Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
23
Kynt undir
gyðingahatri
London. Reuter.
GYÐINGAHATUR er nýtt í póli-
tískum tilgangi í sumum löndum
Austur-Evrópu, segir í nýútkom-
inni skýrslu frá stofnun sem ann-
ast málefni gyðinga og hefur
aðsetur í Lundúnum. Skýrslan
verður lögð fram á mannrétt-
indaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Vínarborg í vikunni.
í skýrslunni segir að gyðingahat-
ur hafi ekki verið útbreiddara frá
lokum seinni heimsstyijaldarinnar
og að stjórnmálamenn í austur-evr-
ópskum löndum nýti sér neikvætt
viðhorf til gyðinga jafnvel þótt þeir
séu fámennir í viðkomandi landi.
„Gyðingahatur er notað við at-
kvæðaöflun í löndum Austur-Evr-
ópu og er að finna meðal félags-
manna stórra flokka í Ungveija-
landi, Rúmeníu, Rússlandi og Pól-
landi,“ segir í skýrslunni.
Samkvæmt skoðanakönnun telja
10% Pólveija að fjöldi gyðinga í
landinu sé fjórar til sjö milljónir.
Alls eru 10.000 gyðingar búsettir
í landinu. Einnig segir í skýrslunni
að þeir sem hafi andúð á gyðingum
séu reiðubúnari til að beita ofbeldi
nú en áður.
Síðustu dagar „svarta hanans“
LÝÐRÆÐISSINNAR fóru með sigur af hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Malavi á mánudag. Tals-
menn stjórnarflokksins fengust ekki til að viðurkenna ósigur sinn opinberlega, sögðu hann ólíklegan,
en þó gæti allt gerst I stjórnmálum. Ekki var minnst einu orði á atkvæðagreiðsluna í morgunfréttum
ríkisútvarps Malaví í gærmorgun.
Þrjátíu ára einræðisstjórn Hastings Banda í Malaví liðin undir lok
„01íuluktin“ bar signr-
orð af „svarta hananum“
Blantyre. Reuter. The Daily Telegraph.
FLOKKAR lýðræðissinna hafa sett endapunkt við þrjátíu ára
einræði Hastings Banda í Malaví samkvæmt bráðabirgða-
úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem tilkynnt voru í
gær. Nótt Bandas er þó ekki úti enn því hann er lífstíðarfor-
seti samkvæmt ákvæði í stjórnarskrá og breytingar á henni
munu taka sinn tíma. Leiðtogar lýðræðissinna lýstu því þó
yfir í gær að „svarti haninn væri allur“. Talningu var ekki
lokið fyllilega í gær.
Harðar deilur um
breytingar á starf-
semi Evrópubanka
London. Reuter.
UPP eru risnar hatrammar deilur um breytingar á rekstri
Endurreisnar og þróunarbanka Evrópu (EBRD), Evrópubank-
ans, og sér ekki fyrir endann á þeim. Um tíma leit út fyrir
að yfirmaður bankaviðskipta, virtur Bandaríkjamaður að nafni
Ron Freeman, myndi segja af sér vegna ágreinings um skipu-
Iagsbreytingar sem ætlað er í raun að leysa Jacques Attali,
umdeildan bankasljóra, undan daglegri sljórn bankans en hlífa
honum við uppsögn.
Þegar í dögun hafði múgur og
margmenni safnast saman við
kjörstaði. Sumir sváfu úti undir
beru lofti til þess að vera fyrstir
í röðinni þegar opnað var klukkan
sex. Áhuginn leyndi sér ekki og
margir gáfu sigurmerki með fingr-
unum. Einn kjósenda sagði: „Eg
er 42 ára og þetta eru fyrstu kosn-
ingarnar sem ég tek þátt í. íbúar
Malaví vilja láta virða mannrétt-
indi sín og búa við frelsi. Við vilj-
um tjáningarfrelsi og upplýsingar
um það sem fram fer, heima og
erlendis,“ sagði hann.
Haninn eða olíuluktin
Valið fór þannig fram að kjós-
endur völdu milli tveggja blaða
með myndum af svörtum hana og
olíulukt. Haninn er merki Bandas
en olíuluktin í nafni lýðræðis.
Meirihluti íbúa landsins býr í leir-
kofum án rafmagns og er gantast
með það milli manna að fyrir daga
olíuluktarinnar hafi Malaví-búar
lýst híbýli sín með rafmagni.
Lýðræðið sigrar að lokum
Útlit er fyrir að lýðræðissinnar
hafi hlotið stuðning milli 70 og
80% skráðra kjósenda, sem eru
4,5 milljónir, og allt að 90% at-
kvæða í þéttbýli. „Stjórnarflokkur-
inn er flokkur gærdagsins,“ sagði
lýðræðissinninn Chakufwa Chi-
hana sem sleppt var úr haldi rétt
fyrir kosningar. Hastings Banda
hlaut 70% atkvæða á strjálbýlli
svæðum. Stjórnmálaskýrendur
segja orsökina þá að auðveldara
sé að hrella íbúa til sveita og hef-
ur forsetinn verið sakaður um að
hafa haft í hótunum við kjósendur
þar. Því er talið að lokatölur muni
ekki lýsa jafn yfirgnæfandi sigri
lýðræðisaflanna og útlit var fyrir
í gær.
Vill þýska
hermenn til
Georgíu
EDÚARD Shevardnadze vill
fá þýskar hersveitir til friðar-
gæslu í Georgíu til að koma í
veg fyrir frekari blóðsúthell-
ingar í Abkhazíu við Svarta-
haf. Fram kom í viðtali í Hand-
elsblatt að Georgíumenn
treysti Þjóðveijum best til þess
að hafa eftirlit með hugsan-
legu vopnahléi því rússneski
herinn styðji uppreisnarmenn
í héraðinu. Ekki hefur verið
sótt um aðstoðina formlega
og stjórnvöld í Bonn hafa ekki
viljað tjá sig um málið.
Nýr forseti í
Nígeríu
MÚSLIMINN og milljóna-
mæringurinn Mashood Abiola,
bar sigur úr býtum í forseta-
kosningum sem fram fóru í
Nígeríu á laugardag, sam-
kvæmt fyrstu tölum í gær.
Abiola bauð sig fram fyrir
Jafnaðarmannaflokkinn og
bar sigurorð af Bashir Tofa,
öðrum múslima og milljóna-
mæringi. Sigurvegarinn í
kosningunum tekur við emb-
ættinu 27. ágúst þegar herinn
afsalar sér völdunum.
Bretaprins
bakveikur
KARL Breta-
prins varð að
hætta í miðj-
um pólóleik
síðastliðinn
sunnudag,
þegar gömul
bakmeiðsl
tóku sig upp.
Hann er nú
heima hjá sér
og hvílist, að ráði læknis.
Prinsinn, sem þjáist af bijósk-
losi í baki, verður fyrir vikið
af Ascot-kappreiðunum nú í
vikunni. Talsmaður konungs-
fjölskyldunnar sagði prinsinn
vera nokkuð kvalinn, en hann
myndi hafa það af. Ef prinsinn
ætlar að komast hjá skurðað-
gerð verður hann, að sögn
lækna, að vera duglegur að
hvíla sig og ekki spila póló í
mánuð
Karl Bretaprins
Freeman er
næst æðsti stjórn-
andi Evrópubank-
ans sem yfirmað-
ur bankavið-
skipta. Hugðist
hann mótmæla til-
raunum sjö helstu
iðnríkja heims til
að knýja fram
breytingar á
skipulagi bankans
með uppsögn,
enda hefðu breyt-
ingarnar jafngilt
því að hann hefði
lækkað í tign og
einungis orðið í . .
fjórða sæti í
valdapýramídanum. Ákvað hann þó
á mánudag að halda að sér höndum
og sjá hvernig átökum ríkja um
framtíð bankans vindur fram.
Iðnríkin sjö hafa sín á milli náð
samkomulagi um breytingar en í
þeim felst að þróunardeild bankans
og viðskiptadeild yrði steypt saman
og Ernest Stern, einn af fram-
kvæmdastjórum Alþjóðabankans,
fengin stjórn þeirra. Var ráðning
hans og skipulagsbreytingar meðai
skilyrða sem Bandaríkjamenn hafa
sett fyrir því að inna af hendi 70
milljóna dollara árstillag sitt til
bankans. Evrópuríki utan samtaka
iðnríkjan'na sjö hafa brugðist harka-
lega gegn þessum áformum og þyk-
ir stefna í harðvítuga rimmu milli
hluthafa á næstunni. Meðal þeirra
sem telja sig gróflega misboðið er
Anne Wibble fjármálaráðherra Sví-
þjóðar en hún er formaður banka-
ráðs Evrópubankans.
Iðnríkin sjö höfðu knúið Attali
til hlýðni og látið hann bera upp
tillögur um breytingar á starfsemi
bankans. Nái þær fram að ganga
verður hann yfírmaður án stjórnun-
arlegs umboðs, nokkurs konar
sendiherra bankans út á við.
Heimsnýiun
.< iÆr
SKINMAGIC er stórfengleg nýjung fyrir umhirðu húðarinnar. Gegnsæ „MAGIC PIGMENTS“
mynda ósýnilega himnu á húðinni, draga úr fínum hrukkum og jafna litarhátt. Náttúrulegur húðlit-
ur þinn frískast og yfirbragð húðarinnar verður töfrandi og heilbrigt.