Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 29 TJALDASALA - TJALDALEIGA - TJALDAVIGERÐIR Allur vlðlegu- og ferðabúnaður til sölu og leigu á einum stað Sumarhátíð í blíðviðri Morgunblaðið/Kristinn BÖRN og starfsfólk á leikskólanum Nóaborg í Reykjavík héldu á dögunum árlega sumarhátíð sína en þá er aðstandendum barnanna boðið að heimsækja skólann, taka þar þátt í grillveislu og skoða teikningar og vinnu barnanna. Leiksvæði leikskólans var skreytt blöðrum og haldin var grillveisla. Milli þess sem börn og gestir úðuðu i sig grilluðum pylsum var farið í útileiki í blíðviðrinu. Arlegt fnðarhlaup haldið í fjórða skipti um næstu helgi NÚ í sumar fer Friðarhlaupið fram fjórða sinni. Hlaup þetta hefur verið haldið annað hvert ár síðan 1987. í ár eru þátttöku- þjóðirnar 83 frá öllum sjö heims- álfunum, m.a. frá Suðurskauts- landinu, Japan, Tansaníu, Astral- íu, Mexíkó, Bandaríkjunum og Eystrasaltslöndunum. Hlaupið hófst 13. apríl fyrir utan aðal- stöðvar Sameinuðu þjóðanna 1 New York og lýkur á sama stað 14. ágúst. Verndarar hlaupsins eru Lech Walesa, forseti Póllands, Paul Keat- on, forsætisráðherra Ástralíu, Silvia Svíadrottning og Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands. Friðarhlaupið á fjölda annarra velunnara og má þar t.d. nefna Vaclav Havel, forsæt- isráðherra Tékklands, Desmond Tutu, erkibiskup, leikarana Arnold Schwarzenegger og Joanne Wood- ward, hlaupadrottninguna Grete Waitz 'og Carl Lewis, margfaldan heims- og ólympíumeistara. ís- lenskir stuðningsmenn hlaupsins eru m.a. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðlu- leikari. Hvatamaður Friðarhlaupsins er friðarfrömuðurinn Sri Chinmoy en skipulagningin er í höndum alþjóð- legra hlaupasamtaka, Sri Chinmoy maraþonliðsins, og sér hver deild innan þeirra um framkvæmdina í sínu landi. Á íslandi verður hlaupið helgina 26. og 27. júní. Framkvæmd hlaupsins verður þannig að laugar- daginn 26. júní verður lagt af stað frá Hafnarfirði (Thorsplani) kl. 11.30 og Mosfellsbæ (íþróttamið- stöðinni við Varmá) kl. 12.00 og hlaupið að Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Friðarhlaupið kemur til Garðabæjar (Flataskóla) kl. 12.00 og Kópavogs (Rútstúns) kl. 12.45. í tengslum við hlaupið verða fyrr- nefndir bæir lýstir friðarbæir með stuttri athöfn á hveijum stað og að þeim loknum hlaupa bæjarstjór- ar með friðarkyndilinn. Rúta verður með í för frá Mosfellsbæ og Hafnar- firði fyrir þá sem vilja hlaupa stutt- ar vegalendir. Klukkan 14.00 hefst í Hljóm- skálagarðinum opnunarathöfn að samfelldu 24 tíma hlaupi umhverfis Tjörnina og þá verður Reykjavík tilnefnd friðar-höfuðborg. Hlaupinu lýkur á sunnudaginn kl. 15,00. Markmiðið með hlaupinu er að efla samlyndi og frið milli manna og þjóða heims. Þátttaka í Friðar- hlaupi ’93 er ókeypis og á vegum þess fer ekki fram söfnun af neinu tagi. Jónsmessuvarðeldur skáta SKATAFELOGIN í Reykjavík standa fyrir varðeldi vestan meg- in Öskjuhlíðar í kvöld, fimmtu- daginn 24. júní. Varðeldurinn hefst kl. 20. Sungin verða vinsæl skátalög, skemmtiatriði sýnd og spilað á gít- ar. A eftir varðeldinum mun hvert félag bjóða sínu fólki kakó. Varðeld- urinn er liður í undirbúningi Reykja- víkurskáta fyrir landsmót sem hald- ið verður 25. júlí til 1. ágúst. Öllum er velkomið að koma á staðinn og taka þátt í varðeldinum. (Fréttatilkynning) ■ SSSÓL leikur nú um helgina fyrir vestan, nánar tiltekið á Bíldu- dal á föstudagskvöld og á Ólafsvík á laúgardagskvöld. ■ SULTUR leikur laugardags- kvöld á Plúsnum v/Vitastíg. Hljómsveitina skipa Harrý Óskars- son, Alfreð Alfreðsson, Jóhann Vilhjálmsson og Ágúst Karlsson. ■ PLÁHNETAN og NÝ DÖNSK halda dansleik á Hlöðum á Hval- fjarðarströnd (ca. 40 mín. akstur frá Reykjavík) föstudagskvöldið 25. júní. Laugardagsvöldið 26. júní leik- ur síðan Pláhnetan í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum. Gestir kvöldsins verður hljómsveitin Bone China. Sætaferðir frá helstu bæjum á Suðurlandi. »hummel^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, símar 813555 og 813655. S?07T ÚTIVISTARBÚÐIN viö Umferðarmiðstöðina, simar 19800 og 13072. Trekker 2 - 3 m. göngutjöld, aðeins 2,5 kg. Verð kr. 7.900 ■ KK-BAND leikur á útitónleik- um á torginu við Gerðuberg laugar- daginn 26. júní kl. 15 í tilefni tíu ára afmælis menningarmiðstöðvar- innar Gerðubergs og sjötíu ára af- mælis útibús Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. ■ SKRIÐJÖKLAR leikur á dans- leik í Ýdölum í Aðaldal á laugar- dagskvöldið. Danleikurinn hefst kl. 23. Hljómsveitin hefur nýverið gef- ið út hljómplötuna Búmm tsjagga búmm. son, Lárus Már Hermannson, Ríkharður Mýrdal Harðarson og Pétur Sverrisson. ■ GRÆNI BÍLLINN HANS GARÐARS leikur fyrir dansi í Fé- lagsheimilinu Sandvík á laugar- dag. Hljómsveitma skipa: Bjami Þór, Matthías Ágústsson, Viðar Ástvaldsson og Þórarinn Hann- esson. Dansleikurinn hefst kl. 29 Catanía hústjöld - Falleg og vönduð, 3, 4 og 5 manna. Bómullardúkur 280 gr. pr. m2, 22 mm stálsúlur. Verð frá kr. 29.900 Napoli 4 manna tjöld m/fortjaldi. St. 170+ 190 +75 x 240x180/150 cm Verð kr. 19.900 3 - 4 m. kr. 15.900 Mehler 3 - 4 m. kúlutjöld. Verð kr. 8.900 Svefnpokar frá kr. 2.900 Bakpokar kr. 2.900 Ferðadýnur kr. 890 o.m.fl. á frábæru verði. Alpina gönguskór fyrir meiri- og minniháttar gönguferðir. Verð frá kr. 5.500 K2 útivistarfatnaður CORE-TEX Hentar jafnt til útivistar og daglegra starfa. ■ DRAUMALANDIÐ semkemur frá Borgarnesi og hefur starfað í tæp tvö ár, spilar á Tveimur vinum föstudagskvöld. Laugardaginn 26. júní leikur svo hljómsveitin í Hreða- vatnsskála í Borgarfirði. Hljóm- sveitina skipa: Einar Þór Jóhanns- d_____v, IÞROTTAGALLI st. S - XL TILBOÐSVERÐ 3.990,- SKEMMTANIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.