Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 ERLEWT INNLENT Skattahækk- anir á fyrir- tæki ekki útilokaðar Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, segir að eftir sé að ijalla um tekjuhlið fjárlagafrum- varpsins og skattlagning á fyrir- tæki hafi aldrei verið útilokuð. Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, segir að hugmyndir um skattlagn- ingu á fyrirtækin sem eina leið til að draga úr fjárlagahalla séu öfugsnúnar miðað við það að gjöldum hefði verið létt af fyrir- tækjunum fyrir skömmu til að gera þau samkeppnishæf. Þá seg- ir Jiann að skattahækkanir fari ekki saman við nýgerða kjara- samninga og leggur til að skorið verði niður í yflrbyggingu hins opinbera. Ekki veiðist upp í kvóta Útlit er fyrir að aflaverðmæti upp á um tvo milljarða króna glat- ist á þessu ári þar sem ekki hefur tekist að veiða upp í útgefna kvóta og um er að ræða físk sem ekki má, eða er hægt, að flytja milli kvótaára. Munar hér mestu um að útlit er fyrir að 20 þúsund tonn af ýsukvótanum náist ekki fýrir lok fískveiðaársins en aðeins má flytja 10 þúsund tonn yfír á næsta ár og ekki náðist að veiða 150.000 tonn af loðnukvótanum í ár. ERLENT Rússlands- forseti hótar íhlutun í Eistlandi FORSETI Rússlands, Borís Jelts- ín, hefur sakað Eistlendinga um að framfýlgja „aðskilnaðar- stefnu" gagnvart rússneska minnihlutanum í Eistlandi. Hótaði hann því einnig að Rússar myndu ekki láta afskiptalaust ef rússneski minni- hlutinn risi upp til varnar gegn „grófri mismun- jeltsín un“ eins og sagði í yfirlýsingu frá Jeltsín. Þetta er harðorðasta yfírlýsing forsetans í garð annars ríkis frá því hann tók við embætti. Kom hún í kjölfar,, útlendingalaga" sem eistneska stjórnin setti á mánudaginn var, þar sem aðrir en Eistlendingar eru skyldaðir til að sækja um ríkis- borgararétt innan tveggja ára. Átta liða áætlun um efnahagsúrræði AÐALEFNl leiðtogafundar EB ríkjanna sem haldinn var í Kaup- mannahöfn fyrr í vikunni var stríðið í Bosníu, en þar að auki gerðu leiðtogarnir áætlanir um að blása nýju lífi í efnahagsstarf- semi aðildarríkjanna. Áætlunin, sem kennd er við Jacques Del- ors, er talin munu kosta 3.300 milljónir króna. Er hún í átta lið- um og meðal annars er lögð áhersla á að taka upp einn gjaldm- iðil og að gengið verði frá nýjum GATT-samningi. Búist er við sam- drætti í stað hagvaxtar í ríkjum EB og stefnir í að tala atvinnu- lausra verði 20 milljónir á.næsta ári. Bílsprengjur bana sjö manns í Madrid BASKNESKA aðskilnaðarhreyf- ingin ETA kom tveim bílsprengj- FTutningur á óveiddum kvóta yfir á næsta fískveiðiár stefnir í að verða um 38 þúsund þorskígildis- tonn en milli tveggja síðustu kvótaára nam flutningurinn sam- tals rúmlega 52 þúsund tonnum. Fjölskyldugarður Fjölskyldugarðurinn í Laugar- dal var opnaður í sól og sumar- veðri á fímmtudag að viðstöddu fjölmenni. Ókeypis verður í garð- inn fyrsta mánuðinn. Þann dag var einnig tekin í notkun endur- bætt aðstaða við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn og geta stór skemmtiferðaskip lagst þar að. Ingvar bæjarstjóri Ingvar Viktorsson, kennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, var í vikunni valinn eftirmaður Guð- mundar Áma Stefánssonar, heil- brigðisráðherra, sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. Bið eftir glasafrjóvgunum Hátt í 400 pör bíða nú eftir glasafrjóvgunarmeðferð og hefur biðtíminn eftir meðferð lengst úr einu ári í tvö á skömmum tíma. Sjötíu og sjö „glasabörn" hafa fæðst hér á landi frá því að starf- semi glasafijóvgunardeildarinnar hófst í nóvember 1991. um fyrir í miðborg Madrid í gær með þeim afleiðingum að sjö manns biðu bana, þar af fimm hermenn. Fjölmargir óbreyttir borgarar slösuðust að auki. Engin viðvörun var gefin fyrir spreng- ingarnar sem urðu á háannatíma. Var sprengjunum komið fyrir undir brú nokkurri og við banda- ríska sendiráðið í borginni. Felipe Gonzales forsætisráðherra for- dæmdi tilræðin. Talið er að þau hafi verið gerð til þess að mót- mæla fangelsisdómum sem felldir voru í síðustu viku yfír þremur háttsettum liðsmönnum skæru- liðahreyfingarinnar. Major skilar framlögum Nadirs og Mates segir af sér JOHN Major forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi íhalds- flokksins hyggst skila framlögum §em flokkurinn þáði frá kaup- sýslumanninum landflótta, Asil Nadir. Upphæðin samsvarar 44 milljónum íslenskra króna. Nadir hafði í hótunum um að gera ýmis tengsl sín við frammámenn innan flokksins opinber. íhaldsflokkur- inn var einnig vændur um að hafa þegið 700 milljónir króna frá Saudi-Arabíu en því var neitað. Michael Mates, sem fer með mál- efni írlands í bresku ríkisstjórn- inni, neyddist síðan til þess að segja af sér, í lok vikunnar, vegna óæskilegra tengsla við Nadir. Clinton eignast hálfbróður ÆTTARTRÉ Bills Clintons Bandaríkjaforseta bætti við sig grein í vikunni þegar kom upp úr kafinu að hann ætti hálf- bróður. Sá heitir Henry Leon Ritzenthaler, 55 ára gamall, fyrrverandi hús- vörður sem sest hefur í heigan stein af heilsuf- arsástæðum. Það var dagblaðið Washington Post sem uppgötvaði hálfbróður- inn en hann er búsettur í Paradise í Kalifomíu. Sagði blaðið Ritzent- haler hafa skrifað forsetanum í fyrra en ekki fengið svar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna áhyggjufullur Friðargæsla í Króatíu í hættu Sameinudu þjóðunum. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefur hótað því að draga sveitir SÞ í Króatíu til baka verði öryggi þeirra ekki tryggt innan þriggja mánaða. Kemur þetta fram í skýrslu frá framkvæmda- stjóranum, sem Reuters-frétta- stofan fékk í hendurnar á laugar- dag. I skýrslunni segir Boutros-Ghali að hann telji það ekki vera rétta stefnu að halda áfram friðargæslu á svæði þar sem ljósti væri orðið að enginn friður væri til að gæta. Starfsfólk SÞ sætti árásum úr öllum áttum og á síðustu fjórtán mánuð- um hefðu fjórtán fallið og 245 særst. Umboð SÞ til að halda uppi frið- argæslu í Króatíu fellur úr gildi þann 1. júlí en framkvæmdastjóri SÞ leggur til að það verði fram- lengt í þijá mánuði til viðbótar. Náist hins vegar ekki verulegur árangur á þeim tíma í viðræðum Króata og uppreisnarmanna Serba komi ekki til greina að hugleiða frekari framlengingu. Um tíu þúsund friðargæsluliðar SÞ hafa verið í Krajina-héraðinu í Króatíu frá ársbyijun 1992. Serbar í Krajina gerðu uppreisn þegar Kró- atar lýstu yfir sjálfstæði árið 1991 og vilja þeir sameinast Serbíu og héruðum Bosníu-Serba í Bosníu. Um þriðjungur Króatíu er á þeirra ' valdi. Hjá sólgyðjunni MARUHITO krónprins Japans og eiginkona hans Masako krónprins- essa eru nú lögð af stað í brúðkaupsferð sína. Hér má sjá þau á fyrsta morgni ferðarinnar en þá heimsóttu þau hinn heilaga stað Ise og til- kynntu sólgyðjunni Amaterasu um hjónaband sitt. Nýnasistar notfæra sér pól- itíska tómarúmið í Rússlandi Pétursborg. The Daily Telegraph. NÝNASISTUM í Rússlandi vex nú ásmegin og að eigin sögn njóta þeir æ meiri stuðnings áhrifa- mikilla afla í þjóðfélaginu, svo sem í fjölmiðlun- um, stjórnkerfinu, fjármálalifinu og lögreglunni. Um tólf hreyfíngar nýnasista hafa sprottið upp í Rússlandi og þær hafa mætt tiltölulega lítilli mót- spyrnu stjómvalda í því pólitíska tómarúmi sem skap- ast hefur í landinu eftir hrun kommúnismans. Péturs- borg er helsta vígi nýnasista og þeir selja blöð með táknum nasismans og greinum um „samsæri júða og frímúrara" í lestastöðvum í hjarta borgarinnar. Nasistamir beina spjótum sínum að lýðræðissinn- um sem komu Borís Jeltsín forseta til valda og öllum þeim sem ekki tilheyra „hvíta kynstofninum“, gyðing- um, Georgíumönnum og öðrum sem ekki eru af „hreinum" slavneskum ættum. Þúsundir fylgismanna í Pétursborg Sjónir manna beinast einkum að tveimur nýnasist- um. Héraðsdómstóll í Pétursborg hefur sýknað annan þeirra, Viktor Bezverkhíj, 62 ára gamlan kaupsýslu- mann sem ákærður var fyrir að kynda undir kyn- þáttahatri. Fyrirtæki Bezverkhíj hafði gefið út „Mein Kampf“ eftir Hitler og hann hélt því fram við réttar- höldin að hann hefði aðeins ráðist í útgáfuna í gróða- skyni og ekki af hugsjónaástæðum. Hinn er Júrí Belajev, fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður sem átti sætti í borgarstjórn Pétursborg- ar þar til fyrir ári þegar hann gerðist skyndilega „brúnstakkur", eins og Rússar kölluðu liðsmenn SA-sveita Hitlers. Síðan hefur hann tvisvar sent rússneska málaliða til Serbíu og komið upp æfinga- búðum fyrir liðsmenn sína í Rússlandi. Belajev getur ekki farið úr landi sem stendur þar sem verið er að rannsaka hvort hann hafi kynt und- ir kynþáttahatri. Líklegt þykir að hann sleppi við ákæru þar sem margir í borgarstjóminni hafa haldið hlífiskildi yfir honum. „Ég veit að nógu margir standa með mér,“ sagði hann í samtali við fréttaritara The Daily Telegraph í skrifstofu hans í kjallara bygging- ar í Pétursborg. Skrifstofan líktist neðanjarðarbyrgi og menn í hermannabúningum vom þar á verði. Belajev segist hafa þúsundir fylgismanna og ætlar bráðlega til Moskvu til að afla flokki sínum, Þjóðar- sósíalistaflokknum, stuðnings. „í Pétursborg hefur það verið auðveldara; hún er hreinni rússnesk borg,“ sagði hann. Belajev segir að ráðherrarnir í stjórn Jeltsíns séu ekki „hreinir Rússar" þar sem þeir séu handbendi gyðinga eins og allir ráðherrar kommún- ista eftir byltingu bolsévíka. Hann kvaðst staðráðinn í að tryggja sér sæti á þingi Rússlands og beita sér fyrir því að aðeins Rússar gegni æðstu embættum landsins. Nýnasistum vex ásmegin Betlari í Moskvu. Nýnasistum fjölgar nú í Rúss- landi vegna örvæntingar þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á verðbólgunni og atvinnuleysinu eftir hrun kommúnismans. Þjóðernisáróður í sjónvarpi Belajev og forystumenn annarra hægriöfgamanna og kommúnista notfæra sér örvæntinguna sem grip- ið hefur um sig á meðal fátækra Rússa vegna verð- bólgunnar og vaxandi atvinnuleysis. Þótt mótmæla- fundir þeirra séu ekki enn fjölmennir em þeir sann- færðir um að boðskapur þeirra fái góðan hljómgrunn. í vinsælasta fréttaþætti sjónvarpsins í Pétursborg, sem sést um allt Rússland vestan Úral-íjalla, hefur æ meira borið á þjóðernishyggju og andúð á útlend- ingum. í hvert sinn sem yfirvöld reyna að banna þáttinn aukast vinsældir fréttastjórans, Alexanders Nevzorovs. „Hér er ekki um óskipulega hreyfingu að ræða,“ sagði David Raskín, félagi í hreyfingu fijálslyndra manna sem hefur fylgst með starfsemi nýnasist- anna. „Þeir njóta stuðnings fyrrverandi KGB-for- ingja, í iögreglunni og annars staðar... og meðal margra þeirra sem eru óánægðir með hvernig stjórn- völd eru að reyna að færa sig nær Vesturlöndum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.