Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 OPINBER HEIMSOKN FORSETA PORTUGALS HOFST I GÆR Yeður gott á fyrsta degi heimsóknar FORSETI Portúgals, dr. Mário Soares, kom í gær í opinbera heimsókn til ís- lands ásamt konu sinni, frú Maríu Barroso Soares. Þetta er í fyrsta sinn, sem þau koma til landsins. Forseta- hjónin snæddu hádegisverð á Bessastöðum og síðar um daginn átti dr. Mário Soares fund með þremur ráðherr- um og borgarstjóri tók á móti hjónunum í Ráðhúsinu. Veður var gott á höfuðborg- arsvæðinu í allan gærdag, lítill vindur og mestan hluta dagsins var sól. Flugvél. forsetans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir hádegi. Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, tók á móti forsetahjónunum. Eftir að þau höfðu komið sér fyrir í herbergi sínu á Hótel Sögu var þeim ekið til Bessastaða, þar sem þau hittu Vigdísi aftur og borðuðu hádeg- isverð. Fundaði með þremur ráðherrum Síðar um daginn heimsóttu svo forsetahjónin Stofnun Áma Magnússonar ásamt föruneyti sínu og Davíð Oddssyni. Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Árnastofnunar, gekk með þeim um safnið og fræddi þau um sögu þeirra handrita og muna, sem stofnunin geymir. Að þessu loknu var haldið í , ,, , Morgunblaðið/Kristinn Pjoðsongvar leikmr FORSETI Portúgals og kona hans lentu á hádegi í gær á Reykjavíkurflugvelli. Við komu þeirra var fyrst leikinn þjóðsöngur Portúgala og svo okkar íslendinga. Hér sjást þau ásamt Vigdísi Finnbogadóttur hlýða á þjóðsöngvana. Stjómarráðið, þar sem dr. Mário átti tæplega klukkustundar langan fund með meðal annars Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra, Þorsteini Pálssyni, sjávar- útvegsráðherra, og Jóni Baldvini Hannibalssyni, utanríkisráð- herra. í Ráðhúsinu höfðu Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, og kona hans, frú Steinunn Ár- mannsdóttir, móttöku fyrir So- ares-hjónin. Þar heilsuðu þau borgarfulltrúum og höfðu síðar á orði að það kæmi þeim á óvart að af fimmtán borgarfulltrúum skyldu sjö vera konur. í stuttu ávarpi, sem borgarstjóri flutti, bauð hann forsetahjónin vel- komin til Reykjavíkur og nefndi nokkur atriði úr sögu borgarinn- ar. Markús Öm sagði marga Reykvíkinga eiga góðar minn- ingar frá Portúgal enda eyddu margir íslendingar fríi sínu þar. Ekki bara ferðamannaland Dr. Mário Soares tók einnig til máls í Ráðhúsinu og sagði það vera ánægju fyrir sig og konu sína að koma til Reykjavík- ur í fyrsta sinn. Hann sagði að Portúgalar og íslendingar ættu tvennt sameiginlegt umfram annað; þetta væm báðar miklar fiskveiðiþjóðir og lifðu mikið til á þorski. Hann bað íslendinga um að hugsa ekki bara um Portúgal sem ferðamannaland heldur hafa í huga að portúg- alska þjóðin væri þjóð, sem hefði svipað lýðræði, frelsi og skoðan- ir eins og íslenska þjóðin. í dag, laugardag, fer Portúg- alsforseti í kynnisferð til Þing- valla með viðkomu í Vinaskógi og á Nesjavöllum. Forsætisráð- herrahjónin bjóða til hádegis- verðar í Perlunni og síðdegis fara Portúgalsforseti og föra- neyti hans í skoðunarferð til Vestmannaeyja. Um kvöldið heldur Portúgalsforseti kvöld- verðarboð í Þingholti, Hótel Holts. dóttir, félagsmálaráðherra. Handhafar forsetavalds: Þór Vilhjálmsson, forseti Hæsta- réttar og frú Ragnhildur Helgadóttir. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis og hr. Jóel Jóelsson. Formenn stjórnmálaflokka: Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins og frú Sigur- jóna Sigurðardóttir. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokks og frú Edda Guðmundsdóttir. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins og frú Guðrún Þorbergsdóttir. Anna Ólafsdóttir Bjömsson, þingmaður og hr. Ari Sig- urðsson. Embættismenn o.fl. Frú Halldóra Eldjám, fv. forset- afrú. Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands og frú Ebba Sigurðardóttir. Per Aasen .sendiherra Noregs, oddviti sendiherra á Íslandi. Frú Liv Aasen. Formaður utanríkismálanefndar Bjöm Bjamason og frú Rut Ingólfs- dóttir. Dr. Alfred Jolsson, S J. biskup kaþólskra. Ólafur Davíðssson ráðu- neytisstjóri og frú Helga Einarsdóttir. Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytisstjóri og frú Hólmfríður Kofoed-Hansen. Markús Öm Antonsson, borgarstjóri og frú Steinunn Ármannsdóttir. Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og frú Dóra Nordal. Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSÍ. Frú Ásdis Guðmundsdóttir. Dr. Sveinbjörn Bjömsson rektor Háskóla íslands og frú Guðlaug Einarsdóttir. Benedikt Davíðsson foraeti ASÍ og frú Finn- björg Guðmundsdóttir. Viðskiptaaðilar og Portúgals- tengsl: Formaður Útflutningsráðs Páll Sig- uijónsson og frú Sigríður Gísladóttir.' Gunnar Snorri Gunnarsson sendi- herra, yfirmaður viðskiptaskrifstofu. Ingjaldur Hannibalsson fram- kvæmdastjóri Útflutingsráðs. Friðrik Gestir í kvöldverðarboði forseta íslands Gestalisti í kvöldverði á Hótel Sögu til heiðurs forseta Portúg- als dr. Mário Soares og frú Mar- iu Barroso Soares í gærkvöldi: Forseti Islands frú Vigdís Finn- bogadóttir. Opinberir gestir: Forseti Portúgals dr. Mário Soares og frú Maria Bar- roso Soares. Sjávarútvegsráðherra Eduard Azevedo Soares. Sendiherra Roberto Pereira de Sousa og frú Pe- reira de Sousa. Frú Leonor Beleza varaforseti portúgalska þingsins. Frú Edite Estrela þingmaður. Joao Diogo Nunes Barata, skrifstofustjóri for- seta. António Syder Santiago, proto- kollstjóri og frú Syder Santiago. Skrifstofustjóri sjávarútvegsráðherra frú Marina Lopes Ferreira. Frú Es- trela Serrano, blaðafulltrúi forseta. Hr. Carlos Ventura Martins, blaða- fulltrúi forseta. Hr. Manuel Monge, hermálaráðunautur. Hr. Alfredo Du- arte Costa, ráðgjafl. António Neves da Silva, lögreglufulltrúi. Jaime Ouró, hermálafulltrúi. Hr. Eduardo Jorge Souto Moura, viðskiptafulltrúi. Frú Natércia Viana Teixeira, sendiráðsrit- ari. Hr. Joao Riberiro de Almeida, sendiráðsritari. Hr. Cristovao Leitao, túlkur. Frú Ana Varela, sendiráðsfull- trúi. Hr. Jorge Brilhante, ljósmyndari. Ríkisstjórn: Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Ástríður Thorarensen. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og frú Bryndís Schram. Eiður Guðnason, umhverfisráðherra og frú Eygló Har- atdsdóttir. Ilalldór Blöndal land- búnaðar- og samgönguráðherra og frú Kristrún Eymundsdóttir. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Morgunblaðið/Þorkell ísland skoðað Á FYRSTA degi opinberrar heimsóknar skoðuðu dr. Mário Soares og kona hans, frú Maria Barroso Soares, meðal annars Ráðhúsið. Hér sést Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, sýna þeim hið stóra ís- landskort, sem geymt er í ráðhúsinu. í dag láta svo forsetahjónin sér ekki nægja að skoða kort heldur fara þau til Þingvalla, Nesjavella og Vestmannaeyja. og frú Ingibjörg Rafnar. Ólafur G. usson, fjármálaráðherra og frú Sigríð- Laufey Þorbjarnardóttir. Sighvatur Einarsson, menntamálaráðherra og ur Dúna Kristmundsdóttir. Jón Sig- Björgvinsson, heilbrigðisráðherra og frú Ragna Bjamadóttir. Friðrik Soph- urðsson, viðskiptaráðherra og frú frú Björk Melax. Jóhanna Sigurðar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.