Morgunblaðið - 03.06.1993, Síða 60

Morgunblaðið - 03.06.1993, Síða 60
UNIX FYRIRTÆKI NR.1ÍHEIMINUM Wfip% HEWLETT HP A ÍSLANDI H F TVÖF/\LDUR |. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 108 REYKJAVlK SÍMI 691100, SIMBREF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Islenzk kona í Nýju Mexíkó Lézt úr ókunnrí veiki Frá Atla Steinarssynl, fréttaritara Morgfunblaðsins, ÍSLENZK kona, Ragna Hall- dórsdóttir Hooks, sem um nokkurra ára skeið hefur búið I Nýju Mexíkó í Banda- ríkjunum, er meðal þeirra sem ókennileg veiki hefur lagt að velli. Útfðr hennar hefur farið fram. Ragna var dóttir Halldór-s Sigurbjömssonar (kenndur við Ás við Sólvallagötu) og konu. hans, Valgerðar Ragnars, sem lézt í mars sl. Ragna var ekkja síðstu árin. Hin ókennilega veiki, sem heij- að hefur í og við byggðir Navajo indíána á landamærum Nýju Mex- íkó og Arizona, er sjúkdómsfræð- ingum mikil ráðgáta. Milli 10 og 20 manns hafa þegar látist úr veikinni — aðallega indíánar. Veik- in leggst á öndunarfæri fólks, fyrstu einkennin eru flökurleiki, eymsli í vöðvum, hósti og sótthiti. Síðan taka við andþrengsli sem leitt hafa hina sjúku til dauða. Læknar finna enga lausn Sérfræðingar við sjúkdóms- greiningarstöð Bandaríkjanna í Atlanta hafa lagt nótt við dag í leit að ráðum til að lækna þennan óþekkta sjúkdóm en enga lausn fundið enn sem komið er. Jafnt gegn Rússum RÚSSAR, sem hafa á að skipa einu sterkasta knattspymulandsliði Evrópu, gerðu jafntefli við íslendinga á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, 1:1. Eyjólfur Sverrisson skoraði mark Islands, en hér Morgunblaðið/Kristinn má einmitt sjá Eyjólf i flugferð í vítateig Rússa í leiknum í gærkvöldi. Nánar er fjallað um leikinn á íþróttasíðum, bls. 58-59. Fengn 50 tonn af þorski á 20 tímum Vidhorf fólks til atvinnusköpunar Meirihluti samþykk- ur hærri sköttum RÖSKLEGA helmingur íslend- inga er tilbúinn til að greiða hærri skatta tímabundið ef tryggt er að fjármunirnir renni eingöngu til atvinnuskapandi starfsemi, sam- kvæmt niðursttfðum ktfnnunar sem Hagvangur hefur gert fyrir Morgunblaðið. í könnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi þekkti góðan vin eða nákominn ættinga sem væri at- vinnulaus og svaraði um helmingur spumingunni játandi en 4,2% reynd- ust vera sjálfír atvinnulausir. Sjá viðskiptablað bls. B3. SKIPVERJAR á Emmu VE- 219 fengu 50 tonn af vænum þorski á Breiðafirði á mánu- dag. Siglt var með aflann á Fiskmarkað Hafnarfjarðar, en Óskar Þór Kristjánsson skipstjóri kvaðst áætla að um fjórar milljónir króna fengj- ust fyrir aflann, þegar honum var landað í gær. „Það sætir tíðindum eins og nú er ástatt að fá svona mikinn og góðan afla. Gæslan kom að mæla og þeir fundu ekkert smátt," sagði Óskar, og bætti við að þama hefði sennilega útdauði þorskurinn verið á ferðinni. Óskar sagðist telja að þetta væri mikið til 5-6 kílóa fískur og þyngri, en verðið hefði verið milli 70 og 80 krónur um morguninn á eldri fiski, svo vel gæti verið að aflaverðmætið væri um fjórar millj- ónir króna. Hólfið sem Óskar og félagar fengu þorskinn í var opnað á miðnætti 1. júní, en Emman, sem er 182 tonn að stærð, var eini Viðræður við Bandaríkjamenn um varnarmál verða í Reykjavík eftir helgi Ríkisstjórnin reynir að fá ákvörðunum frestað # Morgunblaðið/Bjarni Þorskinum hampað ÓSKAR Þór Kristjánsson, skipstjóri á Emmu VE-219 frá Vest- mannaeyjum, hampar hér vænum þorski í miðri löndun á Fisk- markaði Hafnarfjarðar í gær. báturinn á svæðinu framan af. amir í Ólafsvík hafí ekki verið sér- „Um hádegi vorum við komnir með staklega ánægðir með að við skyld- 17 tonn meðan annað skip var með um vera að slæpast þarna,“ sagði tvö. Ég held annars að trillukarl- Óskar brosandi. Uppátæki unglinga Morgunblaðið/Bjami Sterkur þráður ÞRÁÐURINN sem strengdur hefur verið yfir gðtur í Kleppsholtinu er sterkur og talinn geta valdið mikilli hættu. Strengja þráð yfir götumar LÖGREGLA telur að börn eða unglingar hafi tvivegis á sktfmmum tfma leikið sér að því að strengja grannan, sterkan þráð yfír gtftur í Kleppsholti. Að sðgn lögreglu gæti þetta uppátæki reynst lífshættulegt fólki á reiðhjól- um eða bifíyólum. Á mánudag skemmdist fólks- bíll þegar honum var ekið á þráð sem strengdur hafði verið yfír Brúnaveg og var þráðurinn það sterkur að hann olli skemmdum á lakki bílsins. Vírinn hafði verið strengdur í um það bil þurrkuhæð og má telja líklegt að hann hefði getað sett reiðhjóla- og bifhjólafólk og jafnvel gangandi vegfarendur í mikla hættu. NEFNDIR embættismanna bandarískra og íslenskra stjórn- valda munu eiga með sér fundi í Reykjavík á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 7. og 8. júní, þar sem framtíðarfyrir- komulag varnarstöðvar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli verður rætt. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu íslensk stjórnvöld leggja fyrir embættismenn sína að fara sér hægt í viðræðum og gera hvað þeir geta til þess að draga málið á langinn og fá Bandaríkjamenn til að fresta ákvörðun- um um samdrátt hjá varnarliðinu. í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu i Washington fékk Morgunblað- ið þær upplýsingar í gær, að þaðan yrðu sendar upplýsingar til sendi- ráðs Bandaríkjanna í Reykjavík í dag eða á morgun, um það hvaða augum bandarísk stjórnvöld líta á samráðsfund íslenskra og banda- rískra embættismanna á mánudag og þriðjudag. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin enn af bandarískum stjómvöldum, um með hvaða hætti framtíðarfyrirkomulag yrði í vamarstöðinni í Keflavík. Lín- ur kynnu að skýrast á fundunum í Reykjavík eftir helgi, en þó væri ótímabært að spá fyrir um það. Engin ákvörðun enn í Bandaríkjunum Fulltrúar bandarískra stjóm- valda verða frá bandaríska varnar- málaráðuneytinu (Pentagon), utan- ríkisráðuneytinu, hemaðaryfirvöld- um og bandaríska sendiráðinu hér l Reykjavík, að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. íslensk stjómvöld munu tilnefna viðræðufulltrúa frá utanríkisráðu- neyti, varnarmáladeild og forsætis- ráðuneyti. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins em líkur á að þeir Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytis- stjóri, Róbert Trausti Árnason, sendiherra, í varnarmáladeild, og Albert Jónsson, öryggismálafulltrúi forsætisráðuneytisins, verði fulltrú- ar íslenskra stjórnvalda í þessum viðræðum við Bandaríkjamenn. Rikisstjómin lítur á þennan fund sem könnunar- og samráðsfund og er einhuga um, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, að reyna að fara sér hægt í viðræðunum og reyna að slá því á frest í lengstu lög, að ákvarðanir um samdrátt og niðurskurð á Keflavíkurflugvelli verði teknar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.