Morgunblaðið - 16.06.1993, Síða 13
'fóÖRftuföBÍikÐÍÐ 'MfoVÍkttMG'öÉ: ié:lífu,Nf ÍÖé3
Yfirlitssýning á verkum Braga Ásgeirssonar í Listasafni íslands
Leitað að óskráðum
verkum listamaxmsins
LISTASAFN íslands vinnur nú
að því að setja saman yfirlits-
sýning-u á grafíkverkum Braga
Asgeirssonar á hausti kom-
anda. Verður þetta fyrsta sýn-
ingin í nýjum flokki sérsýninga
sem Listasafnið hyggst standa
fyrir á næstu árum, þar sem
tekið verður saman úrval verka
eftir íslenska listamenn af eldri
kynslóð sem enn eru á lífi og
starfandi, eða dregnar upp
heildarmyndir af afmðrkuðum
þáttum í sköpunarstarfi þeirra.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur hefur umsjón með þessari
sýningu fyrir hönd Listasafnsins
og segir hann að sýningin í haust
muni sæta tíðindum fyrir það að
vera fyrsta tilraun til að meta
framlag íslensks myndlistar-
manns til grafíklistarinnar.
„Bragi Ásgeirsson á að baki sér-
lega glæsilegan feril innan grafík-
lista, bæði sem listamaður og
kennari," segir Aðalsteinn. „Á lið-
lega fjörutíu ára tímabili hefur
hann gert á annað hundrað gra-
físk þrykk, tréristur, steinþrykk,
málmætingar, akvatintur, sáld-
þrykk og einþrykk, sem mörg
hver teljast til öndvegisverka ís-
Morgunblaðið/Þorkell
Bragi Ásgeirsson
lenskrar grafíklistar. Undir hand-
leiðslu Braga við Handíða- og
myndlistarskólann komust margir
helstu grafíklistamenn yngri kyn-
slóðar einnig til þroska og eiga
honum margt að þakka.“
Auk þess að sinna listsköpun
sinni hefur Bragi verið ötull
greinahöfundur og gagnrýnandi á
þriðja áratug. í tengslum við sýn-
inguna, sem hefst 11. september
næstkomandi, verður gefín út bók
með greinum um listamanninn og
eftir hann, auk fjölda mynda og
heildarskrá yfir grafíkmyndir frá
upphafi. Meðan á sýningunni
stendur verðyr væntanlega fjallað
um grafíkverkin, bæði í erindum
og sýnikennslu. Enn vantar þó
margar þær myndir á sýninguna
sem eru í einkaeign eða er ekki
vitað um af öðrum sökum og bið-
ur Aðalsteinn þá sem hafa í fórum
sínum eldri grafíkverk Braga,
einkum frá tímabilinu 1952-1964,
að hafa samband við sig á Lista-
safni íslands. „Við erum með á
annað hundrað myndir á skrá, en
varla tveir þriðju hlutar þeirra eru
komnir fram í dagsljósið. Afgang-
urinn hangir einhvers staðar í
heimahúsum. Þarna eru ýmis
sjaldgæf verk, t.d. þrykk í tveimur
eða þremur eintökum, margvís-
legar tilraunir o.fl. Við munum
reyna fram á síðustu stundu að
birta heildarskrá í bókinni með
ljósmyndum af verkunum fyrir
komandi kynslóðir, og vonum því
að eigendur ófundinna verka láti
í sér heyra sem fyrst.“
Asmundarsalur
Sýmng á verkum
ítalska arkitekts-
ins Carlo Scarpa
Fyrirlestur próf. Livio G. Dimitriu
í ÁSMUNDARSAL hefst sýning á
verkum arkitektsins og lista-
mannsins Carlo Scarpa, nk. föstu-
dag 18. júni kl. 17. Flutningur
sýningarinnar hingað til lands auk
komu fyrirlesara er samvinnu-
verkefni Menningarstofnunar
Bandarikjanna og Arkitektafélags
íslands.
í fréttatilkynningu segir: „Carlo
Alberto Scarpa var fæddur í Feneyj-
um árið 1906 og lést í Japan árið
1978. Árið 1926 hóf hann að kenna
arkitektíska teikningu við háskólann
í Feneyjum meðal annars til að skjóta
sér undan herþjónustu og gegndi þar
prófessorstöðu síðan allt sitt llíf.
Carlo var fjölhæfur arkitekt og
afburða teiknari. Hann hannaði fjöl-
mörg hús, þ. á m. Brion-grafhýsið í
San Vito d’Altivole, sem telst með
merkustu mannvirkjum samtímans
auk þess að vinna að gerð ýmissa
nytja- og listhluta og þykja glerverk
hans með afbrigðum óvenjuleg.
Einnig var hann . fagurfræðilegur
ráðgjafi við uppsetningu ýmissa al-
þjóðlegra listsýninga og í arkitektúr
hans og málverki glætir í áhrif frá
Braque, Picasso, Leger og Matisse.
Scarpa hlaut Olivetti-verðlaunin
1956 og Forsetaverðlaun Ítalíu 1967
fyrir verk sín.
Á leið sinni til hönnunar þessara
verka sinna kynntist Scarpa mörgum
öðrum samtímameisturum arkitekt-
úrsins, s.s. Louis Kahn, Alvar Aalto
og Frank Loyd Wright, sem hafði
mikil áhrif á seinni tíma verk hans
þrátt fyrir ólíkar hugmyndir um mik-
ilvægi og nauðsyn formfestu.
Öll verk Scarpa voru ávallt ein-
stæð og ókerfísbundin og lögðu mikla
áherslu á brotakenndar samsetning-
ar forma og afmörkun skynjunar við
smáatriði ólíkt inntaki og algerlega
á skjön við tröllríðandi skynsemis-
hyggju nútímaarkitektúrs sem hann
áleit í rökum sínum og pólitískri rétt-
lætingu andvana fæddan.
Rúmeninn Livio G. Dimitriu, sem
er m.a. prófessor við Pratt-háskóla,
New York Institute of Technology
og Kanto Gakuin-háskólann í Japan,
flytur fyrirlestur um þjóðleg áhrif
og bernskubrek á mótun framúr-
stefnu Carlo Scarpa.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20 á laug-
ardagskvöld og eru allir velkomnir.
4WD
skutbíll
Umsagnir MAZDA eigenda eru í takt við
þau próf sem gerð hafa verið á MAZDA
bílum m.a. hjá þýska bflablaðinu "Auto
Motor und Sport". í nýjasta 100.000 km
bilanaprófinu eru 3 MAZDA fólksbílar í
fimm efstu sætunum, af 85 bílum sem
prófaðir voru. MAZDA 323 4WD er ekki
aðeiris bfll, sem þú getur treyst, hann er
ódýr í rekstri, rúmgóður fjórhjóladrifinn
skutbfll með sídrifi og læsanlegum
millikassa, 5 gírum, álfelgum o.fl.
Við eigum fáeina bfla á lager á mjög
hagstæðu verði frá kr. 1.295.000,-
MISSTU EKKIAF ÞESSU TÆKIFÆRI.
Hafðu strax samband við sölumenn
okkar. f reynsluakstrinum upplifir þú
seigluna í þessum ágæta bíl.
SÖLUAÐILAR: Akranes: Bflás sf., Þjóðbraut 1, simi 93-12622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9,
simi 94-3800. Akureyri: BSA'hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c,
sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur,
Hafnargötu 90, sfmi 92-14444. Notaðlr bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöföa 5, sími 91-674949.
ferð
Á MAZDA 323 4WD skutM
í þangað sem þig langar, með