Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993 27 JflíirgwtiM&MI* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Samkeppni í stað verðlagshafta Mikilvægt skref var stigið um síðustu mánaðamót til auk- ins frelsis í verzlun og viðskiptum landsmanna. Þá voru felldar úr gildi opinberar ákvarðanir á verð- lagningu fjölmargra þjónustu- greina. Er nú loks svo komið, að nær öll verðlagshöft hafa verið aflögð í landinu. Mikilvægasta undantekningin þar á er verð- lagning búvara. Fyrir mánaða- mótin var einnig gerð breyting á gengisskráningu, sem á að leiða til aukinnar samkeppni banka og sparisjóða í gjaldeyrisverzlun. Seðlabankinn hætti að skrá geng- ið einhliða og ræðst það nú á eins konar markaði banka og sparisjóða. Seðlabankinn mun þó tryggja að gengið haldist innan viðmiðunarmarka með eigin kaupum og sölum og öðrum stjórntækjum. Segja má að 1. júni hafi verið afnumdar síðustu leyfamar af opinberri verðlagningu á vörum og þjónustu, að undanskildum þeim sem falla undir sérstakar aðstæður, eins og búvörur, taxti leigubíla, sem eru háðir fjöldatak- mörkunum, og verðlagning sem- ents, en innflutningur þess er háður takmörkunum. Opinber verðlagning nær ekki lengur til taxta þvottahúsa og efnalauga, álagningar á útselda vinnu bygg- ingameistara og rafiðnaðarmeist- ara, fargjalda sérleyfis- og hóp- ferðabíla, taxta vöruflutningabíla eða far- og farmgjalda í innan- landsflugi. Því ber að fagna að opinber afskipti af verðlagningu á vörum og þjónustu heyra sögunni til. Verðlagning á landbúnaðarvör- um er kafli út af fyrir sig. Með ólíkindum er hins vegar, að það er ekki fyrr en undir lok tuttug- ustu aldar, að íslendingar eru loks lausir úr viðjum opinberra afskipta af verðlagningu og geti notið ávaxta samkeppninnar. Bæði reynzla og rök hníga að því, að þetta úrelta fyrirkomulag hafi verið landsmönnum dýrt, rýrt kjör þeirra og veikt starfs- grundvöll fyrirtækjanna. Um áratugaskeið var fijáls verðlagning eitt mesta hitamál íslenzkra stjórnmála. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur ólust upp við höft og skömmtun úr hendi hins opinbera. Neyzluvörur voru meira eða minna háðar verð- lagsákvæðum, innflutningur á mörgum vörutegundum bannað- ur eða háður leyfum, gjaldeyrir skammtaður og talinn glæpur að hafa hann undir höndum án leyf- is, íbúðabyggingar voru háðar leyfum og íbúðastærð komin und- ir opinberu samþykki, bílaeign var forréttindi. íslendingar gátu ekki ferðast til útlanda nema með uppáskrift skattstofunnar og tak- markaðan gjaldeyrisskammt í farteskinu. I skjóli alls þessa blómstraði svartamarkaðsbrask og spilling. Það var ekki fyrr en við mynd- un viðreisnarstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks árið 1960, að íslendingar tóku að losna úr viðjum hafta, skömmtunar og opinberra afskipta af nánast öll- um þáttum daglegs lífs. En veg- ferðin til fijálsra viðskiptahátta hefur verið löng og ýmis konar tafir og hindranir á leiðinni. Það er fyrst með vaxandi samskiptum við útlönd, að almennur skilning- ur hefur orðið á nauðsyn fulls viðskiptafrelsis. Stærsta skrefið í þeim efnum var aðild íslands að EFTA árið 1970, en hollt er að minnast þess að þáverandi stjómarandstaða, Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur, börð- ust gegn aðildinni, þótt fram- sóknarmenn sætu hjá að lokum við atkvæðagreiðsluna á Alþingi. Verulegur skriður komst ekki aftur á aukið fijálsræði í verzlun og viðskiptum fyrr en við myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, þeirrar er nú situr. Stærsta verkefnið í þeim efnum er aðildin að Evr- ópska efnahagssvæðinu, sem mun endanlega bijóta ísland úr viðjum hafta og ófrelsis fortíðar og veita landsmönnum tækifæri til nýrrar sóknar til bættra lífs- kjara. Athyglisvert er, að sömu stjórnmálaflokkar börðust gegn EES aðildinni og EFTA aðild forðum, aðeins af enn meiri hörku. Og Kvennalistinn hafði bætzt í hópinn, að Ingibjörgu Sólrúnu undanskildri. Ekkert tryggir neytendum betra verð og gæði á vörum og þjónustu en samkeppni. í vor tóku gildi ný lög, m.a. vegna EES aðildar, sem eiga að tryggja virka samkeppni í stað verðlagshafta. Samkeppnislögin gera ráð fyrir því að Samkeppnisstofnun fylgist með samruna og yfírtöku fyrir- tækja, sem gætu dregið úr sam- keppni vegna markaðsyfirráða, svo og óréttmætum viðskipta- háttum. Þau gera einnig ráð fyr- ir eftirliti með opinberum fyrir- tækjum og fyrirtækjum, sem starfa í skjóli opinbers einkaleyf- is eða verndar, þannig að ekki halli á samkeppnisrekstur. Úttekt verður gerð á tengslum eigenda og stjórnenda fyrirtækja á ís- lenzkum markaði í því skyni að kanna, hvort hringamyndun, tengsl eða valdasamþjöppun tak- marki samkeppni eða hindri fijálsa viðskiptaþróun. Engin vafi er á því, að afnám hafta í verzlun og viðskiptum og aukin samkeppni um hylli neyt- enda mun skila íslendingum bættum kjörum, betra og fijáls- ara þjóðfélagi. Það skilja þeir bezt, sem upplifðu tíma ofstjórn- ar og afskipta ríkisins af daglegu lífi fólksins. Kapphlaupið um sj ónvarpsrásimar Hvað ræður - sérhagsmunir, happdrætti, útboð eða menningarsjónarmið? MIKILL áhugi virðist vera til staðar á að endurvarpa útsend- ingum erlendra sjónvarpsstöðva á örbylgjutíðni ef marka má fjölda umsókna sem borist hafa úvarpsréttarnefnd. Alls eru þær 64 fyrir utan umsóknir frá Pósti og síma. Vandamálið er hins veg- ar að fræðilega séð er einungis hægt að úthluta 23 rásum og lík- lega ekki nema 16-18 nú þegar þar sem nokkrar eru í notkun undir fjarskipti. Þá gæti þurft allt að þrjár rásir til að endur- varpa dagskrá einnar stöðvar um til dæmis höfuðborgarsvæð- ið, ef útsendingarnar eiga að ná til allra íbúa. Innan stjórnkerfis- ins er nú til umræðu hvernig heppilegast sé að haga úthlutun örbylgjurásanna þannig að fyllsta réttlætis sé gætt og segir Halldór Blöndal samgönguráð- herra að til álita hljóti að koma að láta fara fram útboð um tíðni- rásirnar. Hér er um takmarkaða auðlind að ræða og greiðsla fyr- ir afnot hlýtur að teljast eðlileg eins og greiðsla fyrir önnur for- réttindi og hefur Morgunblaðið m.a. sett fram það sjónarmið. Það er líka í samræmi við þróun mála í Bretlandi, þar sem hluti tíðnisviðsins hefur verið boðinn hæstbjóðanda. Útsendingar Ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og Sýnar eru nú á VHF- tíðninni. Allt það tíðnisvið var fram til ársins 1986 i umsjá Ríkisútvarps- ins en Stöð 2 fékk á sínum tíma út- hlutað rás á VHF-tíðni. Nokkrum árum síðar var sjónvarpsstöðinni Sýn hf., sem ætlaði að keppa við Stöð 2, einnig úthlutað tíðni á VHF. Þar með voru allar VHF-tíðnir á höfuð- borgarsvæðinu fullsetnar. Ný útvarplög heimila dreifingu erlends sjónvarpsefnis án þýðingar- skyldu. Þar sem ekki er neitt pláss á VHF-tíðninni verður sú dreifing í fyrstu að fara fram á örbylgjurásum þar sem ekki er enn til staðar neitt kapalkerfi, líkt og í flestum öðrum ríkjum. Þyrfti 100-200 rásir Að sögn Guðmundar Ólafssonar, forstöðumanns Fjarskiptaeftirlitsins, er nú þegar búið að sækja um tíðnir til að dreifa 64 sjónvarpsrásum á. Telur hann að til þess að hægt yrði að dreifa þeim á Reykjavíkursvæðinu þyrfti um 100-200 tíðnirásir. Á tíðni- sviðinu séu hins vegar einungis 23 rásir og nokkrar í notkun. Guðmund- ur telur hins vegar að það yrði ekki mikið vandamál að semja um flutning á þeirri notkun. Vandamálið sé að ráðstafa tíðnirásunum. „Ef hver og einn fengi úthlutað einungis einni tíðni, er ljóst að einungis hluti íbú- anna myndi geta tekið á móti útsend- ingum með viðunandi gæðum. Hversu hátt það hlutfall yrði er hins vegar enginn sem getur sagt til um. Ef útvarpsréttarnefnd setur skilyrði um að ákveðinn hluti íbúanna verði að geta tekið á móti sendingum, eigi að úthluta leyfi, gæti þurft allt að þijár tíðnirásir fyrir hveija sjónvarps- stöð. Ef sú er raunin er einungis rými fyrir útsendingar frá um sjö sjónvarpsstöðvum," segir Guðmund- ur. Forstöðumaður fjarskiptaeftirlits- ins segir að undir svona kring- umstæðum hafi menn á ýmsum stöð- um í heiminum boðið tíðnirásirnar út. Einnig komi til greina að draga um þær líkt og í happdrætti eða þá að meta umsóknirnar út frá mennin- garpóiitísku sjónarmiði. Hann segir að einnig hafi skotið upp þeirri hug- mynd að úthluta samkvæmt þeirri röð sem umsóknirnar bárust. Það telji hann hins vegar ekki skynsam- legt, t.d. vegna þess að sumar um- sóknir hafi borist áður en tekin var ákvörðun um að úthluta þessum rás- um. „í sjálfu sér er hægt að úthluta mönnum tíðni til að dreifa allt að hundrað sjónvarpsrásum en það er á öðrum tíðnisviðum. Út frá fjarskipta- tæknilegu sjónarmiði myndi ég telja æskilegt að útsendingar væru á 40 Ghz. Vandinn er hins vegar sá að í augnablikinu er ekki á markaðnum tæknibúnaður á viðráðanlegu verði. Menn væru því litlu betur settir þó að þeir fengju úthlutað tíðni þar.“ Guðmundur segir að hann hafi beint fyrirspurnum til aðila, t.d. Brit- ish Telcom, sem séu að kanna mögu- leikana á útsendingum á þessu sviði en enn hafi honum ekki borist tímaá- ætlanir um hvenær vænta megi nýrr- ar tækni. Þær umsóknir sem borist hafa eru frá Háskóla Íslands (12 rásir), ís- lenska útvarpsfélaginu (11 rásir), Frjálsri fjölmiðlun (12 rásir), Út- varpsfélagi Seltjarnarness (8 rásir) Ríkisútvarpinu (1 rás) og Hans Krist- jáni Árnasyni (20 rásir) og eru þær nú til umfjöllunar hjá útvarpsréttar- nefnd. Ingvar Gíslason, formaður út- varpsréttarnefndar, segir þessi mál vera mikið til umfjöllunar hjá nefnd- inni „af fullkominni alvöru og alúð“. Hann segir ekki hægt að áætla hve- nær niðurstöðu sé að vænta í mál- inu; málið sé umfangsmikið og það þyrfi góðrar athugunar við. „Það hefur ekki enn verið rætt hvaða kost- ir koma til greina varðandi úthlutun. Við erum ekki enn komnir að af- greiðslu málsins. Við höfum ekki rætt möguleikann á útboði og ég hef ekki orðið var við að það sé neitt sérstakt áhugamál nefndarinnar. Það er líka mjög vafasamt hvort það sé á okkar verksviði. Ef slík ákvörðun yrði tekin, hlyti hún að koma í formi lagasetningar frá Alþingi eða reglu- gerðar frá ráðherra. Við erum ekki að ræða þennan möguleika en vel má vera að hann eigi eftir að koma upp síðar innan nefndarinnar," segir Ingvar. Útboð í Bretlandi Dæmi um útboð af þessu tagi má sækja til Bretlands þar sem útsend- ingarréttur sjónvarpsstöðvarinnar ITV var boðinn út gegn gjaldi af ríkis- stjóm Margaret Thatcher í upphafí ársins 1991. Sjónvarp var sent út á fjórum rásum í Bretlandi og sendi ríkissjónvarpið BBC út á tveimur rás- um. Fjórða rásin (Channel Four) er sjálfstætt fýrirtæki en að þriðju rá- sinni stóðu fimmtán staðbundin sjón- varpsfyrirtæki auk sérstaks fyrirtækis sem sá um morgunsjónvarp. Saman voru þessi fyrirtæki nefnd ITV. Útsendingarréttur á þriðju rásinni hafði verið boðinn út árið 1982 (einn- ig í stjórnartíð Thatcher) og voru þá gæðakröfur lagðar til grundvallar. Rann sá útsendingarréttur út 1. jan- úaj á þessu ári. I upphafi var ætlun- in )áð hæstbjóðanda yrðu veittar rás- irnar en vegna mikils þrýstings frá sjónvarpsfyrirtækjunum var ákveðið að einnig yrðu gerðar ákveðnar gæð- akröfur. Útboðið var til tíu ára og urðu fyrirtækin að gera grein fyrir hversu mikið þau hygðust greiða stjórnvöldum árlega þau ár, hvernig þau ætluðu að afla sér þeirra tekna og hvernig þau vildu tryggja gæði efnisins. Fjörutíu tilboð bárust í þau sextán leyfi sem boðin voru upp og var niður- staðan að mörg þekkt sjónvarpsfyrir- tæki misstu útsendingaleyfi sín. Má þar nefna Thames Television, TV- am, TVS og TWS. Áhyggjur Ríkisútvarpsins Skipta má þeim aðilum sem berj- ast munu um örbylgjutíðnirnar í þrennt. í fyrsta lagi Háskólann, sem hefur hug á að hefja fræðsluvarp, í öðru lagi aðila sem vilja endurvarpa gervihnattaefni og í þriðja lagi Ríkis- útvarpið, sem hefur lagt til að úthlut- un leyfis til rekstrar „kapalkerfis í lofti" fylgi sú kvöð að rekstaraðilarn- ir dreifi um kerfi sín dagskrám inn- lendra sjónvarpsstöðva. Eyjólfur Valdimarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisútvarpsins, segir að kapalstöðvar í til dæmis Noregi séu skyldugar til að dreifa dagskrá NRK og TV2 sem séu skilgreindar sem almannaþjónustustöðvar (public service). Svipaðar reglur gildi einnig í Svíþjóð. Hann segist óttast að ef kvöð af þessu tagi verði ekki tekin upp hér landi sé hætta á að fólk hundsi að setja upp móttökubúnað fyrir innlent efni í framtíðinni, en ólík loftnet þarf fyrir VHF- og ör- bylgjuútsendingar. „Ég er sérstak- lega með Stöð 2 og Ríkissjónvarpið í huga í þessu sambandi. Ef hins vegar Stöð 2 fær úthlutað þessum ellefu rásum þá getur hún sent út sitt efni á einni rás meðfram gervi- hnattaefninu. Þá væri búið að útiloka Gervihnöttur Dreiflkerfi gervihnattarefnis fr=Ti 'UJI (r=n ■ ■ |LJ| ff=T| ILJJ rr==il & [L^J (ril —— |LJ1 ILJJ Irnl l^JJ 17=71 ILJj ILJJ Fjölbýlishús með dreifikerfi I.. 1 1,1 111 i"""' ^3^2523 Útbúnaður áskrifandans Ríkisútvarpið frá þessum pakka. Fólk þyrfti sérstakt loftnet eingöngu fyrir Ríkissjónvarpið. Við höfum í bréfi til útvarpsréttarnefndar bent á að rétt væri að kanna hvemig þetta sé fram- kvæmt í nágrannalöndunum þar sem mörg ár eru liðin síðan kapalvæðing- in átti sér stað. Við teljum að það sé ekki hægt að líta fram hjá þessu atriði. Þessi menningarbarátta hlýtur að skipta máli,“ segir Eyjólfur. Ef tekið verður tillit til þessara ábendinga Ríkisútvarpsins, og dag- skrá Ríkissjónvarps og Stöðvar 2 endurvarpað á örbylgju, fækkar auð- vitað þeim rásum sem í boði eru. Þá má einnig telja líklegt að nokkmm rásum verði haldið til haga vegna fræðsluvarps. Eftir stendur þá vand- inn hvernig eigi að úthluta afgangin- um til þeirra sem vilja endurvarpa gervihnattaefni. Halldór S. Kristjánsson, ráðuneyt- isstjóri í samgönguráðuneytinu, segir þessi mál nú vera til umfjöllunar í ráðuneytinu. Menn hafi verið að velta fyrir sér ýmsum kostum, hvaða regl- ur skuli viðhafðar og hvernig skuli meta forgang. Meðal þess sem hafi verið rætt í þessu sambandi sé út- boð. „Þetta eru takmörkuð gæði sem um er að ræða og spurning hvemig þau nýtist sem best. Þetta er líka ekki síst pólitísk spurning sem þarf að ræða á þeim vettvangi,“ segir Halldór. Rökin fyrir útboði En hveijar eru röksemdirnar fyrir því að bjóða tíðnirásirnar út? Fyrir liggur að fleiri hafa áhuga á að dreifa útsendingum erlendra gervi- hnattastöðva en hægt er að leyfa af tæknilegum ástæðum. Það er líka ljóst að verið er að úthluta ákveðnum gæðum. Það getur hver sem er sett á laggirnar dagblað en það getur ekki hver sem er hafið rekstur sjón- varpsstöðvar. Líkt og áður var getið um er ekki rými fyrir fleiri stöðvar á VHF-tíðninni og mjög takmarkað- ur fjöldi kemst fyrir á þeirri örbylgj- utíðni, sem nú stendur til að út- hluta. Þeir sem fá úthlutað tíðni geta hafið þar útsendingar og haft af því tekjur. Aðrir verða að sitja eftir með sárt ennið. Það má því færa sterk rök fyrir því að greitt sé ákveðið gjald fyrir nýtingu þessara gæða og að þeim sé einungis úthlut- að í takmarkaðan tíma, til dæmis tíu ára líkt og í Bretlandi. Þannig er í senn tryggt að ákveðin endurnýjun geti átt sér stað á öldum ljósvakans og að þeir sem njóti þeirra forrétt- inda að fá úthlutað tíðni greiði fyr- ir það endurgjald. Hefur sjónarmið- um af þessu tagi til dæmis verið haldið á lofti af Morgunblaðinu. Gagnrýni sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 Ekki eru þó allir sammála þessari röksemdafærslu. Páll Magnússon sjónvarpstjóri Stöðvar 2 gerir um- sókn íslenska útvarpsfélagsins um ellefu örbylgjurásir til að dreifa út- sendingum gervihnattastöðva að umræðuefni í „bréfi til áskrifenda“ í nýjasta hefti Sjónvarpsvísis, dag- skrártímariti stöðvarinnar. Þar segir sjónvarpsstjórinn m.a.: „Á íslandi er líka til forstokkað afturhaldsfyr- irbrigði sem heitir Morgunblaðið. Fyrstu viðbrögð þess við fréttum af þessari viðbót á fjölmiðlaframboði á Islandi var að krefjast þess að þjón- ustan verði skattlögð sérstaklega! Morgunblaðið er fyrir löngu hætt að þekkja sinn vitjunartíma og er á hröðu undanhaldi í harðri fjölmiðla-- samkeppni nútímans. Bestu dagblöð Vesturlanda hafa lært að lifa með breytingum í fjölmiðlum og snúið þróuninni sér í hag til nýrrar sóknar. Morgunblaðið er hins vegar að stein- renna, eins og skessurnar forðum þegar nýr dagur rann.“ Segir sjónvarpsstjórinn einnig að það sé hagkvæmara fyrir neytendur að Stöð 2 sjái um endurvarpið: „Ef eitthvað annað fyrirtæki ætlaði sér að hefja endurvarp með þessum hætti þyrfti það að byija á því að fjárfesta í myndlyklakerfi fyrir hundruð millj- óna króna, sem beint eða óbeint kæmi auðvitað fram í verði sem not- endur þyrftu að greiða. Þetta þýðir einfaldlega að íslenska útvarpsfélagið getur boðið almenn- ingi þessa þjónustu fyrir brot af því verði sem fólk annars þyrfti að greiða.“ Gagnrýni sjónvarpsstjórans á af- stöðu Morgunblaðsins er auðvitað út í hött og sprottin af sérhagsmuna- sjónarmiðum. Morgunblaðið á engra hagsmuna að gæta í þessu kapp- hlaupi og síðasta fjölmiðlakönnun sýnir svart á hvítu að blaðið er sterk- asti fjölmiðill landsins. En Morgun- blaðið hefur talið sér skylt að hafa samræmda og sannfærandi stefnu þegar um takmarkaða auðlind er að ræða, eins og sjónvarpsrásir óneitan- lega eru. Eins og bent hefur verið á getur hver sem er, hvenær sem er, stofnað dagblað til höfuðs Morgunblaðinu. Þeir sem ætla að endurvarpa sjón- varpsefni þurfa hins vegar tíðni til að senda út á. I grein sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 er lögð mikil áhersla á að fyrirtækið sé fylgjandi sem mestri samkeppni en á sama tíma gefið í skyn að það sé heppilegasti aðilinn til að sjá um að dreifa efni gervi- hnattastöðva. Stöð 2 hefur líka ríkra hagsmuna að gæta. Dagskrá stöðv- arinnar byggist að miklu leyti á bandarískum og breskum framhalds- þáttum og kvikmyndum en þetta sama efni má fínna á mörgum gervi- hnattastöðvum (og á myndbandaleig- um). Það væri því líklega mikið áfall fyrir Stöð 2 ef annar aðili fengi rétt til að dreifa slíku efni í beinni sam- keppni við hana. Sé enga réttláta reglu Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að sitt almenna sjónar- mið varðandi þessi mál sé að útvarps- réttarnefnd beri að gæta þess að nægilegt svigrúm sé til að hreint kennsluvaip geti þróast hér á landi. Hann telji þó ekki rétt að einum að- ila sé gefið allt svigrúmið í því sam- bandi heldur beri að stefna að því að rásirnar nýtist mörgum aðilum. Háskóli íslands hafi þannig sótt um rásir og ætti hann að geta átt sam- vinnu við Háskólann á Akureyri og rannsóknarstofnanir hvað þetta varð- ar. „Á hinn bóginn er það aðkallandi spurning hvernig standa beri að því að varpa beint sjónvarpsefni, sem viðkomandi leggur ekkert í. Raunar sé ég enga réttláta reglu um hvernig hægt sé að gera upp á milli einstakl- inga og félaga þegar kemur að þessu. Við erum að úthluta verðmætum og ég get ekki séð annað en að útboðs- leið komi þarna til álita.“ TEXTI: STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON ÞAKKAÐ FYRIR BJORGUN Vestmannaeyjum. SKIPVERJARNIR af Andvara VE, sem Smáey bjarg- aði er Andvari fórst á laugardaginn, mættu á bryggjuna í Eyjum á þriðjudagskvöld þegar Smáey var að leggja af stað til veiða til að þakka skipveijunum á Smáey björgunina. Pétur Sveinsson, skipstjóri á Andvara, af- henti Sigurði Siguijónssyni, skipstjóra á Smáey, áletrað- an skjöld þar sem áhöfninni á Smáey er þökkuð giftu- samleg björgun skipveijanna á Andvara. Á myndinni eru skipveijarnir af Andvara og Smáey á dekkinu á Smáey eftir að Pétur hafði afhent Sigurði skjöldinn. Grímur Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um niðurstöðu Héraðsdóms í kvótamálinu Staðfesting dómsins í Hæsta- rétti leiðir til lægra kvótavirðis KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segist telja að hljóti niður- staða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjármálaráðherar gegn Hrönn á ísafirði um reikningslega meðferð keypts langtímakvóta staðfest- ingu í Hæstarétti hafi það þau áhrif að kvóti lækki í verði. Hann segir að reikningsskilum á kvóta hafi verið hagað með ýmsum hætti hjá útgerðarfyrirtækjum en algengast hafi verið að gjaldfæra að fullu á kaupári, eins og Hrönn, eigandi Guðbjargar ÍS, hafi gert. Nokkur af stærstu og best stæðu útgerðarfyrirtækjum landsins eiga mikilla hagsmuna að gæta af því hver úrslit málsins verða þar sem hliðstæð mál þeirra bíða úrslitanna. Kristján segir útilokað að meta um hve mikla fjármuni sé að ræða fyrir úrgerðina í landinu í heild. Kristján sagði að eignfærsla keypts langtímakvóta hefði talsvert verið til umræðu eftir að framsal aflaheimilda var leyft árið 1988. Hann kvaðst telja að almennt hefðu kaupin verið gjaldfærð að fullu með sama hætti og útgerð Hrannar gerði. Endurskoðendur hefðu hins vegar mælt með þeirri aðferð sem orðið hefði niðurstaðan í Héraðs- dómi, að eignfæra og afskrifa á fimm árum. Kristján áréttaði að aðalkrafa ríkisvaldsins hefði verið um staðfestingu á úrskurði skatt- stjóra um 8% afskriftir á ári, eins og um skip væri að ræða, þannig að ekki hefði verið orðið við kröfum skattyfírvalda auk þess sem skipt- ing málskostnaðar fyrir dóminum væri til marks um að báðir aðilar hefðu þótt hafa nokkuð til síns máls. Kristján sagði að útgerðar- mönnum þætti mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í málið og því yrði dóminum áfrýjað til Hæstarétt- ar. Mörg álitaefni „Álitamálin í þessu eru mörg. Þau birtast í því að eignfæra eitt- hvað sem i lögum stendur að sé eign þjóðarinnar og svo aftur að afskrifa það með tilteknum hætti. Einnig það að hér er um auðlind að ræða og til lengri tíma litið verð- um við að ætla að hún eyðist ekki þótt hún geti rýrnað frá einum tíma til annars. Það er andstætt afskrift- arhugmyndinni um auðlind, sem byggist á að þær eyðist. Þess vegna héldum við að okkur yrði ekki einu sinni heimilað að eignfæra þetta en miðað við að okkur er gert það skylt held ég að afskriftarreglan sé okkur sanngjörn,“ sagði Krist- ján. Eins og fyrr sagði var niður- staða dómsins í samræmi við var- akröfu ríkisvaldsins en varakrafa Hrannar var um afskrift á þremur árum hið mesta. Verri kostur að nota gróða til að kaupa kvóta Kristján sagði að menn hefðu þó tíðkað ýmsar aðferðir við þessi reikningsskil og útilokað yrði að átta sig á heildaráhrifum á flotann. Hins vegar kvaðst Kristján telja ljóst að þessi niðurstaða leiði til lægra kvótaverðs en nú er hljóti hún staðfestingu í Hæstarétti. „Þetta hefur verið kostur fyrir fyrir- tæki sem hafa staðið flárhagslega vel að ráðstafa hagnaði til þessara kaupa. Ávinningur af því verður minni ef þetta verður niðurstaðan og það ætti að hafa áhrif á kvóta- virðið. Það finnst okkur ekki ósann- gjarnt, við höfum talið það of hátt.“ Kristján kvaðst telja það afar bagalegt hve lengi mál þetta hefði verið á leið í gegnum kerfið. Það hefði tafist tvö ár hjá ríkisskatta- nefnd en hefði að vísu fengið sér- staka flýtimeðferð í Héraðsdómi og vonandi þyrfti ekki að bíða lengi eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Töfin væri því verri ef af henni leiddi óvissa um skatta liðins tíma. Skattahækkun til skamms tíma Hins vegar taldi Kristján ekki rétt að segja að í niðurstöðunni fælist skattahækkun á útgerðina. Um væri að ræða skattahækkun til skamms tíma sem jafnaði sig út á afskriftartímabilinu í heild og kæmi fram í því að það væri ekki jafn vænlegt og áður fyrir vel stæð fyrirtæki að ráðstafa hagnaði til kvótakaupa þar sem dreifa þyrfti gjaldfærslunni á fimm ár en ekki eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.