Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 48
Rosabaug- ur áhimni , ROSABAUGUR myndaðist í kringum sólu í blíðyiðrinu í gær, en slíkt fyrirbæri er ekki óalgengt hér við land, að sögn Harðar Þórðarsonar veður- fræðings á Veðurstofu ís- lands. Rosabaugur myndast þegar háský, í þessu tilviki í tengslum við skil sunnan við landið, eru á milli þess sem horfir á sólina og sólarinnar. Þegar sólin skín í gegnum háskýin, sem eru gerð af ör- smáum iskristöllum, brotnar ljósið þannig að hringur myndast. Þetta er sama fyr- irbæri og regnbogi, en þá brotnar ljósið í regndropum. Hörður sagði að samkvæmt gamalli trú viti rosabaugur á regn. Ákveðin skynsemi sé fólgin í því vegna þess að baugurinn myndist í tengslum við skil. Skil- in eru hins vegar ekki að nálg- ast landið, svo ekki er búist við rigningu á Suðvesturlandi. Hlýtt og bjart suðvestanlands Spáð er svipuðu veðri fram að næstu helgi og var á landinu Norðmeun vilja segja upp loðnu- samningi SAMTÖK útgerðarmanna í Nor- egi krefjast þess að þrihliðasamn- ingi íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um nýtingu loðnu- stofnsins verði sagt _upp. Þeir halda þvi fram að íslendingar nýti ákvæði samningsins sér í hag sem leitt hafi til þess að norskir útgerðarmenn hafí orðið fyrir allt að 800 milljón króna tekju- missi á siðustu þremur árum. Krafa útgerðarmannanna kemur fram á sama tíma og fregnir berast af því að líklega verði engar loðnu- veiðar heimilaðar í Barentshafí næsta vetur. Mikil afföll á kyn- þroska loðnu ásamt slakri nýliðun á þeim slóðum hafa minnkað stofn- inn til muna. LÍÚ vildi uppsögn “ Samkvæmt hinum þríhliða samn- ingi koma 78% af leyfilegum loðnu- afla í hlut íslendinga en afgangur- inn, 22%, skiptist jafnt á milli Norð- manna og Grænlendinga. Norsku útgerðarmennirnir telja að íslend- ingar bíði með að ákveða endanleg- an kvóta loðnuveiða eða auki heild- arkvóta þannig að sérstök ákvæði samningsins, um dagsetningar og veiðisvæði, komi í veg fyrir veiðar Norðmanna. Formlegt erindi hefur enn ekki borist sjávarútvegsráðu- neytinu um þetta mál en reiknað er með að það verði rætt á samráðs- fundi í lok þessa mánaðar. Landssamband íslenskra útvegs- manna lagði til { fyrra að_ loðnu- samningnum yrði sagt upp. íslensk- ir útgerðarmenn töldu að sam- kvæmt honum fengju Norðmenn og Grænlendingar meira í sinn hlut en þeir ættu skilið. Sjá nánar í Úr verinu á bls. C-1 og C-5. Skuldir Miklagarðs umfram eignir um 600 milljónir króna Kröfur Landsbanka á fímmta hundrað millj. MHCLIGARÐUR hf. var lýstur gjaldþrota í gær en skuldir félags- ins umfram eignir nema um 600 milljónum króna. Landsbankinn er langstærsti kröfuhafinn en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins nema kröfur bankans í búið á fímmta hundrað milljóna króna. Að sögn Inga Más Aðalsteinssonar, fyrrverandi framkvæmda- sfjóra Miklagarðs, má búast við að kröfuhafar verði um 600 tals- IKEA í Holtagarða Morgunblaðið/Þorkell Baugur um sólu ROSABAUGUR myndast vegna iskristalla í andrúmsloftinu. í gær. Veðurstofan gerir ráð fyr- ir sólskini og hlýindum á þjóðhá- tíðardaginn suðvestanlands. Heitast varð í gær í Reykjavík, 17 gráður, hitinn fór víða í 16 gráður á Suðurlandi. Á morgun er gert ráð fyrir hægri, breytilegri átt og léttskýj- uðu á Suðvestur- og Vestur- landi, en annars skýjað með köfl- um. Spáð er fremur hlýju veðri sunnan til en svalara verður norðanlands. ms. Verslunum Miklagarðs var lokað í gær og að sögn skiptastjóra, Jó- hanns Níelssonar hrl, hafa enn engar ákvarðanir verið teknar varðandi áframhaldandi rekstur en þær verða e.t.v. teknar í dag, mið- vikudag. Auk Jóhanns var Ástráður Haraldsson hdl skipaður skipta- stjóri þrotabús Miklagarðs. Eiginfjárstaða Miklagarðs hefur versnað verulega frá síðustu ára- mótum, þegar hún var neikvæð um 235 milljónir króna. Aðspurður um ástæðuna fyrir því sagði Sigurður Markússon, stjómarformaður Miklagarðs, að taprekstur félagsins hefði haldið áfram á þessu ári af sömu stærðargráðu og í fyrra, en þá var um 47 milljón króna tap á mánuði að jafnaði. Á þessu ári bættist síðan við rekstrarlegt óhag- ræði meðal annars vegna þess að áhersla var lögð á sölu á eignum fyrirtækisins. Verri staða Sambandsins Um síðustu áramót taldi Sam- band íslenskra samvinnufélaga 140 milljónir króna til skuldar á efna- hagsreikningi sínum vegna nei- kvæðrar eiginfjárstöðu Miklagarðs. Að sögn Sigurðar er staða Sam- bandsins þó verri en gert var ráð fyrir um áramótin, þegar eiginfjár- staðan var metin jákvæð upp á 159 milljónir króna. Verri staða sé þó sérstaklega vegna gjaldþrots Is- lensks skinnaiðnaðar. Hof hf. hefur tekið á leigu hús- næði Hamla hf., eignarhaldsfélags Landsbankans, við Holtagarða þar sem verslanir Miklagarðs voru áður til húsa. Líkt og sjá má í frétt á blaðsíðu 2 er áformað er að þar verði verslun IKEA. Sjá miðopnu: „Gjaldþrotin ganga nærri ..." Ungveijar sigraðir LANDSLIÐ íslands skipað leik- mönnum 21 árs og yngri sigr- aði lið Ungverja með tveimur mörkum gegn einu í Keflavík í gærkvöldi. A-landslið þjóð- anna mætast í undankeppni heimsmeistarakeppninnar á Laugardalsvelli í kvöld. Sjá bls. 47: „Góður sig- ur...“ Morgunblaðið/Þorkell Lokahönd lögð á Fjölskyldugarð í Laugardal FJÖLSKYLDUGARÐURINN í Laugardal verður opnaður í næstu viku, 24. júní. í gær var verið að ganga frá víkingaskipinu, sem fljóta mun á tjörn í garðinum. í baksýn sést meðal annars útsýnis- turninn, þaðan sem sést yfir allan Laugardalinn, og skjaldarmerki Reykjavíkur, gert úr tveimur reka- viðarsúlum. Fjölskyldugarðurinn, að Húsdýragarðinum meðtöldum, mun taka yfír 100.000 fermetra svæði og þar verður vatnsleikja- svæði, brautir fyrir rafknúna bíla, naust, þingstaður, ýmis föst leik- tæki, útigrill og minigolf, svo eitt- hvað sé nefnt. Garðurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlaður fjölskyldunni allri til leikja og fræðslu. Sjá miðopnu: „Fjölskyldu- garður opnaður...“ Kostnaður skattgreiðenda vegna almannatrygginga og velferðarmála 1980-1992 Útgjöld á mann juknst úr 58 þús. kr. í 100 þús. HREIN lánsfjárþörf hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, á árunum 1980-1992 nam rúmlega 144 mifíjörðum króna sem svarar til rúmlega 11 milljarða kr. á ári að meðaltali, eða 3% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Þjóðhagstofnunar um búskap hins opinbera á ofangreindu tímabili. Þar kemur einnig fram að útgjöld skattgreiðenda til almannatrygginga og velferðarmála hafa aukist úr 58 þúsund krónum á mann árið 1980, á verðlagi 1991, í um 100 þúsund krón- ur á árinu 1992. Útgjöld hins opinbera til al- mannatrygginga og velferðarmála hafa aukist úr rúmlega 4,8% af landsframleiðslu árið 1980 í rúmlega 7% árið 1992. Að magni til hefur velferðarþjónustan aukist um 62% á mann á þessu tólf ára tímabili. í samantekt Þjóðhagsstofnunar er einnig gerð- ur samanburður við önnur lönd innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og þar kemur m.a. fram að tekjuhalli hins opinbera nam 2,7% af landsframleiðslu á síðasta ári en til samanburð- ar var tekjuhalli Evrópuríkja sem heildar 5,4% og OECD-ríkja 3,8%. Á Norðurlöndum var tekju- hallinn 5,5% að meðaltali á síðastliðnu ári. Fræðslumál 6,1% af landsframleiðslu Fram kemur í ritinu að 48,5% af heildarútgjöld- um hins opinbera eða um 19% af landsfram- leiðslu fara til fræðslu-, heilbrigðis- og félags- mála. Til fræðslumála er ráðstafað fjárhæð sem nemur rúmlega 6,1% af landsframleiðslu. Útgjöld til heilbrigðismála mælast um 8,4% af landsfram- leiðslu og þar af eru opinber útgjöld 87%. Á föstu verði hafa útgjöld til fræðslu- og heilbrigðismála á mann staðið í stað að heita má síðustu fimm árin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.