Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Rjúpu fækk- ar mjög í Hrísey RJÚPUM hefur mjög fækkað í Hrísey á undanförnum árum og skv. talningu Þorsteins Þorsteinssonar fuglaáhuga- manns, sem sér um talningu fyrir Náttúrufræðistofnun, hefur gífurleg fækkun orðið í stofninum frá því í fyrra. Segist hann telja nauðsynlegt að fé verði varið til rannsókn- ar á því hvað hafi gerst. Rjúpnastofninn í Hrísey var tal- inn í hámarki árið 1988 að sögn Þorsteins, en þá voru 295 karrar með svæði í eynni. Arið eftir voru þeir 214, 1990 hafði þeim fækkað í 140, fjöldinn var 129 árið 1991, í fyrra 125 og við síðustu talningu nú í vor fundust aðeins 76 ijúpna- pör í eynni. Þorsteinn segir skýringu á þess- ari miklu fækkun milli ára nú geta verið ,júníhretið“ í fyrra. „Þá snjóaði gífurlega mikið, ijúpan var komin í fullt varp og víðast voru komnir ungar,“ sagði Þorsteinn við Morgunblaðið. „Rjúpan verpir víða annars staðar, en aðallega var fylgst með þessu í Hrísey. Þar fór allt á kaf í snjó — hvergi sást í dökkan díl og manni fannst alveg nóg, en þó snjóaði víða meira en í Hrísey. Það eru margir sem álíta það að varpið hafi farið mjög illa á mörgum stöðum á Norðurlandi í fyrra.“ En ætli hretið í júní í fyrra sé aðalskýringin á þessari miklu fækkun á ijúpunni milli ára? „Ég veit það ekki,“ sagði Þorsteinn, „en mér fyndist eðlilegt að Nátt- úrufræðistofnun fengi peninga til að rannska hvað hafi gerst. Per- sónulega finnst mér stökkið of mikið milli ára til að þetta geti talist eðlilegt.“ -----» --------- ■ ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór verður 78 ára á morgun, sunnudag, og í tilefni dagsins verður kaffihlað- borð í félagsheimilinu Hamri á af- mælisdaginn milli kl. 14 og 17. íslandsbanki gefur eina milljón til uppgræðslu í Dimmuborgum Morgunblaðið/Rúnar Þór Uppgræðsla TRYGGVl Pálsson framkvæmdastjóri Islandsbanka afhenti Sveini Runólfssyni landgræðslusljóra eina milljón króna til uppgræðslu í Dimmuborgum í gær. Átak til verndar Borgunum Mývatnssveit. TRYGGVI Pálsson, framkvæmda- stjóri íslandsbanka, afhenti Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra eina milljón króna sem verja á til upp- græðslu í Dimmuborgum. Þessi athöfn fór fram í skemmtilegu umhverfi og skjólgóðu ijóðri í borgunum. Þar voru ennfremur viðstaddir örn Björnsson, útibússtjóri Islandsbanka á Húsavík, Þröstur Eysteinsson, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Húsavík, og Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps. Landgræðslustjóri þakkaði þessa veglegu gjöf. „Þetta er mjög rausnarlegt og kemur sér vel — og er hvatning til annarra að gera slíkt hið sama,“ sagði Sveinn Runólfs- son við Morgunblaðið um gjöf íslandsbanka. Vélsáning PYLGST með vélsáningu í Hlíðardal. Þá sagði hann að Ferðamálaráð og Umhverf- isráðuneyti myndu leggja fjárframlög til aðgerða í Dimmuborgum á árinu, en Land- græðslan, Skútustaðahreppur og Náttúru- verndarráð standa að sameiginlegu átaki til verndar borgunum. Eftir að hafa tekið við peningagjöfinni afhenti Sveinn starfsmönnum íslandsbanka sem viðstaddir voru nýlega gert gróðurkort af íslandi og verður það að teljast merk gjöf. Frá Dimmuborgum var haldið austur á Hlíðardal og fylgst með vélsáningu. Þar var að verki ein af raðsáningarvélum Land- græðslunnar sem jafnframt dreifir áburði, en þess má geta að það var íslandsbanki sem gaf vélina fyrir rúmu ári. Fróðlegt var að sjá hvernig slíkar vélar vinna og talið er að þær hafi valdið byltingu við að græða upp örfoka land. Kristján. Akureyrarbær auglýsir almennan kynningarfund um „reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri". Fundurinn verður haldinn mánudag- inn 7. júní nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í húsi aldraðra við Lundargötu 7. Fundurinn er öllum opinn sem vilja kynna sér reglur þessar, en er einkum ætlaður verslunarmönn- um, húseigendum og íbúum í miðbænum svo og öðrum hagsmunaaðilum. Reglurnar, ásamt uppdrætti er sýnir staðsetningu sölutjalda í miðbænum, munu liggja frammi á fundinum. Bæjarritari. Sumarskóli í listum á Akureyri og í Hrísey fyrir 11 -15 ára unglinga, hvaðan sem er af landinu, 26. júní-10. júlí (sama verð og ífyrra) Myndlist Blönduð tækni - Málun -Teiknun - Leirmótun og útskurðurítré. Leiklist Alm. leikþjálfun - Spuni - Dans - Uppsetning leikverks. (Hugsanlega verður farið með afraksturinn á alheimsmót barnaleikhúsa í Þýskalandi ’94). Með sumarkveðju. Örn Ingi, Akureyri, sími 96-22644. Höfuðstöðvar RARIK fluttar til Akureyrar HUGMYNDIR eru uppi um að stofnað verði hlutafélag sem yf- irtaki eignir og skuldir Raf- magnsveitna ríkisins (RARIK), Rafveitu Akureyrar og eignar- hlut Akureyrarbæjar í Lands- virkjun. Fari svo að hlutafélagið verði stofnað verða höfuðstöðvar þess á Akureyri. Uppkast að samkomulagi milli iðnaðarráðuneytisins og bæjar- stjórnar Akureyrar var lagt fram í bæjarráði í fyrrakvöld. „Þetta hefur verið kynnt öllum flokkum í bæjar- stjórn og var samþykkt einhuga í bæjarráði," sagði Sigurður J. Sig- urðsson, formaður veitustjórnar á Akureyri, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra var á Akureyri á dögunum og ræddi þá m.a. þess( mál við fulltrúa í bæjarstjórn. Úr varð áður nefnt samkomulag. Sigurður J. staðfesti í gær að í drögum að samkomulagi sem ráðherra hefði gert væri geng- ið út frá því að höfuðstöðvar hugs- anlegs fyrirtækis yrðu á Akureyri. Niðurstaða í haust Nefnd, sem á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir stofnun um- rædds fýrirtækis, á að skila niður- stöðu fyrir 15. október. Verði nið- urstaðan jákvæð verður málið lagt fyrir bæjarstjórn Akureyrar og Al- þingi strax í haust. Félagasamtök - fyrirtæki - einstaklingar SUMARLEIGA akureyri Höfum til leigu nokkur herbergi og örfáar paríbúðir í stúdentagarðinum Útsteini, Skarðshlíð 46, Akureyri. • Leigutímabil er til 20. ágúst. • íbúöirnar er hægt að leigja með innanstokksmunum og eldhúsáhöldum. □ Herbergin eru mjög rúmgóð eða 22 m2 og eru með rúmi, stól og borði. □ Hver tvö herbergi eru með sameiginlegri snyrtingu (íbúðarígildi). □ Sameiginlegt eldhús og setustofa er fyrir hver 7 herbergi. • Hægt er að leigja aukarúm, aukadýnu og sængurföt. • Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96-11780 fyrir hádegi. FESTA Félagsstofnun stúdenta á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.