Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 26 Minninff Guðrún Helgadóttir Fædd 1. september 1930 Dáin 18. júní 1993 Sumu fólki er þann veg farið, að návist þess fyllir allt rúm og þegar það fer verður tómleikinn meiri en nokkru sinni fyrr. Lífsorka þess er slík, að manni fínnst eins og það sé síður merkt dauðanum en annað fólk. Líkt og það væri á einhvem máta undanþegið þeim örlögum sem öllum eru buin. Guðrún Helgadóttir var þannig og nú þegar ég minnist henn- ar að leiðarlokum eftir áratuga vin- áttu koma fyrst í hugann orð eins og styrkur, kraftur, heilindi, heiðar- leiki — einlyndi — en umfram allt annað: Þessi mikli dugnaður og ósér- hlífni í hverju verki — þessi einstaka eljusemi sem prýddi hana og ein- kenndi meir en flest annað fólk og þetta dæmalaust hreinskilna og fals- lausa geð. Það fór aldrei neinn í graf- götur með hvar hann hafði hana; henni var áskapað hreinlyndið. Guðrún var jafnaðarlega kölluð Didda og þannig þekktu flqstir Akur- eyringar hana. Hún var kynborinn Akureyringur og alin upp í Innbæn- um, þar sem faðir hennar, Helgi Pálsson kaupmaður, og kona hans, Kristín Pétursdóttur, ólu upp sinn stóra bamahóp. í Innbænum eða Fjöranni eins og gamlir Akureyring- ar kalla gjaman byggðina á Höpfner og. þar upp af og innan við var mik- ið mannlíf, þar kom saman aðalsfólk allra stétta, og hafði Didda alla tíð sterkar taugar til þess fólks, sem hún kynntist þar í æsku sinni og upp- vexti og hélt við það tryggð alla tíð. Ung kynntist hún þeim manni sem átti eftir að verða förunautur hennar síðan langa tíð í blíðu og stríðu. Jó- hann Ingimarsson frá Þórshöfn á Langanesi kom ungur til Akureyrar til að læra smíðar. Hann var á þeim tíma eins og reyndar löngum fyrr og síðar mikill gleðimaður, íþrótta- maður góður, lífsglaður og skemmti- legur félagi. Með þeim tókust heitari ástir en mörg dæmi eru um, því að það væri ekki rétt af mér nú að leið- arlokum að halda því fram að líf vin- konu minnar hafi verið eins og listi- sigling um lognværan Pollinn. Sjálf var hún stórgeðja og Nói mikið brota- silfur, listamaður í lund og æði, hras- gjam og breyskur, en þrátt fyrir allt var öllum ljóst, hversu heit og einlæg tilfinning hélt saman þessu átaka- mikla hjónabandi. Að mörgu leyti var ást þeirra eftirbreytniverð, ekki sízt okkur sem kynntumst þeim náið. Nói í Valbjörk eða Nói í Örkinni, en und- ir þessum nöfnum hefur Jóhann vin- ur minn lengst af gengið, kenndur við fyrirtæki sín, hefur aldrei farið með löndum á lífssiglingu sinni, held- ur siglt brattan sjó og marga fjörana sopið. Það var því ekki fyrir neinn aukvisa að {>reyta með honum lífs- róðurinn og þar var Didda ekki neinn hálfdrættingur, heldur oftar en ekki sá sem stóð við stýri. Það vita allir, sem til þeirra hjóna þekktu, að ein- stakur dugnaður hennar og kraftur skilaði dtjúgum dagsverkum tveggja og þriggja að jafnaði. Hún minnti mig um sumt á aðra eyfirzka konu, löngu gengna, Þór- unni Jónsdóttur biskups Arasonar, húsfreyju á Grand, hispurslausa höfðingskonu og vafningalaust val- kvendi sem aldrei lét bugast þótt á móti blési og hafði þessa léttu barátt- uglöðu lund. Líkt og Þórunn á Grand var Didda Helga stjórnsöm, ákveðin, k"aftmikil og einörð en jafnframt með allra skemmtilegustu manneskj- um og gat gert grín að sjálfri sér ekki síður en öðrum, svo sem eins og þegar hún sagði við mig nú að leiðarlokum, að það væra undarleg örlög sín að þurfa að eiga í erfiðleik- um með mál síðustu stundirnar í þessu jarðlífi eins og hún hefði alltaf átt Iétt með að tala. Didda og Nói byijuðu ung að búa árið 1951 niðri á Eyri, en fluttust síðar eins og svo margir af jafnöldr- um þeirra upp á Brekkuna. Nói stofn- aði með félögum sínum húsgagna- verksmiðjuna Valbjörk, sem um tíma var einn stærsti framleiðandi hús- gagna hér á landi. Seinna stofnuðu þau hjónin Örkina hans Nóa, sem var húsgagnaverzlun við Ráðhús- torgið, og ráku þau hjón þá verzlun í tvo áratugi í eigin húsnæði. Þar fengu notið sín dugnaður, ósérhlífni og mikil kappsemi hennar, enda er ekki ofáögum sagt, að þar sem sam- an fóru næmt auga Nóa fyrir iist og smíði og reglusemi og dugnaður Diddu hafi verið komin hin fullkomna uppskrift að góðu viðskiptagengi. Vitur maður hefur sagt, að það væri eins og að búa í málverki að eiga heima á Akureyri og víst er það rétt, að fegurð bæjarins er einstök og mikið logn yfir bænum, svo að stundum gat maður ímyndað sér að maður væri inni í málverki og lífið ljúft og átakalítið, en þeir dagar era löngu gengnir og koma aldrei aftur. En það var aldrei logn í kringum Diddu Helga og stormurinn af henni var áreiðanlega meir húnvetnskur en eyfirskur. Hún var glæsileg kona, vaxin eins og ung stúlka fram á full- orðinsár og naut hvarvetna athygli hvar sem hún kom. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og gæfusöm með dætur sínar og aðra afkomend- ur. Þau Nói áttu saman þijár dætur, Kristínu, sem gift er Vilhjálmi Andr- éssyni, kvensjúkdómalækni, en þau búa nú í Noregi, Helgu, ljósmóður, sem gift er Kristjáni Jóhannessyni, verkfræðingi og forstjóra DNG, og Guðrúnu, kaupkonu á Akureyri, en að auki ólu þau Guðrún og Jóhann að miklu leyti upp Helgu, dóttur Kristínar, en hún stundar nú nám í MA og saknar nú sárlega ekki aðeins ömmu sinnar, heldur félaga og bezta vinar. Nú að leiðarlokum eru mér efst í huga þakklæti og söknuður. Það er margt sem þakka ber eftir langa samfylgd og vináttu Guðrúnar Helgadóttur við mig, konu mína og böm og öll munum við sakna hennar sárt, en sárastur er auðvitað söknuð- ur hennar nánustu, — Nóa, dætra og tengdasona, barnabama og systk- ina, og bið ég Hinn hæsta að senda þeim líkn með þraut og megi minn- ingin um mikilhæfa konu og einstaka mannkostamanneskju verða þeim eftirdæmi og leiðarljós. Við Álfhildur sendum ykkur öllum nú sem eigið um sárt að binda okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bárður Halldórsson. Fyrir 29 árum réttum bönkuðum við tveir á dyr Guðrúnar Helgadóttur í Austurbyggð 15. Þegar röddin hljómaði móti okkur, var ekki laust við að hún vekti með okkur undran og nokkurn beyg. Seiðmögnuð hlýja og glettni myndaði samt undirtóninn og gerði okkur fljótlega kleift að bera upp erindið. Hér talaði kona, sem fór engar krókaleiðir og vildi umbúðalaust vita eitthvað um hugs- un og lífshætti þessara tveggja ókunnugu strákaslöttólfa sunnan úr Reykjavík, er höfðu beðist gistingar í húsi hennar. Ekki til einnar nætur, heldur tveggja ára. Hún var bein- skeytt í spurningum sínum og spurði öðru vísi en fólk gerir yfirleitt. Enda varð ekki komist hjá því að svara bæði af einurð og heiðarleika. Við voram heppnir og fengum inni, en við vissum ekki þá, að tæki Didda einhvern að sér voru umhyggjan og heilindin algjör. Við urðum drengirn- ir hennar næstu tvö árin og var hald- ið að námi af þeirri festu og með þeim athugasemdum, sem þurfti til þess að koma okkur áráttufullum sportidjótum og Sjallasækjendum í gegn um stúdentspróf. Síðan áttum við Diddu að vini alla tíð. Nói, hinn dverghagi heimspekingur, tók þess- um viðskiptum okkar af þeirri rósemi og vinsemd, sem hann einn býr yfir. Vinátta hans var líka óskipt og af- dráttarlaus. Og heimasæturnar þijár, sem þá vora fjörmiklar trítlur og hver um sig sérútgáfa, sýndu okkur í bróðerni sínu að við vorum meðteknir í fjölskylduna, þótt táfýlan af okkur væri umdeild. Svo útskrif- uðu þau hjónin okkur fóstbræðurna og héldu okkur veislu á heimili sínu. í minningunni var dvölin í þessu húsi sífelld veisia. Didda var ótrúlega litrík mann- eskja. Hvar sem hún fór gustaði af henni eins og tíu hvítir svanir flygju um himinhvolfið. Og hún var svo elskurík og heillandi að nærvera hennar gerði manni tjaldbúð vellíðun- ar og töfraljóma. Lífsþrek, kjarkur, gleði og elska var gjöf hennar til lífs- ins. Það var gott að fá að njóta þeirra Guðs gjafa. Fjölskyldur okkar, makar og börn urðu heldur ekki afskipt þessari alúð og innileika, enda viídi hún fá að fylgjast með og leggja inn gott orð. Gistingar urðu margar gegnum árin. Þær Birna bundust líka svo mikilli vináttu að hún bar þær saman ár eftir ár á vit ævintýra erlendis, sem- var þeim báðum óendanlegt tilhlökk- unar- og þakkarefni. Þessara dýr- mætu vináttu- og samverastunda er nú sárt saknað og það verður erfitt að sættast við breytta áætlun. Þegar svo ósköpin dundu yfir og skuggi dauðans yfirskyggði allt, sýndi Didda enn af sér kjarkinn og dugnaðinn. Það er merkilegt að hægt skuli að styrkjast af því að koma að sjúkrabeði svo veikrar konu. En hún var stöðugt hinn gefandi aðili og barðist hetjulegri baráttu. Stúlkurn- ar hennar og fjölskyldur þeirra ásamt Nóa stóðu með henni og viðhéldu voninni og trúnni á lífið. Didda gerði sér þó grein fyrir því að hveiju dró. Trú hennar á fyrirheitin góðu, endur- fundi, frið og eilífa gleði gaf henni mátt til að beijast, vona og sigra. Góður Guð blessi minningu hennar og geymi þær, dýrmætan fjársjóð, í bijósti okkar allra. Guð blessi ykkur, kæra vinir, Nói, Kristín, Helga, Guja og þið öll, sefí sorgina og láti ljósið, sem hún bar, lifa með okkur. Jakob Hafstein, Birgir Ásgeirsson Hvílíkur sjúkdómur sem tekið hef- ur hana ömmu frá mér, ömmu sem var mér allt, studdi mig í einu og öllu, hvatti mig áfram og gaf mér alltaf góð ráð. Amma og afí tóku mig að sér þegar mamma og pabbi fluttust utan. Eg var aðeins nokkurra mánaða gömul og hafa amma og afí verið mér sem foreldrar. Alltaf leið mér best hjá ömmu. Ég fór út til mömmu á sumrin, en vildi alltaf strax aftur heim. Orð fá ekki lýst hve mikið ég sakna ömmu. Þó að ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót tii ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir tifinu... (Óþekktur höfundur) Ég þakka ömmu fyrir allt sem hún hefur gefíð mér. Helga Sigurlaug. Didda er horfín á braut langt fyr- ir aldur fram. Mig langar að minn- ast hennar og þakka henni fyrir hvað hún var mér alltaf góð. Hún hét Guðrún Helgadóttir og var gift Jó- hanni Ingimarssyni, móðurbróður mínum, en þau hjónin voru ævinlega kölluð Didda og Nói. Og á mínu heim- ili, eins og á heimilum hinna átta systkina Nóa, gekk hún alltaf undir nafninu Didda mágkona. Ég hef þekkt Diddu frá því að ég man eftir mér. Hún var' glæsileg kona, grönn og létt í spori. Henni fylgdi hressandi andblær og stundum talsverður gustur. Hún hreyfði sig hratt, talaði hátt, kvað fast að orði og þoldi yfírleitt enga lognmollu í kringum sig. Hún var gríðarlegur dugnaðarforkur og lagði sig fram um að gera allt vel sem hún tók sér fyrir hendur, hvort heldur var í starfi hennar við fyrirtæki þéirra hjóna eða heima fyrir. Heimili Diddu og Nóa er einstaklega fallegt og ber vott um frábæran myndarskap. Milli foreldra minna og Nóa og Diddu ríkti alla tíð afar náin og ein- læg vinátta sem fór jafnvel vaxandi eftir því sem árin liðu og aldur færð- ist yfir þau. Didda lét sér mjög annt um foreldra mína eins og reyndar alla sem hún tók ástfóstri við. Síðan höguðu örlögin þvi svo að móðir mín og Didda greindust báðar með alvarlegt krabbamein í desem- ber síðastliðnum og lágu samtímis á Landspítalanum um skeið í ársbyij- un. Þær sóttu styrk hvor til annarrar þar sem þær börðust við þennan ill- víga sjúkdóm, móðir mín á sinn ró- lega og yfírvegaða hátt, Didda af sínum alkunna krafti með gamanyrð- in og skensið á vörunum. Þótt ólíkar væra á margan hátt áttu þær mág- konur það sameiginlegt að hugsa meira um hag annarra en sjálfra sín. Og nú er lokið stríði beggja gegn ofurefli sjúkdómsins. Móðir mín var eldri og fór á undan. Ég veit að hún hefúr tekið vel á móti Diddu mág- konu. Sú tilhugsun veitir okkur huggun sem hefðum viljað hafa þær báðar hjá okkur svo miklu lengur. Blessun fylgi þeim á nýjum leiðum. Við Ornólfur og bömin okkar sendum hjartans kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja Nóa frænda, dæturnar Kristínu, Helgu og Guð- rúnu og fjölskyldur þeirra á erfíðri stundu. Helga Elínborg Jónsdóttir. Didda Nóa hefur kvatt þessa jarð- vist að lokinni sex mánaða hetjulegri baráttú við ólæknandi sjúkdóm. Lífið getur verið torskilið og erfítt, sér- staklega þegar kona sem Didda, sem geislaði af lífskrafti og glæsileik, er kvödd á brott langt um aldur fram. Vegir Drottins eru órannsakanlegir. Allan þann tíma sem við áttum samleið einkenndist líf hennar af ein- stökum krafti og dugnaði. Þau vandamál eða erfiðleikar sem hún gat ekki yfirstigið voru vandfundin. Sjónarsviptirinn er mikill, en minningin lifír og verk hennar standa. Hver græðir hin djúpu svöðusár, er svella í mæddum barmi? Hver þerrar hin stríðu tregatár, er titra í vinahvarmi? Hver leggur oss blessað líknarár og léttir af þunpm harmi? Vér skiljum svo lítið lífsins rök og lendum svo oft í myrkri. Vér fálmum sem börn. Oss fatast tök og föðurhönd sleppum styrkri. Hún leitar vor þó í þyngstri sök, er þörf er á samúð virkri. (Vald. V. Snævarr) Ég þakka ástkærri tengdamóður fyrir allt gott á lífsleiðinni. Guð geymi þína sál. Kristján Eldjárn Jóhannesson. Góður vinur og félagi er horfinn, því að Guðrún Helgadóttir er látin. Við minnumst hennar fullar af sökn- uði og vitum, að hennar sæti verður seint fyllt. Guðrún var einn af stofnfélögum Inner Wheel-klúbbs Akureyrar og hún er sú fyrsta úr hópi okkar sem kveður þennan heim. Hún var oftast kölluð Didda og setti mikinn svip á þennan góða félagsskap. Hún tók virkan þátt í starfi klúbbsins, og þau störf, sem henni voru falin, leysti hún af hendi með svo mikilli atorku og lífsgleði, að allir í kringum hana hrif- ust með. Hún var forseti og einnig gjaldkeri í stjóm klúbbsins og á síð- asta ári var hún gjaldkeri í umdæmis- stjórn Inner Wheel-kvenna á íslandi. Það var aldrei lognmolla í kringum Guðrúnu. Þar sem hún fór var æða- sláttur lifsins svo hraður og fjörleg- ur. Hún var glæsileg kona, ljóshærð og frið sýnum, grannvaxin og bein- vaxin og afar smekkvís í klæða- burði. Hún var dugnaðarforkur og hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og lét þær hispurslaust í ljós. Hún var hreinskiptin og hressileg og lá hátt rómur. Hún var hjartahlý og lét sig varða um samferðamenn sína, ef vel gekk vildi hún samgleðjasat og ef illa gekk vildi hún vita hvort hún gæti ekki orðið að liði. Það var alltaf svo skemmtilegt að sitja ná- lægt Guðrúnu á fundum, því að hún var góður viðmælandi. Guðrún var mikil fjölskyldumanneskja og lét sér annt um sína nánustu. Á jólafundina kom hún oftast með dætur og dótt- urdætur og þær voru góðir gestir. Milli jóla og nýárs barst sú frétt, að Guðrún væri alvarlega veik. Við slíkar fréttir verðum við öll svo van- máttug. Ef til vill hefur Guðrún ver- ið sterkust okkar allra. Þrátt fyrir heitar bænir varð hún að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi. Síðast var hún meðal okkar Inner Wheel- kvenna á kvöldvöku sem við héldum í dvalarheimilinu Hlíð um miðjan mars. Yfír henni var sama reisn og glæsileiki sem endranær, þótt engum dyldist, að hún væri alvarlega veik. Nú er Guðrún farin í hinstu ferð sína og við biðjum henni blessunar á ókunnum slóðum. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Jóhanni Ingi- marssyni, dætrum þeirra þremur og öllum öðram vandamönnum vottum við einlæga samúð okkar. Guð blessi minningu Guðrúnar Helgadóttur. Inner Wheel-konur á Akureyri. Skarð er fyrir skildi. Eyfirsk kjarnakona, Guðrún Helgadóttir, hefur safnast til feðra sinna. Undar- legt er að hugsa til þess, að ljós hennar sé slokknað, syngjandi röddin þögnuð og dillandi hláturinn ómi aldrei framar. En þannig er gangur lífsins. Kynslóðir konia og fara. Skapadómur hefur verið kveðinn upp yfir ættarblómanum og fallvelti lífs- ins blasir við okkur öllum. í dómsorð- inu var þess getið að Didda gæti átt gott sumar, en tíðin varð rysjótt og sumarið stutt. Margt er ósagt og enn fleira ógert, en liðin stund kemur aldrei til baka. Guðrún Helgadóttir var fædd á Akureyri hinn 1. september 1930. Hún var af eyfirskum og húnvetnsk- um stofni. Foreldrar hennar vora Helgi Pálsson kaupmaður á Akureyri og Kristín Pétursdóttir húsfreyja. Helgi var sonur Páls Jónassonar, þurrabúðarmanns í innbænum á Akureyri, og Kristínar Þórdísar Jak- obsdóttur. Páll var sonur Jónasar, bónda á Melrakkasléttu, Fjöru-Páls- sonar, sem var -einn af þeim fyrstu sem settust að í fjörunni á Ákur- eyri. Ættir Helga Pálssonar má rekja í beinan karllegg til Egils Skalla- grímssonar skálds á Borg og raunar talsvert lengra. Kristín Þórdís var dóttir Jakobs, sem fórst með Haf únni við Skaga árið 1864, Magnús- sonar, bónda í Garði í Ólafsfirði, Jónssonar. Kristín eiginkona Helga Pálssonar var dóttir Péturs útvegs- bónda á Tjörn á Skaga, Bjömssonar, bónda í Ásgerðarstaðarseli í Hörg- árdal, Benediktssonar, bónda í Flög- useli, Sigfússonar, en frá honum er Flöguselsættin talin. Móðir Kristínar og kona Péturs var Guðmundína Guðrún Guðmundsdóttir, en foreldr- ar hennar vora Guðmundur Jónsson sjómaður, sem drakknaði ungur, og Ánna Gísladóttir frá Harastöðum í Húnavatnssýslu. Ættir þeirra hjóna eru mér því miður lítt kunnar. Didda giftist ung Jóhanni Ingi- marssyni, Nóa, húsgagnasmiði og listamanni frá Þórshöfn á Langa- nesi. Nói rak um langt skeið ásamt öðrum húsgagnaverkstæðið Val- björku við Glerárgötu og verslun með sama nafni, en við upphaf áttunda áratugarins opnuðu þau hjón versl- unina Örkina hans Nóa við Ráðhús- torgið. Þar stóð Didda innan við borð- ið um langt árabil, eða allt þar til þau seldu fyrirtækið fyrir örfáum áram. Dætur þeirra hjóna era Krist- ín, fædd 25. mars 1953, Helga Aðal- björg, fædd 15. desember 1954, og Guðrún Björg, fædd 18. desember 1960, en auk þeirra hafa þau alið upp elstu dóttur Kristínar, Helgu Sigurlaugu. Didda var glæsileg kona, drífandi og ákveðin. Hún var í raun hörkutól sem vílaði ekkert fyrir sér og fór sínu fram hvað sem tautaði og raul- aði. Þeir sem kynntust henni vissu að undir öft hijúfu yfirborðinu bjó réttsýn og glaðvær kona, sem lá hvorki á liði sínu né skoðunum, væri til hennar leitað. Ég kveð elskulega frænku mína og þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum skörungi. Blessuð sé minning Guðrúnar Helga- dóttur. Ragnar Ilólm Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.