Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Fimm þúsund manns hafa séð sveiflu Geirmundar „Við erum mjög hamingjusöm“ LOKASÝNING skagfirsku söngskemmtunarinnar, í syngjandi sveiflu, með Geirmund Valtýsson í farar- broddi verður sett upp í kvöld á Hótel íslandi. í stuttu samtali við Morgunblaðið sagði Geirmundur að frá því að sýningin var fyrst sett upp í janúarlok hafi um fimm þúsund manns séð hana og bætti því við að ekki væri útilokað að hún yrði sett upp aftur í haust eða vetur. „Við erum öll sem að þessari sýningu standa geysilega ham- ingjusöm með viðtökurnar,“ sagði Geirmundur. „í fyrstu var búist við að sýnt yrði fram í lok mars- mánuðar en nú eru sýningamar orðnar 14.“ Aðspurður kvaðst hann telja sýningargesti hafa komið alls staðar að af landinu og ennfremur taldi hann víst að Skagfirðingar hefðu verið gestir á hverri sýningu. „Það hefur einn- ig verið ánægjulegt hversu dans- leikirnir eftir sýningarnar hafa verið góðir. Sannkallaðir hörku- dansleikir." Framhald í haust? Geirmundur sagði að ekki væri búið að ákveða hvort sýningin yrði tekin upp í haust eða vetur en það kæmi þó vel til greina. „Þetta er að minnsta kosti loka- sýningin í bili,“ sagði Geirmundur en bætti því við að hugsanlega yrði sýningin sett upp í einhverri mynd á landsbyggðinni sumarið 1994. Við hljómborðið GEIRMUNDUR Valtýsson seg- ir að vel komi til greina að setja sýninguna í syngjandi sveiflu aftur upp i haust. Tölvusamskipti hasla sér völl vestanhafs Opnar söluskrif- stofu í New York TÖLVUSAMSKIPTI hf. hafa opnað söluskrifstofu í New York í samstarfi við Flugleiðir, en fyrirtækið stefnir að því að hasla sér völl á bandarískum markaði. Fyrirtækið tók þátt í Windows World sýningunni í Atlanta í síðustu viku í boði bandaríska tölvurisans Microsoft, og að sögn Frosta Sigurjóns- sonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Tölvusamskipta, vakti Skjáfaxið, sem fyrirtækið framleiðir, mikla athygli meðal blaðamanna bandarískra tölvutímarita. Frosti sagði að það hefði átt stór- an þátt í að vekja athygli á Tölvu- samkiptum á sýningunni að fyrir- tækið var í bás með Microsoft. Með þátttöku í sýningunni hafi fyrsta skrefið í markaðssetningu Skjáfax- ins á Bandaríkjamarkaði verið stig- ið, en fram til þessa hafi hún aðal- lega beinst að Norðurlöndum, Evr- ópu, Suður-Ameríku og og Asíu. Hann sagði að verið væri að vinna úr þeim viðskiptasamböndum og upplýsingum sem fyrirtækinu hefði áskotnast á sýningunni. Frosti sagði að fram til þessa hefði fyrirtækið aðeins starfrækt símsvörun í New York en frá 8. júní nk. tekur fyrsti sölumaðurinn til starfa þar í borg. Markmið með skrifstofunni í New York er að fylgja eftir þeim fyrirspurnum sem bárust á sýningunni, koma í gang endur- söluaðilum á New York-svæðinu og annast vörudreifingu. Fyrirtækið rekur einnig söluskrifstofu í Bret- landi. Nýlega festi Pepsi Cola Inter- national kaup á nýjustu útgáfu Skjá- faxins til notkunar í þremur skrif- stofubyggingum í New York fylki. Borgarráð Arsreikningur Reykjavíkurborgar fyrir 1992 lagður fram í borgarstjórn Staða borgarinnar versn- aði um 1,6 milljarða króna ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkurborgar fyrir árið 1992 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld. I ræðu Markúsar Arnar Antonssonar, borgarstjóra, kom fram að peningalegar eignir Reykjavíkurborgar umfram heildarskuldir nemi 653 milljónum króna en hafi í árslok 1991 verið 2.262 milljónir. Staða Reykjavíkurborgar, þ.e. heildarskuldir umfram peningalegar eignir, hafi þannig versnað um 1.609 milljónir króna á árinu en staða borgar- sjóðs hafi versnað um 2.193 milljónir króna. Fram kom að bókfærð hrein eign Reykjavíkurborgar nam í árslok rúmlega 106 milljörðum króna og hafði hækkað um 2.5 milljarða á árinu. 2 milljónir til verkefna í Litháen BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að veita Verkfræðistof- unni Hnit hf. tveggja milljóna króna styrk. Styrkurinn er veittur til að afla verkefna í Litháen. Að sögn Guðmundar Bjömssonar framkvæmdastjóra, er málið enn á frumstigi. Um er að ræða gerð staf- rænna kortagrunna fyrir borgirnar Vilnius og Kaunas og uppbyggingu landupprýsingakerfis sem sýnir lagnaskráningu fyrir sömu borgir. „Stafræn kort eru kort á tölvutæku formi eða tölvukort eins og Reykja- víkurborg hefur yfir að ráða sem sýna neðanjarðar lagnir og annað,“ sagði Guðmundur. í ræðu borgarstjóra kom fram að skatttekjur hafi verið áætlaðar 11.197 milljónir króna en bókfærð- ar skatttekjur hafi aðeins orðið 10.476 milljónir, sem eru 721 millj- ónir króna undir áætlun, eða 6.4%. Lóðasjóður lagður mð- ur í árslok BORGARSTJÓRN samþykkti í fyrrakvöld tillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að Lóðasjóður Reykjavíkur- borgar verði lagður niður í árslok þessa árs. Eignir sjóðs- ins, sem voru tæpar 63 miílj- ónir króna um síðustu ára- mót, munu renna í borgarsjóð. Fulltrúar minnihlutans lögðu til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs en það var fellt. Sjóðurinn var stofnaður 1973 í þeim tilgangi að „veita lóðarhöfum fjárhagsaðstoð í lánsformi til þess að ganga frá lóðum sínum.“ Lán úr sjóðnum eru veitt í formi efnisút- tektar frá borgarfyrirtækjum. í greinargerð með tillögunni seg- ir að nú séu starfandi í borginni og í nágrenni hennar fyrirtæki í einka- eign, sem séu í samkeppni við þessi borgarfyrirtæki. Með því að lán úr sjóðnum séu bundin við viðskipti við fyrirtæki borgarinnar sé verið að mismuna fyrirtækjum og hafa óeðlileg áhrif á samkeppni á þessu sviði. Tillagan um að leggja sjóðinn niður var samþykkt með 10 atkvæð- um sjálfstæðismanna gegn 5 full- trúa minnihlutaflokkanna. Af þessum 721 milljónum hafi tæp- lega 300 milljónir króna verið vegna ofáætlaðra tekna ársins, eða 2.6%, en 421 milljónir króna vegna breyt- inga og afskrifta útsvars og að- stöðugjalda fyrri ára, sem færð séu á rekstur. Á árinu 1991 hafi þessi upphæð verið 520 milljónir króna. Breytingar og afskriftir á eigna- færðum skatttekjum borgarsjóðs á síðastliðnum tveimur árum hafi þannig numið 941 milljón króna og séu það verulega hærri fjárhæðir en áður gerðist í þessum efnum. Fram kom hjá borgarstjóra að rekstur málaflokka hafi verið áætlaður 7.120 milljónir króna en orðið samkvæmt reikningi 7.549 milljónir króna, sem eru 429 millj- ónir umfram áætlun eða 6%. Yfir- dráttur á hlaupareikningi nam 1.373 milljónum króna í árslok og lækkaði um 26 milljónir króna frá fýrra ári. Ekki gripið til uppsagna Borgarstjóri sagði að alvarlegir örðugleikar í rekstri fyrirtækja í borginni, gjaldþrot og minni tekjur hjá launþegum vegna vaxandi at- vinnuleysis, hefðu á skömmum tíma breytt umtalsvert forsendum fyrir tekjuáætlunum. „Þessi snöggu um- skipti til hins verra setja mark sitt á niðurstöður reikningsins varðandi minni tekjur en áætlaðar höfðu verið á síðasta ári. Engu að síður hefur meirihlutinn í borgarstjórn haft það að skýru leiðarijósi, að Reykjavíkurborg myndi ekki að svo stöddu grípa til uppsagna starfs- í tillögu Alfreðs Þorsteinssonar, segir einnig að í samræmi við ný- gerða samþykkt borgarráðs þess efn- is að veitingahús í Reykjavík skuli sitja við sama borð í viðskiptum við Reykjavíkurborg, samþykki borgar- fólks í því skyni að lækka reksturs- kostnað, heldur myndi þvert á móti leitast við að halda uppi fullum framkvæmdaþrótti til að efla at- vinnulífið í borginni almennt og skapa skólafólki sumarstörf," sagði borgarstjóri. Hann sagði að þessu markmiði hefði verið náð með lántöku til framkvæmda og sérstakra aðgerða í atvinnumálum. Skuldir tvöfaldast Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, óskaði bókað á fundinum að ársreikningurinn sýndi glögg- lega þá kollsteypu sem orðið hefði á fjárhag borgarsjóðs á síðustu árum og keyrt hefði um þverbak á árinu 1992. „Á þremur árum hafa skuldir á hvern borgarbúa tvöfald- ast, voru í árslok 1989, 36 þúsund á íbúa en 72 þúsund 1992. Þá er hallinn á borgarsjóði tæpir tveir milljarðar, sem samsvarar 20 millj- arða halla á ríkissjóði. Langtímalán jukust um rúma tvo milljarða á árinu sem segir að fimmta hver króna sem við ráðstöfuðum 1992 var tekin að láni,“ segir í bókuninni. Kristín Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi, lagði fram bókun þar sem segir að við framlagningu árs- reiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 1992 hafi sannast það sem borgarfulltrúar Nýs vettvangs hafi fullyrt við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar þess árs að áætlun sjálfstæðis- manna væri veruleikafyrrt. Síðari umræða um ársreikning- inn verður i borgarstjórn 1. júlí nk. stjórn að fela Innkaupastofnun að undirbúa útboð vegna þessara við- skipta. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til stjórnar Innkaupa- stofnunar. Leðursófasett frá Chateau d’Ax á Ítalíu Teg. 656 - 3 +1 +1, þar af annar með rafknúnu fjarstýrðu baki og skemli, kr. 257.500 stgr Teg. 800 - 3ja sæta sófi og tveir stólar í leðri, viðargrind ur hnotu, kr. 269.421 stgr. Opið á laugardögum frá kl. 10-14 Siðumúla 20 ■ stmi 688799 Umfang þjónustu veitinga- húsa við borgina kannað TILLÖGU borgarfulltrúa Framsóknarflokks um að borgarstjórn feli Innkaupastofnun að gera úttekt á umfangi þjónustu, sem stofn- anir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar kaupa af veitingaaðilum vegna mötuneyta, var vísað til stjórnar Innkaupastofnunar á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.