Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 -íi KUtsamblaMb C- Á grillið MORGUNBLAÐINU fylgir í dag 8 síðna blaðauki sem nefnist Á gríllið. Meðal efnis í blaðinu eru ýmis ráð og upplýsingar varð- andi grill, hráefni, meðferð, áhöld, eldamennskuna og fleira. En meginefni þess eru upp- skriftir að grillmat úr ýmsu hrá- efni sem samdar eru af fagfólki sem hefur sérhæft sig í mát- reiðslu á grilli. Að auki eru upp- skriftir að ýmsu meðlæti, s.s. sósum og kryddlögum og með- læti sem einnig á erindi á grillið. • • Tvö hús við Onundarfjörð brunnu til grunna Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Rjúkandi rústir Slökkviliðsmenn á Flateyri stóðu vörð um brunarústirnar á Görðum í gær. Til skamms tíma var á Görðum umfangsmikil harðfisksverkun. I haldi vegna íkveikju PILTUR á tvítugsaldri var í haldi lögreglunnar á ísafirði í gær grunaður um að hafa kveikt í tveimur bæjarhúsum í Önundar- firði. Húsin voru mannlaus, en þau eru notuð sem sumarbústað- ir. Pilturinn var handtekinn í Breiðadal í gærmorgun. í gærmorgun varð fólk á Flat- eyri vart við eld á bæjunum Garði og Kaldáreyri. Um það bil 1,5 kílómetrar eru á milli býlanna, sem eru í eyði en þó er búið í þeim yfir sumarið. Auk þess sem Slökkvilið Flat- eyrar fór á staðinn var óskað að- stoðar frá ísafírði. Húsin voru alelda þegar að var komið og brunnu til kaldra kola. í gærmorgun var handtekinn í Breiðadal við Önundarfjörð maður á tvítugsaldri vegna gruns um að hann hefði lagt eld að húsunum. Hann var í haldi lögreglunnar á ísafírði í gær og málið í rann- sókn. Ekki fékkst upplýst laust eftir hádegi í gær hvort hann hefði gengist við íkveikjunum eða hvort farið yrði fram á gæsluvarð- hald yfir honum. HJÁLMUR hf. á Flateyri, í samstarfi við Islenskan skel- fisk hf. og Miðnes hf., hefur gert skelfiskbátinn Æsu út á kúfiskveiðar í tæpt ár. Að sögn talsmanna þessa verkefnis, þeirra Einars Odds Krisljáns- sonar og Eiríks H. Sigurgeirs- sonar, ganga veiðar og vinnsla vel, en enn ríkir nokkur óvissa um markaðshorfur kúfisks er- lendis. Æsa er ekki nema um fjórar klukkustundir að ná fullfermi af kúfiski, eða 35 til ■ 40 tonnum. . | Vitað er að kúfiskstofninn á íslandsmiðum er mjög stór, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hversu I stór. Að sögn þeirra Einars Odds og Eiríks liggur fyrir að óhætt er að veiða tugi þúsunda tonna úr I kúfískstofninum ár hvert, svo - sterkur er hann. Forsvarsmenn kúfískveiða á Flateyri segja að um skelfiskmiðin umhverfis Island megi einfaldlega segja að þau séu ekki einungis vannýtt, heldur ónýtt, að hörpu- diski undanskildum. Þeir telja að möguleikar á arðsemi kúfískveiða og skelfískveiða almennt séu mjög miklir, svo fremi sem takist að fá aðgang að mörkuðum austan hafs og vestan. Sjá ennfremur „Hafið er lífíð og dauðinn" bls. 16-17. | Erfiðasta staða á Evrópumarkaði fyrir frystar sjávarafurðir frá 1988 Sveinbjörii Björnsson háskólarektor í ræðu á Háskólahátíð Kúfiskveiðar Óvissa um markaðs- i horfumar i Island í 6. sætið Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðam. Morgunbiadsins. ÍSLAND endaði í 6. sæti á Evrópu- mótinu i brids eftir 18-12 sigur á Dönum í síðustu umferðinni. Pól- verjar, Danir, Norðmenn og Hol- lendingar urðu í fjórum efstu sæt- unum og fá þátttökurétt á Heims- meistaramótið í haust. íslendingar urðu að vinna Dani 25-5 og treysta auk þess á hagstæð úrslit i leikjum Hollendinga, Frakka og Svía ættu þeir að ná 4. sætinu í síðustu umferð. í hálfleik höfðu ís- lendingar góða forustu og hin liðin voru öll undir svo spennan var raf- mögnuð í síðari hálfleik. Það bætti ekki úr skák að á sýningartöflunni var Dönum og íslendingum ruglað saman og íslendingar virtust bæta stöðugt við forskot sitt meðan Hol- lendingar töpuðu stigum í sínum leik. En svo snéru Hollendingar blaðinu við, og síðan kom í ljós að Danimir höfðu í raun verið að saxa á forskot íslendinga. Þá náðu Hollendingar jafntefli í sínum leik svo úrslit I leik Dana og íslendinga skiptu ekki máli. Lokastaðan á mótinu var þessi: Pólland 613, Danmörk 573, Noregur 563, Holland 545, Svíþjóð 539,5, ísland 535, Frakkland 534. erlendis > Æskilegra að fagháskólar sinni starfsmenntun en HI SVEINBJÖRN Björnsson, rektor Háskóla ís- lands, sagði í ræðu sem hann flutti á Háskóla- hátíð í gær að búast mætti við aukinni að- sókn í háskólanám á næstu árum. Flest bendi til að innan skamms muni 8 af hverjum 10 í árgangi ljúka einhvers konar stúdentsprófi og stór hluti þeirra síðan leita eftir háskóla- námi til starfsmenntunar. „Ef Háskóli íslands ætti að sinna öllum þessum fjölda yrði hann að taka upp margvislegar námsbrautir, sem veittu ítarlega starfsþjálfun en fælu í sér mun minni fræðilegri kröfur en þær brautir sem nú tíðkast. Æskilegra væri að slíkar starfsmenntabrautir væru starfræktar við framhaldsskóla eða fagháskóla, sem tækjum við stórum hluta þeirra, sem brautskráðir eru úr framhaldsskóla,“ sagði rektor. Hann sagði einnig að margar aðrar þjóðir hefðu komið á fót slíkum fagháskólum við hlið hefðbund- inna háskóla til að mæta þessum þörfum. Yrði að hans mati að huga að skynsamri skipan skóla á háskólastigi áður en bylgja stúdenta myndi brotna á skólunum. Innan Samstarfsnefndar há- skólastigsins, sem í eiga sæti fulltrúar HÍ og tólf annarra skóla á háskólastigi, er nú verið að leita leiða til virkari samvinnu skólanna. „Eitt fyrsta verkefnið sem sinna þyrfti við mótun og endur- skipulagningu háskólastigsins er að skilgreina með löggjöf þær kröfur, sem gerðar eru til skóla til þess að hann teljist gildur sem háskóli og greina milli tegunda háskóla eftir eðli starfs þeirra, t.d. miili almennra háskóla og fagháskóla," sagði Sveinbjöm Bjömsson. Hann sagði einnig að sér virtist sem sú stefna ætti töluvert fylgi innan Háskólans, að hann legði áherslu á 3-4 ára grannnám með traustum fræði- legum grunni, en fagháskólum yráu látnar eftir skemmri námsbrautir og starfsmenntun, sem byggði meira á verkfærni og þjálfun til starfa en fræðilegri undirstöðu. Þá ætti Háskólinn einnig að leggja áherslu á rannsóknatengt framhaldsnám til meistaraprófs og starfstengt sérfræðinám. í nokkram tilvikum gæti verið kennt til doktors- prófs. Meistaranámið og doktorsprófið yrðu að vera í nánum tengslum við erlenda háskóla, að mati rektors. Hann sagði einnig áhuga vera á að auka fram- boð á hlutanámi, viðbótamámi og endurmenntun með starfí. Rektor nefndi einnig að til umræðu væri að koma á styrkjum sem gerðu rannsókna- stofnunum kleift að bjóða þeim sem væra að koma úr framhaldsnámi að starfa tímabundið að rannsóknum í hópi kennara og framhaldsnema. Verð á ýsublokk fallið um 25% frá því í fyrra fískneysla í þeim hafí minnkað um 5-10% á sama tíma og ekki hefur dregið úr framboði á fiski þangað. Hvað varðar hið mikla verðfall á ýsunni megi nefna að ýsukvótar EB hafí verið auknir og ágæt veiði hafi verið á ýsu í Noregi. „Það sem dreg- i ur úr eftirspurn eftir fiski skýrist á því að einkaneysla hefur dregist sam- an um rúmlega 5% í þessum löndum \ og hagvöxtur hefur verið lítill," seg- ir Höskuldur. „Það eru helst bundnar vonir við að efnahagsbati verði á j Bretlandseyjum á næstunni en á heildina litið tel ég að verð eigi áfram eftir að fara lækkandi á meginland- inu fram til áramóta." Verð á þorskblokkinni fallið um rúm 20% frá árinu 1991 STAÐAN á Evrópumörkuðum íslendinga fyrir frystar fiskafurðir er nú sú erfiðasta frá árinu 1988. Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar fram- kvæmdastjóra Iceland Seafood Ltd. í Evrópu hefur verð á ýsublokk og millilögðum flökum fallið um 25% frá því á sama tíma í fyrra mælt í pundum og verð á þorskblokk hefur fallið um rúm 20% í frönskum frönkum frá því það náði hámarki 1991. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að nú ríki kreppa í Evrópu og memi fari ekki varhluta af því. Auk þess sé framboð meira en eftir- spurn og fiskverðið því viðkvæmt. Höskuldur Ásgeirsson segir að verð á frystum afurðum sé almennt lægra og fari lækkandi en á sama tíma á undanfömum árum þótt það sé nokkuð misjafnt eftir pakkning- um. „Sérpakkningar halda hinsvegar sínu verði, það er pakkningar sem fara beint til smásala," segir Hösk- uldur. „Það segir okkur að við eigum að leggja meiri rækt við slíkar pakkn- ingar.“ Friðrik Pálsson segir að nú sé sá tími ársins kominn þar sem físk- neysla er almennt í lágmarki og ástandið taki nokkuð mið af því. Miklar gengissveiflur, einkum á Suð- ur-Evrópumyntum, hafí svo skapað óvissu á markaðinum og leitt til þess að áhugi á að flytja físk til Bandaríkj- anna fari vaxandi. „Við eram hins- vegar að vona að ekki verði um frek- ari verðlækkanir að ræða og að þessi staða nú haldist fram á haustið þó erfítt sé að spá fyrir um slíkt,“ segir Friðrik. Fiskneysla minnkar um 5-10% í máli Höskuldar kemur fram að opinberar tölur í þeim EB-löndum sem íslendingar flytja út til sýni að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.