Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
Siðferði og ráðherrar
að ekki sé ástæða til að ætla að
frelsi til að opna apótek leiði til
lægra lyfjaverðs. Hvergi er að finna
rökstuðning fyrir öðru, eingöngu
órökstuddar fullyrðingar.
Hagsmunaárekstur
eftir Snjólf Ólafsson
Með „siðferði" er átt við óskráðar
reglur um hegðun einstaklinga og
dyggðir þeirra og lesti. Pólitískt
siðferði snýst þar af leiðandi um
hegðun stjómmálamanna. Hugtak-
ið „löglegt en siðlaust" vísar til
þess að hegðun stjórnmálamanns,
oftast ákvörðun, standist lög en
ekki óskráðar reglur. Þar sem þess-
ar reglur em óskráðar er ekki unnt
að komast að óyggjandi niðurstöðu
um það hvort þær hafi verið brotn-
ar.
Siðareglur starfsstétta era til
þess gerðar að festa nokkuð af
þessum óskráðu reglum á blað.
Mörg^um þykir löngu tímabært að
siðareglur fyrir stjórnmálamenn
verði skráðar. Siðareglur fyrir ráð-
herra hljóta þá að miklu leyti að
snúast um misbeitingu valds.
Hugsanlega kynnti forsætisráð-
herra stefnu ríkisstjórnarinnar í sið-
ferðismálum nýlega í útvarpi þegar
hann spurði: Hvar á að leita að sið-
ferðinu? Mátti skilja orð hans svo
að siðferði sé nokkuð sem komi
ákvörðunum ráherra ekkert við.
Þegar ég heyrði þessa spumingu í
viðtali fréttamanns við forsætisráð-
herra beið ég eftir því að fréttamað-
urinn svaraði spurningunni með því
að benda á eitthvert þeirra atriða
sem hvað augljósust voru. Því mið-
ur lauk viðtalinu með þessari spurn-
ingu. Vonandi finnur forsætisráð-
herra einhver svör við spurningu
sinni hér á eftir þar sem nefnd verða
örfá atriði sem gætu verið eðlileg
í siðareglum fýrir ráðherra, en era
það ekki af reynslunni að dæma.
Hrafnsmálið svokallaða verður m.a.
notað til útskýringar þar sem sið-
ferðisbrestir stjórnvalda hafa sjald-
an opinberast jafn skýrt og í því
máli.
Vinum og flokksfélögum
hyglað
Þegar ráðherra skipar eða setur
mann í stöðu skal hann forðast að
velja mann sem almenningur hefur
ástæðu til að ætla að sé valinn
vegna vináttu eða tengsla við ráð-
herra, ef kostur er á öðrum hæfari
eða álíka hæfum manni í stöðuna.
Ráðning Hrafns Gunnlaugssonar
í stöðu framkvæmdastjóra virðist
vera augljóst brot á þessari reglu.
í þessu tilviki er um brottrekstur
manns úr embætti og svo aftur inn-
setning hins sama í hærra embætti
við sömu stofnun að ræða. Útvarps-
stjóri hafði metið það svo að Hrafn
væri óæskilegur í stjórnunarstöðu
hjá Sjónvarpinu og starfsmenn
Sjónvarpsins virtust flestir sam-
mála um það. Því er erfitt að sjá
nokkra aðra ástæðu fyrir ráðningu
Hrafns en vinatengsl hans við for-
sætisráðherra og fleiri. Stjórnunar-
aðferðir Hrafns virðast afar ólíkleg-
ar til að skila árangri í opinberri
stofnun þótt þær aðferðir henti
e.t.v. við listsköpun.
Annað dæmi um það hvemig
flokksfélögum hefur verið hyglað
era stöðuveitingar hjá Veðurstofu
íslands undanfarna áratugi. Sú
saga hefur verið rakin í dagblöðum
af þeim sem betur þekkja til en ég.
Að lokum mætti nefna mörg
dæmi um þessa tegund spillingar
sem tengjast fiskeldi en um þau
hefur verið ijallað víða.
Að gæta orða sinna
Ráðherra skal gæta þess viðyfir-
lýsingar sínar að vekja ekki óraun-
hæfar væntingar.
Auðvelt væri að nefna eins og
tug dæma um yfírlýsingar núver-
andi ráðherra sem hafa vakið
óraunhæfar væntingar og verið
þess eðlis að ráðherra hefði átt að
vita betur.
Yfírlýsingar forsætisráðherra í
ágúst 1992 um að skip fengju fljót-
lega bætta skerðingu kvóta umfram
5%, var sett fram á þann hátt að
menn gerðu ráð fyrir því að það
myndi gerast á næstu vikum þar á
eftir. Það varð ekki raunin og er
o<'sS'°e'
GRISAKÓTILETTUR
Ostakryddaöar
Marineraöar
Léttreyktar,kryddaðar
GRILLPYLSUR
Sœlkerapylsa meö osti
Smelípylsa ,(Knackwurst)
jj HÖFN
SELFOSSI
Snjólfur Ólafsson
„ Ef ég hef rangt fyrir
mér vænti égþess að
hin raunverulega
stefna ríkisstj órnarinn-
ar í siðferðismálum
verði kynnt almenn-
• * LL
mgi.
erfitt að túlka málið á annan hátt
en að ráðherra hafí vísvitandi verið
að lægja öldur með blekkingum.
Hins vegar hljóta stjórnendur fyrir-
tækjanna að hafa gert ráð fyrir
þessum tekjum þegar ákvarðanir
voru teknar. Þetta er staðfest í bréfí
sem LÍÚ ritaði forsætisráðherra 6.
janúar síðastliðinn.
I eldhúsdagsumræðum 3. maí
síðastliðinn hélt forsætisráðherra
áfram á sömu braut þegar hann
sagði að þorskkvótinn yrði ekki
skertur meira en orðið er. Ef fyrir-
tæki og þeir aðilar sem vinna að
uppstokkun sjávarútvegsfyrirtækja
ganga út frá þessu er líklegt að
þeir verði fljótlega fyrir vonbrigð-
um. Þetta er nokkuð augljóst fyrir
þá sem hafa metið kalt upplýsingar
um ástand þorskstofnsins.
Yfírlýsingar heilbrigðisráðherra,
fyrst á árinu 1991, um aukið frelsi
til að opna og reka apótek hafa
vakið óraunhæfar væntingar á tvo
vegu. Annars vegar væntir almenn-
ingur þess að með því lækki lyfja-
verð og hins vegar gera ýmsir at-
hafnamenn sér óraunhæfar vænt-
ingar um hagnað með því að reka
apótek í þéttbýli. Niðurstöður
tveggja óháðra aðila, birtar á árun-
um 1991 og 1992, voru á þá lund
Ráðherra skal meta líkur á hags-
munaárekstri þegar skipað er í
stöðu og hafna einstaklingi ef um
(verulegan) hagsmunaárekstur er
að ræða.
Oft hefur þessi regla verið þver-
brotin og er ráðning Hrafns Gunn-
laugssonar í stöðu framkvæmda-
stjóra Sjónvarps nýlegt og augljóst
dæmi. Margar ákvarðanir Hrafns
sem framkvæmdastjóra hljóta að
hafa veraleg áhrif á tekjur Hrafns
sem kvikmyndagerðarmanns.
Reyndar hafa ákvarðanir hans áhrif
á eigin hagsmuni hans á margan
annan hátt. (Sem dagskrárstjóri
ætlaði hann að semja handrit fyrir
RÚV.) Þetta mun væntanlega skýr-
ast með skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar. Rétt er að benda á að þótt Hrafn
tæki þá ákvörðun að víkja af fund-
um meðan fjallað er um mál sem
tengjast honum þá breytir það
engu, því það að hann er fram-
kvæmdastjóri mun hafa áhrif á
ákvarðanir samstarfsmanna hans.
Lokaorð
Ofantalin þrjú atriði era aðeins
fá af mörgum sem eiga heima í
siðareglum fyrir ráðherra og aðra
í opinberam valdastöðum. Það er
mikið verk og vandasamt að semja
slíkar reglur og nauðsynlegt að
gefa því góðan tíma. Að sjálfsögðu
gilda almennar siðareglur einnig
um valdamenn, t.d. er siðlaust að
Ijúga.
Eg tel að í flestum nágrannalönd-
um okkar hefði ráðning Hrafns
Gunnlaugssonar í starf fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins og ýmis
önnur verk unnin af menntamála-
ráðherra eða á hans ábyrgð, leitt
til afsagnar ráðherra. Þetta verður
þó hvorki sannað né afsannað. Hins
vegar er það verulegt áhyggjuefni
margra að það er sama hvað ráð-
herrar gera, ekkert fær þá til að
segja af sér. Er ástæðan sú að
fjölmiðlarnir bregðast skyldu sinni
við þjóðina? Er ástæðan sú að al-
þingismenn eru tilbúnir að láta hvað
sem er yfir sig ganga? Gera kjörnir
fulltrúar almennings sér nægjan-
lega grein fyrir skyldum sínum?
Eru þeir reiðubúnir að horfast í
augu við þær skyldur?
Eg þykist greina þá stefnu
stjórnvalda að ef ákvörðun er lögleg
þá er ekkert athugavert við hana.
Ráðherrar sjá enga ástæðú til að
taka tillit til þess hvort ákvörðun
sé siðlaus eða ekki. Ef ég hef rangt
fyrir mér vænti ég þess að hin raun-
verulega stefna ríkisstjórnannnar í
siðferðismálum verði kynnt almenn-
ingi.
Höfundur er dósent við Háskóla
íslands
Víðtækt eftirlit með
urriðastofni Laxár
Rannsóknarverkefni verður í gangi á silungsveiðisvæðinu í Laxá í
Suður-Þingeyjarsýslu ofan virkjana í sumar og eru það auk Veiðifé-
lags Laxár og Krákár, Líffræðistofnun Háskólans og Veiðimála-
stofnun sem standa að verkefninu. Síðustu daga hafa stangaveiði-
menn alls veitt yfir 300 urriða og merkt þá áður en þeim var sleppt
í ána á ný. Veiðar þessar stóðu yfir síðustu dagana áður en veiði-
tíminn hófst á þriðjudaginn síðastliðinn og gekk veiðin vel.
Hólmfríður Jonsdóttir veiðivörð-
ur á Arnarvatni sagði í samtali við
Morgunblaðið að tilgangurinn með
þessum athugunum væri sá að
fylgjast með því hversu staðbund-
inn urriðinn í ánni væri. Athugan-
ir sem áður hafa verið gerðar bendi
til þess að fiskurinn á þessum slóð-
um sé mjög staðbundinn og flytji
sig lítt til. Athuganirnar nú era
víðtækari og eiga að taka af allan
vafa um mál þetta. Segir Hólmfríð-
ur að menn vilji fá svör við þessum
spurningum þar eð þá muni farn-
ast betur að fylgjast með veiðiá-
lagi og almennu ástandi urriða-
stofnsins. Ef veiðiálag reynist of
mikið á vissum svæðum þá sé unnt
að draga úr álagi og öfugt.
Sem fyrr segir gengu veiðarnar
prýðilega og heppnaðist veiði-
mönnum ætlunarverk sitt að ná til
merkingar 300 urriðum áður en
vertíðin hófst. Fyrir veiðimönnum
fór Kolbeinn Grímsson, þrau-
treyndur veiðimaður í Laxá í ára-
tugi, en verkefninu stjórnar Gísli
Már Gíslason líffræðingur. Sagði
Hólmfríður að það hafi komið öll-
um hlutaðeigandi skemmtilega á
óvart hversu vænn og fallegur fisk-
urinn hafi verið í vertíðarbyijun.
Veiddu merkingarmenn allt að 7
til 8 punda fiska og all mikið af 4
til 5 punda urriðum.