Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 5. JÚNÍi 1993 fólk í fréttum FERÐAMAL Straumurinn haf- inní Ferðamannastraumurinn er hafínn. Og hann fer vel af stað hér við Stykkishólm," sagði Arni Helgason, okkar maður þar vestra, í samtali við Morgunblað- ið og hann bætti við: „Til dæmis komu í dag fj'órar Fokker-flug- vélar með farþega sem voru bæði innlendir og erlendir og skoðuðu þeir Stykkishólm og umhverfi, fóru um Helgafells- sveit og litu útí hinn fræga og gamla stað Bjarnarhöfn ásamt ýmsu fleiru. Einnig var fyrirhug- að að fara um fjörðinn eftir því sem efni og tími ynnist. Þessir farþegar voru í umsjá hótelsins hér, þar sem Sigurður Skúli Bárðarson er hótelstjóri," sagði Arni. Arni sagði að flugvallarstjór- inn, Þór Sigurðsson, hefði tjáð sér að þetta væru flestar fiugvél- ar sem sest hefðu samtímist á Stykkishólmsvöll. „Líklegast hafa farþegar nálgast eitt hundr- að eða yfir og fluttu svo rútur gestina um umhverfið og þá Stykkishólm Fjórar farþegaflugvélar á flugvellinum í Stykkishólmi. Árni Helgason, fréttaritari Morgunblaðsins, man ekki eftir svona mörg- um flugvélum í einu á flugvellinum þar. Eyjaferðir um eyjarnar. Gunnar Svanlaugsson, yfirkennari, var svo leiðsögumaður hópsins. Veð- ur hefði að sjálfsögðu mátt vera betra en það var, en þeir sem voru þarna á ferð létu það ekk- ert aftra sér,“ sagði Árni að lok- um. Ræstikonurnar Anastasia og Daria kynna sér innihald hins nýja rússneska Penthouse. VESTRÆNN SORI Penthouse ge fið út í Rússlandi A Atímum kommúnismans í Sovét- ríkjunum voru tímarit eins og Playboy flokkuð með ritum andófs- mannsins Alexanders Solzhenítsyns sem ólöglegar og stórhættulegar bókmenntirnar. En nú eru breyttir tímar og klámiðnaðurinn blómstrar í austurvegi. Rússar hafa aðlagast breyttum aðstæðum furðu fljótt og ungar metnaðargjarnar konur standa í biðröðum í von um að verða gæludýr mánaðarins á miðopnu „Pentkhaus" sem er rússkneska útgáfan af Penthouse. Aðstandend- ur tímaritsins segja að hvert upplag seljist í 500.000 eintökum á verði sem hæfir efnahagsástandi lands- ins, það er 80 krónur fyrir eintakið. Hjá mörgum Rússanum stendur Penthouse við hlið MacDonalds og Levi’s sem tákn vestrænnar velferð- ar. Vikulega berast um hundrað bréf á skrifstofur Pentkhaus og innihaldið er oftast það sama: „Það er mikið af fallegum stúlkum í borg- inni okkar,“ skrifar læknaneminn Anya frá Sevastopol, „og ég er ein þeirra.“ Til þess að færa sönnur á mál sitt sendir hún með tvær sum- arlegar ljósmyndir þar sem lítið er skilið eftir handa ímyndunaraflinu. Georgi Aspisoff, framkvæmdastjóri Pentkhaus, segist ánægður með viðtökurnar en þeir neyðist því mið- ur til að hafna flestum umsóknun- um. KVIKMYNDIR Clay snýr aftur ffarinn ógurlegi Andrew Dice Clay er þessa dagana að skipu- leggja endurkomu sína á sviðið. Clay sem vakti mikla lukku með óhefl- aðri framkomu og ljótu orðbragði í kvikmyndinni „Ford Fairlane" ætlar að halda uppteknum hætti. Uppá- koman verður í New York í júlí og verður henni sjónvarpað beint um Bandaríkin í gegnum kapalkerfí og þurfa áhorfendur að greiða sérstak- lega til þess að hlýða á gamansögur kappans og svivirðingar. Atburður- inn hefur verið auglýstur sem „kommbakk“ og þykir mönnum það nokkuð spaugilegt því orðalagið bendir til þess að hann hafí einhvem tíma náð hátt eða jafnvel fallið af toppnum. Vilja fæstir kannast við það. En Andrew Dice Clay er þekkt- ur fyrir allt annað en hógværð og mun eflaust taka á þessu máli í beinni útsendingu í júlí. Dice Clay snýr ekki aðeins aftur með áhrifaríkan orðaforða sinn í Andrew Dice Clay tilbúinn í slag- inn. júlí heldur einnig íþróttaföt sem hann hefur kosið að kalla Dicewear. HÁRTÍSKA STUTT hár skal það vera í sum- ar segja þeir sem gerst þekkja til hártískunnar. Á íslandi hefur stutt hár komist mjög í tísku og vilja sumir tengja það uppsveiflu körfuboltans. Ekki vitum við hvort súpermódelið Naomi Campbell fylg- ist náið með bandarískum körfu- bolta en hún minnir óneitanlega á kempurnar þar þessa dagana. Na- Naomi eða Michael Jordan? Linda Evangelista ásamt hinni snögghærðu Naomi Campbell. omi hefur látið hárið fjúka og herma fréttir að vinsældir hennar sem fyr- irsætu hafi minnkað stórlega í kjöl- farið. Hafa menn á orði að biðraðir áhugasamra vinnuveitanda hafi styst álíka mikið og hárið. Naomi með drengja- koll Morgunblaðið/Þorkell Saman komnir eftir hálfa öld. Frá vinstri Jón Jóhannsson, Andrés Páls- son, Magnús Guðbjartsson, Þórhallur Hálfdánarson og Jón Halldórsson. TIMAMOT Ahöfnm áGarðari kemur saman Þessir herramenn komu saman á A. Hansen, Hafnarfirði, í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að þeir komu heim frá Skot- landi eftir að skip þeirra, togarinn Garðar GK 25, var keyrður niður í Norðursjó. Þá fórust þrír menn en tíu björguðust, þar af eru nú fimm iátnir. COSPER Af hverju í ósköpunum kvænist hann þeim ekki báðum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.