Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 35 Appelsínur í baksturinn Appelsínukaka. Það hefur svo oft verið talað um nauðsyn þess að hafa appels- ínur fastan lið í daglegu fæði að óþarfi er að fjölyrða um það. Þær eru yfírleitt afbragð eins og þær koma fyrir, en það er hægt að nota þær til margra hluta við matargerð og bakstur. Appelsínu- safi er góður í margskonar bakst- ur, gefur frískt bragð. Appelsínukaka 75 g smjör eða smjörlíki, 125 g sykur, 1 egg, 100 g hveiti, 3 tsk. lyftiduft, Vh dl mjólk. Á milli: 2'h þeyttur rjómi, safi úr einni appelsínu. Sykurbráð: 125 g sykur, 1 msk. ijómi, 1 msk. smjör, safí úr 1 appelsínu, rifínn börkur af 1 appelsínu. Deigið er venjulegt hrært deig, smjör og sykur þeytt vel, eggi bætt í, síðan hveiti með lyftidufti og að síðustu mjólk. Bakað í einu formi í miðjum ofni, við 200C í 20 mín. Kakan er tekin sundur í þrennt eftir bakstur. Saman við þeyttan ijómann er settur appels- ínusafí og smurt á lögin. Ofan á er sykurbráð. Allt sem fer í bráðina sett í pott og látið standa á hellu við mjög vægan straum þar til sykur- inn er bráðinn. Kælt áður en hellt er yfir kökuna. Skreytt með app- elsínu-berki eða -sneiðum. Appelsínubrauð Rifínn börkur og safí úr þremur appelsínum, 50 g þurrger, 3 msk. olía eða brætt smjörlíki, 1 tsk. salt, ca. 750 g hveiti. Appelsínusafinn blandaður með heitu vatni, svo úr verði 5 dl, gerinu hrært út í, ásamt appels- ínuberki, fitu, salti og hveiti, hnoðað vel saman. Deigið sett á hlýjan stað, þakið og látið hefast í tvöfalt umfang. Deigið hnoðað aftur og skipt í tvennt, hvorum hluta má svo skipta í þrennt og svo fléttað saman ef vill. Brauðin sett í smurð form og látin hefast á ný. Bakað neðst í ofni við 200C í ca. 35 mín. Best nýbakað en má einnig frysta. Heimalagað eða aðkeypt appelsínumarmelaði með. Júnímessa kvennakirkjiumar Júnímessa kvennakirkjunnar verður haldin í Frikirkjunni sunnudaginn 6. júní, kl. 20.30. Prestur kvennakirkjunnar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prédikar og Elísabet Þorgeirsdóttir ræðir um tilurð og tilgang kvennakirkjunnar. Sönghópur kvennakirkjunnar leiðir almennan söng undir stjóm organistans, Sesselju Guðmunds- dóttur. Kristjana Stefánsdóttir frá Selfossi syngur einsöng. Kirkjukaffi verður í Safnaðar- heimili Fríkirkjunnar að lokinni messu. Allt áhugafólk velkomið. Sunny Van IN15SAN* Sendibíll ársins 1993 Enn og aftur hlýtur Nissan viðurkenningu. í þetta sinn var Sunny Van kosinn „sendibíll ársins 1993“. Sunny Van er lipur og einstaklega rúmgóður, sendibíll með vökva og veltistýri og 1600 rúmsentimetra vél Farmrými 2,68 m3 Burðargeta 520 kg Hurðarop aftan br: l,20m h: 1,12 m. á ótrúlega hagstæðu verði kr. 877.000.- án vsk. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavlk P.O. Box 8036, Sími 674000 Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! MERKISMENNHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.