Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 25 Lyfið vekur nokkra von - segir Margrét Guðnadóttir prófessor í veirufræðum Reuter Lindgren heiðruð ALÞJÓÐABÓKARÁÐIÐ veitti í gær sænska rithöfundinum Astrid Lindgren, höfundi Línu langsokks, Al- þjóðlegu bókaverðlaunin. Á myndinni ræðir Lindgren við sænsk börn þegar verðlaunin voru afhent í Vín. MARGRÉT Guðnadóttir, pró- fessor á rannsóknastofu Há- skólans í veirufræðum, telur líklegt, að binda megi nokkrar vonir við nýtt lyf við inflúensu, sem Morgunblaðið skýrði frá í gær. Það eru vísindamenn í Astralíu og Bretlandi, sem hafa gert tilraunir með það, en að sögn Margrétar eru rannsóknir á inflúensu einna lengst komn- ar í Ástralíu. Til er bóluefni við flensu eins og kunnugt er en Margrét sagði, að það virkaði aðeins í takmarkaðan tíma. Auk þess breytti veiran sér fljótt og þvi þyrfti jafnan að breyta bóluefninu einnig. Sagði Margrét, að raunar væri til annað lyf, sem virkaði vel gegn flensu, eitt af Park- insonslyfjunum svokölluðu, en gall- inn við það væri, að það hefði veru- leg auka- eða eituráhrif. Því væri það ekki notað nema í ítrustu neyð. Þar að auki hrifi það aðeins á flensu af A-stofni. Nýja lyfið, sem kemur í veg fyr- ir, að veiran nái að fjölga sér, á að verka á báða stofna jafnt, A- og B-stofn, og sagði Margrét, að líklega væri ástæða til að binda nokkrar vonir við það. Til þess benti líka, að auk áströlsku vísindamann- anna stóðu að rannsóknunum vís- indamenn við Glaxo-lyfjafyrirtækið breska. AFANGASIGUR I BARATTUNNI VIÐ FLENSUNA Lífefnafræðingar hafa e.t.v. fundið ráð við flensu með því að búa tii lyf sem hindrar fjölgun veirunnar. Ensímið síalídase gerir nýjum veirum kleift að yfirgefa hýsilfrumu og sýkja aðrar. Tölvulíkön af síalídase voru notuð til að hanna sameindir, sem áttu að koma í veg fyrir verkun þess og gera veiruna skaðlausa. Sameindirnar voru síðan smíðaðar og hafa reynst vel á rannsóknarstofum og við tilraunir á dýrum. Verkun síalídase Tölvulíkan auðveldar hönnun tálma, sem binst REUTER Rússneska þingið sneiðir enn að Jeltsín Krefst dómsúrskurð- ar til vamar Rútskoj Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA þingið ítrekaði andstöðu sína við Borís Jeltsín for- seta í gær, þegar það samþykkti að fara fram á að stjórnlagadóm- stóll landsins kvæði uppúr með hvort þær aðgerðir forsetans að svipta Rútskoj varaforseta bifreið og lífverði séu í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Farið er fram á að þingnefnd leggi drög að lögum um hlutverk varaforsetans. Rútskoj hlaut kosningu ásamt Jeltsín í júnf 1991, en er nú einn helsti andstæðingur forsetans. Ólík- legt þykir að samþykktir þingsins hafi áhrif á Jeltsín. Hann hefur boð- að stjórnlagasamkundu landsins til fundar í dag til þess að ræða tillögur hans um stjórnarskrárbreytingar, en í þeim er gert ráð fyrir að boðað verði til nýrra þingkosninga og að embætti varaforseta verði lagt niður. Harðlínusinnaðir andstæðingar Jelts- íns segja enga þörf vera fyrir nýja stjórnarskrá og að þeir muni beijast gegn tillögum forsetans „fram í rauð- an dauðann." Jeltsín fékk þó meðbyr í gær þegar Arkadí Volskí, leiðtogi Borgarasambandsins, sagði að það myndi veita breytingatillögum for- setans stuðning á stjórnlagasam- kundunni. Þessi tíðindi þykja koma illa við Rútskoj, sem hingað til hefur gegnt lykilhlutverki innan Borgara- sambandsins. Aflýsir valdatöku sakir heilsubrests Phnom Penh. Reuter. NORODOM Sihanouk prins sem hugðist taka við völdum í Kambódíu hefur nú aflýst þeim áformum vegna lasleika. Sagði prinsinn samsteypusijórn Einingarflokks Kambódíu og Þjóðar- flokks, með hann við stjórnvölinn, óhugsandi. í yfirlýsingu frá Shianouk sagði: „Ég á við mikla erfiðleika að etja sem koma í veg fyrir að ég geti myndað þessa s<jórn.“ Boð Shianouks að taka sæti þjóð- hefðu lagt allt í sölurnar fyrir. höfðingja, forsætisráðherra og æðsta yfirmánns herafla, kom forvígis- mönnum Þjóðarflokksins gersamlega í opna skjöldu. Leiðtogi flokksins, sonur Sihanouks Norodom Rana- riddh, sendi föður sínum símbréf og lýsti undrun sinni yfir ákvörðuninni. Áð auki þótti tilboð prinsins setja strik í reikninginn hvað áhrærði lýð- ræðisþróun þá sem íbúar Kambódíu Ákvörðun Shianouks um valda- töku kom eftirlitsmönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna einnig talsvert úr jafnvægi. Þótti þeim hinu brot- hætta friðarsamkomulagi milli hinna stríðandi fylkinga stefnt í voða enda gerði það ráð fyrir að í kjölfar kosn- inganna yrði löggjafarsamkunda sig- urvegaranna sett á fót og ný stjórn- arskrá samin. Tankskip brennur eftir árekstur á Ermarsundi Mannleg mistök líklegasta orsökin Brussel. London. Daily Telegraph. Reuter. SJÓPRÓF voru fyrirskipuð í gær vegna áreksturs breska tank- skipsins British Trent og flutningaskipsins Western Winner fyrir utan Oostende í Belgíu í fyrradag. Líklegast þykir að orsakir slyssins verði rakin til mannlegra mistaka. Areksturinn varð í svartaþoku á afar fjölfarinni siglingaleið um 15 sjómílur undan Oostende. Staðurinn er á mörkum hollenskra og belgískra ratsjársvæða, í nokkurs konar einsk- ismannslandi á mótum heimsins fjölf- ömustu siglingaleiðar; á stað þar sem skip taka upp eða hleypa lóðs frá borði. Um 150 skip sigla um Ermarsund á dag og var breska tankskipið ný- búið að hleypa lóðs frá borði og að fikra sig út í siglingaleiðina. Flutn- ingaskipið var hins vegar á landleið og að leita að lóðsbát er skipin skullu saman með þeim afleiðingum að tankskipið varð alelda. Níu menn fórust með breska skip- inu, biðu bana er þeir stukku fyrir borð en bensins lak úr skipinu og varð hafsvæðið umhverfis alelda á svipstundu. Flestir skipveijanna voru í koju en af framburði þeirra mátti ráða að nokkrir þeirra vöknuðu rétt fyrir áreksturinn; er mótorhljóð skipsins breyttist eftir að yfirmenn í brúnni áttuðu sig á hvað verða vildi og reyndu að afstýra árekstri. ■ jj * > > ................ mm.Miimi smyr!L-une í bíl til Evrópu fyrir kr. d mannl* Bókaðu tímanlega, sumar ferðir eru að fyllast. Haföu samband og viö setjum saman hagstætt verö á bíltúr fyrir þig og fjölskyiduna um Evrópu í sumar. Sumarbæklinginn færöu hjá flestum ferðaskrifstofum. * 4 farþegar í eigin bíl með Norrænu, þar af tveir 14 ára eða yngri i fjögurra manna klefa. Brottför 8. júlí eða fyrr, upphaf heimferðar 14. ágúst eða síðar. Bíllinn innifalinn. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Smyril Line, Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362 AUSTFAR HF. Seyöisfiröi, sími 97-21111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.