Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 45 INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR - FÆDD 1972 - UNGLINGUR Ósköp venjuleg S JÓR il ijFI STÖÍSFIS:' á teip. Ég meikaði ekki að syngja fyrir framan hann og sendi hann út í sjoppu meðan ég söng inn á bandið. Ég hefði örugglega farið að Eg ólst upp hjá ömmu minni á þessum tíma og það hafði mikil áhrif á það hvemig unglingur ég var. Ég var mjög sjálfstæð, opin og jákvæð og afskaplega sjaldan geðvond eða erfíð. Annars var ég ósköp venjuleg, ófeimin en hafði þessa komplexa sem margar stelpur hafa. Ég gekk til dæmis í síðum peysum langt fram eftir unglingsaldri af því mér fannst ég vera með svo stór mjaðmabein. Og svo fannst mér ég vera svo feit, sem var náttúrulega algjör vitleysa. Ég var orðin 18 þegar ég fattaði allt í einu að ég var bara mjó. Ég man líka eftir því hvað það fór í taugarnar á mér að komast ekki inn á neina skemmtistaði. Það var alltaf stressandi á gamlárskvöld að komast hvergi inn. Neyðarlegt atvik Ég er ekki viss um að ég vilji segja frá því og það er kannski einum of. Það var þegar ég byrjaði á blæðing- um, það er náttúrulega al- gjört unglingadæmi. Ég Iiélt að ég hefði sest á súkkulaði og fór að sýna öllum og gerði mig að fífli. Upphafið Júlli og Máni (í Pís of keik) ætluðu að stofna band og Júlli hafði einhvern tímann heyrt mig gaula eitthvað. Hann kom til mín, sagðist vera að leita að stelpu í band- ið og bað mig að syngja inn hlæja eða eitthvað hefði hann verið á staðnum. En þeir ákváðu sem sagt að taka mig með, við fórum í stúdíó og ég bara brilleraði þar. Síðan hef ég ekki fundið fyrir neinni sérstakri feimni. Það kemur reyndar alltaf viss titringur í mig áður en ég fer inn á svið, en síðan fer hann alveg. Þetta fer líka eftir stemmningunni. Mér fínnst mjög skemmtilegt að spila fyrir unglinga. Þau sleppa sér alveg. Eurovision Ég hugsaði eiginlega ekki neitt um alla þessa áhorfend- ur, en þegar ég fór inn á svið- ið hugsaði ég um allar vin- konur mínar sem voru að horfa á sjónvarpið og hló smá. En svo bara kýldi ég á það. Við vorum líka búin að renna þessu í gegn svo oft að þetta var næstum eins og hver önnur æfíng. Þetta var geðveik vinna og það var mjög gott þegar þetta var búið. Skilaboð Ef maður á sér einhvern draum á maður endilega að láta hann rætast. Unglingar hafa oft ekki nógu mikla trú á sér, en það er allt hægt ef maður reynir bara að vera ófeiminn og duglegur. Ef maður vill t.d. vera módel, þá er bara að fara á módel- skrifstofu og segja: „Hæ, hér er ég og ég vil vera módel.“ Veriði bara nógu opin og ekki hugsa ykkur tvisvar um. Bein í baki með bijóstkassann út. Módelkeppni Ahugi unglinga á fyrirsætustörfum virðist hafa auk- ist mjög á síðustu árum. Módel 79 stóð fyrir fyrir- sætukeppni unglinga í Tónabæ fyrir skömmu. Mikill áhugi var fyrir keppninni og sóttu 130 ungl- ingar um að taka þátt en einungis 34 komu fram á aðal keppniskvöldinu. Mikil stemmning ríkti í Tónabæ þegar Páll Óskar Hjálmtýs- son, kynnir kvöldsins, tilkynnti hverjir væru sigurvegarar. Júlía Björgvinsdóttir, 15 ára, sigraði í stúlknaflokki og Ragn- ar Öm Arnarson, 16 ára, úr hópi drengja. Júlía er ekki óvön fyrirsætustörfum því hún hefur setið fyrir á myndum síðan hún var tveggja ára. Henni fannst mjög gaman að taka þátt í keppninni og fannst hún í alla staði fara vel fram en henni fínnst þó að lágmarksaldur keppenda ætti ekki að vera lægri en 14 ár. Júlía hefur mik- inn áhuga á fyrirsætu- störfum og getur vel hugsað sér að starfa við þau í framtíðinni. Ragnar tók þátt í keppninni vegna þess að vinur hans hvatti hann til þess, en ekki vegna þess að hann hefði sérstakan áhuga á því sjálfur. Honum fannst ágætt að taka þátt í keppninni og getur alveg eins hugs- að sér að starfa sem fyrirsæta í framtíð- inni. Helga hefur borðað peningaseðla síðan hún var fjög- urra ára. Peningaæta Hin 15 ára Helga Strauss er að éta fjölskyldu sína út á gaddinn. Helga býr í Kalifomíu og sam- kvæmt vikuritinu The Sun hefur hún borðað peninga- seðla síðan hún var fjögurra ára gömul. Helga hefur á þessum tíma borðað nokkur þúsund dollara, henni þykja fimm dollara seðlar bestir, en borðar eins dollara seðla ef ekkert annað er í boði. Læknar telja að Helga hafi sjúklega þörf fyrir ein- hver ákveðin efni í annað- hvort bleki eða pappír pen- ingaseðlanna. Læknamir geta þó ekki sannreynt þá tilgátu sína, vegna þess að upplýsingar um efni í pen- ingaseðlum em ríkis- leyndarmál, og fást ekki undir neinum kringumstæð- um gefnar upp. Foreldrar Helgu era ráða- lausir og geta ekkert gert nema passað að hún borði ekki yfir sig. Helga reynir að létta undir með foreldrum sínum með því að borða barnapíukaupið sitt, en það dugar skammt og fjölskyld- an óttast gjaldþrot. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið „gelgja Orðið sjálft er > ekki fallegt og ég skii ekki alveg xnerkinguna“ > „Rauður' og ryðgaður sænskur k bíll“ A Sigga Hafstað Jóhann Maríus „Þetta er ógeðs- legt orð - eitthvað heimskt, æst, -4 skvettulegt JÍ/tk kvikindi“ Magga Stína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.