað við árstíma. Rottugangurinn eykst aðeins yfir sumartím- ann og rotturnar koma gjarnan upp um biluð holræsi og það sem fólk hefur trassað að láta laga, eins og rör sem eru í sundur úti í lóðum. Oft er heitt vatn í jarðveginum og moldin vill morkna og rotturnar grafa sig upp á yfirborð- ið," sagði Guðmundur. Herferð á sumrin Hann sagði það ekkert launungarmál að það væru rottur í holræsakerfi Reykjavíkur og ef ekki væri nógu vel gengið um rennur og niðurföll væri alltaf sá möguleiki til staðar að rotturnar leituðu í híbýli manna. Á sumrin væri herferð í gangi og sumarfólk ráðið sem eitrar fyrir rottum í öllum götubrunnum borg- arinnar til að halda stofninum niðri. Rottur á Reykjavíkursvæðinu eru allar svokallaðar brúnar norskar rottur (Rattus Norvegius). Svarta rottan sem hefur borist hingað með skipum hefur ekki náð fótfestu hér á landi, að sögn Guðmundar. Hann sagði að ekkert tilfelli sjúkdóma af völdum rottugangs hefði komið upp hérlendis en vitað væri að rottur gætu borið með sér sjúkdóma, eins Qg salmon- ellusýkingar. ff i 1* % %^ w -3w^F 1 'Jkk Stjórnarandstaðan tortryggin á samráð í efnahagsmálum Davíð tekur yiðbrögð- unum sem misskilningi Móttaka í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Þorkell í GÆR héldu Reykjavíkurborg og menntajnálaráðuneytið móttöku í Ráðhúsinu fyrir þátttakendur á læknaráðstefnunni. 130 vísindamenn á læknaráðstefnu VÍSINDAAKADEMÍA New York og íslenska menntamála- ráðuneytið standa fyrir alþjóðlegri læknaráðstefnu um hæggenga veirusjúkdóma í miðtaugakerfinu, sem sett verð- ur í dag í Háskólabíói að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Er ráðstefnan helguð verkum dr. Björns Sigurðssonar læknis, sem var fyrsti forstöðumaður Tilrauna- stöðvar háskólans í meinafræðum á Keldum. Alls munu um 130 vísindamenn á sviði líf- og læknisfræði hvað- anæva að úr heiminum sitja ráð- stefnuna en meðal þeirra eru nokkr- ir af fremstu sérfræðingum á sviði rannsókna á hæggengum veirusýk- ingum. Þeirra á meðal er dr. Rob- ert C. Gallo, annar tveggja manna sem uppgötvuðu alnæmisveiruna, og nóbelsverðlaunahafinn dr. Garle- ton Gajdusek. Ráðstefnunni lýkur á laugardag. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist taka fyrstu við- brögð stjórnarandstöðunnar við boði ríkisstjórnarinnar um víðtækt samráð stjórnar, stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðaríns um það með hvaða hættí verði tekið á vanda sjávarútvegsins í kjölfar skertra fiskveiðiheimilda, sem misskilning. Fulltrúar stjórn- arandstöðunnar taka hug- myndum forsætisráðherra með undrun og nokkurrí tor- tryggni en fulltruar ASÍ og VSFlýsa sig reiðubúna til þátt- töku í starfshópnum. Halldór Ásgrímsson, varaformað- ur Framsóknarflokksins, sagði fram- sóknarmenn ekki hafa heyrt í forsæt- isráðherra nema í fjölmiðlum og sagði óeðlilegt að hann sendi skila- boð í jafnstórum og alyarlegum mál- um með þeim hætti. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, sagði að Alþýðubandalagið teldi þörf á alvarlegum viðrasðum forystumanna stjórnmálaflokkanna í landinu um breiða samstöðu til að taka á vandanum. Honum leist ekki á nefnd embættis- eða aðstoðar- manna, sagði það óþarfa millilið. Fyrst rætt í ríkisstíórn „Stjórnarandstaðan hefur fundið að því að fá ekki að vera með í ráð- um og þegar boðið er upp á samráð, geta menn ekki farið í einhverja fýlu, vegna þess að ekki hafi verið rætt við þá formlega, áður en hugmyndin var rædd í ríkisstjórn," sagði Davíð. Davíð sagði að auðvitað hefði þessi ákvörðun fyrst verið rædd í ríkis- stjórn og í svona stóru máli hlytu fulltrúar stjórnarandstöðunnar að taka því fegins hendi að fá að hafa áhrif við undirbúning málsins. Sjá frétt á miðopnu. Leltað hefur verið á stóru svæði frá Ólafs- vík og suður í jökul íAmtf' stapi •Heflnar lÆiidrangar 10km Charles Egill Hirt. í dag Óráðin gáta Sex til átta hringlaga tóftir sjást vestan við Nesstofu á Seltjamar- nesi 27 Kæröur fyrír hrefnukjötssölu Þorvaldur Baldvinsson kaupmaður á Akureyri, sem Hvalavinafélagið hefur kært fyrir að selja hrefnu- kjöt, segist frekar fara í fangelsi en gefa upp hvaðan kjötið kom 34 Verðkönnun vikunnar_________ Stjúpurnar í Hveragerði eru 20% ódýrari en annars staðar 36 Leiðarí Þekkingin er markaðsvara 30 Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá ? Samdráttur í fólksbflainnflutn- ingi - Lakkrís á Hvolsvelli - Hve- nær réttir þjóðarbúið úr kútnum? - Tiffany á Islandi - Ferðaþjón- ustaí ógöngum ? Kvikmyndir vikunnar - Út- sendingarsvæði útvarps - Dýr mistök hjá BBC - Arfleiðarráðu- neytíð - Bíóin í borginni - Mynd- bðnd - Leitín að Scarlett Árangurslaus leit að ungum manni FJÖLMENNT lið björgunarsveita frá Vesturlandi, Húnavatns- sýslu og höfuðborgarsvæðinu hélt í gær áfram leit á Snæfells- nesi að Charles Agli Hirt, 29 ára gömlum manni úr Kópa- vogi, sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag. Leitin hafði ekki borið árangur þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir. Talið er að hann hafi tekið rútu áleiðis að Snæfellsnesi á þriðjudag og talið að síðast hafi sést til ferða hans þegar hann hélt gangandi frá Ólafsvík áleiðis að Snæfellsjökli. Eftir hádegi í gær voru um 120 manns úr björgunarsveitum úr byggðum á Snæfellsnesi og í Búðar- dal við leit, auk þess sem liðsauki barst frá Akranesi, Borgarnesi, vest- anverðu Húnaþingi og um klukkan hálffimm síðdegis í gær lagði um það bil 100 manna liðsauki frá Lands- björg í Reykjavík af stað vestur til að taka þátt í leitinni. Leitað hefur verið á öllu svæðinu frá Ólafsvík og að Snæfellsjökli og síðdegis einnig í átt að Rifí og Hellis- sandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði við Snæfellsnes í fyrrinótt og aftur síðdegis í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.