Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1993 19 Morgunblaðið/Kristinn Vel þegin aðstoð Frá vinstri: Stefán Aðalsteinsson, starfsmaður Pokasjóðs Landvernd- ar, Kristinn R. Árnason, markaðstjóri hjá Heklu hf. og Gísli Júlíus- son, varaformaður Landverndar. Markaðs- og kynn- ingarátak hjá Poka- sjóði Landverndar POKASJÓÐUR Landverndar hefur hafið markaðs- og kynningará- tak og ráðið til þess starfsmann tímabundið, en Hekla hf., Olíufé- lagið hf. og Tryggingamiðstöðin hf. hafa lagt til bifreið, elds- neyti og tryggingar í þetta verkefni. „Þótt allir stærstu matvöru- markaðir landsins, ásamt mörgum öðrum matvörukaupmönnum hafi lagt pokasjóði Landverndar lið, vantar allmarga matvörukaup- menn enn í samstarfið og allar sérverslanir landsins eru ennþá óplægður akur,“ segir Stefán H. Aðalsteinsson, sem sér um mark- aðsátak Pokasjóðs. Landvernd er frjálsmynduð heildarsamtök yfír 70 aðildarfé- laga um land allt. Aðildarfélögin vinna óeigingjarnt starf í al- mannaþágu við náttúru- gróður- og umhverfisvernd, ásamt land- græðslu, skógrækt og megnunar- vörnum og árlega leggja þúsundir íslendinga virka hönd á plóginn við að vernda dg fegra landið'og skapa börnum okkar bjartari framtíð og betri lífsskilyrði með ómældri sjálfboðavinnu. Land- vernd er algjörlega óháð öllum rík- isafskiptum og hefur tekjur sínar eingöngu af Pokasjóði Landvernd- ar og árgjöldum aðildarfélaganna. Starfsemi Pokasjóðs hefur ekki verið mikið aulýst í fjölmiðlum, enda fylgir auglýsingum kostnað- ur og kostnaður þýðir að sjálf- sögðu minna fé til úthlutunar. Kostnaður er því bannorð í hvers manns munni innan þessara vé- banda. Pokasjóður fjögurra ára Pokasjóður Landverndar var stofnaður fyrir um það bil fjórum árum, þegar plastpokabruðl lands- manna var orðið svo mikið að til stórvandræða horfði, bæði vegna mengunar og kostnaðar verslunar- fyrirtækja, sem þá gáfu viðskipta- vinum sínum alla umbúðapoka. Þessa plastpoka hittum við síðan hvarvetna á fömum vegi, jafnt í byggð sem óbyggðum. Landvernd, Kaupmannasamtök íslands og Samtök samvinnuverslana fengu þá undanþágu Verðlagsráðs til þess að selja burðarpoka í mat- vöruverslunum gegn því að helm- ingur andvirðis þeirra rynni í poka- sjóð Landverndar. Pokasjóður Landverndar hefur síðan úthlutað fengnu fé til aðila um allt land, sem hafa heill og jákvæða framtíð landsins okkar að leiðarljósi. Á þennan hátt hefur Landvernd auðnast að gera hug- sjónina að raunverulegu, virku afli, sem almenningur ber hlýhug til og virðir umyrðalaust með po- kakaupum sínum. Ennfremur hef- ur plastpokabruðlið minnkað til muna. Stefán H. Aðalsteinsson sagði um aðstoð fyrirtækjanna þriggja, sem styðja það markaðs- og kynn- ingarátak, sem nú fer af stað, að stuðningur þeirra sé Landverndar- hugsjóninni ómetanlegur og reyndar öllum íslendingum, því að umhverfisvernd, mengunarvarnir, uppgræðsla landsins og betra mannlíf er ekkert einfalt mál, sem einhver aðili hristir fram úr er- minni einhvern tíma, þegar hann er í góðu skapi, heldur er það þrot- laus barátta allra hugsandi íslend- inga um ókomin ár gegn eyðandi náttúruöflum og myrku hugarfari. „Stöndum því öll saman og biðjum kaupmanninn um burðarpoka með merki Landverndar á handfang- inu. Með því móti stuðlum við að áframhaldandi umhverfisvernd í landinu okkar allra“, sagði Stefán 'H. Aðalsteinsson. URVALS.. LAMBAKJOT ÁÚTSÖLU!! / Ameðan Lambaskrokkar í birgðir endast: 1/1 og 1/2 Niðursagaðir að ósk kaupenda 449.- Lambalæri í heilu 598.= Lambahryggur í heilu 559.- Lamba- framhryggur í 1/2 Niðursagaður beintágrillið 399." Lambakótilettur 679.=- Lamba- framhryggur í 1/2 Niðursagaður í súpukjöt 399." Lambarif beintágriUið þurrkrydduð, marineruð, B.B.Q. 99." Lambaframhryggur sneiðar 1. fl. pr.kg. A.M.K. 15% AFSLÁTTUR 659. Lambalæris- sneiðar 1. fl. 698." Lambalæris- sneiðar 2. fl. pr.kg. 499.- f staðgreiðslu- OPIÐ: Fimmtudag kl. 9.00 - 18. afsláttur fimmtudag, föstudag, laugardag. 30 Föstudag kl. 9.00 - 19.00 Laugardag kl. 10.00 -18.00 MATVÖRUVERSLUNIN mmvERj Verið vandlát - það erum irið! Sælureitur fjölskyldunnar! Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæði. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku p/ast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jörð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 - 12 manns. Það er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 69.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfirði, sími 5 10 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.