Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
31
h
Gróður skammt á
veg kominn á
Austurafrétt
Fé flutt á
afréttina
í áföngum
Mývatnssveit.
Gróðurverndarnefnd S-Þing.
ásamt sveitarstjórn Skútustaða-
hrepps og landbúnaðarnefnd og
fulltrúa Landgræðslu ríkisins
fóru í gróðurskoðunarferð á
Austurafrétt þann 1. júní. Mó-
lendi var skoðað svo og mel-
lendi.
Gróðurvemdamefnd gerði eftir-
farandi bókun: „Gróður er skammt
á veg kominn í mólendinu en þó
er stutt í að gulvíðir springi út.
Fjalldrapi er mjög stutt kominn.
Var rétt að byija að þrútna. Mel-
lendin eru dálítið sprottin, þó
minna en í fyrra á sama tíma.
Melijöðrin var um 15 sentimetrar
og nokkuð þétt. Mikil sina er í
melnum, sandhaginn er aðeins að
byija að lifna, virðist hafa þést frá
í fyira. Gróðurverndamefnd leggur
til við hreppsnefnd Skútustaða-
hrepps að upprekstri verði hagað
á eftirfarandi hátt: Frá 7. til 12.
júní verði leyft að fara með 15%
fjárins í afrétt. Frá 13. til 18. júní
verði leyft að fara með 25% með
fyrirvara um að þá ákvörðun megi
endurskoða með tilliti til veðurfars.
Frá 19. til 24. júní megi fara með
önnur 25%. Nefndin leggur sér-
staka áherslu á að fyrir miðjan
júní verði engu fé sleppt í mólendi.“
Sveitarstjórn og landbúnaðar-
nefnd fjölluðu um tillögur gróður-
| vemdamefndar og samþykktu þær
samhljóða. Að því viðbættu að eft-
ir 24. júní er heimilt að fara með
síðasta hluta fjárins.
Sauðburði er víðast alveg að
ljúka eða lokið og ekki annað vitað
en að hann hafi gengið vel.
Kristján.
♦ ♦ ♦----
Sjómanna-
dagsmessur
í TILEFNI sjómannadagsins
verða messur helgaðar sjómönn-
um bæði í Akureyrarkirlqu og
Glerárkirlgu á morgun.
Messan í Glerárkirkju hefst kl.
10.30. Halldór Óttarsson flytur
hugleiðingu og sjómenn aðstoða við
guðsþjónustuna.
Sjómannadagsmessan í Akur-
eyrarkirkju hefst kl. 11. Bjami
Bjamason skipstjóri prédikar og
sjómenn annast lestra dagsins. Kór
aldraðra leiðir sönginn. Organisti
er Sigríður Schiöth. Sjómenn og
ástvinir þeirra sérstaklega vel-
komnir.
(Úr fréttatilkynningu.)
— -.—♦------
Pelican í
Sjallanum
HLJÓMSVEITIN Pelican heldur
áfram yfirreið sinni um landið
og staldrar við á Akureyri nánar
tiltekið í Sjallanum föstudags-
og laugardagskvöld.
Hljómsveitin flytur gamlar og
nýjar rokkperlur en eins og kunn-
ugt er gaf Pelican út nýja sam-
nefnda hljómplötu fyrir stuttu eftir
langt hlé.
Regnboginn sýnir
„Gamanleikarann“
REGNBOGINN hefur hafið sýningar á bandarísku myndinni „Mr. Sat-
urday Night“, eða Gamanleikaranum eins og hún heitir á íslensku, með
þeim BilIy Crystal, („City Slickers“, „When Harry Met Sally“) og David
Paymer (Útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni) í
aðalhlutverki.
Mr. Saturday Night er gaman-
mynd sem fjallar um lff og feril gam-
anleikarans („stand up comic")
Buddy Young Jr. sem Billy Crystaí
leikur af snilld. Sagan segir frá tveim-
ur bræðrum, þeim Buddy Young Jr.
og Stan Yankelman, skemmtikraftin-
um og umboðsmanninum. Fyrst leið
Buddy á toppinn sem fyndnasti mað-
ur Bandaríkjanna og svo grýttri nið-
urleiðinni.
(Fréttatilkynning)
Háskólabíó sýnir
myndina Stál í stál
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á myndinni Stál í stál eða
„Fortress“. Með aðalhlutverk fer
Christopher Lambert.
Þau Brennick og Karen eru á leið
úr landi en eiga eftir að fara í gegn-
um landamæraeftirlitið. Þar gæti
uppgötvast að Karen er bamshafandi
og þá er voðinn vís. Allt virðist ganga
að óskum en fyrir tilviljum veitir einn
landamæravarðanna því athygli að
Karen er óvenju mikið klædd og
lætur rannsaka málið. Er þá ekki
að sökum að spyija að Brennick er
úrskurðaður í 31 árs vist í Virkinu
og er fylgst með flutningi hans og
samfanga hans þangað. Það verður
fljótlega ljóst að hér er ekki um neitt
venjulegt fangelsi að ræða. Fanga-
verðimir eru vélmenni og hlýða skip-
unum yfírboðara síns skilyrðislaust.
Aginn er geyistrangur og flótti úr
þessum óhugnanlega stað virðist
Christopher Lambert.
gersamlega útilokaður. Brátt upp-
götvar Brennick að Karen er líka í
virkinu og ætlunin er að eyða fóstri
hennar.
AUGLÝSING
VÖRUKYNNING
N
■ ^ýjar uppgötvanir á sviði heilbrigði
og fegurðar eru virkjaðar í nýrri línu af
hársnyrtivörum, sem eru að koma á mark-
að hér á landi. Þessar vörur bjóða upp á
nýjan valkost til að auka heilbrigði hárs-
ins.
Kannanir hafa leitt í ljós að hreint, glans-
andi hár með heilbrigt útlit er efst í huga
jafnt karla og kvenna, þegar þau velja sér
hársnyrtivörur. Því miður eru á markaðn-
um í dag fjölmargar tegundir af sjampói
og hámæringu, sem valda kaupendum
vonbrigðum á þessu sviði með því að
skilja eftir sig óæskileg efni í hárinu, sem
hlaðast upp og draga úr náttúrulegu fjað-
urmagni og glans hársins.
Vandamálið er að flestar hársnyrtivörur
Heilbrigdara H A R
Ný tækni sem auðveldar fólki að viðhalda heilbrigði hórsins
húða aðeins yfírborð hársins. Vömr sem
næra hárið innan frá geta haft veruleg
áhrif á ástand hársins. Margra ára starf
sérfræðinga, sem unnið hafa að þróun
nýrra sjampóa og hámæringa hefur
skilað sér í Panténe. Panténe Pro-V hár-
snyrtivörumar innihalda sérstakan efnis-
þátt Pro-Vítamíns B5, einkaleyfisvemdað
sérheiti formúlunnar er Pantyl-B. Þetta
einstæða efni smýgur inn í hárið sjálft og
nærir það á náttúrulegan hátt. Það hefur í
för með sér að í hvert skipti, sem Panténe
Pro-V hársnyrtivörur eru notaðar þá fær
hárið náttúrulegan skammt af vítamínum,
sem skilar sér í auknu lífí, heilbrigði og
glans. Árangurinn er einfaldlega heil-
brigðara útlit hársins.
Góðu fréttirnar era að eftir að hafa
gengið undir umfangsmiklar rannsóknir
hjá Swiss Vitamin Institute, hefur Pant-
éne Pro-V, sem inniheldur Pantyl-B,
verið markaðssett sem lína af hársnyrti-
vörum á mjög viðráðanlegu verði, sem
em einfaldar í notkun. Panténe Pro-V
sjampó, hámæring, sjampó sem inni-
heldur hámæringu, djúpnæring og
styrkjandi þykkni, fyrir mjög þurrt hár.
Nú hreinsar dagleg hámmhirða ekki ein-
ungis hárið, heldur nærir það og styrkir
um leið.