Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Átta milljónir kr. yeittar til hjálp- ar flóttamönnum Þróunarsamvinnustofnun hefur veitt Rauða krossi ís- lands fimm miiljónir króna til að svara hjálparbeiðni Al- þjóðasambands landsfélaga Rauða krossins til aðstoðar flóttafólki í heiminum. Aður hafði Hjálparsjóður RKI svar- að beiðninni með þriggja milljóna króna framlagi. Áætlað er að á þessu ári muni Alþjóðasambandið aðstoða 4,4 millj. flóttafólks í 15 löndum. Til þessara verkefna verður varið um 3,5 millj- örðum íslenskra króna á þes'su ári, sem er þreföldum frá í fyrra. Aukin fjárþörf endurspeglar fjöigum flótta- fólks og erfiðari skilyrði þess, sér- staklega á Balkanskaga og í Sómalíu þar sem fólk hefur þurft að þola miklar þrengingar. Talið er að um 18 milljónir séu landflótta í heiminum og um 20 millj á vergangi í eigin landi. En þrátt fyrir að flóttafólki hafí fjölgað ár frá ári hefur á einstaka stöðum tekist að snúa þróuninni við. Til dæmis sneru hálf önnur milljón landflótta fólks heim í fyrra, langflest til Mós- ambík, sem til skamms tíma átti við mesta flóttamannavanda í Afríku að glíma. Erfitt ástand heima fyrir hef- ur ekki komið í veg fyrir að hópur mósambísks flóttafólks hafi snúið heim það sem af er þessu ári. Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins starfar í flestum til- fellum í nánu samstarfi við Rauða- krossfélög viðkomandi landa. Flótta- mannahjálpin er oft í höndum lands- félaganna og sjálfboðaliða úr röðum heimamanna þó að starfsemin sé fjármögnuð af Alþjóðasambandinu. (Fréttatilkynning) Strokufangi gnm- aður um innbrot Margeir í 3. - 6. sæti í Málmey MARGEIR Pétursson varð í 3. - 6. sæti á alþjóðlega skák- mótinu i Malmö i Svíþjóð, sem Iauk í gær. Margeir hlaut 5 V2 vinning af 9 mögulegum en sigurvegari varð heimamaður- inn Hellers, sem hlaut 6 '/2 vinning og hafði forystu allt mótið. í öðru sæti varð Daninn Lars Bo Hansen með 6 vinninga, en jafnir Margeiri með 5 '/2 urðu Ukraínumaðurinn Romanishin, Ástralinn Rogers og Rosaentalis frá Litháen. Meðal þátttakenda á mótinu var Reynir Helgason, sem er 25 ára gamall af íslensku foreldri en hefur verið búsettur í Svíþjóð frá 2 ára aldri. Hann varð í 9-10. sæti á mótinu. Eyrarbakka. FANGI sem strauk í fyrrinótt frá Litla-Hrauni gaf sig fram í Hegning- arhúsinu í Reylqavík síðdegis í gær. Hann er grunaður um að hafa, meðan á flóttanum stóð, brotist inn hjá Alpan á Eyrarbakka og stolið bíl í Olfusi en var veikur þegar hann gaf sig fram í gær og var því hlíft við yfirheyrslum. í fyrrinótt var brotist inn í skrif- stofur Alpan hf. á Eyrarbakka, rótað í skrifborðsskúffum en litlu stolið. Hins vegar virðist þjófurinn hafa ^fieymt 10.000 krónum sem hann hafði tekið úr einni skrifborðsskúff- unni og lagt til hliðar á borðshom. Vitað er að vörubifreiðastjóri tók strokufangann upp við Óseyrarbrú um klukkan fjögur í gærmorgun og ók honum að Þorlákshafnarvegamót- um. I gærmorgun uppgötvaðist að bíll var horfinn af bæ í Ölfusi og er einnig talið líklegt að fanginn beri ábyrgð á því. Óskar Golfmót kvenna á Svarfhólsvelli á kvennadaginn Kylfingar í gróðurreit HLUTI keppenda á afmælismótinu í gróðurreitnum Meyjarfaðmi sunnan undir Svarfhól. Afram stelpur með líflegt afmælismót á Selfossi Selfossi. FIMMTÍU konur fimmtíu ára og eldri héldu upp á tíu ára afmæli golffélagsskap- ar sem þær nefna Afram stelpur. Arlegt golfmót þeirra var haldið á Svarfhólsvelli á Selfossi kvennadaginn 19. júní. Að vanda voru vegleg verðlaun á mótinu og góð stemning meðal keppenda. Bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit í einum keppnisflokknum og var það gott framlag í hressan mótsanda. Að lokinni keppni afhenti félagsskapurinn Golfklúbbi Selfoss að gjöf tíu grenitré sem gróðursett voru í skógarlundinum Meyj- arfaðmi sunnan undir Svarfhól. Trén eru þakklæt- isvottur til klúbbsins fyrir veitta aðstoð við mótshald á hveiju ári. Auk þess var samþykkt undir borðhaldi og verðlaunaafhendingu að stofna sjóð með hluta mótsgjalda til þess að styrkja efnilegar stúlkur í golfi. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gróðursetning í Meyjarfaðmi KRISTÍN Sveinbjörnsdóttir afhendir Jóni Ágúst Jónssyni formanni GOS gjafabréf. Islenskir Kiwanis-menn á faraldsfæti í sumar Fjölmenni fer héðan á Heims- og Evrópuþing KIWANISFELAGAR og makar þeirra halda nú til Nice í Frakklandi til þinghalds. Fyrst fer fram Evrópuþing Kiwanis- hreyfingarinnar í Evrópu dagana 26. og 27. júní. Áætlað er að til Evrópuþings muni koma allt að 1.000 manns en á Heims- þing um 7.500 frá ölium heimshlutum. Þar af á annað hund- rað þátttakenda frá Islandi. Islenska Kiwanishreyfingin hefur um langan tíma látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, bæði í líknarstarfi og hinu félagslega starfi hreyfingarinnar. Islenskir kiwanisfélagar hafa setið í trúnaðarstörfum á vegum Evrópuhreyfíngarinnar um árabil. Fjórir íslendingar hafa gegnt stöðu Evrópuforseta á síðastliðnum 25 árum og fímmti íslendingurinn er nú í framboði til Evrópuforseta- framboðs, Ævar Breiðfjörð fram- kvæmdastjóri úr Reykjavík. Allt bendir til þess að hann verði kjör- inn þar sem ekki hafa ennþá borist nein mótframboð. í Heimsstjórn hreyfingarinnar situr nú fyrir hönd Evrópu Eyjólfur Sigurðsson, útgáfustjóri úr Rekja- vík. Hann hefur setið í stjórninni síðastliðin 5 ár. Hann gefur nú kost á sér í starfi féhirðs Heims- hreyfingarinnar en þrír frambjóð- endur eru um það embætti. Sá frambjóðendanna sem vinnur þá kosningu verður forseti Heims- hreyfíngarinnar 1. október 1995 án frekari kosninga, þannig að framboð til féhirðis er um leið fram- boð til forseta. Mótframbjóðendur Eyjólfs eru tveir Bandaríkjamenn. Verði Eyjólfur kosinn verður hann fyrsti Kiwanisfélaginn frá Evrópu sem tekur við forsetastörfum. Undirbúningur framboðsins hefur staðið í tvö ár og stendur Evrópu- hreyfíngin einhuga að baki honum. Eitt af þeim málum sem eru til umræðu á Heimsþinginu eru líknarverkefni sem stefnt er að, að verði framkvæmt í samvinnu við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en það er að eyða joðs- korti í heiminum. Milljónir manna þjást af joðskorti en talið er að Kiwanishreyfingin með um 330 þúsund félaga eigi að geta útrýmt joðskorti fyrir árið 2000. Kostnaður við þetta verkefni er talinn í millj- örðum króna en engu að síður eru kiwanisfélagar um allan heim til- búnir til þessa verkefnis. Finnbogi G. Kristjánsson, um- dæmisstjóri íslensku kiwanishreyf- ingarinnar, hefur setið í alþjóðlegri nefnd á vegum hreyfíngarinnar og fór nýlega til Bólivíu til þess að kynna sér hvernig sjúkdómar heija á fólk sem þjáist af joðskorti. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.