Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Aðalfundur Sambands íslenskra sam vinnufélaga haldinn í gær Heildartap tæplega 1,4 milljarðar á sl. ári Endurskoðendur telja óvissu ríkja um möguleika SÍS til að standa í skilum HEILDARTAP Sambands ís- lenska samvinnufélaga var alls um 1.372 milljónir króna á sk ári samanborið við 368 milljóna tap árið áður, samkvæmt árs- reikningi sem kynntur var á aðalfundi Sambandsins í gær. Þar vegur þyngst um 670 millj- óna tap af dótturfélögum og um 398 milljóna tap af sölu eigna. Bókfært eigið fé í árslok var um 159 miHjónir og eig- infjárhlutfall 26,7%. Endur- skoðendur setja hins vegar fyrirvara í áritun og benda á mikinn hallarekstur dótturfé- laga og að tvö þeirra séu með neikvæða eiginfjárstöðu. „Telja verður að mikil óvissa ríki um framtíð þessara félaga og kann framvinda þeirra óvissuþátta að skerða möguleika Sam- bandsins til .þess að standa í skilum varðandi skuldbinding- ar sínar. Sú staða kynni aftur á móti að leiða til þess að annað mat en það sem notað er í árs- reikningum á eignum Sam- bandsins ætti betur við,“ segir í árituninni. Rekstrartekjur Sambandsins á sl. ári námu alls 173 milljónum en gjöld 298 milljónum, þannig að tap fyrir fjármagnsliði var 125 milljónir. Að Á AÐALFUNDI Sambandsins í gær var rætt ítarlega um þær ráð- stafanir sem gripið var til á sl. ári til að lækka skuldir. Á innfelldu myndinni er Sigurður Markússon sljórnarformaður í ræðustóli. teknu tilliti til fjármagnsiiða nemur tap af reglulegri starfsemi um 231 milljón. Heildareignir nema alls um 595 milljónum og skuldir 435 millj- ónum en þar eru ekki meðtaldar eftirlaunaskuldbindingar að fjárhæð Fundur um stöðu og framtíðarsýn íslenskrar sauðfjárframleiðslu haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 9. júní 1993. Fundarstjóri: Pálmi Jónsson, alþingismaöur. Dagskrá: Kl. 13:00 Ávarp landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndal. Kl. 13:15 Alþjóðasamningar og áhrifþeirra á sauðQárframleiðslu. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra. Kl. 13:30 Búvörusamningamir, viðskipti með greiðslumark, framleiðnikrafa og verðlagning. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. Kl. 13:45 Umræður og fyrirspumir. Kl. 14:00 Staða sauðfjárbænda í nýjum búvömsamningi. Arnór Karlsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Kl. 14:10 Staða afurðarstöðva og framtíðarhorfur. Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa. KI. 14:20 Umræður og fyrirspumir. Kl. 14:30 Gæði og hreiníeiki íslenskra landbúnaðarvara. Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir. Kl. 14:40 Rannsóknir, menntun og leiðbeiningar í sauðíjár- framleiðslu. Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur og stjómar- formaður RALA. Kl. 14:50 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15:00 Viðhorf verslana til sölu landbúnaðarafurða. Þorsteinn Pálsson, sölustjóri Hagkaups. Kl. 15:10 Viðhorfneytenda til framleiðslu og sölu sauðQárafurða. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Kl. 15:20 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.30 Kafilhlé. Kl. 16:00 Útflutningsmöguleikar á kindakjöti. Erlendur Garðarsson, markaðsstjóri. Kl. 16:10 íslenskur ullariðnaður. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri ístex hf. Kl. 16:20 Skinnaiðnaður á íslandi. Bjarki Jónasson, framkvæmdastjóri Islensks skinna- iðnaðar hf. Kl. 16:30 Umræður og fyrirspumir. Kl. 16:40 Staða og þróun sauðíjárræktar í hémðum. Gunnar Þórarinsson, héraðsráðunautur. Kl. 16:50 Staða byggðanna í kjölfar samdráttar í sauðíjárfram- leiðslu. Gunnar Sæmundsson, formaður BSVH. Kl. 17:00 Umræður og fyrirspumir. Kl. 17:10 Fundarslit. Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. 383 milljónir. í skýringum er bent á að raunverulegar framtíðargreiðsl- ur vegna eftirlaunaskuldbindinga kunni að reynast aðrar, eftir atvikum lægri eða hærri. Skuldir hafa lækkað um 12,3 milljarða á þremur árum I skýrslu Sigurðar Markússonar, stjórnarformanns Sambandsins, er þróun á efnahag Sambandsins á undanförnum árum gerð að umtals- efni. Hann bendir á að árið 1990 hafi skuldir lækkað um rúma 6,5 milljarða að mestu vegna yfirfærslu skulda á nýju dótturfélögin en einn- ig að nokkru vegna eignasölu. Árið 1991 hafi skuldir lækkað um tæpa 1,4 milljarða og á sl. ári hafi þær lækkað um 4,4 milljarða vegna eignasölu. Samtals hafi skuldir Sam- bandsins lækkað um rúmleg 12,3 milljarða á þremur árum miðað við verðlag 1992. Undanfarin 10 ár nemur heild- artap Sambandsins tæplega 3,1 milljarði. Þá hefur verið tekið tillit til hagnaðar af sölu eigna að fjárhæð um 2,9 milljarðar og afskrifaðra tapaðra skulda að fjárhæð 2.346 milljónir. Áætlanagerð Miklagarðs á villigötum í skýrslu stjómarformanns voru málefni Miklagarðs sérstaklega gerð að umtalsefni. Þar kom fram að lengi fram eftir árinu 1992 var sú áætlun uppi um fyrirtækið, að tap ársins yrði um 76 milljónir króna. Jafn- framt var gert fyrir að nokkur hagn- aður yrði á árinu 1993 og áfram. í desember sl. kom fram að halli árs- ins yrði væntanlega all miklu meiri, hugsanlega 150 til 200 milljónir. Upp úr 20. mars þótti sýnt að hall- inn yrði enn meiri og var jafnvel talað um að tap ársins gæti jaðrað við hálfan milljarð. Endanlegur árs- reikningur liggur ekki fyrir. „Hér er því miður á ferðinni sorglegt dæmi um áætlanagerð á villigötum og tæknivædd upplýsingakerfi sem ekki valda hlutverki sínu," segir í skýrslunni. Eins og komið hefur fram er búið að selja allar einingar Miklagarðs nema verslunina við Sund, Rafbúð- ina og hluta af heildsölunni. Hagnaður íslenskra sjávarafurða var 38 milljónir á sl. ári og Goði skilaði 10,4 milljóna hagnaði. Hins vegar var tap Jötuns 151 milljón og íslensks skinnaiðnaðar 95 milljónir. Samanlögð afkoma þessara fjögurra félaga var tap að fjárhæð 197 millj- ónir. „Margt fer verr en varir" í skýrslunni kemur fram að þegar nýjum fyrirtækjum Sambandsins var hleypt af stokkunum um áramótin 1990/1991 var eiginfjárstaða þeirra á bilinu 20-30% og flestra á bilin'u 25-30%. Aðeins afurðasölufyrirtæk- in tvö, íslenskar sjávarafurðir og Goði, hafa varðveitt þessa eiginíjár- stöðu og það ijármagn sem Sam- bandið lagði þeim til. Fyrrnefnda fyrirtækið hefur eitt dótturfélag- anna greitt arð til Sambandsins. Alit það fé sem Sambandið hefur lagt til Jötuns og Miklagarðs er nú tapað og mjög gengið á framlag Sambandsins til Islensks skinnaiðn- aðar á Akureyri. Upphaflegt fram- lag til Jötuns var 145 milljónir og til íslensks skinnaiðnaðar 264 millj- ónir. Á árinu 1991 lagði Sambandið 400 milljónir sem nýtt hlutafé í Miklagarð og 399 milljónir á árinu 1992. „í besta tilfelli hafði stjórn Sambandsins vænst þess að fá nokk- urn arð af því fé sem lagt var til þessara fyrirtækja — í versta tilfelli að nokkur bið yrði á arðgreiðslum. Hvorugt hefur nú gengið eftir og má þá segja að hér eigi við hið fom- kveðna að margt fer verr en varir,“ segir í skýrslunni. Hlutabréf í sjö félögum enn óseld í nóvember sl. ári náðist sam- komulag við Landsbanka íslands um sölu á eignum Sambandsins til eign- arhaldsfélags bankans að fjárhæð samtals um 1.450 milljónir. Var féð notað til lækkunar á bankaskuldum Sambandsins við Landsbankann og erienda banka. Þá var 50% hlutur í Kaffibrennslu Akureyrar og Efna- verksmiðjunni Sjöfn seldur til KEA. í nóvember voru jafnframt seldar þijár hæðir í Sambandsinshúsinu til Samvinnulífeyrissjóðsins fyrir 367 milljónir. Þá voru í sama mánuði seld hlutabréf í Olíufélaginu að nafn- virði 210 milljónir á genginu 5,0 eða samtals fyrir 1.048 milljónir. Eftir þessar eignasölur á Sam- bandið nú hlutabréf í dótturfélögun- um Dráttarvélum hf. (100%), ís- lenskum skinnaiðnaði hf. (90%), Miklagarði hf. (89%), Jötni hf. (97%), og Prentsmiðjunni Eddu hf. (83%). Þá á Sambandið 45% hlut í Goða og 24% hlut í Nýju teiknistofunni. Mikligarður og Jötunn voru samtals með neikvæða eiginijárstöðu að fjár- hæð 160 milljónir í árslok. Auk þess á Sambandið m.a. byggingarrétt á lóðinni við Kirkjusand. Aðspurður um hvort Sambandið gæti komist í þrot út af dótturfélög- unum sagði Sigurður Markússon að svarið fælist í áritun endurskoðenda. Miklu skipti hvort eignir yrðu seldar fijálsri sölu eða sala þeirra yrði þvinguð fram. „Við munum bíða eftir uppgjöri fyrir Miklagarð og þá verður gert nýtt uppgjör fyrir Sam- bandið sem gæti orðið 5 eða 6 mán- aða uppgjör. Síðan mun stjómin ráða ráðum sínum,“ sagði Sigurður. Hann sagðist vona að sala á Mik- lagarði við Sund og rafbúðinni skýrðist á næstu tveimur vikum. Hins vegar hefði enn ekki verið ákveðið að selja hlutabréfin í Goða eða Prentsmiðjunni Eddu. „En auð- vitað hlýtur að koma að því að við lítum á þær eignir sem eftir eru og athugum hvað við getum selt af þeim til þess að halda ennþá áfram að greiða skuldir.“ Úr stjórn Sambandsins áttu að ganga tveir fulltrúar samkvæmt hlutkesti og voru þeir báðir endur- kjörnir. Auk Sigurðar Markússonar sitja í stjóm þau Þorsteinn Sveins- son, Þórir Páll Guðjónsson, Jóhannes Sigvaldason, Jón E. Alfreðsson, Sig- urður Kristjánsson og Þórhalla Snæ- þórsdóttir. Fjöruskoðunarátak Samlífs, Samtaka líffræðikennara Fjörumengun hefur aukist ÁSTAND fjara á íslandi hefur versnað nokkuð ef marka niður- stöður í sérstöku fjöruskoðunarátaki sem fram fór á íslandi og nítján öðrum Evrópulöndum sl. haust. Sams konar átak fór fram hér á landi fyrir þremur árum og ef þessar rannsóknir eru bomar saman þá hefur mengun í íslenskum fjörum aukist að mati umsjónarmanna fjöruskoðunarinnar hér. Aftur á móti sýnir þessi fjöruskoðun að nokkur árangur hefur náðst í endur- vinnslumálum. Það var Samlíf, Samtök líffræði- kennara, sem stóðu að könnuninni hér á landi og vom nemendur og kennarar á grunn- og framhalds- skólastigi fengnir til að kanna Ijör- umar. Daprar niðurstöður I fréttatilkynningu frá aðstand- endum rannsóknarinnar hér á landi er vonbrigðum lýst með niðurstöð- umar. Skólp og saurgerlamengun er til að mynda nokkuð meiri en búist hafði verið við. Aðstandend- ur túlka þær niðurstöður svo að skólpvamir sveitarfélaga beri alls ekki tilskilinn árangur. Það vakti ennfremur athygli hversu áber- andi netdræsur og plastafgangar vom í fjörum og jöðmm þeirra. Niðurstöðumar vom ekki að öllu leyti slæmar. Eitt hið jákvæð- asta sem kom í ljós í Ijömskoðun- inni var hversu mjög umbúðum hefur fækkað í fjöruborðinu. Það telja umsjónarmenn átaksins koma til vegna umfangsmikils endurvinnsluátaks og álagningu skilagjalds á gler- og plastflöskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.