Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 fclk í fréttum RÉTTARSÁLFRÆÐI Aðferðir nýútskrifaðs doktors notaðar í Bandaríkjunum Gunnar Hrafn Birgisson lauk fyrr í þessum mánuði dokt- orsprófí í klínískri sálfræði frá Califomia School of Professional Psychology í Los Angeles. í dokt- orsverkefni sínu rannsakaði hann persónuleikamun kynferðisaf- brotamanna sem höfðu verið fundnir sekir. Annars vegar voru menn sem játuðu sekt sína en hins vegar menn sem höfðu verið dæmdir en neituðu glæpnum. „Mig langaði að afla nýrrar þekkingar og bæta þær aðferðir sem eru notaðar til áð meta sekt eða sak- leysi þessara manna,“ sagði Gunn- ar. Niðurstöður hans sýndu mark- tækan mun á persónuleika og vamarháttum kynferðisafbrota- manna. „Aðferðir og niðurstöður rannsóknar minnar hafa þegar verið notaðar í Los Angeles af rétt- arsálfræðingum við mat á vafa- málum þar sem hinn ákærði neitar að hafa framið kynferðisafbrot. Auk þess eru niðurstöðurnar hjálp- legar við gerð meðferðaráætlana sem henta fyrir kynferðisafbrota- 'menn.“ Nemendur fóru sjálfir í sálræna meðferð Megináhersla námsins sneri að greiningu og meðferð geðrænna vandamála hjá einstaklingum, pör- um og fjölskyldum, en einnig að hagnýtingu sálfræðilegra rann- sókna í starfí. „Tilgangurinn með starfsþjálfuninni er sá að gera okkur hæf í klínísku starfí. Með sama markmið í huga er ein af í doktorsverkefni sínu gerði Gunnar Hrafn Birgisson rann- sókn á persónuleikamun kyn- ferðisafbrotamanna sem höfðu verið fundnir sekir. kröfum skólans að nemendur fari sjálfír í sálræna meðferð vikulega í eitt ár.“ Af þeim meðferðarstofnunum sem Gunnar var kandídat á í Los Angeles taldi hann sig læra mest á geðdeildinni „Metropolitan Clinical Counseling, Manhattan Beach“ því þar fékkst hann við flestar gerðir geðrænna vanda- mála. Lenti þrisvar í bankaráni „Það kom mér á óvart hve marg- ir hafa gengið í gegnum ótrúlega lífsreynslu. Stundum er raunveru- leikinn ótrúlegri en skáldsaga, t.d. var ein kona sem hafði lent í þrem- ur bankaránum á einu ári. í eitt skiptið var henni haldið í gólfínu, byssu miðað að höfði hennar og hótað að skjóta, væru peningar ekki látnir af hendi þegar í stað. Skiljanlega leiddi þessi reynsla til streitu- og kvíðaeinkenna hjá kon- unni,“ sagði Gunnar. Hann kveðst hafa líkað vel dvöl- in í Los Angeles. „Þetta hefur ver- ið góð reynsla fyrir mig sem mun nýtast mér vel sem sálfræðingi. Ég þurfti að takast á við mörg mismunandi vandamál í starfs- þjálfuninni. Mikil áhersla var lögð á að við öðluðumst þekkingu og færni í notkun sálfræðilegra prófa, túlkun niðurstaðna og ritun skýrslna. Sú blöndun sem er á bóklegu námi og hagnýtu starfí hefur gefíð mér gott tækifæri til að læra og bæta mig í greininni.“ Gunnar hefur fengið tvö at- vinnutilboð í Bandaríkjunum en hefur samt sem áður ákveðið að snúa heim að námi loknu. „Meginástæða þess að ég ákvað að fara heim var löngum dætra minna til að fara heim. Ég er líka skuldbundinn til að snúa heim að námi loknu í að minnsta kosti tvö ár, sem tengist því að ég fékk Fullbrightstyrk til náms í Banda- ríkjunum. Um leið og ég þáði þann styrk var ég skuldbundinn til að fara heim í tvö ár að námi loknu,“ sagði Gunnar, sem mun hefja störf hjá Bamaverndarráði íslands í hlutastarfí. Texti: Hildur H. Karlsdóttir 3 ódýrastir Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ? Stúdentamyndatökur 6 fullunnar stækkair 13x18 cm og tvær stækkanir 20 x 25 cm. verð aðeins kr. 9.000,00 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 43020 Bama og fjölsk. ljósmyndir sími.677644 Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 ZANC\STER SURACTIF EFTIR 40 ER ÞAÐ BESTA EKKI LENGUR MUNAÐUR Með aldnnura lebf húðin nóttúrulegum breytingum. Hennj hættir liíaS þ«na, verðq þreyfifteg; pg f ínðt..: hcukkur lara að myndasl. Húðin þarlnost þvi sérstakror umhirðu 5era tekur ó vandamólum þroskoðrar húðor, hverju fyrir sig, og meáhöndlar þau af visindalegri nákvæmni; LANCASTER SURACTIF Mjög virk efni smjúga inn i öli lög hú&arinnar. ÁRANGURINN: HÚÐIN VERÐUR UNGLEG OG AÐLAÐANDI - ÞANNIG LÍÐUR ÞÉR BEST HVERS VEGNA AÐ SÆTTAST A MINNA? Morgunblaðið/Einar Falur Þungt rokk eða þungarokk? Hin ofurþétta rokksveit Hún andar. tónSt Ferskir tónar í Tunglinu Að kvöldi 16. júní komu tólf ís- lenskar rokksveitir saman í Tunglinu og fögnuðu útkomu geislaplötunnar Núll & nix. Tónlist þeirra gaf góða mynd af því nýj- asta sem er að gerast í íslensku rokki í dag. Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir er mikill gróandi í íslensku tónlistarlífí og fjölbreytn- in hefur sjaldan verið meiri. Tón- leikamir í Tunglinu voru gott dæmi um þetta. Margar athyglisverðar og efnilegar sveitir stigu á svið og sýndu fagmannleg tilþrif. Meðal hljómsveita sem fram komu má nefna sigurvegara tveggja síðustu músíktilrauna, Kolrössu Krókríðandi og Yukatan. Einnig vakti óskipta athygli ný- bylgjuhljómsveitin Curver. Birgir Öm Thoroddsen er hinn eini mann- legi meðlimur sveitarinnar og kem- ur hann jafnan fram í kjól. Birgir leikur á rafmagnsgítar en um trommu- og bassaleik sér tölva sem hann hefur forritað. En Curver er ekki aðeins athyglisverð heldur einnig áheyrileg eins og flestar hljómsveitirnar í Tunglinu þetta kvöld. Aðstandendur tímaritsins „0“ og safndisksins Núll & nix. Frá vinstri eru Jökull Tómasson, Þorsteinn Högni Gunnarsson og vinkona hans Christina og Gunnar Hjálmarsson. ÍÞRÓTTAMENN Van Basten kvænist Fótboltahetjan Marco van Basten á tröppum Haarzuilen-kastala síð- astliðinn mánudag eftir bjónavígslu hans og sambýliskonu hans til nokkurra ára, Liesbeth. Van Basten heldur á eldri dóttur þeirra hjóna, Rebekku, sem er 2 Vi árs en Liesbeth heldur á Angelu, sem er rétt ársgömul. Aðeins er hálfur mánuður síðan van Basten gekk undir uppskurð á hné, en búist er við að hann geti aftur farið að æfa fót- bolta eftir fjóra mánuði. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.