Morgunblaðið - 16.06.1993, Page 39

Morgunblaðið - 16.06.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 3S SAMMÉ SAAMÍ BÍÓHÖLL ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 EICECR SNORRABRAUT 37, SÍM111 384-252 Igy SAAMÍ SAC/4r ÁLFABAKKA8, SÍMI 78 900 Ch^O OSIÐLEGT TILBOÐ MOORE A HUSBAND A BILLipNAIRJE A PROPOSAÍ FRUMSÝNIR MAGNAÐA SPENNUMYND SPILLTI LÖGREGLU FORINGINN Erlcndar umsagnir: „Besta IQoreglumynd síöan „French Connection" - leikstjði- inn Oliver Stone. „Harvey Keitel... besti leikarinn árið 1992“ - Roiiing stone. „Harvey Keitel sýnir hér magnaðasta og hugrakkasta leik á sínum villta starlsterli" - LF. US magazine. NÝJA ROBIN WILLIAMS MYNDIN LEIKFÖNG Aðalhlutverk: Robin Wiiliams, Michael Gambon, Joan Cusack og Robin Wrigth. Framleiðendur. Mark Johnson og Barry Levinson. Leikstjóri: Barry Levinson (Rain man, Bugsy). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð i. 16 ára. I Sýnd kl. 4.40,6.50,9 og 11.15 ÍTHX. iTjiij j i ■ ■ ■■ mi i m i f rrmTTi m m m 11 n SOMMERSBY KONUILMUR UÓTUR LEIKUR Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Sýnd kt. 5. Robert Redford, Demi Moore og Woddy Harrelson koma hér í mynd Adrian Lyne („Fatal Attraction") sem farið hefur sicjurför um heiminn. „Indecent Proposal“ fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, Bret- landi, Ástralíu, Ítalíu og Frakklandi...nú er komið að íslandi! „Indecent Proposal“ - Mynd sem nýtur sín best í THX hljóðgæðum! Sýnd kl. 5 - 7 - 9 -10.05 og 11.15 ÍTHX | NÁINKYNNI ÁHÆTTUTÍMUM MALCOLM X STUTTUR FRAKKI IHli^& J £ n Sýnd kl. 9 og 11. Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 5. Allra síð. sinn. Sýnd kl. 5,7 og 11. Útgáfutónleikar Lipstick Lovers Hljómsveitin Lipstick Lovers. HUÓMSVEITIN Lipstick Lovers fagnar í kvöld, mið- vikudaginn 16. júní, útkomu breiðsltífu sinnar „My ding- aling“ með útgáfutónleikum á Hressó. Sveitin hefur leikið vítt og breitt um landið að undanfömu og verður að fram í september. Sveitin hefur daginn á því að leika fyrir gesti og gang- andi í Austurstræti um kaffi- leytið og kemur svo fram á Hressó um kvöldið, eins og áður sagði. Til aðstoðar verða saxafónleikari, tvær bakradda- söngkonur og orgelleikari. Tónleikamir hefjast um kl. 21. Lipstick Lovers skipa þeir Anton Már á gítar, Ragnar Ingi á trommur, Bjarki Kaik- umo sér um söng og gítar og Sævar Þór spilar á bassa. Aldurstakmark á tónleikana em 18 ár. Tveir ýktir 1 Kvikmyndir Arnaldur Indriðason TVEIR ýktir („National Lampoon’s Loaded Weap- on 1“). Sýnd í Regnbogan- um. Leikstjóri: Gene Quint- ano. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Samuel L. Jack- son, William Shatner, Tim Curry. Tveir ýktir, nýjasta gam- anmynd National Lampoon- hópsins, er mestanpart útúr- snúningur á „Lethal We- apon“-myndunum þremur með Mel Gibson og Danny Glover. En hún fer mun víðar í skopstælingu sinni á hasar- og spennumyndum dagsins: Lömbin þagna, Ógnareðli, Star Trek, Veröld Waynes og fleiri fá sinn skammt og stórstjörnur nokkrar taka þátt í leiknum eins og Who- opi Goldberg, Bmce Willis, F. Murray Abraham og Charlie Sheen, bróðir Emilios og sá sem fer með aðalhlut- verkið í öðrum flokki fárán- leikamynda af þessu tæi, Flugásum eða ,„Hot Shots!“. Er Emilio reyndar spurður út í það viðkvæma mál af mótleikara sínum í myndinni, sem sennilega á að vera Joe Pesci, en fátt verður um svör. Það er einmitt leikurinn sem fylgir þessum myndum og Beint á ská-myndunum og öðrum þeim sem grínast með iðnvarninginn úr Holly- wood, að finna út hvaða at- riði í hvaða myndum tekin eru fyrir og hvaða persónur koma við sögu. Þarna er Abraham að leika Hannibal Lecter eða bara Anthony Hopkins í Lömbunum þagna. Þarna er yfirheyrsluatriðið úr Ógnareðli (ekki nýtt sem skyldi, að vísu). Þarna er húsvagninn hans Gibsons úr „Lethal Weapon", sem er eins og rómversk höll að inn- an. Málið er hvernig til tekst að snúa útúr atriðunum og gera þau fyndin og draga fram á skoplegan hátt allt það sem okkur þykir yfirleitt vera ofnotað og klisjukennt við bíómyndir. Ertu ekki dauður? spyr einhver Joe Pesci-stælinguna, sem skot- inn var til bana rétt áður. Hann svarar: Erum við ekki komnir í framhaldsmyndina? Tveimur ýktum tekst stundum vel upp og stundum ekki eins og gengur. Myndin er byggð upp á lítt samstæð- um atriðum, samtíningi héð- an og þaðan úr kvikmynda- flórunni, á meðan löggufé- lagarnir Colt (Emilio) og Luger (Samuel L. Jackson) leysa erfitt og flókið lög- reglumál. Kannski er orðið svo mikið af þessum myndum (ætli Mel Brooks hafi ekki byijað á þeim með vestranum góða „Blazing Saddles") að stælingamar eru keimlíkar og því hættar að koma á óvart. Maður hlær upphátt á mörgum stöðum í Tveimur ýktum og annars staðar kem- ur ekkert útúr atriðunum. Hún byijar mjög vel — hin eilífu lögguumsátur eru fyndin - en það verður erfið- ara að hlæja þegar líður á myndina. Emilio og Jackson fara ágætlega með hlutverk Gib- sons og Glovers og hópur áðurnefndra aukaleikara þykir greinilega gaman að taka þátt í gríninu — Tirii Curry er góður sem illmenn- ið. Flestar hafa þessar skop- legu stælingar á Hollywood- myndunum orðið að fram- haldsseríum og líklega verða Tveir ýktir engin undantekn- ing þar á, en með Flugásum og Beint á ská-myndunum gæti verið komið nóg af þessu í bili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.