Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993 23 Máno Soares á fundi með blaðamönnum EB-aðild ekki nauð- synleg' fyrir Island MÁRIO Soares, forseti Portúgals, sagði á fréttamannafundi í gær, að ekki væri nauðsynlegt fyrir Islendinga að gerast aðilar að Evrópu- bandalaginu og ekki væri heldur útséð um aðild annarra EFTA-ríkja að bandalaginu. Þá kvað hann nauðsynlegt að breyta hlutverki Atlants- hafsbandalagsins frá því að miðast að mestu leyti við hernaðarlega íhlutun, en Portúgalar og íslendingar hefðu svipaðra hagsmuna að gæta í ýmsum alþjóðamálum. Aðspurður um hvalveiðar kvaðst forset- inn hins vegar ekki skilja hvernig hægt væri að ræða um að hefja veiðar á dýrum í útrýmingarhættu. Forsetinn kvað mikilvægt að ís- lendingar og Portúgalir héldu góðum samskiptum sín á milli, og Soares sagði forseta Islands mikils virtan í Evrópu, og mjög góðan fulltrúa þjóð- arinnar útávið. Soares sagðist einnig hafa átt við þess kost að ræða við sjávarútvegsráðherra og utanríkis- ráðherra auk forsætisráðherra, og þar hafi borið á góma málefni varð- andi fiskveiðar sem og alþjóðleg málefni, svo sem ástandið í Júgó- slavíu. Forsetinn lagði og ríka áherslu á mikilvægi samskipta á sviði menningarmála. EB-aðild ekki nauðsynleg íslendingum Soares kvað forsætisráðherra hafa lýst ástæðum þess að ísland óskaði ekki eftir að gerast aðili að Evrópu- bandalaginu. Forsetinn sagði það ekki vera nauðsynlegt fyrir íslend- inga að gerast aðilar að EB, með tilheyrandi erfiðum samningaviðræð- um. Ekki væri heldur útséð um að hin EFTA-ríkin gerðust öll aðilar. Hann minnti þó á, að ísland og Port- úgal ættu mikil viðskipti sín á milli, aðallega með fisk og ál af hálfu ís- lendinga, en tæknivörur og léttvín af hálfu Portúgala. Er Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, var spurður um mögulegar afleiðingar þess að standa einir eftir utan EB, sagðist hann trúaður á að unnt yrði að koma á fót tvíhliða sam- komulagi aðilanna, enda hefðu ís- lendingar þegar samþykkt um 60% af reglum Evrópubandalagsins. Að- spurður sagði hann að jafnvel þótt komið væri til móts við íslendinga í fiskveiðimálum stæði enn eftir spum- ingin um sjálfsstjórn, því það gæti litið svo út sem að áhrif smáþjóða á heildarstefnu EB færu minnkandi. Hlutverk NATO breytist Mário Soares sagði íslendingar ættu margt. skylt við Portúgali á pólitískum vettvangi — bæði ríkin væru aðilar að Atlantshafsbandalag- inu, og afstaða ríkjanna á vettvangi alþjóðastofnana væri oft á sama veg. Aðspurður um hvort NATO hefði brugðist hlutverki sínu í Bosníu, líkti forsetinn slíku við að segja að Sam- einuðu Þjóðirnar, Evrópubandalagið eða Bandaríkin hefðu brugðist. „Atl- antshafsbandalagið er enn nauðsyn- legt, og það má að miklu leyti þakka það bandalaginu að friður skuli hafa haldist eftir lok síðari heimsstyijald- arinnar," sagði hann. „Hins vegar verður NATO að taka breytingum. í stað þess að leggja alla áherslu á hernaðarlega íhlutun mætti í aukn- um mæli taka efnahagslegan, póli- tískan og jafnvel menningarlegan pól í hæðina hvað það varðaði.“ Stuðningur við Maastricht í Portúgal Varðandi þróun Evrópumála heimafyrir sagði forsetinn að þótt ekki hefði verið gengið til þjóðarat- kvæðis um Maastricht-sáttmálann í Portúgal, væm sennilega um 60% kjósenda honum fylgjandi samningn- um, samkvæmt skoðanakönnunum. Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan hefðu hins vegar verið sammála um að þjóðaratkvæðagreisla skyldi ekki haldin. Pálsson forstjóri SH og frú Ólöf Pét- ursdótrír. Magnús Gunnarsson for- stjóri SÍF og frú Gunnhildur Gunnar- dóttir. Dagbjartur Einarsson stjórnar- formaður SIF og frú Birna Óladóttir. Tryggvi Finnsson varaformaður SÍF og frú Áslaug Þorgeirsdóttir, c/o Fiskiðjan Húsavík Kristján Guð- mundsson forstjóri og frú Ragnheiður Hjálmtýsdóttir, Rifi. Finnbogi Jónsson forstjóri Síldaivinnslunnar, Neskaup- stað og frú Sveinborg Sveinsdóttir, Karl Njálsson forstjóri og frú Guðrún Ágústa Sigurðardóttir, Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskips og frú Áslaug Ottesen. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og frú Peggy Helgason. Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða/Landsýnar og frú Hjördís Bjarnason. Hörður Gunnars- son forstjóri Urvals/Útsýnar og frú Hrönn Björnsdóttir. Kjartan Lárusson formaður Félags íslenskra ferðaskrif- stofa og frú Anna Karlsdóttir. Bragi Hannesson stjórnarformaður Hamp- iðjunnar og frú Ragnheiður Gunnars- dóttir. Gunnar Svavarsson forstjóri Hampiðjunnar og frú Ólöf Þorleifs- dóttir. Stefán Unnsteinsson fram- kvæmdastjóri Portugal, og frú. Þór Þorsteins ræðismaður Portúgals og frú Dóra Egilson. Lisbet Sveinsdóttir listmálari og Árni Þór Árnason. Dav- íð Ólafsson formaður Iðnþróunarsjóðs EFTA v. Portúgals og frú Ágústa Gísladóttir. Forstöðumenn stofnana sem for- setinn heimsækir: Dr. Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar og frú Sigríður Kristjánsdóttir. Bera Nordal forstöðumaður Listasafns ís- lands og hr. Sigurður Snævarr. Svein- björn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri (Vinarkógur) og frú Pálína Her- mannsdóttir. Fylgdarmenn forsetelijónanna: Torfi Tuliníus lektor og frú Guð- björg Vilhjálmsdóttir. Kristín Jóhann- esdóttir kvikmyndaframleiðandi og Sigurður Pálsson rithöfundur. Undirbúningsaðilar. Skrifstofa forseta íslands: Sveinn Björnsson forsetaritari og frú Sigrún Dungal. Vigdís Bjarnadótt- ir deildarstjóri og hr. Guðlaugur T. Karlsson. Vilborg Kristjánsdóttir deildarstjóri og hr. Hrafn Pálsson. Sigríður H. Jónsdóttir deildarsérfræð- ingur, Sveinn H. Úlfarsson. Kornelíus Sigmundsson aðalræðismaður íslands í New York. Forsætisráðuneytið: Guðmundur Benediktsson fyrrver- andi ráðuneytisstjóri og frú Kristín Claessen. Aðalsteinn Maack eftirlits- maður og frú Jarþrúður Maack. Krist- ján Andri Stefánsson fulltrúi. Utanríkisráðuneytið: Sveinn Á. Björnsson sendifulltrúi íslands í París og frú Magnea Sigurð- ardóttir. Sigríður Gunnarsdóttir deild- arstjóri. Hörður H. Bjarnason próto- kollstjóri og frú Áróra Sigurgeirsdótt- ir. Bjarni Vestmann sendiráðsritari og frú Rakel Árnadóttir. Finnbogi Rútur Amarson sendiráðsritari og frú Þórunn Hreggviðsdóttir. Guðmundur Helgason sendiráðsritari og frú Helga Jóna Benediktsdóttir. Lögreglan: Böðvar Bragason lögreglustjóri og frú Gígja Björk Haraldsdóttir. Reykjavíkurborg: Ólafuj' Jónsson fulltrúi borgarstjóra og frú Ólöf Björnsdóttir. Vestmannaeyjar: Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og frú Rósa Guðjónsdóttir. Bragi Ólafs- son forseti bæjarstjórnar og frú Lauf- ey Bjarnadóttir. Georg Lárusson sýslumaður og frú Guðrún Hrund Sig- urðardóttir. Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar og frú Ragnhildur Gottskálks- dóttir. Morgunblaðið/Þorkell Alþjóðamálin rædd MÁRIO Soares, forseti Portúgals, segir að ekki sé hægt að tala um að hefja hvalveiðar að nýju, þar sem hvalir væru í útrýmingar- hættu. Málefni varðandi Evrópubandalagið og Atlantshafsbandalagið voru ofarlega á baugi er dr. Soares og Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sátu fyrir svörum á fréttamannafundi i gær. Ekki hægt að veiða dýr í útrýmingarhættu Aðspurður um afleiðingar þess að ísiendingar hæfu hvalveiðar að nýju, sagði Soares að hvali vera dýr í út- rýmingarhættu, og vísaði til Ríó-ráð- stefnunnar um umhverfísmál, sem hann veitti forsæti. „Eftir allt sem var sagt á þeirri ráðstefnu, veit ég ekki hvernig hægt er að tala um að hefja hvalveiðar að nýju,“ sagði hann, og nefndi sem dæmi að hval- veiðar Portúgala á Azóreyjum hefðu verið aflagðar. Lambarifjur í aðalrétt KJÖTSEYÐI með fjallagrös- um og humar á súrusósu í for- rétti, lambarifjur með túnfífl- asósu í aðalrétt og skyrterta með berjum í eftirrétt. Svona leit matseðillinn út í hátíðar- kvöldverði forseta Isiands í gærkvöldi til heiðurs forseta Portúgals og konu hans, frú Maria Barroso Soares. Það má því segja að sitthvað áber- andi úr náttúru Islands hafi verið týnt til og lagt á borð fyrir veislugesti. Boðið var upp á þrjár vínteg- undir; hvítvínið Gewurztraminer „Cuve des Folastries“ 1990, rauðvínið B V Rutherford Caber- net Sauvignon 1989 og kampa- vínið Veuve Clicquot Brut. Undir borðum var leikin ís- lensk, portúgölsk og létt klassísk tónlist frá öðrum Evrópulöndum af veislutríói, sem skipað var Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur á píanó, Páli Einarsyni á kontra- bassa og Sigurði I. Snorrasyni á klarinettu. Strengjakvartet, sem einnig lék undir borðum, var skipaður af Þórhalli Birgissyni, Kathleen Bearden, Ingvari Jón- assyni og Nora Kornbluek. ItJfmkÉl ...gerið góð kaup!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.