Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 NOKKRAR ár voru opnaðar í gærmorgun og það sama var upp á teningnum og áður, laxinn er seint á ferð. I öllum ánum var byrjunin ró- leg, helst að Víðidalsá skæri sig úr með sex laxa fyrsta morguninn við slæmar aðstæður. Enginn lax kom á land úr Vatnsdalsá og aðeins einn úr Langá. Kerstapinn sterkur Sex laxar veiddust fyrstu vaktina í Víðidalsá og sagði Magnús Jón Sigurðsson leið- sögumaður við ána, að menn væru nokkuð ánægðir miðað við að skilyrði væru slæm og færu versnandi. „Ain er hálfum metra yfir meðalvatni og nú dembist í hana sólarleysing. Hún er orðin skoluð og erfið,“ sagði Magnús. Af sex löxum, veiddust fimm í Kerstapa í Fitjá. Voru þeir 12 til 16 pund. Einn 7 punda veidd- ist í Galtanesfljóti. Þrír laxar komu á maðk, tveir á spón og einn á flugu. Auk þess sagði Magnús að menn hefðu orðið laxa varir í Dalsárósi. í næsta dal, Vatnsdal, var annað hljóð í strokknum. Enginn lax veiddist fyrsta morguninn og menn urðu ekki varir. I veiðihús- inu fengust þær skýringar að áin væri skoluð, köld og væri að ryðja sig. „Byrjar of snemma“ „Þetta sýnir einfaldlega það sem ég hef lengi haft á tilfinning- unni, að veiðin byijar of snemma. Það veiðist vel í opnun kannski tíunda hvert ár og svo dettur veiðin niður eftir það, er róleg þangað til farið er að líða vel á júní, þá tekur veiðin aftur við sér. Eins og vorið hefur verið, er ekki við meiru að búast. En nú eru skilyrði orðin góð og lax- inn hlýtur að koma með vaxandi straum," sagði Ingvi Hrafn Jóns- son, einn landeigenda við Langá í gærmorgun, en þá hófst veiði á neðstu svæðunum. Aðeins einn lax náðist, Þorsteinn Húnboga- son fékk 7 punda hrygnu á Breiðunni á maðk. Stefán Ólafs- son í veiðihúsinu á Langárfossi sagði að menn sæu dálítið af fiski, sérstaklega á Breiðunni, en hann „stæði djúpt og tæki illa“. Þó eru öll skilyrði góð. Veiði hefst á mið- og efstu svæð- um Langár á sunnudaginn. Ingvi sagðist hafa séð ijóra laxa á Tannastaðabreiðu í gærmorgun, en sá staður er neðstur veiði- staða á miðsvæðum Langár. Þá hafa sést laxar í stiganum hjá SKuggafossi af og til að undan- förnu. Mætti vera meiri lax... „Ég segi allt bærilegt, að öðru leyti en því að það mættu vera komnir fleiri laxar á land,“ sagði Böðvar Sigvaldason á Barði við Miðfjarðará í gærdag, en veiði hófst á vatnasvæðinu síðdegis á sunnudag. Þá fékkst einn lax og menn misstu nokkra. í gærmorg- un veiddust síðan fjórir laxar og enn sluppu nokkrir. „Skilyrði eru ekki slæm, þó er vatnið aðeins litað, en vel veiðandi," sagði Böðvar. Laxarnir fimm, sem allir vógu um 10 pund, veiddust flest- ir neðarlega í Vesturá, í Hlíðar- Morgunblaðið/Kristinn Sá fyrsti úr Elliðaám MAGNÚS L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, dró fyrsta lax- inn úr Elliðaánum í gær. fossi, Kistunum og Langhyl. Einn veiddist í Ármótum Austur- ár og Núpsár. Böðvar hélt að allir hefðu fengist á maðk. Áin hrapar... Aðeins tveir laxar veiddust fyrstu vaktina í Elliðaánum, Magnús L. Sveinsson fékk þann fyrri, 4 punda á maðk á Breið- unni og aðeins örfáum andartök- um seinna setti Aðalsteinn Guð- johnsen í og landaði öðrum laxi, 4 punda, einnig á maðk. Magnús missti annan til, mun vænni, sá náði að slíta er hann rásaði með línuna í stórgrýti. Aðeins 7 laxar voru komnir á skrá teljarans við rafstöð sem er með alminnsta móti. Veiðiverðimir, þeir Skúli og Magnús, sögðu þrátt fyrir það töluvert vera af laxi á Breiðunni og eitthvað í Fossinum. „Það er kjörvatn núna og hitastig gott. En hve lengi það varir ef það fer ekki að rigna bráðum veit ég ekki, við horfum upp á ána hrapa niður í gijót þessa dagana,“ sögðu þeir félagar. Arleg ökuleikni um landið allt HIN árlega Ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og Umferðarráðs hófst að þessu sinni með Pressukeppni í síðustu viku. Markmið keppn- innar er að gefa ökumönnum um allt land tækifæri til að rifja upp kunnáttu sína í umferðarreglum og reyna sig við hinar ýmsu þrautir a ökutæki sinu. Ökuleikni 1993, sem í samvinnu við Umferðarráð, DV, Rás 2 og Heklu, mun heimsækja 33 staði á landinu í sumar þar sem fólki verður gefinn kostur á að spreyta sig í ökuleikni og eins í reiðhjólakeppni. Ökuleikninni er skipt í tvennt. Ann- ars vegar eru lagðar umferðarspurn- ingar fyrir þátttakendur og hins vegar á að aka í gegnum 12 þraut- ir, sem allar reyna á kunnáttuna. Til að skapa þá spennu sem er í umferðinni, er tími tekinn í þrauta- brautinni. Keppt er í þremur riðlum, karla- og kvennariðli og í riðli fyrir öku- menn með bráðabirgðaskírteini. Veitt eru verðlaun fyrir þijú efstu sætin í hveijum riðli og sigurvegarar á hvetjum stað öðlast rétt til þátt- töku í sérstakri úrslitakeppni um íslandsmeistaratitilinn sem haldin verður í lok ágúst. Þar gefst kostur á að vinna utanlandsferðir og jafn- vel nýjan Mitsubishi Colt sem Hekla mun gefa þeim keppanda sem tekst að aka villulaust í gegnum þrauta- planið í úrslitunum samkvæmt ákveðnum reglum. . Brynjar Valdimarsson, starfsmað- Borgey vill fá greiðslu- stöðvunina framlengda FORSVARSMENN Borgeyjar hf á Höfn í Hornafirði óskuðu í gær eftir því við Héraðsdóm Austur- lands að greiðslustöðvun sem fyr- irtækið hefur haft undanfarnar þrjár vikur verði framlengd til ailt að þriggja mánaða. Að sögn Olafs Börks Þorvaldsson- ar héraðsdómara á Austurlandi verð- ur úrskurður, þar sem afstaða er tekin til beiðninnar, kveðinn upp klukkan 11 í dag. ur hjá Ökuleikni, sagðist reikna með að um 1.200 manns tækju þátt í keppninni í sumar. „Það er mikill áhugi fyrir þessu og á mörgum stöð- um er það mikill bæjarviðburður er við mætum á svæðið. Ég er sann- færður um að við eignumst betri bílstjóra með þessu átaki. Við höfum oft séð ökumenn koma inn á planið með töffarastæla en síðan ekkert ráðið við bílinn í þrautinni. Þeir hafa því þurft að hugsa sinn gang,“ sagði Brynjar. Ókuleiknin verður við Heklu í Reykjavík í kvöld kl. 20. Öllum er heimil þátttaka. Hér á eftir fer keppnisáætlunin í Ökuleikni 1993: Keppnisstaðir í júní Hella 18. júní kl. 20 Klaustur 19.júní kl. 16 Höfn 20. júní kl. 20 Stöðvarfjörður 21. júní kl. 20 Eskifjörður 22. júní kl. 20 Neskaupstaður 23. júní kl. 20 Reyðarfjörður 24. júní kl. 20 Egilsstaðir 25. júní kl. 20 Þórshöfn 27. júní kl. 16 Vopnafjörður 28.júní kl. 20 Húsavík 29. júní kl. 20 Dalvík 30. júní kl. 20 Keppnisstaðir í júlí Akureyri l.júlí kl. 20 Sauðárkrókur 2. júlí kl. 20 Skagaströnd 3. júlí kl. 16 Hvammstangi 4. júlí kl. 17 Ólafsvík 6. júlí kl. 20 Stykkishólmur 7-júlí kl. 20 Tálknafjörður 8. júlí kl. 20 Þingeyri 9. júlí kl. 20 Bolungarvík lO.júlí kl. 16 Isafjörður ll.júlí kl. 16 Súðavík 13. júlí kl. 20 Búðardalur 14. júlí kl. 20 Borgarnes 15. júlí kl. 20 Kópavogur 16. júlí kl. 20 Akranes 17. júlf kl. 16 Keflavík 18. júlí kl. 14 Þorlákshöfn 18. júlí kl. 20 Galtalækur Sl.júlí kl. 16 Úrslitakeppni í ágúst Úrslit 28. ágústkl. 11 Úrslit 29. ágúst kl. 10 'r V\ y \\/ -N- xw. \\ / W / i W t \\/ W' ■* u 'W SLATTUVELAR OG ORF SLÁTTUVÉLAR: R A F -, BENSÍN-, HJÓLA- EÐA LOFTPÚÐAVÉLAR ÞÚ FINNUR VÉL VIÐ ÞITT HÆFI í GARÐINN ÞINN HJÁ OKKUR. MTD 478 R Stór og öflug sláttuvél með 5 hp B&S mótor með drifi, auðstillanlegum hjólalyftum og stórum grassafnara. Verö 64.250,- kr. Vélar m/grassafnara verö frá 34.750,- kr. MTD 072 R Ódýr lúxusvél með 3,75 hestafla vél. 50 cm sláttubreidd, stór og breið hjól, útbúin auðstillan- legum hjólalyftum. Meðfærileg í flutningi og geymslu. Verö 24.900,- kr. Flymo E 300 Rafknúni svifnökkvinn. Þú hefur hann í hendi þ léttan og meðfærilegan Bestur fyrir litlar lóðir. Verö 15.900,- kr. MTD 042 R Verö 19.900,-kr Storar ioötr .... ..... Md)4Jz©[k1 Flymo raforf MT 300 Rafknúið orf sem hentar vel til þess að slá grasbrúska og illgresi á litlum og meðalstórum lóðum. 350 W 7.550,- kr. 450 W 8.925,- kr. RAÐGREIÐSLUR ' V" Opið á laugardögum frákl. 10:00 til 16:00. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. Hressir sölumenn! G. Á. Pétursson hf. Sláttuvélamarkaðurinn Faxafeni 14 • Sfmi: 68 55 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.