Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1993 35 OLYMPIULEIKAR Líkan af hluta ólympíuþorpslns. Byggingin i miðjunni er musteri Seifs og var það um 50 metra hátt. Leikvangurinn sést í hægra horninu og í löngu byggingunni fyrir framan hann reyndu menn í sér raddböndin. í neðra hominu vinstra megin má sjá hluta af hótelinu þar sem fyrirmenn bjuggu. Ólympíuleik- ar til foma vomekki minna fyrir- tæki en nú l ÞAÐ hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í þorpinu Ólympíu í Grikklandi. Skrá er til með nöfnum sigur- vegara á leikunum árið 776 fyrir Krist en leikarnir höfðu þá verið haldnir ífjölda ára. Ólympíuleikarnir til forna voru mikill viðburður líkt og nú en það er trúlega eitt af því fáa sem hægt er að bera saman frá fornu leikunum og nútíma- leikunum. Ólympíleikvangur- inn og ólympíuþorpið grófst í jörðu í miklum jarðskjálftum en þýskir vísindamenn fundu það eftir sögu sagnaritara og hægt og bítandi er unið að endurbótum á því. er bæði gaman og fróðlegt að koma á gamla Ólympíu- leikvanginn þar sem grískir iþróttamenn til forna kepptu. Mannvirkin hafa Skúli Unnar verið glæsileg þó Sveinsson svo lítið sé eftir af þeim núna enda voru síðustu fornleikarnir haldnir í Ólympíu árið 393. Síðan þá hafa margar hörmungar dunið yfir Ölympíu, styrjaldir og jarðskjálft- ar þannig að lítið er eftir af þeim 3.000 styttum sem þarna stóðu og flestar byggingarnar eru illa farnar. Þrátt fyrir það má vel gera sér í hugalund hvernig umhorfs hefur verið í þessu fyrsta ólympíuþorpi því mikið var byggt úr sterkum marmara sem tekinn var við sjávarsíðuna og fluttur upp í fjöll- in þar sem þorpið var. Þarna voru byggingar fyrir hverja íþrótta- grein, þannig að menn gætu æft fyrir keppnina, en keppnin fór öll sömul fram á aðalleikvanginum sem er 192,27 metra langur. Ifyrstu árin stóðu Ólympíuleik- arnir aðeins í einn dag og í hlaup- um var hlaupið fram og til baka en ekki í hringi eins og núna. Síð- ar meir voru leikarnir lengdir og keppnin stóð í fimm daga. Dimmalætting ÁRNl Johnsen, fráfarandi for- maður Vestnorræna þingmanna-' ráðsins, setur fund ráðsins sem haldinn var í Þórshöfn í Færeyj- Frá fundi Vestnorræna þingmannaráðsins í Þórshöfn. Fremst á myndinni eru Jonatan Mozfeldt og Lysbeth Petersen, en í baksýn sjást m.a. Jón Helgason, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Karl Steinar Guðnason. um. Vestnorræna þingmannaráðið Tillögiir um auk- in innri samskipti VESTNORRÆNA þingmannaráðið hélt fund í Þórshöfn í Færeyjum um síðustu helgi, en nær 20 þingmenn frá íslandi, Grænlandi og Færeyjum eru í ráðinu. Allmargar samþykktir voru á fundinum varðandi málefni landanna þriggja. Fráfarandi formaður þingmann- aráðsins er Árni Johnsen, sem áfram er formaður íslandsdeildarinn- ar, en við formennsku í ráðinu tók Lysbeth Petersen, borgarstjóri í Þórshöfn í Færeyjum, en hún á jafnframt sæti á lögþinginu. 10O nautum var fómaö Ólympíuleikarnir voru miklu meira en íþróttahátið þar sem einn sigurvegari var krýndur lárviðar- sveig. Alveg frá árinu 776 fyrir Krist, en síðan þá er til skrá yfir sigurvegara á leikunum, gerðu menn vopnahlé tímanlega fyrir leikana þannig að allir gætu farið tií Ólympíu. Stjórnmálamenn fjöl- menntu líka til Ólympíu til að ræða málin og reyna að semja um frið með misjöfnum árangri. í þorpinu var einnig reisulegt hótel með öllum þeirra tíma þægindum. Trúin gleymdist ekki heldur og innan veggja þorpsins voru must- eri tileinkuð Seifi og Heru en Ólympíuleikarnir hófust með því að 100 nautum var fórnað á alt- ari Seifs. Ólympíueldurinn, sem er aðeins táknrænn á Ólympíuleikum nútím- ans, var tendraður á altari Heru og er enn. En í þá daga var hann ekki slökktur á milli leika því hann var látinn loga og er talið að hann hafi logað í 12-15.000 ár og það voru tólf ungar stúlkur í fullu starfi við að gæta þess að hann sloknaði ekki. Konumbannaöuraðgangur Konum var stranglega bannað að fylgjast með keppni karlanna enda kepptu þeir naktir. Á 8. öld fyrir Krist hófust kvennaleikarnir en öfugt við leika karlana þá máttu allir fylgjast með þeim. Konurnar voru klæddar í skósíða kufla þegar þær kepptu. Þegar gengið er inn á leikvang- inn sjálfan fara menn í gegnum 32ja metra löng göng og þar fyrir framan voru styttur af þeim sem uppvísir höfðu orðið að því að svindla. Þeir voru látnir gera brons styttur af Seifí og á fótstallinn var nafn svikaranna letrað. Fyrir framan leikvanginn er mikil bygg- ing þar sem menn reyndu radd- bönd fyrir leikana. Sá sem gat látið rödd sína hljóma lengst inni í byggingunni var kynnir leikanna og kallaði nafn sigurvegarans í lokin og þótti það mikill heiður. Að sögn Árna Johnsens sam- þykkti Þingmannaráðið að koma á nemendaskiptum milli landanna, en hann sagði margskonar form koma þar til greina, bæði í nám- skeiðum, skólastarfi og á öðrum sviðum. Meðal annarra helstu samþykkta hefði verið að hefja sérstaka áróðursherferð varðandi ferðaþjónustu landanna þriggja og koma á menningarhátíðum á þriggja ára fresti í hveiju landi, og að skipa nefnd til að gera út- tekt á viðskiptasamningum land- anna þriggja á vettvangi Evrópu- bandalagsins. Þá hefði og í fyrsta skipti verið skipuð sérstök nefnd til að fylgja eftir fyrri samþykkt þingmannaráðsins um endurbygg- ingu bæjar Eiríks rauða í Bratta- hlíð og Þjóðhildarkirkju á sama stað, en í þá nefnd voru kosin þau Árni Johnsen, sem er formaður nefndarinnar, Agnethe Nielsen frá Grænlandi og Helena Dam frá Færeyjum. „Þetta er áttunda árið sem Vestnorræna þingmannaráðið starfar og hefur það verið að fínna sér flöt, en það er engin spurning að í framtíðinni er ástæða til að styrkja verulega þetta samstarf útnorðurþjóðanna, sérstaklega á sama tíma og allt bendir til að Norðurlandasamstarfíð mum veikjast. Það þarf að mínu mati að styrkja boðleiðir og undirstöðu Vestnorræna þingmannaráðsins bæði með tilliti til atvinnulífs og menningarlífs og það mun kosta einhveija peninga, en það er dýrt að leita of langt yfír skammt og sýna ekki ræktarsemi við granna sína,“ sagði Árni Johnsen. Þegar halda á skemmtilega veislu þá ei Valhallartiöldíh málið! Auk 200-800 rrfrisatjaldanna bjóðum við nú upp á stórskemmtiieg 36, 54 og 162 nfsamkomutjöld, sem leigjendur reisa auðveldlega sjálfir. Upplýsingar og pantanir KOLAPORTSINS ísíma 625030. ódýi-f dúftar I HARÐVI0ARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 DANMERKURÆVINTYRI ðrfá sæti laus tii BILLUHD 30. júní í eina viku - Sértiiboð kt. 19.900 Aðeins örfá sæti. 30. juní í 2 vikur -10 sæti laus 7. júlí- Uppselt 14. júlí- Uppselt 21. júlí - Uppselt 28. júlí - Uppselt 4. ágúst - Laus sæti 11. ágúst - Laus sæti 18. ágúst - Laus sæti 25. ágúst - Laus sæti Verð aðeins kr. 26.900 Innifalið flug og öll flugvallargjöld. Á Jótlandi er margt skemmtilegt að sjá. Legolandið eða Kubbalandið góða, dýragarðurinn í Givskud, vatnslandið í Djuurs Sommerland og margt fleira. Munið ódýru sumarhúsin í Bork Havn og kráargistingu að hætti Dana. Kráarávísanir seldar hjá Alís. FEROASKRIFSTOFAN ALIS SÍMI652266 ferðaskrifstofa fjölskyldunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.