Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
35
fallega baráttukonu, skarpgreinda,
með fastmótaðar skoðanir, sterka
réttlætiskennd og ríka kímnigáfu.
Samtöl okkar Heiðar eru sjóður að
sækja í, kynnin af henni hvatning
til meiri og betri verka. Það er trú
mín að kennarar hafi mist mann
& úr fremstu röð.
Ég kveð Heiði Baldursdótur með
virðingu.
| Elsku vinkona mín, Þórey Kol-
" beins. Ég veit að orð eru lítils megn-
ug á stundum sem þessum. Mig
4 langar að færa þér mínar dýpstu
" samúðarkveðju en jafnframt þökk
fyrir vináttu þína á liðnum árum.
Megi Guð vera ykkur Baldri styrkur
á raunastund.
Kristín Lilliendahl.
Mig langar að minnast Heiðar
Baldursdóttur með nokkrum fátæk-
legum orðum. Sérstaklega vil ég
minnast samstarfs okkar við
Þroskaþjálfaskóla íslands á síðast-
liðnu hausti. Við höfðum unnið sam-
an í Safamýrarskólanum í mörg ár
og var það því fagnaðarefni að fá
tækifæri til að starfa saman aftur
. á öðrum vettvangi.
Heiður tók að sér að kenna nem-
endum Þroskaþjálfaskólans boð-
. skipti fyrir fatlaða, en það efni var
t henni afar hugleikið, sérstaklega
þau boðskipti sem fara fram á
. fyrstu stigum þroskans og um leið
t þau boðskipti sem henta þeim nem-
endum sem haldnir eru alvarlegri
fötlun. Hún hafði í framhaldsnámi
sínu í Bandaríkjunum kynnt sér
þetta efni enn betur og helstu nýj-
ungar á því sviði. Það var unun að
fylgjast með því hvernig hún und-
irbjó kennsluna. Hún gerði það með
sama kraftinum, áhuganum og
dugnaðinum og annað sem hún tók
sér fyrir hendur. Allt varð að vera
á hreinu því að hún vildi miðla af
þekkingu sinni og reynslu til þeirra
sem mennta sig til að vinna með
þroskaheftum og gefa þeim sem
mesta og besta innsýn inn í boð-
skipti. Þannig sá hún að hægt væri
( að stuðla að því að þroskaheftir
öðluðust betra og innihaldsríkara
líf. I kennslunni kom hún þessu svo
| sannarlega til skila. Hún sagði frá
nýjum rannsóknum og kenningum,
sýndi fram á hvernig hægt er að
| nýta eldri þekkingu í ljós þeirrar
nýju og gagnrýndi á jákvæðan hátt
þær aðferðir sem áður höfðu tíðk-
ast hér á landi við kennslu alvarlega
fatlaðra nemenda. Hún gagnrýndi
ekki síst sjálfa sig því til þess var
hún alltaf tilbúin ef hún sá að til
voru nýrri eða betri leiðir.
Kennslustundirnar hennar voru
innihaldsríkar, skemmtilegar og
fræðandi. Sérstaklega minnist ég
þess þegar hún kom með gítarinn
og söng með nemendum einföld ís-
lensk barnalög. Með því vildi hún
sýna þeim mikilvægi þess að nota
sönginn og að með rythmanum í
laglínunni og textanum er svo gott
i tækifæri til að kenna nemendum á
fyrstu stigum þroskans að eiga
boðskipti.
á Einmitt þannig er sterkasta
" minning mín um Heiði. Syngjandi
með áhugablik í fallegum augunum,
i svo ótrúlega sterk og kraftmikil.
Einlægar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Heiðar.
Guðrún Stefánsdóttir.
<
i
i
Mánudaginn 14. júní verður til
moldar borin Heiður Baldursdóttir
sérkennari og rithöfundur. Leiðir
okkar Heiðar lágu víða saman enda
áhugamál og starfsvettvangur af
svipuðum toga.
Við kynntumst fyrst fyrir um það
bil tíu árum í starfi okkar að mál-
efnum kennarastéttarinnar. Heiður
hafði afar sterka stéttar- og félags-
vitund og með rökfestu, þróttmikl-
um og sannfærandi málflutningi
átti hún auðvelt með að hrífa menn
með sér. Slík málafylgja er óvenju-
leg hjá svo ungri manneskju.
Heiður sérhæfði sig í kennslu
fatlaðra barna og þar lágu leiðir
okkar aftur saman. í samstarfinu
á þeim vettvangi leyndi sér ekki
einlægur áhugi hennar á málefnum
fatlaðra. í öllu starfi sínu lagði hún
áherslu á að beina athyglinni að
getu þeirra fremur en vanmætti.
Henni var kappsmál að byggja upp
sjálfstæði og persónulega reisn
nemenda sinna.
Enn lágu leiðir okkar saman þeg-
ar Heiður tók að sér að semja náms-
efni í sérkennslu fyrir Námsgagna-
stofnun en árið 1991 kom út eftir
hana ritið Að lesa í umhverfíð og
tilbúið er í handriti annað rit sem
kemur út í haust.
í námsefnisgerðinni nutu hæfi-
leikar Heiðar sín ekki síður en ann-
ars staðar. Hún sameinaði það að
vera rithöfundur og hafa staðgóða
þekkingu á sérkennslufræðum.
Heiður skilaði ótrúlega miklu
starfi á stuttri ævi. Okkur sem
þekktum hana og störfuðum með
henni verður hún eftirminnileg fyrir
einurð, eldmóð og ríka réttlætis-
kennd. Hún verður einnig eftir-
minnileg öllum þeim sem munu
njóta verka hennar í framtíðinni.
Sylvía Guðmundsdóttir.
+
Móðir okkar,
HULDA SIGFÚSDÓTTIR BERGMAIMN,
áðurtil heimilis
í Grænuhlíð 19,
■ lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 14. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hrefna Einarsdóttir,
Sigfús Einarsson,
Auður Einarsdóttir,
Þórunn Einarsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Hjallaseli 55,
Reykjavik,
lést 15. júní sl.
Steinunn Sigurðardóttir,
Sigrún Sigurðardóttir Wilson,
Örn Steinar Sigurðsson, Sigrfður S. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
LEIFUR BLUMENSTEIN,
Brekkustíg 10,
Reykjavík,
er andaðist í Landspítalanum að morgni
11. júní sl., verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni þann 18. júní kl. 15.00.
Bragi Blumenstein, Guðbjörg Hrafnsdóttir,
Sigfús Tryggvi Blumenstein, Embla Dís Ásgeirsdóttir,
Eirfkur Freyr Blumenstein, Ása Birna Ólafsdóttir
og barnabörn.
Pétur Jónsson
Pétur Pétursson,
Guðrún Pétursdóttir, Haraldur Óskar Haraldsson,
Bjarghildur Siguröardóttir.
+
Hjartkær móðir okkar, tengadamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Hjalteyri,
Hjallalundi 18,
Akureyri,
sem lést í Kristnesspítala 8. júní, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 18. júní kl. 13.30.
Jarðsett verður að Möðruvöllum í Hörgárdal.
Sigurður Baldvinsson, Magðalena Stefánsdóttir,
Yngvi Baldvinsson, Þórunn Elíasdóttir,
Margrét Baldvinsdóttir,
Óli Baldvinsson, Halla Guðmundsdóttir,
Ari Baldvinsson, Sonja Baldvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
FINNBORG ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum aðfaranótt
sunnudagsins 13. júní.
Arni Þ. Egilsson,
Ornólfur Árnason, Helga E. Jónsdóttir,
Margrét Árnadóttir,
Olga Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og dóttir,
ERLA BJÖRG ARADÓTTIR,
Kleifarseli 3,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum 14. júní.
+
Útför föðursystur minnar,
BJARGAR BJÖRNSDÓTTUR,
Lóni,
Kelduhverfi,
sem andaðist 9. júni sl., verður gerð frá Garðskirkju föstudaginn
18. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Jón Guðmundsson, Lóni.
+
Útför mágkonu okkar,
ÖNNU MAGNEU EIRÍKSDÓTTUR
frá Reykjarhóli
í Vestur Fljótum,
fer fram frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, Reykjavík, föstudaginn
18. júní kl. 13.30.
Lfney Guðmundsdóttir,
Þórhildur Jóhannesdóttir.
+
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR MAGNÚSSON
skipasmiður,
Krókatúni 4,
Akranesi,
sem lést 11. þ.m. í Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju föstudaginn 18. júni kl. 14.00.
Guðbjörg Sigríður Sigurðardóttir, Erik Jeppesen,
Per Sigurður Jeppesen, Christian Runi Jeppesen.
+
Minningarathöfn um bróður okkar,
RUNÓLF STEFNI STEFNISSON,
fer fram frá Áskirkju föstudaginn
júní kl. 15.00.
18
Regína Stefnisdóttir,
Þóra Stefnisdóttir,
Hrönn Stefnisdóttir,
Anna Nfna Stefnisdóttir,
Fanný Stefnisdóttir,
Hugrún Stefnisdóttir,
Auður Stefnisdóttir,
Valur Jóhann Stefnisson,
Elfas Ágústsson,
Howard Thornton,
Böðvar Björgvinsson,
Hilmar Eggertsson,
Þórður Njálsson,
Marta Grettisdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RAGNHEIÐAR SVERRISDÓTTUR,
Breiðabliki,
Neskaupstað.
Sverrir Ásgeirsson, Kitty Óskarsdóttir,
Bergþóra Asgeirsdóttir, Samúel Andrésson,
Hjalti Asgeirsson, Sesselja Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Safamýri 42,
Reykjavfk.
Bryndís Jóna Jónsdóttir, Kalman Stefánsson,
Ásta Jónsdóttir, Óli Ágústsson,
Margrét Jónsdóttir, Torfi H. Ágústsson,
Ólafur Oddur Jónsson, Edda Björk Bogadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og
ömmu,
ÞURÍÐAR JÚLÍU VALTÝSDÓTTUR
frá Seli
í Austur-Landeyjum,
Hverfisgötu 106.
Sverrir Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir,
Margrét Þuríður Sverrisdóttir,
Karel Geir Sverrisson,
Elvar Þór Sverrisson,
Kristján Valtýr Sverrisson,
Ari Auðunn Sigurjónsson.