Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993 Ungir sjálfstæðismenn kjósa í sumar Tveir sælgast eftir formannsembætti JÓNAS Fr. Jónsson, lög-fræðing-ur Verslunarráðs íslands og stjórnar- maður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS), lýsti yfir því á fundi með ungum sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi að hann gæfi kost á sér til formennsku í SUS á þingi sambandsins í sumar. Starfandi formaður SUS, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórn- málafræðinemi, lýsti yfir framboði sínu í apríl síðastliðnum og segir yfirlýsingu Jónasar um mótframboð engu breyta um framboð sitt. Þing SUS verður haldið á Selfossi og í Hveragerði 13.-15. ágúst. Guðlaugur Þór Þórðarson Jónas Fr. Jóns- son sagði í sam- tali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði tekið ákvörðun um framboð eftir fjölmarga fundi og samtöl við ungt sjálfstæð- isfólk um allt land. Jónas sagði að ýmis- legt hafi verið vel gert í starfi saihbandsins á undanfömum árum en þó mætti margt betur fara. SUS þyrfti til dæmis að auka vægi sitt í þjóðfélagsum- ræðunni og standa betur að því að kynna hugsjónir sjálfstæðisstefn- unnar meðal ungs fólks. Þá þyrfti að benda því betur á þann árangur sem ríkisstjómin hefði náð þrátt fyrir þá erfiðu stöðu sem Islending- ar væm í og stærsta verkefni SUS á næstunni væri að ná aftur því fylgi sem tapast hefði, frammi fyrir sveitarstjómar- og alþingiskosning- um. Þá myndi hann leggja sérstaka áherslu á að bæta samstarf stjóm- arinnar og aðildarfélaga á lands- byggðinni. Hef ekki orðið var við ósætti Jónas Fr. Jónsson hafi lagt, af hálfu Jónasar. „Ég hef orðið var við mikinn stuðning með- al ungs sjálfstæðisfólks, sem sýnir sig best í því að yfir 200 manns taka nú virkan þátt í málefnastarf- inu. Kannski sést árangur starfsins best í miklum stuðningi ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn, eins og nýj- ustu kannanir sýna. Fylgið er hlut- fallslega langmest meðal þess. Ég vona hins vegar og hef fulla trú á, að þetta muni verða málefnaleg og drengileg barátta." Guðlaugur Þór sagðist hafa unn- ið að mótun sterkrar málefnalegrar stefnu SUS og að sem flestir tækju þátt í starfí hreyfingarinnar, sam- tímis því sem hann hafi haldið góð- um tengslum við félögin innan SUS og gera ungum sjálfstæðismönnum á landsbyggðinni auðvelt að taka virkan þátt í málefnastarfinu sem og öðrum störfum. Morgunblaðið/Einar Falur Listahátíð sett í Hafnarfirði LISTAHÁTÍÐ var sett í Kaplakrika í Hafnarfírði í gærkvöld með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, hafnfírskra kóra og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Á með- al gesta við setningu hátíðarinnar voru Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði sem setti hátíð- ina. I dag verða opnaðar sýningar fjögurra myndlistar- manna og á morgun verða tónleikar Peters Mate píanó- leikara í Hafnarborg og sýning kúbanskra dansara í Straumi. Á minni myndinni setur Gunnar Gunnars- son, formaður stjórnar Listahátíðar, hátíðina. Heldur lifnar yfir hlutabréfaviðskiptum á V erðbréfaþingi Islands Sölugengi hlutabréfa fer hækkandi á markaðnum VIÐSKIPTI með hlutabréf voru með líflegra móti í gSer, en alls fóru í gegnum viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands viðskipti að fjárhæð sjö milljónir króna. Viðskipti áttu sér stað með bréf í níu hlutafélögum og hækkaði lokagengi hlutabréfa í sjö þeirra. Skráð- viðskipti á Verðbréfaþingi í gær voru 14 óg að sögn Tómasar Arnar Kristinssonar hjá Verðbréfaþingi er það með því mesta sem verið hefur á einum degi eftir áramót. Þannig var heildarfjöldi viðskipta í apríl og mai síðastliðnum í kringum 60 í hvorum mán- uði fyrir sig. „Ég hef ekki enn heyrt um ástæður fyrir framboði Jónasar, og reyndar hefur hann ekki tilkynnt mér að hann hygðist bjóða sig fram,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðar- son, formaður SUS, í gærkvöldi. Guðlaugur tók við formennsku i vetur, þegar Davíð Stefánsson sagði af sér Aðspurður kvaðst Guðlaugur Þór ekki hafa orðið var við ósætti við þá stefnu og áherslur sem hann ♦ ♦ ♦----- Datt fimm metra af þaki MAÐUR á sjötugsaldri slasaðist þegar hann féll fimm metra ofan af þaki húss við Síðumúla síðdeg- is í gær. Maðurinn var að vinna í stiga á þakinu en féll til jarðar ofan í jáma- hrúgu, að sögn lögreglu. Hann meiddist á höfði og hlaut innvortis meiðsli en mun þó ekki vera talinn í lífshættu. „Þó ekki sé hægt að fullyrða neitt um þróunina á hlutabréfa- markaði út frá einstaka degi gæti þetta gefið vísbendingu um að íjár- festar telji að verð á hlutabréfum hafi náð botninum," sagði Tómas Öm. Hann sagði ennfremur að við- skipti vikunnar frá mánudegi til fímmtudags hefðu verið með dauf- ara móti og því hafí kippurinn í gær komið á óvart. í kjölfarið gæti orð- ið spennandi að fylgjast með verð- þróun á hlutabréfamarkaðnum næstu daga. Flugleiðabréf á uppleið í Flugleiðum áttu sér stað. við- skipti með hlutabréf að fjárhæð 1,4 milljónir króna í gær. Lokagengi bréfanna var 1,12 sem er hækkun um 0,06 frá deginum áður. Þetta er annan daginn í röð sem hluta- bréfagengi Flugleiða hækkar um 0,06, en það stóð í 1,0 um miðja vikuna. Í Olís námu viðskipti gær- dagsins 1,8 milljónum. Lokagengið var 1,8 sem er hækkun um 0,05 frá síðustu viðskiptum. í Jarðbor- unum lækkaði gengi bréfa um 0,02 í 1,8 í skráðum viðskiptum dagsins sem námu einnig 1,8 milljónum. Mesta hækkun varð á Skeljungs- bréfum, en þau hækkuðu úr 4,0 S 4,25 í viðskiptúm að fjárhæð 126 þúsund krónur. Þá hækkaði gengi hlutabréfa í íslandsbanka um 0,15 í dag Enn eitt áfallið Blökkumenn eru æva.reiðir eftir að Clinton dró til baka útnefningu Lani Cuiniers 24 Rjúpunni fækkar enn____________ Einungis fundust 76 ijúpnapör í Hrísey í vor 30 Norðurlandameistarar___________ Guðjón Hauksson og Friðrik Jak- obsson eru Norðurlandameistarar í parakeppni í pílukasti 50 jeiðari________________________ Samkeppni í stað verðlagshafta 26 Lesbók ► Veðurhorfur á næstu öld - Nýtrúararhreyfingar og nýöld á íslandi - Axarskaft Blóðaxar; galdrar í Eglu- Ahrif kynþroska á bleikju - Jan Mayen er Svalbarði IRgraaabtabib Menning/Listir ► Tónleikar Maté, Barueco og Caput, sýningar Yampolski og Huft - Sakari kveður Sinfóníuna - Tónverk Straessers - Kórar og orgel - Dæmdir höfundar í 0,95 í viðskiptum sem námu 319 þúsundum. í Hampiðjunni skiptu bréf að fjárhæð 941 þúsund krónur um eigendur. Lokagengi var 1,16 sem er hækkun um 0,06 og hjá Útgerðarfélagi Akureyrar hækkaði gengi um 0,10 í 3,25 í viðskiptum sem námu 173 milljónum. Hjá Granda voru viðskipti að fjárhæð 358 þúsund og gengið hækkaði úr 1,70 í 1,80. Bréf í Marel lækkuðu hins vegar um 0,04 í 2,50 en við- skiptin voru 135 þúsund. Borgarstjóri um versnandi fjárhagsstöðu Ekki grípið til upp- sagna starfsfólks ARSREIKNINGUR Reykjavíkurborgar fyrir árið 1992 var lagður fram til fyrri umræðu í borgarsljóm í fyrrakvöld. Þar kemur fram að staða Reykjavíkurborgar, það er heildarskuldir umfram peninga- legar eignir, versnaði á síðasta ári um 1.609 milljónir króna og staða borgarsjóðs versnaði um 2.193 milljónir. í ræðu borgarsljóra kom fram að þrátt fyrir verri stöðu borgarinnar legði meirihlutinn í borgarstjóm áherslu á að grípa eklu til uppsagna starfsfólks að svo stöddu til að lækka reksturskostnað. Markús Öm Antonsson, borgar- stjóri, sagði að sá efnahagsvandi sem steðjað hafí að þjóðinni komi að sjálfsögðu niður á Reykjavíkur- borg eins og öðrum aðilum. Snögg umskipti til hins verra setji mark sitt á niðurstöður reikningsins varð- andi minni tekjur en áætlaðar höfðu verið á síðasta ári. „Engu að síður hefur meirihlut- inn í borgarstjóm haft það að ským leiðarljósi, að Reykjavíkurborg myndi ekki að svo stöddu grípa til uppsagna starfsfólks í því skyni að lækka reksturskostnað, heldur myndi þvert á móti leitast við að halda uppi fullum framkvæmda- þrótti til að efla atvinnulífíð í borg- inni almennt og skapa skólafólki sumarstörf,“ sagði borgarstjóri. Sérstakar aðgerðir Hann sagði að þessu markmiði hefði verið náð með lántöku til fram- kvæmda og sérstakra aðgerða í atvinnumálum. „Það ætti því eng- um að koma á, óvart að skuldir borgarinnar hækki milii ára af þess- um sökum,“ sagði borgarstjóri. Sjá bls. 18: „Staða borgarinnar..." ----------------- Sauðárkrókur Tveir á sjúkra- hús eftir harð- an árekstur ÖKUMENN tveggja bifreiða sem skullu saman á Sauðárkróki voru fluttir á sjúkrahús í gærmorgun. Um hálftima tók að ná öðrum þeirra út úr bíl sínum. Slysið var með þeim hætti, að jeppa var ekið af Hólmagrunni’ inn á Strandveg í veg fyrir fólksbil. Jepp- inn valt við áreksturinn. Ökumenn voru einir í bílum sínum og slösuðust báðir, en dijúga stund tók að ná ökumanni jeppans út. Meiðsl hans voru minni en ætlað var í fyrstu. Bilarnir eru mikið skemmdir. í t 1 I « I I « I i I 1 I *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.