Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUBAGUR 27. JÚNÍ 1993 HANDKNATTLEIKUR / UNGLINGALANDSLIÐ KVENNA Ahugasamar og tilbúnar aðleggja mikið á sig TVÖ unglingalandslið kvenna í handknattleik eru nú á fullu í að undirbúa sig fyrir þátttöku á mótum erlendis í næsta mán- uði. Liðin hafa æft sfðan í lok apríl og er hugur í stúlkunum, enda eru þær að sögn þjálfar- anna fullar áhuga og tilbúnar til að leggja mikið á sig til að ná árangri. Unglingalandslið 19 ára kvenna er á leið á Opið Norðurlanda- mót sem haldið verður á Jótlandi en síðan hafi komið í ljós fyrir stuttu, að mótið væri fyrir stelpur ’73 og yngri. „Það er einhver mis- skilningur hér á ferðinni og ljóst að þetta er slæmt fyrir okkur, því það eru fjórar stelpur í A-landslið- inu sem eru fæddar ’73.“ Hann sagði að þetta væri það nýtilkom- ið að ekki hefði verið tekin ákvörð- un um hvað yrði gert, en erfitt væri að kalla þessar stelpur inn í hópinn með svona stuttum fyrir- vara. „Þetta er einkennilegt mál. __ Morgunblaðið/SE 19 ára landslið kvenna. Efri röð frá vinstri: Magnús Teitsson þjálfari, Anna Steinsen, Thelma Árnadóttir, Berg- lind Sigurðardóttir, Harpa Melsted, Ragna J. Friðriksdóttir, Steinunn Tómasdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Karlsdóttir, íris Sæmundsdóttir og Þórarinn Sigurðsson. Neðri röð frá vinstri: Helga Brynjólfsdóttir, Sara Smart, Erna María, Laufey Jörgensdóttir, Sóley Halldórsdóttir, Sara Ólafsdóttir, Kristín Konráðsdóttir. í Danmörku 10. -15. júlí. Þar taka þátt auk íslands, lið Eftir frá Danmörku, Sví- Stefán þjóð og Noregi, Lit- Eiríksson háen og Þýska- landi. Liðið hefur æft undir stjórn þjálfarans Magnúsar Teitssonar og liðstjórans Þórarins Sigurðson- ar. Hópurinn samanstendur af 17 leikmönnum, og um síðustu helgi var haldið æfíngamót í Garðbæ með þátttöku þýska liðsins HSG Nord og liðs frá Stjörnunni. Landsliðinu var skipt upp í tvö jafnsterk lið og voru þau í 1. og 2. sæti á mótinu. Hópurinn jafn og góður Magnús Teitsson þjálfari sagði að hópurinn væri jafn og góður, en þau vissu það fyrirfram að möguleikar þeirra á mótinu væru ekki miklir. „Þetta verður mjög erfítt, Norðurlandaþjóðimar eru langt á undan okkur í meistara- flokki. Norðmenn spiluðu um gull- ið á Ólympíuleikunum og þjóðimar era flestar mjög framarlega." Magnús sagði að stelpurnar í hópnum væra fæddar ’74 og ’75, Landsliðin U-19 ára Sóley Halldórsdóttir Stjömunni LaufeyJörgensdóttir ÍBV Ema María KR íris Sæmundsdóttir Víkingi Elísabet Sveinsdóttir Víkingi Heiðrún Guðmundsd. Víkingi Helga Brynjólfsdóttir Víkingi Thelma Amadóttir FH Heiðrún Karlsdóttir Haukum HarpaMelsted Haukum Kristín Konráðsdóttir Haukum Berglind Sigurðardóttir Selfossi Sara Ólafsdóttir ÍBV RagnaJennýFriðriksdóttir ÍBV Sara Smart KR Anna Steinsen KR Steinunn Tómasdóttir Fram Þjálfari Magnús Teitsson og lið- stjóri Þórarinn Sigurðsson. U-17 ára Hildur Erlingsdóttir FH HjördísJóhannsd. Stjörnunni Rut Steinsen Stjömunni Björk Ægisdóttir FH Helga Torfadóttir Víkingi KristjanaÝRJónsdóttir Val Gerður Beta Jóhannsdóttír Val Inga Rún Káradóttir Val EivorPála Jóhannesdóttir Val Guðmunda Kristjánsd. Víkingi Sonj a Jónsdóttir Val Hrafnhildur Skúladóttir ÍR Hulda Svavarsdóttir Haukum Rúna Þráinsdóttir Haukum Brynja Steinsen KR Kristín Magnúsdóttir Gróttu Þjálfari Kristjana Aradóttir og liðstjóri Þorgerður Gunnarsd. Unglingalandslið 17 ára kvenna og yngri tekur þátt á Randers Freja World Cup um miðjan júlí í Danmörku. Þjálfari liðsins er Kristjana Aradóttir og liðstjóri Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Kristjana sagði í samtali við Morg- unblaðið að hópurinn hefði æft síðan í lok apríl, en erfitt væri að halda úti æfíngum yfir veturinn, því stelpurnar væru að spila flest- ar með öðram flokki, þriðja og meistaraflokki. Hún sagði að mót- ið í Randers væri félagamót og liðið myndi keppa við eldri aldurs- flokk þar sem þær væru landslið. Lið frá 24 þjóðum taka þátt á mótinu og leikið verður á grasvöll- um úti, en úrslitaleikir verða inni í íþróttahöll. „Þetta er mjög skemmtilegt mót sem á sér margra ára sögu. Við fáum æfingar á grasinu þegar við komum út, og það ætti að duga. Eini munurinn er að það er mjög erfítt að stinga niður á grasinu," sagði Kristjana. Aðspurð sagði Kristjana að það væri uppgangur í kvennahandbolt- anum. „Það er mikið af góðum og efnilegum ungum stelpum og framtíðin er björt.“ Áfram ísland Betri helmingurfnn, sá sem vann þegar liðinu var sklpt í tvennt, fylgdist náið með stöllum sínum gegn þýska liðlnu HSG Nord á mótinu í Garðabæ um síðustu helgi. Á myndinnl eru frá vinstri Erna María, íris Sæmundsdóttir, Sóley Halldórsdóttir, Sara Smart, Steinunn Tómasdóttir, Heiðrún Karlsdóttir og Krlstín Konráðsdóttir. í upphafi var talað um það að þetta ætti að vera mót fyrir stelp- ur fæddar ’73 og yngri. Síðan kemur bréf frá Dönum sem halda mótið og þar var sagt að það væri fyrir stelpur fæddar ’74 og ’75, en síðan kemur bréf þar sem því er breytt í ’73 og yngri. Þetta verður því erfiðara fyrir okkur en nauðsynlegt er, og máttum við ekki við því gegn þessum þjóðum, munurinn er víst nógu mikill fyr- ir,“ sagði Magnús. Útimót á grasi Eivor Pála Jóhannesdóttlr á fullu á æfmgu hjá U-17 ára landsliðinu. Hrafnhildur Skúladóttir ÍR og Eivor Pála Jó- hannesdóttir Val hafa æft með 17 ára landslið- inu síðan í apríl, Hrafnhildur í fyrsta sinn enda er hún á yngra árinu, en Eivor æfði og lék með liðinu í tveimur leikjum gegn grænlenska kvennalandsliðinu í fyrra. Eivor sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa byrjað fyrir tveimur, þremur árum að æfa handknattleik, þegar hún var fjórtán ára gömul, en Hrafnhildur byijaði ellefu ára, æfði fyrst með Val en fór fljótlega til ÍR. Þær sögðu það hafa mikla þýðingu að fá tækifæri með landsliðinu, þetta þroskaði þær sem leikmenn, þær æfðu með nýjum þjálfara og með öðrum stelpum en venjulega, auk þess sem félags- skapurinn væri góður. Morgunblaðið/SE Hrafnhlidur til vinstri og Eivor eru samheijar í landsliðinu, en ekki á öðrum vettvangi, enda er Eivor í Val og Hrafnhildur í ÍR. Krlstjana Aradóttir þjálfari U-17 ára landsliðsins aðstoðar Ingu Rún Kára- dóttur markvörð á æfingu. skapur Góður félags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.