Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 31

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 31
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þekking’in er markaðsvara Samdráttur í þorskafla og lækkandi_ verð fiskafurða hefur minnt íslendinga óþyrmi- lega á það hversu sveiflukennt : efnahagslíf þeirra er. Við höfum um áratuga skeið verið háð einni auðlind, fiskimiðunum, um af- |komu okkar. Nú skreppur af- raksturinn af þessari auðlind ; saman og áhrifin á efnahag þjóð- arinnar eru gífurleg. Kreppur hafa áður dunið yfir, en viðbrögð stjórnvalda og at- vinnulífs hafa löngum miðað að ■ því að halda út þar til afli ykist að nýju eða verð hækkaði á er- lendum mörkuðum. Hagvöxtur var sóttur með sífellt meiri sókn í fiskimiðin. Nú sjáum við hins vegar fram á að hún verður ekki aukin. Fiskistofnarnir þola ekki að sótt sé í þá í jafnmiklum mæli og gert hefur verið. Við gætum þurft að sætta okkur við að afrakstur af fiskimiðunum minnki, að minnsta kosti á næstu árum. Við slíkar kringumstæður hljóta menn hins vegar að beina sjónum að þeirri auðlind, sem lík- legust er til að skila okkur hags- bótum til langs tíma, en það er þekkingin, sem býr þ þjóðinni, mannauðurinn sjálfur. íslending- ar hafa stórbætt menntun þjóð- arinnar á undanförnum áratug- um. Rannsóknir og þróunarstarf hafa skilað mikilsverðum árangri í atvinnulífinu, ekki sízt í því að auka verðmæti þeirra vara, sem unnar eru úr hráefnurn okkar. Á sumum sviðum standa íslending- ar öðrum þjóðum framar, sér- staklega á sviði sjávarútvegs. Hér hefur safnazt saman gífur- leg sérþekking á rekstri, veiði- og vinnslutækni og markaðssetn- ingu sjávarafurða. íslenzkur sjávarútvegur er einn sá tækni- væddasti í heimi, og — þrátt fyr- ir of stóran flota og of mörg vinnsluhús — betur rekinn en sjávarútvegur í mörgum sam- keppnislöndum okkar og hefur komizt að mestu leyti af án ríkis- styrkja. Yfirburðaþekking íslendinga á sjávarútvegi er sú markaðsvara, sem getur hækkað mest i verði og skilað okkur mestum tekjum á næstu árum, sé rétt haldið á spilunum, auk nýtingar orkunn- ar. Á undanförnum árum hafa erlendir aðilar í auknum mæli leitað til íslendinga og óskað samstarfs á sviði sjávarútvegs. Umleitanir af þessu tagi hafa meðal annars komið fra Chile, Þýzkalandi, Indlandi, Mexíkó og arabaríkjunum. Fiskimið sumra þessara ríkja, til dæmis Chile, Mexíkó og Indlands, eru að miklu leyti ókönnuð og ónýtt og þar eru gífurlegir vaxtarmöguleikar fyrir sjávarútveg. Við uppbygg- ingu sjávarútvegs í þessum ríkj- um þarf markaðsþekkingu, verk- kunnáttu og góð tæki. Þetta allt geta íslendingar lagt til. Miklir möguleikar eru jafnframt í því fólgnir að fara með íslenzk skip til veiða á fjarlægum miðum, sem þjónar því hlutverki um leið að minnka _ fiskiskipaflotann sem veiðir á íslandsmiðum. Forsenda þess að þetta sé hægt, er að hægt sé að fara með íslenzk skip á veiðar á fjarlægum slóðum tímabundið, á meðan reynsla er að komast á veiðarn- ar. Tvíhöfðanefndin svokallaða lagði til í skýrslu sinni að lögum yrði breytt þannig að fara mætti með skip til veiða erlendis T>g skrá þau að nýju hérlendis án þess að þau misstu veiðileyfi. Jafnframt þurfa þeir, sem hyggja á samstarf við útlendinga, að eiga aðgang að lánsfé, en það er oft af skornum skammti. Ákveðin hugarfarsbreyting hjá bönkum og sjóðum er nauðsynleg í þessu tilliti. Dæmi um árangursríkt starf á sviði samstarfs við erlenda aðila í sjávarútvegi eru kaup Granda á hlut í Friosur í Chile og kaup Útgerðarfélags Akur- eyringa á meirihluta í Mecklen- burger Hochseefischerei í Rostock í Þýzkalandi. Þar er þó þrátt fyrir allt um hlutfallslega litlar fjárfestingar að ræða, mið- að við þá gífurlegu möguleika, sem eru fyrir hendi. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður benti á það í viðtali við Morgun- blaðið síðastliðinn laugardag að ef til vill hugsuðu íslendingar of smátt í þessum efnum. A Ind- landi væru fjármálamenn tilbúnir að leggja fé í sjávarútvegsfyrir- tæki, sem gæti rúmað allan sjáv- arútveg íslendinga, ef á annað borð væri sýnt fram á að veiðar og vinnsla fisktegunda úr Ind- landshafi væri arðbær starfsemi. Þótt fara beri að öllu með gát, er óþarfi að hafa asklok fyrir himin. Athafnamenn í ís- lenzkum sjávarútvegi vita að þekkingin, sem þeir búa yfir, er gulls ígildi. Eftirspurn eftir henni er vaxandi á svæðum, sem kunna að verða mestu hagvaxtarsvæði heíms næstu áratugina. Með því að flytja út þekkinguna og allt sem henni fylgir; tæki, skip og þjálfaðan mannafla, geta íslend- ingar náð til sín talsverðum skerf af þeirri verðmætasköpun, sem mun eiga sér stað í sjávarútvegi um allan heim. Við ættum ekki að einblína á náttúruauðlindirnar í íslenzkri efnahagslögsögu sem okkar eina lifibrauð. Vaxtar- broddur íslenzks sjávarútvegs er ekki aðeins á íslandsmiðum. Hann er alls staðar þar sem þekkingar og fagmennsku er þörf í sjávarútvegi. Löglegar uppsagnir Bankasljórn Lands- bankans mótmælir áliti SÍB BANKASTJÓRN Lands- banka íslands mótmælir því að hafa brotið lög um hóp- uppsagnir þegar tilkynnt var um uppsagnir 74 starfs- manna um mánaðamótin. Jafnframt mótmælir banka- stjórnin skýringum Sam- bands íslenskra banka- manna á efni laganna. í bréfi bankastjórnar til Sam- • bands bankamanna í gær kemur meðal annars fram að afstaða bankans sé í samræmi við túlkun Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. Því verði ekki fall- ist á að uppsagnir verði afturkall- aðar. ítrekuð eru mótmæli vegna fullyrðingar um að bankinn hafi brotið gegn lögum. Uppsagnirnar hafi verið framkvæmdar í sam- ræmi við lög og kjarasamninga starfsmanna bankanna. Náði með naumindum á fæðingardeildina áður en sonurinn kom í heiminn Rétt slapp tíl hjáokkur „FÆÐINGUNA bar nokkuð brátt að, ég var búin að eiga 20 mínút- um eftir að ég fékk fyrst verk,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir frá Patreksfirði, en hún eignaðist dreng í fyrradag eftir að hafa verið flutt með neyðarbíl slökkviliðsins á fæðingardeild Landspítalans. Drengurinn fæddist um leið og Ingibjörg var komin á deildina. Ingibjörg er búsett á Patreks- firði og kom hún til Reykjavíkur nýlega til að fæða sitt fjórða barn. Hún dvaldi hjá mágkonu sinni í Breiðholti og þegar stundin rann upp óku þær af stað áleiðis á fæð- ingardeildina. Þegar þær voru komnar inn á aðrennslisbraut milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar leist mágkonunni ekki meir en svo á blikuna, að hún snaraðist út úr bifreið sinni og fékk ökumann að- vífandi bifreiðar til að hringja á sjúkrabíl. „Þetta rétt slapp til hjá okkur, drengurinn fæddist um leið og við komum inn úr dyrunum. Þetta er fjórða barnið mitt og fæðing allra hefur borið nokkuð brátt að, en þessi tók þó skemmstan tíma, ekki nema um 20 mínútur," sagði Ingi- björg, en drengurinn var 10 merk- ur og 47 sentímetrar. i Ingibjörg verður á fæðingar- heimilinu fram að helgi og sagði hþn að þau mæðgin væru stálsleg- in. Þau ætla að vera nokkra daga í borginn áður en haldið verður heim á Patreksfjörð. Lá á í heiminn INGIBJÖRG Haraldsdóttir með son sinn, sem lá mikið á að koma í heiminn. Morgunblaðið/Þorkell Járnblendið STARFSMÖNNUM Járnblendifélagsins he’fur tekist að lækka fram- leiðslukostnaðinn um 20%. Skipulagsbreytingar tilkynntar á rekstri vistheimilisins að Sólheimum í Grímsnesi Starfsfólkið gagnrýnir uppsögn forstöðumanns SÚ ákvörðun framkvæmdastjórnar Sólheima í Grímsnesi að segja Sveini Kjartanssyni forstöðumanni upp störfum og ráða Halldór Júlíus- son, fyrrum forstöðumann, í nýtt starf framkvæmdastjóra er harðlega gagnrýnd í ályktun fundar starfsmannafélags Sólheima frá 30. mai s.l. Framkvæmdastjórnin hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og segir í henni að nauðsynlegt hafi þótt að segja öllu starfs- fólki heimilisins upp störfum til að greiða fyrir breytingum í tengslum við nýja skipulagsskrá. Pétur Sveinbjarnarson, formaður framkvæmda- stjórnar, segist ekki sjá ástæðu til þess að fjalla um uppsagnir ein- stakra starfsmanna að svo komnu máli. Ekki náðist í Svein Kjartans- son vegna málsins í gær. Fundur starfsmannafélags Sól- heima harmar að framkvæmda- 567 milljóna tap af járnblendiverksmiðjunni í fyrra Hagnaður á fyrstu 5 mánuðum ársins HAGNAÐUR varð af rekstri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga fyrstu fimm mánuði þessa árs og er það í fyrsta sinn sem afkoman er jákvæð frá árinu 1990. Hins vegar var 567 milljóna króna tap á rekstrinum á síðasta ári. Þetta kom fram í ræðu Stefáns Ólafssonar stjórnarformanns á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavík í gær. Fram kom hjá Stefáni að hluti neyðaráætlunar til bjargar járn- blendiverksmiðjunni hefur þegar komið til framkvæmda og haft í för með sér nærri 20% lækkun fram- leiðslukostnaðar. Einnig kom fram hjá honum að eigendur félagsins hafi nú nálgast mjög samkomulag um aukningu hlutafjár í fyrirtækinu og væri þess vænst að aðilarnir aliir tækju fullan þátt í endurfjár- mögnun þess. Enn á eftir að fjár- magna uppsafnaðan vanda liðinna tapára en leitað hefur verið til banka um framlengingu Iána og frestun á endurgreiðslu þeirra. í fréttatilkynningu frá íslenska járnblendifélaginu segir að á fund- inum hafi komið fram að ýmis teikn væru á lofti um að verðlag á ein- stökum mörkuðum muni skána eft- ir því sem á árið líður. Þá kom það fram að fyrirtækið fær á næstu dögum vottun fyrir gæðastjórnun- arkefi sitt samkvæmt hinum alþjóð- lega staðli ISO 9001. Eftirsóknarverðar aðstæður Stefán Ólafsson vakti á fund- inum athygli á því að á Grundart- anga væru aðstæður á margan veg hagstæðar fyrir frekari þróun iðju- rekstrar, sem verið gætu eftirsókn- arverðar fyrir aðila, sem Ieggja vilja út i nýja fjárfestingu. Sérstaklega vakti hann athygli á gagnkvæmum ávinningi járnblendifélagsins og nýrra aðila, sem væri fólgin í sam- eiginlegri nýtingu þeirrar aðstöðu, sem þegar er á staðnum. Þá minnti Stefán á að jarðgöng undir Hval- fjörð myndu enn styrkja þessa stöðu svæðisins. Stjórn félagsins var að mestu endurkjörin á aðalfundinum í gær. í henni eiga sæti dr. Stefán Ólafs- son prófessor, formaður, Sturla Böðvarsson alþingismaður, Jón Sveinsson lögfræðingur og Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur, sem fulltrúar íslenska ríkisins, Mar- ius Grönningsæter og Arnfínn Holás, sem kom inn í stjórnina í stað Isak Lauvás, fulltrúar Elkem a/s, og Ko Kurimoto, fulltrúi Sumi- tomo Corporation. stjórnin hafi vikið Sveini Kjartans- syni, forstöðumanni, úr starfi. „Sveinn er framúrskarandi vel lið- inn, bæði af starfsfólki og heimilis- fólki. Við teljum að hann hafi unnið frábært starf og ávallt haft hags- muni heimilisfólks að leiðarljósi. Fundarmönnum er í raun óskiljan- legt hvers vegna þessi uppsögn þurfti að eiga sér stað,“ segir í álykt- uninni og er átalin ráðning Halldórs Júlíussonar, fyrrverandi forstöðu- manns, í nýtt starf framkvæmda- stjóra. Segir að 7 ár hans í starfi forstöðumanns hafi aldrei ríkt starfsfriður á Sólheimum. Starfsmennirnir draga í efa að núverandi stefna framkvæmda- stjórnar varðandi framtíð staðarins verði heimilisfólki til hagsbóta. Jafn- framt er þess krafist að lagt verði faglegt mat á þjónustustörf heimilis- fólks í stað þess að slíkt mat sé í höndum framkvæmdastjórnar Sól- heima, sem hvorki hafi reynslu, menntun né faglega þekkingu á því sviði, eins og segir í ályktuninni. Skipulagsbreyting í fréttatilkynningu framkvæmda- stjórnar er þess getið að staðfest hafi verið ný skipulagsskrá fyrir Sólheima í Grímsnesi 25. janúar 1993. Stjórn heimilisins hafi staðfest nýtt skipurit í samræmi við hana. „Samkvæmt skipulagsskránni er stefnt að frekari aðskilnaði í rekstri vinnustaða og annarar starfsemi Sólheima. Allir fatlaðir einstaklingar á Sólheimum eiga þar nú lögheimili, munu búa þar í séríbúðum og verða ráðnir til starfa á vinnustöðum Sól- heima. Sérstök þjónustumiðstöð mun annast málefni fatlaðra íbúa staðarins. Vinnustaðir Sólheima verða byggðir upp sem sjálfstæð fyrirtæki þar sem jafnt starfi fatlað- ir sem ófatlaðir einstaklingar," segir í fréttatilkynningunni. Öllum sagt upp I niðurlagi hennar er þess getið að til að greiða fyrir þessum breyt- ingum hafi stjórnin talið nauðsynlegt að segja upp öllu starfsfólki heimilis- ins frá og með 1. júní 1993. Pétur Sveinbjarnarson, formaður hennar, sagðist í samtaii við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um einstaka upp- sagnir að svo komnu máli. Fram kemur í tilkynningunni að uppsagnir starfsmanna heimilisins og væntanlegar rekstrarbreytingar séu með öllu óskyldar þeirri kjara- deilu sem upp hafi komið nýverið á staðnum. Raunvísindadeildir við Háskóla íslands Ovenju margir féllu í stærðfræði í vor FÆRRI nemendur í raunvísindadeild og verkfræðideild náðu tilskildun einkununi í áföngunum stærðfræðigreining II og stærð- fræði II nú vor heldur en fyrra. Til að ná prófi þurfti 4 af 10 mögulegum. 68,5°/ nemenda féllu í stærðfræðigreiningu II og í stærðfræði II var hlutfal fallinna 74,4% Meðaleinkunn var óvenju lág eða 2,51. Ailir nemendur í verkfræði og margir nemendur í eðlisfræði taka námsáfangann stærðfræðigreining II. í vor mættu 92 nemendur í próf í stærðfræðigreiningu II. 29 nemend- ur náðu tilskilinni einkunn sem er 4 af 10 mögulegum. 63 nemendur féllu, þ.e. 68,5%. A síðasta ári mættu 74 í próf í þessum áfanga, þá náðu 42 nemendur prófi en 32 féllu; 56,8% fall. Halldór Elíasson prófessor, kennari í greininni, benti á að þessár prófnið- urstöður væru alveg nýkomnar og vildi á þessu stigi ekki láta hafa neitt annað eftir sér annað en að þessi úrslit væru nú til athugunar. Slakur hópur? Flestir nemendur í tölvunarfræði og efnafræði taka námsáfangann stærðfræði II. í vor mættu 39 í próf og náðu 10 nemendur prófi en 29 féllu; 74,4% fall. Á síðasta ári mætti 31 nemandi í próf ! þessum áfanga; þá náðu 19 prófinu en 12 féllu; 38,7% fall. Jón Kr. Arason prófessorí stærð- fræði II sagðist hafa velt fyrir sér niðurstöðunni. „Ég finn þá skýringu helsta að þessi hópur sé óvanalega slakur,“ sagði Jón. Jón sagðist hafa kennt þennan til- tekna áfanga í fyrsta skipti nú í ár og prófið væri öðruvísi uppsett, „en ég held að það hafi í sjálfu sér ekki verið þyngra og ekki fannst prófdóm- arnum það heldur.“ Jóni var ekki kunnugt um að þessi hópur væri eitthvað öðruvísi eða lak- Iegar undirbúinn en fyrri árgangar en hann hafði heyrt að stór hluti þessa hóps hefði orðið fyrir áföllum í öðrum áföngum. Jón vildi og benda á, að oft þegar kunnátta margra nem- enda væri nálægt lágmarkseinkunn, þyrfi ekki miklar breytingar á meðal- einkunn til að breyta fallprósentunni. Jón dró enga dul á það 2,51 meðalein- kunn í stærðfræði II væri slæmur árangur en þetta væru ekki endanleg úrslit, menn mættu ekki gleyma því að það yrðu upptökupróf í haust og hann vonaði að nemendur tækju sig á í sumar. Hugmyndir forsætisráðherra um samráð í efnahag’smálum Tortryggni ein- kennir viðbrögð stjómarandstöðu FULLTRÚAR stjórnarandstöðunnar taka hugmyndum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, um skipan nefndar til að gera tillög- ur um efnahagsaðgerðir vegna niðurskurðar þorskkvóta, með undr- un og nokkurri tortryggni. Segja talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna að þeir hafi aðeins heyrt af málinu í fjöhniðlum. Forsvars- menn aðila vinnumarkaðarins Iýsa sig fúsa að taka þátt í slíku nefndarstarfi. Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði til í ríkisstjórninni í fyrradag að setja á fót nefnd ríkisstjórnarinn- ar, stjórnarandstöðuflokkanna, Al- þýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins, sem reyni að ná samstöðu um leiðir til að lagfæra stöðu sjávarútvegsins að ákvörðun- um um samdrátt þorskafla teknum. Afgreiðsla málsins bíður ríkisstjórn- arfundar síðar í vikunni. Innbyrðis ágreiningur r í kisstj ór narinnar „Við höfum ekkert heyrt í forsæt- isráðherra nema úr fjölmiðlum. Við ætlum ekki að tjá okkur um málið fyrr en við heyrum frá honum með formlegum hætti og teljum óeðlilegt að senda skilaboð í jafnstórum og alvarlegum málum með lauslegum hætti í gegnum fjölmiðla,“ sagði Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins. „Við höfum oft og tíðum sett fram hugmyndir um að reyna að ná breiðri samstöðu í samfélaginu, sérstaklega í ljósi þess hvað þarf að skera þorskaflann mikið niður. Það var ekki tekið und- ir það af núverandi ríkisstjórn. Ég minni líka á að þegar ákveðið var að endurskoða fiskveiðistefnuna taldi ríkisstjórnin að eingöngu full- trúar stjórnarflokkanna ættu að koma að því máli. Þetta er þess vegna nýr tónn hjá forsætisráðherr- anum. Það, sem jafnframt vekur tortryggni, er að ríkisstjórnin ákvað á sínum tíma að þessi mál væru svo stór að rétt væri að þau væru á hendi forsætisráðuneytisins, sem sér um efnahagsmál. Á tímabili var þeim síðan vísað til svokallaðrar Tvíhöfðanefndar, en svo kemur skyndilega upp sú staða að forsætis- ráðherra telur að sjávarútvegsráð- herra eigi að gera tillögur í þessu máli. Það virðist hafa komið sjávar- útvegsráðherra jafnmikið á óvart og okkur að nú eigi að fara að skipa þessa nefnd. Okkur sýnist að hér sé á ferð innbyrðis ágreiningsmál í ríkisstjórninni." Sérkennileg vinnubrögð „Mér finnst vinnubrögð forsætis- ráðherra sérkennileg og heldur seint í rassinn gripið að biðja um samráð núna þegar allt er komið í kalda- kol,“ sagði Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans. „Það er ekki ljóst hvað felst í hugmyndum forsætisráðherra og það hefur ekki vefið talað við okkur.“ Hún sagði að Kvennalistinn hefði margoft sagzt vera tilbúinn til sam- ráðs. „Slíkt samráð hefði þurft að koma til miklu fyrr, til dæmis' í sjáv- arútvegsmálum. Þess í stað var stofnuð Tvíhöfðanefnd, þar sem greinilegt var að markvisst var stefnt að því að útiloka stjórnarand- stöðuna.“ Milliliðir duga ekki „Það hefði verið meiri alvörublær ef forsætisráðherra hefði haft sam- band við okkur áður en hann varpar þessu fram í fjölmiðlum,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. Hann sagði að Alþýðubandalagið hafi lagt fram tillögu í október! fyrra um að mynd- uð yrði breið pólitísk samstaða um að taka á þeim vanda sem við væri að glíma. Alþýðubandalagið væri enn þeirrar skoðunar að þörf væri á alvarlegum viðræðum foiystu- manna stjórnmálaflokkanna í land- inu um breiða samstöðu til að taka á vandanum. „En þá verða allir aðilar að koma að því borði af al- vöru og fullum heilindum," sagði Ólafur. „Þær viðræður verða að vera með þeim hætti að við kjömir forystumenn stjórnmálaflokkanna í landinu öxlum þá ábyrgð sjálfir en sendum ekki einhverja fulltrúa okk- ar í þær viðræður. Það dugir ekki að vera með millilið. Ef hugmyndin er raunverulega sú hjá forsætisráð- herra að kjörnir forystumenn flokk- anna setjist að alvarlegu viðræðu- borði þá höfum við verið tilbúnir í þá viðræðu síðan í október í fyrra og erum enn. Ef hins vegar á að setja á laggirnar enn eina nefnd með embættismönnum eða aðstoð- armönnum, þá hef ég ekki mikla trúa á þeirri vinnu. Mín tillaga er sú að myndað verði viðræðuborð hinnar kjörnu forystusveitar flokk- anna í landinu og þar taki menn á þessum vanda og útiloki engarhug- myndir eða niðurstöður." Aðilar vinnumarkaðarins tilbúnir til samráðs „Ég er sammála forsætisráðherra um að þær aðstæður, sem eru fram- undan, eru svo erfiðar að mikilvægt er að um viðbrögð við þeim geti náðst mikil samstaða," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. Hann sagði að á aðalfundi sínum hefðu vinnuveitendur ályktað um að ekki ætti að taka áhættu með ofveiði úr þorskstofninum og þeir gerðu sér afleiðingar slíkrar stefnu ljósar. I nýgerðum kjarasamningum hefði verið tekið tillit til þess hve þunglega horfði í þjóðarbúskapnum. „Við erum fúsir til að koma að umræðum um þessi mál. Ég hef ekki séð tillögu forsætisráðherra um nefndarskipun og veit ekki hvort nákvæmlega það form er hið eina rétta. Það verður ríkisstjórnin að dæma um,“ sagði Þórarinn. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambandsins, sagði að mið- stjórn ASÍ hefði tekið hugmyndir forsætisráðherra til umræðu í gær. „Við töldum rétt að kæmi til þess að nefnd yrði sett á laggirnar, væri eðlilegt að við yrðum við því að taka þátt í þessu starfi.“ Benedikt lagði áherzlu á að nefndin fjallaði ekki aðeins um sjávarútveg, heldur efnahagsmálin í heild í kjölfar niður- skurðar þorskkvótans. Tvær bílveltur TVEIR bílar skullu sanian á Mið- nesheiði í gær og voru þrír flutt- ir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Þá valt bíll með þremur ung- mennum á Þingvallaveginum. Áverkar þeirra voru einnig minni- háttar að sögn lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.