Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 9 Ég þakka af alhug öllum þeim fjölmörgu, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsókn- um í tilefni sjötugsafmœlis míns. Guð blessi ykkur öll. Haraldur Kr. Jensson. Kœru börn, œttingjar mínir og vinir! Mínar bestu þakkir til þeirra, sem gerðu mér afmœlisdaginn svo ánœgjulegan með gjöfum og heillaskeytum. Guðni Guðjónsson frá Brekkum. Láttu áskrift ab spariskírteinum koma í stab skyldusparnabar Áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs er einhver besti kosturinn sem ungu fólki býðst í stað skyldusparnaðar sem nú hefur verið lagður niður. Skyldusparnaðurinn hefur oft komið fólki vel sem er að stofna fjölskyldu, kaupa sér húsnæði, fara í dýrt nám eða þarf að mæta öðrum útgjöldum. Þess vegna er mikilvægt að halda reglulegum sparnaði áfram og þá er áskrift að spariskírteinum einhver auðveldasti og öruggasti sparnaðarmátinn. Með áskrift byggir þú upp þinn eigin sparnað sem þú getur notað þegar á þarf að halda. Hringdu í Þjónustumibstöb ríkisverbbréfa í síma 91-62 60 40 og kynntu þér kosti þess ab vera áskrifandi ab spariskírteinum ríkissjóbs. PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Þungavigtar- maður á ferð Alþýðublaðið segir: „Þótt pólitískur ferill Jóns Sigurðssonar hafi ekki verið ýkja langur, raarkar hann djúp spor í stjómmálasögu landsins. Eftir að Jón hóf afskipti af stjórnmálum sýndi það sig að þar var þungavigt- armaður á ferð. Sem dómsmálaráðherra stóð hann að umfangsmiklum breytingum á dómkerf- inu. Hann kom fram lög- um sem leiddu til aðskiln- aðar dómsvalds og fram-- kvæmdavalds sem mörk- uðu tímamót í sögu ís- lenzks réttarfars. Sem viðskiptaráð- herra hefur Jón Sigurðs- son staðið fyrir margvís- legum breytingum til aukins frelsins í verzlun og viðskiptum, jafnt inn- anlands sem milli landa. Jafnframt hefur hann sett aðilum viðskipta og verzlunar skýrari al- menn skilyrði til að starfa eftir og tryggt betur rétt neytenda... Jón Sigurðsson hefur unnið mörg góð verk sem iðnaðarráðherra þótt sumir vilji einblína á, að ekki hefur risið hér nýtt álver eins og til stóð. Það verður hins vegar ekki skrifað á hans reikning eins og alþjóð veit. Þá hættir mönnum til að líta meira til þess sem illa gengur en þess sem vel er gert og á það jafnt við um iðnað sem og aðrar starfsgreinar.“ Eiður Guðnason Hróður Is- lands í um- hverfísmálum Alþýðublaðið segir og: „Eiður Guðnason hef- ur haft forgöngu um að ísland samþykki ýmsa alþjóðlega samninga sem lúta að umhverfismálum og náttúruvemd. Hann hefur látið dýravemd, friðun og veiðar á villtum dýmm mjög til sín taka. Þá hefur hann unnið að úrbótum í bygginga- og skipulagsmálum, m.a. því sem lítur að skipulagi á hálendi Islands. Eitt merkilegasta verk Eiðs Guðnasonar sem umhverfisráðheiTa er vafalaust þáttm' hans í Jón Sigurðsson Alþjóða umhverfisráð- stefnunni í Ríó. Þar tókst honum með harðfylgi að koma því inn i stofnsátt- málann að nýta mætti sjávarspendýr eins og aðrar auðlindir jarðar að þvi gefnu að það væri gert innan skynsamlegra marka. Það ákvæði getur átt eftir að skipta miklu máli í framtiðinni hvað varðar rétt þjóða til hval- veiða og selveiða. Þá hlotnaðist Islendingum sá heiður að verða kosnir til að eiga sæti í aðal- nefnd Sameinuðu þjóð- aima sem á eftir að fylgja eftir Ríó-samþykkthmi en hart var barizt um sæti í nefndinni. Hróður Islands í um- hverfismálum á alþjóða- vettvangi hefur því greinilega aukizt meðan Eiður gegndi embætti umhverfisráðherra." 14% atvinnu- leysi í Fijálsri verzlun seg- ir: „Það var ekki björt framtíðarsýn sem kom fram á aðalfundi Vinnu- veitendasambands Is- lands snemma í maímán- uði sl. Þar kom m.a. fram að ætla mætti að frá ár- inu 1993 til ársins 2000 myndi störfum sem í boði eru á vinnumarkaðinum fækka um tæplega 3.000 sem aftur þýddi að hér gæti verið um 14% at- vinnuleysi um aldamótin. Samkvæmt þeirri spá fækkaði störfum i nær öllum framleiðslu- og þjónustugreinum nema hjá hinu opinbera og er ijóst að menn eru búnir að viðurkenna það sem lögmál að ríkisgeirinn stækki sífellt. Þetta þýðir í raun það að færri verða að standa undir sífellt meiri álögum. Svíar náðu um það þjóðarsátt i fyrra að fara að vinda ofan af þeirri útþenslustefnu hins opinbera sem þar hefur verið um langt skeið og Danir telja sig nú komna á það stig að þeir eigi ekki aðra úr- kosti til þess að örva hag- kerfi sitt en lækka skatta. Á meðan stefnum við ís- lendingar í þveröfuga átt og fetum markvisst þá braut sem frændur okk- ar, Færeyingar, hafa nauðugir viljugir gengið til enda.“ Uppskeran á ráðherraakrinum Staksteinar staldra í dag við uppskeru Al- þýðublaðsins á ráðherraakri Eiðs Guðna- sonar og Jóns Sigurssonar í ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar. Sem og við grein í Frjálsri verzlun um ríkis- og þjóðarbúskapinn. Opið hús í Kramhúsinu OPIÐ hús verður í Kramhúsinu í dag, miðvikudaginn 16. júní, þar sem fólki gefst kostur á ókeypis kynningartímum í svokallaðri smiðju (workshop) Kramhússins sem hefst svo 21. júní og stendur til 30. júní. Á opna húsinu verður kynnt Afró- Jamaica í umsjón Orwille frá Jama- ica, Afró-Brasil í umsjón Mauricio, modern, argentískur tangó í umsjón Hany Hadaya, dansara hjá íslenska dansflokknum, músíkleikfimi, kenn- ari Hafdís Árnadóttir, morguntímar í Tai-chi sem Guðný Helgadóttir leikkona sér um, leiklistarnámskeið sem þeir Guðmundur Haraldsson og Þorsteinn Bachmann eru leiðbein- endur á, Capoeira, brasilísk bar- dagalist sem Mauricio leiðir og Raca. Um helgina, laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. júní, kl. 21 verður endurtekin afró-brasilískt danssýn- ing, Raca, sem fram fór um síðustu helgi í Kramhúsinu. Á sýningunni veitir brasilíski géstakennarinn Mauricio Marques, ásamt dönsurum og trumbuslögurum sem hann hefur kennt og þjálfað á vorönn, innsýn í afró-brasilíska dansinn, sem bygg- ist á arfi forfeðranna frá Afríku. (Fréttatilkynning) METVIKAÁ HLUTABRÉFAMARKAÐI í síðustu viku voru metviðskipti á hlutabréfamarkaði, bæði hvað varðar veltu og fjölda viðskipta. Skráð viðskipti á Verðbréfaþingi Islands og Opna Tilboðsmarkaðnum námu alls 40,5 milljónum króna. Allt frá rniðju ári 1991 hafa hlutabréf lækkað í verði og er það nú orðið mjög lágt í ýmsum fyrirtækjum. Þó vissulega ríki óvissa ttm framhaldið má benda á að á síðasta ári hækkaði gengi hlutabréfa um rúmlega 8% frá miðju ári til loka árs. I ljósi þeirrar reynslu virðist heppilegt fyrir þá, sem ætla að nýta sér hlutabréfakaup til lækkunar á tekjuskatti fyrir árið 1993, að huga að kaupum nú, á meðan verðið er hagstætt. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um hlutabréf og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB! Ísíma 91 - 681530 er hœgt að fá upplýsingar um hlutabréf. I Nafn: Heimili: | Póstfang: VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. j ----- Ármúla 13a, 155 Reykjavík. -1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.