Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 43 H PETER Beardsley, fyrrum landsliðsmaður Englands og leik- maður með Everton, er. kominn aftur heim til Newcastle, sem greiddi 2,5 milljónir punda fyrir hann. Newcastle leikur í úrvals- deildinni næsta tímabil. M KEVIN Keegan , fram- kvæmdastjóri Newcastle, sagðist enn telja Beardsley einn besta knattspyrnumann Bretlandseyja þó svo að hann væri orðinn 32 ára.Ke- egan lék með Beardsley á sínum tíma hja Newcastle. I NOTTINGHAM Forest keypti í gær ungan framheija, Stan Colly- more, frá 3. deildarliði Southend fyrir tvær milljónir punda. Colly- more er 22 ára. „Eg trúi þessu varla. Fyrir átta mánuðum var ég aðeins 'í varaliði Crystal Palace,“ sagði Collymore sem var seldur frá Palace fyrir 150 þúsund pund í nóvember í fyrra og hefur staðið s>g mjög vel með Southend. H BIRMINGHAM er nú að reyna að fá Diego Maradona til sín og hefur félagið rætt við kappann og vonast eftir svari frá honum fljót- lega. Birmingham reiknar með að borga tvær millj. punda fyrir Mara- dona. H ALAN Shearer, miðherji Blackburn og enska landsliðsins, sem meiddist á hné í febrúar, von- ast að vera tilbúinn í slaginn í sept- emben H TÓRÍNÓ er nú á höttunum eft- ir Ruud Gullit, eftir að hann hætti við að fara til Bayem Miinchen. AC Milan er tilbúið að að bjóða honum nýjan samning, ef hann fmnur ekki annað félag. H CARL Uwe Steeb frá Þýska- landi, sá hinn sami og sigraði Andre Agassi á tennismóti i Þýskalandi fyrir rúmri viku, hætti iHMH keppni og tapaði FráBob þ-aJ- fyrir Suður- Hennessy Afríkumanni í í Englandi fyrstu umferðinni á Wimbledon. Þegar dómarinn spurði af hverju hann vildi hætta keppni sagðist Steeb vera með tannpínu, en í 107 ára sögu keppninnar hefur það aldrei gerst áður. H AUGLÝST var eftir 16 manns til að sópa gangstéttarnar í Wimbledon í blöðum í Bretlandi í gær. Skilyrði fyrir að umsókn verði tekin til athugúnar er að umsækjandi sé kona, hún þarf að skila inn mynd og nákvæmum lík- amsmálum, en ekki hefur fengist skýring á því hvaða þýðingu það hafi við mat á umsóknum. H ANDRE Agassi er mjög hár- prúður og var í fyrra afskaplega loðinn á bringunni. Tekið var eftir því í gær þegar hann fór úr bolnum á æfingu að á bringunni var ekki stingandi strá. Agassi hefur ekki tjáð sig um málið en talið er að hann sé að reyna að fylgja tískunni í Bandaríkjunum en þar ku ekki lengur þykja fínt að vera með loðna bringu. H KRISTINN R. Jónsson, fyrir- liði Fram, átti afmæli í gær og fékk því sigurinn gegn Víkingum i^ifmælisgjöf. Hann var 29 ára. H SÆVAR Guðjónsson lékfyrsta 1- deildarleik sinn með Fram í VÍKINGAR gerðu þijár breyt- ingar á byijunarliði sínu frá því í !0:1 leiknum á Skaganum í 5. umferð. Lárus Huldarson, Björn Bjartmarz og Amar Arnarsson komu inn fyrir Sigurð Sighvats- son, Róbert Amþórsson og Anga- týr Sigurðsson, en allt kom fyrir ekki. I kvöld 1- deild karla: Vestm’eyjar: ÍBV-Þór...............20 Keflavík: ÍBK-KR...............kl. 20 Valsvöllur: Valur-FH...........kl. 20 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Guðmundur rauf 100 marka múrinn Guðmundur Steinsson, miðheiji Víkings- iiðsins, varð annar knattspyrnumaður- inn til að ná því að skora 100 mörk i 1. deildarkeppninni, er hann skoraði fyrir Vík- inga gegn sínum gömlu félögum í Fram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Ingi Björn Albertsson á markametið í 1. deild, en hann skoraði 126 mörk, sem leikmaður með Val (109 mörk) og FH (17). Guðmundur Steinsson skoraði sín fyrstu 1. deildarmörk 13. ágilst 1978 — tvö mork fyrir Fram í jafnteflisleik gegn FH, 4:4, í Laugardalnum. Leikurinn fór fram á hallar- flötinni, sem er nú gervigrasvöllurinn. Fyrsta mark hans var afar glæsilegt — langskot sem hafnaði upp undir þverslánni á marki FH. ÚRSLIT Fram - Víkingur 4:1 Laugardalsvöllur, Islandsmótið í knatt- spymu — 1. deild karla — 6. umferð, mið- vikudaginn 23. júní 1993. Aðstœður: Góður völlur og gott veður - hæg norðan gola. Mörk Fram: Helgi Sigurðsson 2 (14. - vsp., 76. - vsp.), Ríkharður Daðason (56.), Ágúst Ólafsson (58.). Mark Vfkings: Guðmundur Steinsson (60.). Gult spjald: Ólafur Ámason, Víkingi (41.), Hörður Theódórsson, Víkingi (72.), Rfk- harður Daðason, Fram (32.). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 738 greiddu aðgangseyri. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Var mjög slakur og vítaspymudómar hans vom umdeildir. Línuverðir: Gunnar Ingvarsson og Kristinn Jakobsson. Fram: Birkir Kristinsson - Sævar Guðjóns- son, Helgi Björgvinsson, Jón Sveinsson - Steinar Guðgeirsson, Ágúst Ólafsson, Krist- inn R. Jónsson, Ingólfur Ingólfsson, Rík- harður Daðason (Þorbjöm Atli SveiSHþi vm. 77.) - Valdimar Kristófersson (Guð- mundur Gfslason vm. 61.), Helgi Sigurðs- son. Vfkingur: Guðmundur Hreiðarsson - Atli Helgason, Hörður Theódórsson, Ólafur Ámason (Sveinbjörn Jóhannesson vm 72.) - Amar Arnarsson, Láms Huldarson, Krist- inn Hafliðason, Björn Bjartmarz, Guðmund- ur Guðmundsson, Hómsteinn Jónasson (Trausti Ómarsson vm. 58.) - Guðmundur Steinsson. 1. DEILD KONUR KR-ÍBA...........................3:0 Helena Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hreinsdótt- ir, Guðlaug Jónsdóttir. Stjaman-ÍA.......................5:2 Rósa B. Jónsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Guðný Guðnadóttir 2 — Margrét Ákadóttir, Jónína Víglunds- dóttir. Breiðablik - Þróttur N........<«tQíD Kristrún Daðadóttir, Lára Ásbergsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Kristfn Jónsdóttir. Körfuknattleikur Evrópumót landsliða í Vfn: Holland - Skotland..............113:68 Austurríki - ísland............. 78:95 Gangur leiksins: 2:0, 12:15, 27:19, 41:27, 43:38. 52:48, 56:64, 63:74, 68:84, 73:95. Stig íslands: Guðmundur Bragason 26, Teitur Örlygsson, 13, Guðjón Skúlason 12, Herbert Amarsson 9, Magnús Matthíasson 8, Nökkvi M. Jónsson 7, Falur Harðarson 5, Jón A. Ingvarsson 4, Jón Kr. Gíslason 3, Bragi Magnússon 2, Henning hennings- son 2. m Helgi Björgvinsson, Ágúst Ólafsson, Krist- inn R. Jónsson, Steinar Guðgeirsson, ftgðif- ur Ingólfsson, Helgi Sigurðsson, Fram. Kristinn Hafliðason, Láms Huldarson, Guð- mundur Guðmundsson, Víkingi. Morgunblaðið/Einar Falur Helgl SlgurAsson, markahæsti leikmaður 1. deildar, kemur hér Fram yfír með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hann skoraði aftur úr vítaspymu í síðari hálfleik og hefur gert 6 mörk í deildinni. Enn dökknar útlit- ið hjá Vfldngum FARMARAR þurftu ekki að sýna neinn stórleik til að leggja lánlausa Víkinga að velli 4:1 í fyrsta leik 6. umferðar á Laug- ardalsvelli í gærkvöldi. Víkingar voru lengi vel með í leiknum sem var frekar slakur, en tvær umdeildar vítaspyrnur sló þá út af laginu. Fram hefur nú 9 stig, en Víkingar aðeins eitt og er útlitið hjá þeim vægast sagt orðið dökkt. jr Asgeir Sigurvinsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigur- inn en ekki leik Framliðsins í heild. „Fyrri hálfleikur var ValurB. ekki vel spilaður af Jónatansson okkar hálfu. En þetta skrifar var ágætt { seinni hálfleik og við hefð- um átta að bæta þá við fleiri mörk- um. Þessi sigur er enginn mælikvarði á getu liðsins því við vorum að leika á móti mjög slöku Víkingsliði. Ann- ars er ég ánægður með baráttuna í liðinu en það var allt of mikið um misheppnaðar sendingar," sagði Ás- geir. Lárus Guðmundsson, þjálfari Vík- ings, var ekki sáttur við dómara leiks- ins. „Ég er mjög svekktur. Við höfum fengið mjög góða dómara í leikjum okkar hingað til, en þessi dómgæsla var hroðaleg. Á viðkvæmum augna- blikum í leiknum tók dómarinn til sinna ráða og náði þannig að bijóta okkur niður. Við áttum alls ekkert minna í leiknum lengst af og ef við hefðum fengið sama stuðning og Framarar fengu frá dómaranum hefðum við unnið. Það var ágæt bar- átta í liðinu og ég er ánægður með það,“ sagði Lárus. - Nú hefur gengi Víkings verið af- spymu lélegt. Er ekki farið að hitna undir þjálfaranum? „Auðvitað er þjálfarinn alltaf fyrst- ur dreginn til ábyrgðar ef illa geng- ur. Ég skorast ekki undan ábyrgðinni á útreiðinni upp á Skaga. Eftir þann stuðning sem ég hef fengið frá leik- mönnum og stjómarmönnum eftir þann leik er ég tilbúinn að leggja mitt af mörkum áfram meðan sá stuðningur er fyrir hendi.“ Fyrri hálfleikur var mjög daufur og þorði hvomgt liðið að taka áhættu. Eftir að Helgi Sigurðsson kom Fram yfir með marki úr vítaspymu í upp- hafí leiks fegnu Víkngar tvö ákjósan- leg færi til að jafna og var Guðmund- ur Steinsson á ferðinni í bæði skipt- in. Fyrst skaut hann hátt yfir úr sann- kölluðu dauðafæri og síðan varði Birkir vel frá honum. Víkingar vom alls ekki lakari í fyrri hálfleik. Framarar komu ákveðnari til seinni hálfleiks og gerðu út um leik- inn með tveimur mörkum eftir hom- spyrnur Steinars Guðgeirssonar með tveggja mínútna millibili. Guðmundur Steinsson náði að klóra í bakkann fyrir Víking með 100. marki sínu í 1. deild en eftir það var aðeins eitt lið á vellinum, Fram, sem bætti við fjórða markinu áður en yfír lauk. 2*a ■U 1*^\Ólafur Ámason braut á Valdimari Kristóferssyni að því er ■ Uvirtist á vítateigslínunni hægra meginn og vítaspyma dæmd og var það vafasamur dómur. Helgi Sigurðsson skoraði af öryggi úr vítaspymunni á 14. mín. iSteinar Guðgeirsson tók hornspymu frá vinstri og sendi 'háa sendingu á Qærstöng. Þar var Ágúst Ólafsson sem skallaði að niarki en Guðmundur varði, en hélt ekki knettinum sem barst út til Ríkharðs Daðasonar sem skoraði af stuttu færi á 56. mSn. 3B^\Steinar tók aftur hornspymu, en nú frá hægri. Helgi Björg- ■ \#vinsson náði að skalla að marki Víkings en aftur missti Guðmundur boltann frá sér. Ágúst Ólafsson þakkaði fyrir og skoraði frá markteig á 58. mín. 3a 41 Eftir mikla þvögu í vítateig Fram náði Guðmundur Steins- ■ | son að skora með vmstri fæti á 60. mín. Þetta var 100. mark Guðmundar í 1. deild. 4a Hörður Theódórsson var að dóla með boltann ( eigin víta- ■ | teig er Helgi Sigurðsson kom að til að trufla. Eftir smá klafs datt Hörður og slæddi óvart hendi í boltann og línuvörðurinn veifaði á vítaspyrnu. Enn og aftur umdeid vitaspyrna. Helgi Sigurðs- son skoraði af öryggi úr vítinu á 76. mínútu - 6. mark sitt í deildinni. KORFUKNATTLEIKUR / EM LANDSLIÐA Austurríkismenn lagðir í Vín Islenska landsliðið vann góðan sig- ur á Austurríkismönnum í Vín- arborg í gærkvöldi, 73:95, og var ■■■■■■■ þetta fyrsti sigur ís- Frá lendinga á Austur- PétriH. ríksimönnum í Evr- Sigurössyni ógukeppni landsliða. 1Vln „Ég var mjög ánægður með strákana í seinni hálf- leik — þegar þeir voru búnir að átta sig á hlutunum," sagði Torfí Magnússon, landsliðsþjálfari. Hávaxnir Austurríkismenn gerðu leikmönnum íslands lífið leitt í fyrri hálfleik er þeir tóku hvert sóknar- frákastið á fætur öðru og lögðu þau ofan í körfuna. Þeir náðu mest fjór- tán stiga mun, 41:27, en þá fóru Teitur Orlygsson og Guðjón Skúla- son að hrella þá. Guðjón skoraði þijár þriggja stiga körfur í röð og Teitur stal knettinum þrisvar, tók tvö vamarfráköst, sóknarfrákast, og skoraði eina þriggja stiga körfu. Staðan í leikhléi var 43:38. íslenskau leikmennirnir léku góða pressuvörn í seinni hálfleik og stálu knettinum tólf sinnum frá Austurríkismönnum og tryggðu sér öruggan sigur með góðum leik. Guðmundur Bragason átti stórleik í jöfnu liði íslands. „Við náðum okkur vel á strikl í seinni hálfleik og nýttum okkur vel þegar hinir stóru leikmenn Austur- ríkismanna voru orðnir þreyttir," sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði landsliðsins. Teitur Örlygsson sagði að það hafí ekki verið spuming hvar sigurinn lenti þegar á leið. „Við emm með sterkara lið og- það tók okkur nokkurn tíma að komast inn í leikinn — þar sem við vomm taugaspenntir í bytjun." Bragi Magnússon, sem lék sinn fyrsta landsleik, sagði að það hafi verið gaman að byija með sigurleik. „Eftir dapra byijun náðum við að snúa leiknum okkur í hag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.