Morgunblaðið - 16.06.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
Ikea-verslun í
Holtagarðana
FORRÁÐAMENN Ikea-verslunnarinnar hafa gert samning við Hömlur
hf., eignarhaldsfélag Landsbankans, um leigu á um 7 þúsund fermetra
rými í Holtagörðum þar sem Mikligarður hefur verið til húsa. Samning-
urinn gildir frá 1. september og er gert ráð fyrir að Ikea-verslunin
verði flutt úr Kringlunni í Holtagarða næsta sumar ásamt öllu lager-
haldi sem verið hefur við Fellsmúla og Síðumúla. Formlega er leigu-
samningurinn gerður við Regin hf. sem Hömlur hf., eignarhaldsfélag
Landsbankans, yfirtók í nóvember sl.
Sigurður Gísli Pálmason, stjómar- aðkoman þar er nú orðin erfið. Þeg-
formaður Ikea-verslunarinnar, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að með
flutningnum ykist rými verslunarinn-
ar, öll aðstaða batnaði til muna og
mikið rekstrarlegt hag-ræði næðist
fram. „í dag er starfsemin á þremur
stöðum en með því að flytja starfsem-
ina á einn stað náum við fram spam-
aði í húsnæði og reyndar einnig á
fleiri sviðum. Leigusamningurinn í
Kringlunni rennur út á næsta ári en
Útskipun á
mjölfarmi
hætt vegna
rottugangs
ÚTSKIPUN á fiskimjöli um
borð í erlent flutningaskip,
sem lá við bryggju á Eski-
firði, var stöðvuð í gær þegar
í ijós kom að rottur leyndust
í því. Búið var að sldpa út
730 tonnum af mjöli þegar
ummerki eftir rottur fund-
ust. Vart varð við rottugang
í þessu sama skipi er það var
í Vestmannaeyjum í fyrra.
Skipið heitir Gulf Pride og
er skráð á Bahamaeyjum en í
eigu arabískra aðila. Það hét
áður Grundarfoss og var í eigu
Eimskipafélagsins. Skipið kom
til Eskifjarðar á sunnudag þar
sem það átti að taka 1.600 tonn
af fiskimjöli frá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar. í gærmorgun var
búið að lesta 730 tonn þegar í
ljós kom að rottur höfðu gætt
sér á mjöli í lestum skipsins
um nóttina.
Rottuholur í lestarþiljum
Að sögn Björns Kristinsson-
ar, verksmiðjustjóra Hrað-
frystihússins, var útskipun þá
samstundis stöðvuð og mein-
dýraeyðir kallaður til. Hann
staðfesti að um rottur væri að
ræða og fann rottuholur í lest-
arþiljum skipsins. Síðdegis í
gær var skipið sett í samskipta-
bann af lögreglunni á Eskifírði
en það átti að láta úr höfn í
gærkvöldi eða í morgun.
ar Ikea flytur úr húsnæðinu verður
því breytt í bílastæði þannig að stæð-
um mun fjölga um á annað hundrað
í nýja miðbænum."
Meira vöruúrval
Hann sagðist búast við því að í
húsnæðinu í Holtagörðum yrði hægt
að bjóða fleiri vöruflokka en áður
og gera verslunina lfkari Ikea-versl-
unum erlendis. Þá væru uppi hug-
myndir um að koma fyrir lítilli Bón-
us-verslun í húsinu og ÁTVR hefði
rétt til að vera með sína verslun þar
til ársins 1999. „Það er einnig kostur
að geta gert leigusamning meðan
óvissa ríkir í efnahagsmálum í stað
þess að byggja. Við höfum verið með
fyrirætlanir um að byggja í Kópa-
vogi en höfum nú horfið frá þeim í
bili,“ sagði Sigurður Gísli Pálmason.
Dýpkað við Miðbakka
Morgunblaðiö/hmar faiur
VERIÐ er að dýpka höfnina í Reykjavík við Mið-
bakka og á verkinu að vera lokið eftir eina viku,
þegar von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu. Að sögn
Hannesar Valdimarssonar hafnarstjóra munu um 20
skemmtiferðaskip leggjast við Miðbakka í sumar.
Dýpkað er um einn til tvo metra og miðar verkinu
vel. Mannvirkjagerð hefur staðið yfír við Miðbakka í
rúmt eitt ár. Fyrirtækið Hafverk annast dýpkunina,
en verktakafyrirtækið Völur hefur unnið að gerð
bakkans að öðru leyti.
Félagar í BSRB með lansa samninga og fá ekki launabætur eða orlofsuppbót
Liðlega 40% póstmanna
ættu rétt á launabótum
LEA Þórarinsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands,
segist telja að ekki sé öll nótt úti um að takist að ná samn-
ingum á milli opinberra starfsmanna og ríkis og sveitarfé-
laga en segir að opinberir starfsmenn leggi fyrst og fremst
áherslu á að fá svör frá ríkisstjórninni um ýmis réttinda-
mál. Launþegar sem eiga ósamið fá ekki greiddar launabæt-
ur eða orlofsuppbót, eins og um samdist á milli ASÍ og
samtaka vinnuveitenda í maí. Að sögn Leu ættu liðlega 40%
félagsmanna í Póstmannafélaginu rétt á launabótum sem
reiknaðar eru á mánaðarlaun undir 80 þús. kr. ef um þær
hefði verið samið með sama hætti og gert var í samningi
ASÍ og VSÍ en hún sagði að þær greiðslur væru þó misháar.
Kristín Guðmundsdóttir, formað- staðan sé sú í dag, að það sé eðlileg-
ur Sjúkraliðafélags íslands, segir ast fyrir opinbera starfsmenn að
að það sé ekki stór hópur í hennar
félagi sem myndi njóta launaþót-
anna og ekki sæti stór peningur
eftir í buddunni vegna greiðslu
8.000 kr. orlofsuppótar þegar upp
væri staðið. Því væri ekki mikill
þrýstingur á gerð samninga vegna
þessara bótagreiðslna. Kristín sagð-
ist ekki hafa getað tekið þátt í
umræðunni á fundi formanna aðild-
arfélaga BSRB á mánudag en sagði
sjúkraliða vera tilbúna til að skoða
málin hvort heldur sem væri í sam-
floti BSRB-félaganna eða félagið
eitt og sér. „Það er mitt mat að
fara sér hægt,“ sagði hún.
Áhyggjur af skerðingu
lífslyara
Launabætur skv. samningi ASÍ
og VSÍ reiknast þannig, að fundið
er meðaltal heildartekna á tímabil-
unum 1. febrúar - 30. apríl og 1.
sept. - 30. nóv. 1993. Sú upphæð
er dregin frá 80.000 kr. miðað við
fullt starf allan viðmiðunartímann
en útborgaðar launabætur eru
helmingur. þeirrar upphæðar sem
þá stendur eftir. Þeir sem hafa
áunnið sér fullan orlofsrétt hjá
sama vinnuveitenda næstliðið or-
lofsár og voru í starfi í síðustu viku
apríl eða í fyrstu viku maí fá við
upphaf orlofstöku eða ekki síðar
en 15. ágúst greidda sérstaka
8.000 kr. orlofsuppbót skv. samn-
ingi ASÍ og VSÍ.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagði að opinberir starfs-
menn hefðu fyrst og fremst áhyggj-
ur af atvinnuleysi og þeirri miklu
skerðingu lífskjara sem ýmsir hóp-
ar launþega hefðu orðið að sæta
að undanfömu, sem væru mun
hærri upphæðir en umræddar bóta-
greiðslur. Heildarsamtökin myndu
ekki hafa forgöngu um gerð kjara-
samninga til lengri tíma við þessar
aðstæður.
íslenska brídsliðið efst
íslensku konumar fengu brons í Evrópumóti 1 tvímenningi
Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
FVRSTI þjóðsöngurinn sem leikinn var á Evrópumótinu í brids í Men-
ton var sá íslenski, fyrir þær Hjördísi Eyþórsdóttur og Ljósbrá Baldurs-
dóttur sem enduðu f 3. sæti í Evrópumóti kvenna í tvímenningi. Á sama
tima var islenska liðið að ná efsta sæti Evrópumótsins i sveitakeppni
en það vann San Marínó 25-5 og ísrael 20-10 í leikjum gærdagsins.
í dag
Loftskeytastöö 75 ára__________
/ sumar verða liðin 75 ár frá því
að Loftskeytastöðin íReykjavík var
stofnuð 14
Laxveiði oó hefjast
Fyrsti laxinn var dreginn úr Eiliða-
ánum í gær 19
Atvinnuleysi minnkar___________
Atvinnuleysi er á niðurleið sam-
kvæmt tölum frá maí 24
Leiðari________________________
Vaxtalækkun - alls staðar nema
hér? 24
Fosteignir
► Sumarbústaðabyggð í Kjama-
skógi - Hesthús á einbýlishúsalóð-
um - Fasteignamarkaðurinn -
Hugmyndir um skipulag innan-
húss.
Úr verinu
► Norðmenn vijja segja loðnu-
samningi upp - Miklir möguleikar
taldir í Iúðueldi - Verð á físki-
mjöli lækkar með auknu fram-
boði - Lágt verð á ufsa ytra.
Myndosögur
► Myndir ungra listamanna —
Ljóð — Brandarar — Pennavinir
— Leikhomið — Viðtal vikunnar
— Náttúrudagbók — Mynda-
sögur.
Bronsverðlaun Hjördísar og Ljós-
brár eru fyrstu verðlaun íslendinga
á Evrópumóti í brids síðan ísland
varð í 3. sæti á Evrópumótinu í
sveitakeppni árið 1950. íslendingar
hafa hins vegar nokkrum sinnum náð
4. sæti á Evrópumótum í sveita-
keppni, tvímenningi og einmenningi.
Sigur íslands á San Marínó var
frekar auðveldur en San Marínó er
í neðsta sæti á mótinu. ísraelsmenn
eru hins vegar með eitt af sterkustu
bridsliðum á mótinu og því var ekki
hægt að bóka sigur á þeim fyrirfram.
ísraelsmenn höfðu aðeins yfir í hálf-
leik en í seinni hálfleik sneru íslend-
ingar blaðinu við. ísraelsmenn kærðu
spil í leiknum sem fór fyrir áfrýjunar-
nefnd og þar féll úrskurður Islandi
í vil. Röð efstu liða eftir 6 umferðir
af 31 er þessi: ísland 117, Frakkland
116, Pólland 112, Danmörk 111,
Holland 108, Bretland og Spánn
105, Noregur 104, Finnland, Tyrk-
land og Svíþjóð 102.
í dag spilar íslenska karlaliðið við
Spán, Mónakó og Tyrkland. Þá hefst
Evrópumót kvenna í sveitakeppni í
dag. ísland spilar fyrsta leikinn við
Austurríki en situr yfír í 2. umferð.
Sjá bls. 18: „Hjördís og
Ljósbrá..."
1
i
í
M
í
I
í
(
I
€
i
*
*
4