Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1993 21 Bændaskólinn á Hvanneyri 13 búfræðistádent- ar brautskráðir Hvannatúni í Andakíl. FRÁ búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri brautskráðust 13 landbúnaðarkandidatar síðustu helgi í maí. Sama dag var tekin fyrsta skóflustunga að raðhúsi fyrir nemendagarða búsvísindadeildar. Aukin erlend samskipti rekstrarfræðinga ÞRJÁTÍU rekstrarfræðingar voru útskrifaðir frá Samvinnuháskólan- um í vor eftir tveggja ára nám. Það er í fjórða sinn frá því að kennsla hófst á háskólastigi á Bifröst. Bestum námsárangri náði að þessu sinni Einar Guðbjartur Páls- son og næstbestum og jöfnum árangri náðu þær Áslaug B. Guð- mundsdóttir og Guðbjörg Sigur- bjömsdóttir. Til vors stunduðu 89 nemendur nám við skólann þar af 71 í Rekstr- arfræðideild og 18 í Frumgreina- deild. Meðalaldur nemenda var um 30 ár, svipaður og undanfarin ár. Fastir kennarar voru 9, en auk þess kenndu þrír stundakennarar við_ skólann í vetur. í ræðu rektors við skólaslitin kom fram að skólastarfið hefði gengið vel í vetur. Á skóbárinu voru bygg- ingar skólans tengdar hitaveitu og fyrstu íbúðir Nemendagarða Sam- vinnuháskólans teknar í notkun. Þá var skorið úr um að nám við Frum- greinadeild skólans yrði áfram láns- hæft hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Nám við báðar deildir skól- ans er því lánshæft eins og verið hefur. Ein fjögurra stúlkna var með hæstu einkunn að þessu sinni, Guð- rún Lára Pálmadóttir með 8,0, og Torfí Jóhannesson var næstur með 7,8. Guðrún hlaut verðlaun fyrir hæstu einkunn fyrir aðalverkefni frá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og frá Félagi íslenskra bú- fræðikandidata fékk hún viður- kenningu fyrir hæstu meðaleinkunn og Ólöf Björg Einarsdóttir hlaut verðlaun Búnaðarfélags íslands fyr- ir hæstu einkunn í rekstrarhag- fræði. Rannsóknir eru meginforsenda Magnús B. Jónsson skólastjóri sagði við þetta tækifæri, að rann- sóknir við búvísindadeild væru meg- inforsenda fyrir námi við deildina, ekki miðaði hratt en í áttina. Stofn- anir eins og Hagþjónusta landbún- aðarins og bútæknideild RALA á Hvanneyri eru styrkur fyrir skólann enda er verkleg þjálfun nú meiri en áður. 25 ára búfræðikandidatar gáfu skólanum málverk eftir Balt- asar. Fyrstu skóflustunguna að nýju raðhúsi tók Lárus Birgisson, nýbrautskráður búfræðikandidat, einn stjómarmanna Nemenda- garða, sem er sjálfseignarstofnun. Húsið verður með þrem íbúðum, tveimur tveggja og einni þriggja herbergja, samtals 220 fermetrar. Áður vom byggð 2 hús en þau hafa bætt úr brýnni þörf nemenda deildarinna. - D.J. Rekstrarfræðingar NÝÚTSKRIFAÐIR rekstrarfræðingar frá Samvinnuháskólanum á útskriftardag. Samvinnuháskól- inn útskrifar 30 Alls lögðu 209 nemendur stund á nám við MHÍ í vetur, þar af 40 í fomámsdeild. Um 30 erlendir nemendur stunduðu nám við skól- ann og vom flestir þeirra innan NORDPLUS og ERASMUS áætl- ananna. Erlend samskipti hafa stór- aukist á undanförnum ámm og em nú umfangsmikill liður í starfsemi skólans. í þessu sambandi má geta þess að fjöldi erlendra gestakenn- ara heimsótti skólann í vetur og margir nemendur hans hafa dvalið í erlendum listaháskólum um lengri eða skemmri tíma. 0 Utskriftarhópur ÚTSKRIFTARHÓPUR Myndlista- og handíðaskólans ásamt skólastjóranum, Bjarna Daníelssyni. Brautskráning Mynd- lista- og handíðaskólans Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Nýir búfræðistúdentar NÝBRAUTSKRÁÐIR kandidatar. F.v.: Guðmundur Jóhannesson, Ásdis Helga Bjarnadóttir, Björn H. Barkarson, Halla Eygló Sveins- dóttir, Guðjón Egilsson, Jóhann B. Magnússon, Einar Gestsson, Torfi Jóhannesson, Guðrún Lára Pálmadóttir, Rúnar Ingi Hjartarson, Ólöf B. Einarsdóttir, Lárus G. Birgisson, Magnús B. Jónsson skólastjóri. Á myndina vantar Guðlaug V. Antonsson. MYNDLISTA- og handíðaskóla Islands var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói nýlega. Að þessu sinni voru 45 nemendur brautskráðir úr deildum skólans. Frá myndlistadeild útskrifuðust 26 nemendur og skiptist fjöldi þeirra nokkuð jafnt milli braut- anna fjögurra, málun, skúlptúr, grafík og fjöltækni. Frá liðst- iðna- og hönnunardeild braut- skráðust 19 nemendur, þar af 5 í leirlist, 8 í grafískri hönnun og sex í textíl. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir ágætan námsárangur. í málun hlaut Hansína M. Iversen ■viðurkenningu, Saari M. Cedergren í skúlptúr, Margrét J. Guðmunds- dóttir í grafík og Ásmundur Ás- mundsson fékk verðlaun fyrir fjöl- tækni. Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir árangur sinn í listiðna- og hönnunardeild: í leirlist Olga S. Olgeirsdóttir, í grafískri hönnun Þórarinn F. Gylfason, í textíl Kristveig Halldórsdóttir og í listasögu David Dominic Lynch. [Miarion Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - SCmi 651147 Bómullarkjólar...............kr. 2.900 Síð og víð bómullarpils, 7 litir... kr. 2.700 Stórir og síðir bómullarbolir, hnepptir og heilir, 18 litir.kr. 1.700 Lokað á laugardögum Öndvegisbréfin skara fram úr Öndvegisbréfin hafa gefið bestu ávöxtun sambærilegra verðbréfa hvort sem miðað er við 6,12 eða 24 mánaða ávöxtun. Öndvegisbréfin byggjast á ríkistryggðum verðbréfum, eru eignarskattsfrjáls og án bindingar. Hugsaðu um langtímahag og skoðaðu kosti Öndvegisbréfa. <P Þú færð Öndvegisbréfin hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum í Landsbanka Islands um allt land. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkar Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verdbréfafyrírtæki. Aðili að Verðbréfaþingi fslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.