Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 13 Hvers vegna má SVR ekki starfa eftir leikreglum hlutafélaga? eftir Bolla R. Valgarðsson Mikið hefur verið rætt og ritað undanfama daga um þá stefnu borgarstjómarmeirihlutans að breyta rekstrarformi SVR á þann hátt að fyrirtækið verði framvegis rekið eftir þeim leikreglum, sem hlutafélögum em settar. Einkum hefur ákveðinn hópur starfsmanna fyrirtækisins tjáð sig um þessi mál og hefði ekki verið í frásögur fær- andi nema vegna þess hve afspyrnu lélegur og ósanngjam málflutningur þeirra hefur verið. Þar hefur hver fullyrðingin rekið aðra sem ekki eiga við rök að styðjast og sannaðist það best í morgunþáttarútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu þegar annar trúnaðar- manna starfsmanna mætti í þáttinn og varð kjaftstopp hvað eftir annað eftir að stjórnandi þáttarins hrakti tilhæfulausar fullyrðingar hans trekk í trekk. Starfsmenn fullyrða að með breytingunum sé ætlunin að búa í haginn fyrir sölu SVR. Sannleikur- inn er sá að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum eins og kemur fram í greinargerðinni með tillögun- um og allir starfsmenn fyrirtækisins fengu strax í hendur. í henni er skýrt tekið fram að fyrirtækið verði eftir sem áður alfarið í eigu borgar- innar. Meginástæðan fyrir tillögunni er fyrst og fremst sú að skera á hin pólitísku tengsl, sem í núverandi fyrirkomulagi felst og gera SVR betur kleift, án afskipta pólitíkusa, að ráða til sín hæfasta fólkið í stjórnun fyrirtækja. Með núverandi fyrirkomulagi sitja hinir pólitískt kjörnu fulltrúar í raun beggja meg- in borðs. Annars vegar er þeim ætlað að gæta hagsmuna fyrirtæk- isins og hins vegar .kjósenda sinna, neytenda. Slíkt fer eðlilega ekki allt- af saman. Nauðsynlegt að skera á tengslin Þess vegna er nauðsynlegt að Bolli R. Valgarðsson „ Auk þess sem breyt- ingin í hlutafélag á við um SVR á hún fullkom- lega við um Búnaðar- banka og Landsbanka. Alþýðuflokkurinn sam- þykkti á síðasta flokks- þingi að breyta ríkis- bönkunum í hlutafé- lög.“ skera á tengslin. Með nýju fyrir- komulagi verður stjórnendum gefn- ar frjálsari hendur með að hagræða eftir fremsta megni, án afskipta pólitíkusa og umbuna starfsfólki sínu e.t.v. í samræmi við árangur. Það geta núverandi stjómendur ekki, m.a. vegna ýmissa ákvæða í kjarasamningum. Stjórnendum verður hins vegar gert að uppfylla ákvæði, sem væntanleg stjórnar- nefnd um almenningssamgöngur setur þeim, um gæði þjónustunnar. Kjör starfsmanna skerðast ekki Með greinargerðinni sem fylgir tillögunni er skýrt tekið fram að kjör starfsmanna muni ekki á nokk- urn hátt skerðast við breytinguna. Það er í raun ömurlegt hlutskipti sem hópur starfsmanna SVR og verkalýðsforkólfar hafa valið sér að vera alltaf á mótiöllum breyting- um sama á hverju gengur. Með þeim hætti spila þeir sig úr leik því málflutningur þeirra er rakalaus, uppfullur af útúrsnúningum og dónaskap. Alþýðuflokkur vill breyta bönkunum í hlutafélög Auk þess sem breytingin í hlut- afélag á við um SVR á hún fullkom- lega við um Búnaðarbanka og Landsbanka. Alþýðuflokkurinn samþykkti á síðasta flokksþingi að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Með þeirri ákvörðun var ekki tekin afstaða til sölu bankanna enda hníga engjn tök til þess nú við nú- verandi ástand í markaðsmálum. Kaupendur sem geta borgað raun- virði fyrir bankana eru einfaldlega ekki fyrir hendi eins og fyrrverandi bankamálaráðherra hefur margoft lýst yfir. Þess vegna er það sorg- legt að hinir nýju ráðherrar Alþýðu- flokksins skuli báðir hafa lýst yfir andstöðu sinni við frumvarp fyrr- verandi bankamálaráðherra um breytingu á rekstrarfyrirkomulagi bankanna. Höfundur er formaður ungra jafnaðarmanna í Keykjavík. Veggfóður tilnefnd til þriggja verðlauna KVIKMYNDIN Veggfóður, eró- tísk ástarsaga, hefur verið til- nefnd til þriggja verðlauna í keppni um Norrænu kvik- myndaverðlaunin „Amanda 93“ á kvikmyndahátíðinni í Hauge- sund í Noregi dagana 23.-28. ágúst 1993. Eftirfarandi listamenn hafa ver- ið tilefndir: Jón Karl Helgason fyr- ir kvikmyndatöku, Baltasar Kor- mákur sem besti karlleikari í aðal- hlutverki og Steinn Ármann Magn- ússon sem besti leikari í aukahlut- verki. Listamennirnir ásamt leik- stjóranum munu verða gestir há- tíðarinnar við verðlaunaafhending- una sem fram fer 26.-28. ágúst 1993. Um þessar mundir er kvik- myndin Veggfóður sýnd á kvik- myndahátíðum í Noregi, Þýska- landi og Finnlandi. Vegna fjölda áskorana verða hafnar endursýningar á myndinni nú í sumar, auk þess sýningar með enskum texta fyrir ferðamenn. (Fréttatilkynning) 2 pör fullorðinsskór Ljm St.36-46 Kr. 3.390,- 2 pör barnaskór — St.23-35 Kr. 2.590,- Samtals Kr. 5.980,- 33% afsláttur, ÞÚ SPARAR kr. 1.985. Verð nú kr. 3.995.- Verð pr. par kr. 999.- W 4 pör fullorðinsskór St. 36-46 Kr. 6.780.- 34% afsláttur, ÞÚ SPARAR kr. 2.285. Verð nú kr. 4.495.- Verð pr. par kr. 1.124.- 4 pör barnaskór St. 23-35 Kr. 5.180.- 33% afsláttur, ÞU SPARAR Kr. 1.685.- Verð nú kr. 3.495.- Verð pr. par kr. 874. MMC Colt GLX 1500, árg. ‘85, sjálfsk., 3 d., hvítur, ek. 68 þús. Verð 320 þ. MMC Galant Turbo 2000, árg. '87, 5 g., 4 d., rauður, ek. 74 þús. Verð 650 þús. MMC Lancer GLX 1500, árg. ’88, 5 g., 4 d., hvitur, ek. 90 þús. Verð 520 þús. MMC Tredia 1500, árg. ’87, 5 g., 4 d., rauður, ek. 91 þús. Verð 480 þús. Toyota Camry XLi 2000, árg. '87, sjálfsk., 4 d., grár, ek. 110 þús. Verð 760 þús. Suzuki Swift Gli, árg. '91, 5 g., 5 d., blár, ek. 33 þús. Verð 690 þús. Mazda 626 2000, árg. '88, 5 g., 5 d., blár, ek. 82 þús. Verð 690 þús. Subaru Justy, árg. '88, 5 g., 3 d., hvítur, ek. 87 þús. Verð 380 þús. Chevroiet Monza 1800, árg. '88, sjálfsk., 4 d. ek. 74 þús. Verð 340 þús. BIFREIDAR & LANDBÚNAOARVÉLAR HF. Suðurlandsbraut 14, s. 681200, beinns. 814060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.