Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 18
KYIKMYNDIR/ Sambíóin hafa frumsýnt í Sagabíó gamanmyndina Fædd í gær, Born Yesterday, með Melanie Grifflth, John Goodman og Don Johnson í aðalhlutverkum. Þetta er endurgerð vinsællar kvikmyndar frá 1950 og Qallar hún um fáfróða kærustu brotajárns- sala sem ræður einkakennara til að víkka sjóndeildarhring hennar. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JUNl 1993 Vitsmunavera verður til ALSÆL með skartgripina sína og ferðasjónvarp BILLIE notar hverja stund sem gefst til að auka í veskinu er Billie til að byrja með heldur utan- þekkingu sína þegar henni hefur verið sýnt fram gátta við kringumstæður sem krefjast siðfágunar. á að með henni geti hún öðlast aukið sjálfstæði. Valdatap EFTIR því sem Billie Dawn þróast æ meira í þá átt að vera sjálfstætt hugsandi finnur hinn ráðríki kærasti hennar að hann er smátt og smátt að missa vald sitt yfir henni. sýna á sér betrí hliðina Hjónaspil MELANIE Griffith og Don Johnson í hlutverkum sínum í Fædd í gær. SAGABÍÓ sýnir þessa dag- ana gamanmyndina Fædd í gær, eða Born Yesterday, en það er endurgerð myndar sem George Cukor leikstýrði árið 1950 og færði aðalleik- konunni, Judy Holliday, Ósk- arsverðlaun. Þetta er kvik- myndaútfærsla á vinsælu leikriti, og aðalhlutverkin í þessari nýju gerð myndar- innar leika Melanie Griffith, John Goodman og Don John- son. Leikstjóri er Luis Mand- oki, sem síðast leikstýrði myndinni White Palace með Susan Sarandon og James Spider í aðalhlutverkum. Myndin var nýlega frumsýnd í Bretlandi og þar fékk hún ágæta dóma, m.a. þijár stjörnur í hinu virta kvik- myndatímariti Empire, en vel þykir hafa tekist til með að færa söguna til nútímans. Fædd í gær segir frá hinni glæsilegu Billie Dawn (Mel- anie Griffith), heldur fáfróðri fyrrverandi dansmær í Las Vegas sem kemur til höfuðborgarinnar Washington með kærastanum sínum, hinum grófgerða Harry Brock (John Goodman), en hann er milljónamæringur sem selur brotajárn. Billie skortir ýmislegt til að falla með góðu móti inn í samkvæmislífið með stjórnmála- mönnunum í höfuðborginni, sem kærastinn hennar umgengst Hjónin MELANIE Griffith þykir held- ur rétta úr kútnum í kvikmynd- inni Fædd í gær, eftir að hafa átt frekar erfitt uppdráttar í myndum á borð við The Bonfire of Vanities, Shining Through og A Stranger Among Us. í Fædd í gær sýnir hún hins veg- ar sömu kynþokkafullu grín- taktana og hún sýndi í hlut- verki skrifstofustúlkunnar ákveðnu í Working Girl, en fyr- ir það hlutverk var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir best- an leik í aðalhlutverki. Þá þykir eiginmaður hennar, Don John- son, einnig sýna mun betri leik í myndinni en hann hefur náð að sýna í þeim myndum sem hann hefur leikið í að undan- förnu, en hann hefur upp á síð- kastið að mestu lifað á fornri frægð Miami Vice-sjónvarps- þáttanna. Melanie Griffith er fædd í New York, en hún er dótt- ir leikkonunnar Tippi Hedren, sem meðal annars lék í hrollvekju Alf- reds Hitchcock, The Birds. Hún flutti með móður sinni til Los Angeles þegar hún var fjögurra ára gömul, og þar lagði hún stund á nám í leiklist auk þess sem hún stundaði ýmis fyrirsætustörf. Fjórtán ára gömul kom hún fram í smáhlutverki í kvikmyndinni The Harrad Experiment, sem móðir hennar lék aðalhlutverkið í, en ferill hennar í kvikmyndum byij- aði fyrir alvöru árið 1975, þegar hún var sextán ára. Það var í mynd Arthurs Penn, Night Moves, en í henni lék hún táning sem dregur Gene Hackman á tálar. Árið eftir lék hún svo á móti Paul Newman í The Drowning Pool. Hlutverk í nokkrum minnihátt- ar kvikmyndum fylgdu í kjölfarið og einnig lék hún í ýmsum sjón- varpsmyndum, en árið 1981 tók hún sér ársfrí og fluttist Melanie þá til New York þar sem hún lærði leiklist hjá Stellu Adler. Að því loknu hélt hún á nýjan leik til Los Angeles og lék þá í Fear City með Billy Dee Williams og Tom Berenger, og árið 1984 hlaut hún mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í mynd Brians De Palma, Body Double, en einnig hlaut hún lof fyrir leik sinn í mynd Jonat- hans Demme, Something Wild, sem hún lék í 1986. Árið 1988 lék hún í The Milagro Beanfield War á móti Robert Redford og sama ár brá hún sér til Englands þar sem hún lék á móti Tommy Lee Jones og Sting í Stormy Monday. Sama ár lék hún í grínmynd Mike Nichols, Working Girl, sem sann- arlega sló í gegn, og hlaut Mel- anie Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni auk tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna. Melanie Griffith lék næst í ýmsum markverðum myndum sem sumar hveijar stóðu þó ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Þar á meðal er tryllir Johns Schlesingers, Pacific Heights, með Michael Keaton, og mynd Brians De Palma, The Bonf- ire of Vanities, með Tom Hanks, og einnig rómantíski tryllirinn Shining Through með Michael Douglas og Paradise, sem hún lék í á móti eiginmanni sínum, Don Johnson. Síðast sást hún svo á hvíta tjaldinu í mynd Sidney Lum- et, A Stranger Among Us, sem nýlega var sýnd í Regnboganum undir heitinu Close To Eden. Eiginmaðurinn á uppleið Eiginmaður Melanie, Don John- son, hóf kvikmyndaleik um 1970, en einnig lék hann í ýmsum minni- háttar sjónvarpsþáttum um langt skeið. Það var ekki fyrr en 1983 sem hann hlaut umtalsvert lof fyrir leik sinn, en það var í kvik- myndinni Cease Fire, þar sem hann lék fyrrverandi Víetnam-hermann sem þjáist af niðurbældum álagseinkennum. Það var hins vegar hlutverkið í Miami Vice-sjónvarpsþáttunum sem skaut Johnson svo um munaði upp á stjörnuhimininn, en sýning á þeim hófst 1984. Hann sneri sér aftur að leik í kvikmyndum 1988, þegar hann lék á móti Susan Sarandon, og ári síðar lék hann í Dead Bang, sem John Frankenheimer leikstýrði. Aðrar myndir sem hann hefur nýlega ieikið í eru mynd Dennis Hopper, The Hot Spot, Harley Davidson and the Marlboro Man, sem hann lék í á móti Mickey Rourke, og síðast áðurnefndri Paradise, þar sem hann lék á móti eigipkonunni. mikið í sambandi við kaupsýslu- störf sín, og lendir því í ýmsum skondnum uppákomum. Kærastinn bregður að lokum á það ráð að ráða blaðamanninn Paul Verrall til að hressa eins og mögulegt er upp á greindar- vísitölu stúlkunnar, sem við fyrstu sýn virðist ekki vera upp á marga fiska. Honum tekst að Ieiða Billie það fyrir sjónir að í aukinni þekkingu felist ákveðin völd,' og þegar hún smátt og smátt tekur að breytast í sjálf- stætt hugsandi vitsmunaveru verður Harry og hinu gáfufólkinu sem hún þarf að umgangast fljót- lega ljóst ’að þessi stúlka sem enginn hlustaði nokkurn tíma á hefur ýmislegt til málanna að leggja. Inn í þetta allt saman blandast svo hugljúf ástarsaga, en Paul verður að sjálfsögðu ást- fanginn af blondínunni sem tekur að blómstra á vitsmunasviðinu. Boðskapurinn í fullu gildi Aðstandendur myndarinnar segjast hafa leitast við að halda tryKKð við upphaflegt handrit leikritahöfundarins Garson Kanin, en leikrit hans var upphaflega frumsýnt árið 1946. Þeir benda á að boðskapur hans eigi fullan rétt á sér enn þann dag í dag, en hann sé í aðalatriðum sá að vald viðskiptanna yfir löggjafanum geti verið hættulegt. Hins vegar sé höfundurinn alls ekki svart- sýnn, heldur bendi hann á að fólk geti varið sig með aukinni menntun, sem feli í sér bæði frelsi og sjálfstæði. Þannig sýni þroskasagan um Billie að aukin þekking geti bjargað mannfólkinu en fáfræði geri það hins vegar að þrælum. Grínari af guðs náð JOHN Goodman er fyrir löngu orðinn heimilisvinur um allan heim fyrir að leika ciginmanninn í sjónvarps- þáttunum um Roseanne, en fyrir það hlutverk hefur hann hlotið Golden Globe- verðlaunin og fjórar tilnefn- ingar til Emmy-verðlauna. Eftir að hafa lokið háskóla- prófí í leikhúsfræðum hélt Goodman til New York árið 1975 þar sem hann freistaði gæfunnar á leiklistarbrautinni, en það var ekki fyrr en 1987 sem hann vakti verulega at- hygli á sér fyrir kvikmyndaleik í myndinni Raising Arizona. Árið 1991 var hann svo til- nefndur til Golden Globe-verð- launa fyrir hlutverk sitt í Bar- ton Fink, en á þessu tímabili lék hann einnig í myndum á borð Punchline, Sea of Love og Always. Þá lék hann aðalhlut- verkin í King Ralph og The Babe, og síðast í Matinee, sem sýnd er í Háskólabíói, en um þessar mundir leikur hann aðal- hlutverkið í væntanlegri mynd um Flintstone-fjölskylduifa. > i i i i i i i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.