Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 47
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
47
Tveir á förum
frá Króknum
■■■
Motgunblaðið/Einar Falur
Helgi SlgurAsson í baráttu við einn ungverskan varnarmann.
BJARKI Pétursson og Tryggvi
Tryggvason, leikmenn hjá
Tindastóli á Sauðárkróki, hafa
óskað eftir því að fara frá félag-
inu og hafa farið fram á það
við stjórn félagsins að hún leyfi
þeim að skipta um félag. Ekki
liggur Ijóst fyrir hvert þeir fé-
lagar hyggjast fara, en Bjarki
hefur verið orðaður við KR.
Pétur Pétursson þjálfari fé-
lagsins og bróðir Bjarka, er þó
ekki á förum frá félaginu sam-
kvæmt heimildum Morgun-
blaðsins.
Stjórn knattspyrnudeildar
Tindastóls hélt fund um málið
í gærkvöldi en tók ekki ákvörðun í
máiinu. Ómar Bragi Stefánsson for-
maður knattspymudeildarinnar
sagði, er blaðamaður Morgunblaðs-
ins hafði samband við hann í gær-
kvöldi og spurðist fyrir um málið,
að honum kæmi þetta ekkert við,
1a #\Ágúst Gylfason lék
■ ^#upp vinstri kantinn,
gaf fyrir markið þar sem Helgi
Sigurðsson kom á fullri ferð og
skallaði af öryggi í markið á 71.
mín.
2-A1
■ WS
iFinnur Kolbeinsson
skaut að ungverska
markinu á 72. mín. af um 36
metra færi, boltinn snerti jörðina
og skoppaði undir markvörðinn
sem var of seinn að átta sig.
Eftir snarpa sókn
Ungvetjanna barst
boltinn út til Szanyo sem átti
fast skot á 89. mín. af stuttu
færi í markið án þess að Ólafur
markvörður kæmi við nokkrum
vömum.
Góður sigur íslands
„ÞETTA voru sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Það var
mikil og góð barátta hjá liðinu, mörkin voru falleg og ég er ákaf-
lega ánægður með hvernig til tókst,“ sagði Ásgeir Elíasson
landsliðsþjálfari eftir að landslið leikamanna 21 árs og yngri
hafði sigrað Ungverja 2:1 í skemmtilegum baráttuleik í Keflavík
í gærkvöldi.
Islensku strákamir voru harðir í
homi að taka og gáfu þeim ung-
versku ekki þumlung eftir. Fyrri
■■^■1 hálfleikur var frekar
Bjöm tíðindalítill og ein-
kenndist af baráttu
um miðjuna, þar til
á 40. mínútu að ís-
lenska liðið fékk dæmda vítaspymu
þegar brotið var á Helga Sigurðs-
Blöndal
skrifar frá
Keflavík
syni. Það kom í hlut Þórðar Guð-
jónssonar að taka spymuna, en
skot hans var nánast beint á mark-
ið og markmanninum tókst að verja.
Leikurinn var mun opnari í síð-
ari hálfleik og litlu munaði að Þórði
tækist að setja mark á fyrstu mínút-
unum en ungverska markmannin-
um tókst að veija. En hann átti
ekki möguleika á 71. mínútu þegar
Mætum Ung-
veijum framaviega
- segirÁsgeirElíasson landsliðsþjálfari
ISLENDINGAR leika næst síð-
asta leik sinn í undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar á
Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.
Mótherjar okkar verða Ung-
verjar en þegar liðin mættust
í Ungverjalandi í fyrra sigruðu
okkar strákar 2:1.
Asgeir Elíasson hefur valið byrj-
unarliðið eins og sjá má ann-
ars staðar á íþróttasfðunni og sagð-
ist hann í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi ekki sjá ástæðu til að
breyta liðinu frá því í leiknum gegn
Rússum fyrir skömmu.
„Það gekk bærilega þá framan
af og ég sé ekki ástæðu til að breyta
til. Eg hef séð talsvert til Ungveij-
anna en ekki nema einn hálfleik
síðan Puskas tók við liðinu og það
er sjálfsagt lítið að marka þann
leik því oft þegar menn eru að taka
við liði koma breytingamar ekki
fram í fyrsta leik,“ sagði Ásgeir.
„Það má því eiginlega segja að
við vitum ósköp lítið um Ungveij-
anna en við munum leika svipað
og á móti Rússum. Reynum að
stöðva þá framarlega á vellinum
og sækja. Ég vona að við fáum að
sjá sóknarknattspyrnu," sagði Ás-
geir.
Helgi Sigurðsson afgreiddi laglega
sendingu frá Ágústi Gylfasyni í
netið - og mínútu síðar mátti sá
ungveski aftur hirða boltann úr
netinu eftir langskot frá Finni Kol-
beinssyni.
Undir lok leiksins kom Helgi
Kolviðsson úr HK inná og var þar
með fyrsti landsliðsmaður HK í
knattspymu og var stuttu síðar
hársbreidd frá því að setja þriðja
mark íslands eftir laglegan samleik
íslenska liðsins.
Ungveijum sem áttu af og til
hættulegar skyndisóknir tókst svo
að minnka muninn á síðustu mínút-
unni eftir snarpa sókn en skömmu
áður höfðu þeir átt hörkuskalla í
þverslá íslenska marksins.
Allir í íslenska liðinu léku vel í
gærkvöldi þó að mest hafi mætt á
vörninni. Þar var Láms Orri Sig
urðsson afar sterkur og einnig var
útsjónarsemi Gunnars Péturssonar
eftirtektarverð. Ágúst Gylfason
vann vel á miðjunni og Helgi Sig-
urðsson var ávalt hættulegur
frammi. Lítið reyndi á Ólaf Péturs-
son í markinu en hann stóð samt
fyrir sínu.
FRJALSIÞROTTIR
stjómin ætti eftir að ræða þetta
nánar. Hann vildi ekkert gefa upp
hvers vegna þeir fæm fram á þetta.
Ljóst er að brotthvarf Tryggva
og ekki síst Bjarka er mikil blóð-
taka fyrir félagið. Bjarki hefur ver-
ið iðinn við kolann fýrir framan
mark andstæðinga Tindastóls, og
varð markahæstur í þriðju deild
með félaginu sl. sumar, gerði þá
17 mörk. Tindastóll sigraði í 3.
deild í fyrra með miklum yfírburð-
um, og er nú um miðja aðra deild.
Vilhjálmur
lékk fjögurra
bann
Vilhjálmur Einarsson, leikmaður
með Víði í Garði sem leikur í
3. deild, var úrskurðaður í fjögurra
leikja bann á fundi Aganefndar KSl
í gær. Vilhjálmur veittist að dómara
í bikarleik gegn Þrótti Reykjavík {
síðustu viku, eftir að dómarinn
dæmdi á hann hendi. Zoran Cikic,
Þrótti Neskaupstað var úrskurðað-
ur í tveggja leikja bann.
Óskar Arelíusson Ömum, Rúnar
Helgason Magna og Sveinn Jónsson
Selfossi, voru ásamt tveimur leik-
mönnum HSÞ b, þeim Friðriki Þór
Jónssyni og Magnúsi Aðalsteinssyni
úrskurðaðir í eins leiks bann.
FOLX
■ SHEFFIELD Wednesday hef-
ur fest kaup á vamarmanninum
Andy Pearce frá Coventry City.
Kaupverðið var 500 þúsund pund
og er samningurinn til fjögurra ára.
■ ARSENAL hefur gert fjögurra
ára samning við miðvallarleikmann-
inn Eddie McGoldrick, sem hefur
leikið með Crystal Palace frá
1988. Kaupverðið er ein milljón
punda. McGoldrick er 27 ára.
■ ERIK Thorstvedt, markvörður
Tottenham, hefur skrifað undir
nýjan samning við félagið sem renn-
ur út 1996.
■ ALAN Sugar, stjómarformað-
ur Tottenham, hefur formlega tek-
ið við framkvæmdastjórastöðu fé-
lagsins, en eins og kom fram í blað-
inu í gær var Terry Venables lát-
inn víkja. Talið er líklegt að hann
fái Ossie Ardiles til að taka við
liðinu.
■ OSSIE Ardiles er þj álfari WB A
og er samningsbundinn félaginu.
Tottenham þarf því að kaupa upp
samning hans. Ardiles lék í 8 ár
með Tottenham og var mjög vin-
sæll hjá áhangendum félagsins,-
■ WEST Ham hefur keypt Dale
Gordon frá Glasgow Rangers fyr-
ir 500 þúsund pund. Gordon lék
áður með Norwich.
■ KEVIN Keegan, fram-
kvæmdastjóri Newcastle, hefur
boðið 3,6 milljónir punda í enska
landsliðsmanninn Les Ferdinand
hjá QPR.
Vésteinn vann í Noregi
Vésteinn Hafsteinsson kringlu-
kastari sigraði í kringlukasti
á sterku frjálsíþróttamóti í Noregi
í gær. Vésteinn kastaði kringlunni
60,22 metra en Nick Sweeney frá
írlandi varð annar með 59,38 metra
kast. í þriðja sæti varð Ramonde
Jimens frá Paragvæ, en hann kast-
aði kringlunni 58,38 metra. Þessir
þrír kringlukastarar verða allir
meðal keppenda á Reykjavíkurleik-
unum þann 17. júní.
Dag Solhage frá Svíþjóð varð í
fjórða sæti með 58,08 metra eins
og Norðmaðurinn Sven Valvig sem
varð fímmti.
ísland - Ungverjal. 2:1
Keflavíkurvöllur, Evrópukeppni landsliða
leikmanna 21 árs og yngri, 5. riðill, þriðju-
daginn 15. júní 1993.
Aðstæður: Norðan gola, bjart og þurrt.
Mörk íslands: Helgi Sigurðsson (71.), Finn-
ur Kolbeinsson (72.).
Mark Ungveijalands: Szanyo (89.).
Gul spjöld: Ágúst Gylfason (30.) fyrir brot,
Sturlaugur Haraldsson (33.) fyrir brot, Lor-
inez (56.) fyrir brot, Salaez (68.) fyrir brot,
Juhar (85.) fyrir brot.
Rautt spjald: Enginn.
Áhorfendur: Um 100.
Dómari: Patrick Kelly frá írlandi.
ísland: Ólafur Pétursson - Sturlaugur Har-
aldsson, Lárus Sigurðsson, Gunnar Péturs-
son - Ásmundur Amarsson, Ágúst Gylfa-
son, Finnur Kolbeinsson, Þérhallur Dan
Jóhannsson, Ásgeir Ásgeirsson - Þórður
Guðjónsson (Helgi Kolviðsson 79.), Helgi
Sigurðsson (Omar Bendtsen 85.).
Ungveijaland: Vezer, Salaez, Juhar, I »r-
inez, Szekeres, Keko, (Szanyo 65.), Hor-
vath, Kenesei, Herezeg, Kasik, Tiefenbach
(Schwarez 79.).
4. deild D-riðill:
Austri - KBS.........................2:0
Viðar Siguijónsson 2.
Höttur - Einheiji....................2:2
Haraldur Klausen, Grétar Eggertsson (vsp.)
- Örvar Karlsson, Hallgrímur Guðmundsson
(vsp.).
FJ. leikja U J T Mörk Stig
KBS 4 3 0 1 17: 4 9
HÖTTUR 4 2 1 1 11:6 7
einherji 3 1 2 0 10: 5 5
SINDRI 3 1 1 1 5: 6 4
AUSTRI 3 1 0 2 2: 5 3
VALURRF 3 1 0 2 4: 8 3
HUGINN 2 0 0 2 2: 17 0
Leiðrétting
Nafn stúlkunnar, sem var útnefnd
besta stúlkan í 4. flokki A á Pæju-
mótinu í Eyjum, misritaðist. Stúlk-
an heitir Irma Dögg Sigurðardóttir,
ÍA, en ekki Inna.
í þriðjudagsblaðinu sagði að Páll
Guðmundsson hefði gert fyrsta
mark Leifturs gegn ÍR í 4:0 sigri
liðsins. Gunnar Már Másson mun
hafa rennt knettinum yfír línuna
eftir skot Páls og skrifast markið
því á hann.