Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 25
hafi ósjaldan velgt henni undir ugg- um, því að henni var gefið að skynja fegurð þess. Þá gáfu notaði hún í ríkum mæli. Hún var einlægur list- unnandi og í þeim efnum fyrirmynd margra, einkum sinna nánustu. Því það er ekki ónýtt að eiga slíkt skrautblóm í garðinum sínum. Finna var hálfsystir mín og sú elsta og sú sem pabbi elskaði ein- hvern veginn öðruvísi og kannski mest. En það gerði ekkert til, hann átti nóga ást handa okkur öllum. Fyrir mér var allt kringum Finnu systur ljóma vafið. Hún var litli móðurleysinginn, sem missti mömmu sína nokkurra daga gömul úr spönsku veikinni. Það var hún sem vestfirski höfðinginn Örnólfur Valdimarsson sendi barn að aldri „suður“ til að læra á píanó og bauð bestu vinkonu hennar með eins og ekkert væri. Hún var fallegust af öllum konum sem ég þekkti, átti fallegasta manninn, hann Árna „máf“, eins og við yngstu systurnar kölluðum hann, og skemmtilegustu börnin; Örnólf, jafnaldra minn, en ofjarl að visku og vexti, Nöfnu mína, svo blíða og viðkvæma, og Olgu Rúnu, sem lék sér að því að eiga athyglina alla, frá því að hún sat í barnastólnum sínum og reytti af sér brandara. Og þau Finna og Árni áttu vegginn góða í húsinu á Digranesveginum. Vegginn sem var fóðraður með alls kyns myndum, klipptum og röðuðum saman á listi- legan hátt. Þeim vegg gleymi ég aldrei og syrgði hann beinlínis þeg- ar þau fluttu. Þau áttu líka köttinn Ólsen-Ólsen, sem hvorki fyrr né síðar hefúr átt sinn líka. Eru þá ótaldir tindátarnir hans Ömólfs, allar bækurnar, hljómplöturnar og málverkin. Og síðast en ekki síst góði maturinn hans Árna. Ekki að undra þó að það hús skilaði af sér „menntuðu" fólki í orðsins bestu merkingu. Finna systir mín var lengi lands- kunnur þulur og upplesari og mörg- um ógleymanlegur. Hún hafði líka verið leikkona. Ekki ónýtt að geta státað sig af slíkri systur, enda óspart gert. Hún var alla jafna svo viðræðugóð og unaðslega máli farin áð hreint ómögulegt reyndist að slíta við hana símtölum fyrr en bæði eyrun, það hægra og það vinstra, loguðu. Hún átti líka fullt af visku og reynslu, umhyggju og áhuga á sínu fólki og var óspör á hrós, sem oft líknaði hrelldri sálu, og ævinlega létt að trúa því að hugur fylgdi máli. Um það get ég sannarlega borið. Ég á Finnu systur minni ótal margt gott að gjalda og vildi að ég gæti af viti og þekkingu launað henni með verðugri eftirmælum. Ég hlýt þó að þakka fyrir að hafa átt hana að samferðamanni svo lengi. Þakka henni fyrir að hafa opnað mér gættir að undraheimum. En síðast en ekki síst fyrir að hafa gefið mér svo góð frændsystkini. í þeim lifír hún áfram. Þau eru verð- ugir arftakar þess sem mölur og ryð fær eigi grandað. Megi sólin ætíð skína þeim öllum. Ég sakna Finnu systur mjög, og veit að ég mæli þar fyrir munn allra systkina minna. í bijósti okkar er fullt af þakklæti til allra þeirra sem Blömastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. JUNI 1993 25 studdu hana í „síðustu stormasjóun- um“, og einlæg von um að hvíldin og friðurinn hafi reynst henni kær- komin þrátt fyrir allt. Mættum við hittast í æðri heim- um. Margrét Ornólfsdóttir. í dag kveð ég elsku fallegu Finnu mína — að sinni. Ég minnist hennar með hlýju og söknuði — fallegu fíngerðu konunn- ar með glettnislega brosið og kitl- andi húmorinn. Hún var sérstakur og heillandi persónuleiki hún Finna, víðlesin og sannkallaður fróðleiks- brunnur, ákaflega orðheppin og skemmtileg manneskja. Fáa þekki ég sem hafa jafn næmt auga fyrir fegurð og hún Finna hafði, enda var hún sannkallaður fagurkeri í einu og öllu, ákaflega listræn og listelsk kona. Það var mannbætandi að kynnast Finnu og fjölskyldu hennar, sem ég var svo lánsöm að kynnast á ungl- ingsárunum og sem hefur verið mér sem fjölskylda æ síðan í gegnum árin. Á kveðjustundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Finnu, þakklæti fyrir vin- áttu og umhyggju hennar og þann hafsjó af gullkornum sem ég á í minningum um hana — okkur. Elsku Árni minn, Olga mín og Magga, Örnólfur og aðrir ástvinir Finnu, ykkur sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og ljós í hjarta. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á enginn orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Blessuð sé minning Finnborgar Örnólfsdóttur. Sif Ragnhildardóttir. Sigurður N. Brynj- ólfsson — Minning Fæddur 20. febrúar 1912 Dáinn 15. júní 1993 Sigurður N. Brynjólfsson fæddist á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Land- eyjum. Foreidrar hans voru hjónin Brynjólfur Jónsson og Margrét Jóns- dóttir. Þau bjuggu fyrst á Vatnahjá- leigu, fluttust síðan að Stóru-Hildisey í eitt ár. Þaðan fluttust þau að Tjarn- arkoti þar sem þau bjuggu í nokkur ár og síðan fluttust þau til Vest- mannaeyja. Sigurður átti 11 systkini og eru tvö af þeim á lífi. Þegar Sig- urður var tveggja ára fór hann í fóst- ur að Norður-Hjáleigu, sem heitir nú Lækjarhvammur, til hjónanna Guð- laugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur. Ólst hann þar upp til unglingsára. Þau hjónin áttu tvö börn, Ágúst og Sigurbjörgu. Miklir kærleikar voru alla tíð milli Sigurðar og þeirra systkina og minntist hann þeirra alltaf af hlýju. Eftir almennt barnaskólanám fór Sigurður í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal árið 1936- 1937. Hann fór ungur á sjó og fyrstu starfsár sín stundaði hann sjó- mennsku. Eftir að hann kom í land vann hann alla almenna verkamanna- vinnu, sem lögregluþjónn og í bygg- ingarvinnu, en lengst af vann hann við smíðar hjá Dráttarbraut Keflavík- ur. Sigurður kvæntist Pálínu Ragn- hildi Röguvaldsdóttur 24. maí 1941. Ragna, eins og hún var alltaf kölluð, var frá Haugi í Miðfírði, fædd 18. maí 1918, dáin 10. júlí 1992. Þau hófu sinn búskap á Sauðárkróki, þar sem Sigurður starfaði með lögreglu- þjónn. Síðar fluttust þau til Keflavík- ur þar sem þau bjuggu síðan, lengst af á Garðavegi 8. Þau eignuðust sjö börn, elstur var Þráinn, fæddur 1942, en hann lést 1970, stúlka fædd 1944 sem dó sama dag, Dóra Guðrún, fædd 1945, Hafdís, fædd 1947, Brynjólfur, fæddur 1949, Reynir, fæddur 1951 og Ómar, fæddur 1955. Sigurður var alla tfð mikill félags- hyggjumaður og starfaði mikið að verkalýðs- og félagsmálum. Hann var formaður Sósíalistafélags Keflavíkur á meðan það starfaði og síðar í mið- stjórn Alþýðubandalagsins. Hann var í stjórn Kaupfélags Suðumesja í mörg ár. Minning Axel Thorarensen Fæddur 24. október 1906 Dáinn 14. maí 1993 Þegar við fréttum aðAxel Thor- arensen væri dáinn helltust allar minningarnar um hann yfir okk- ur. Þessi frétt kom okkur á óvart, því Axel var einvhern veginn óbreytanlegur hluti af tilveru okk- ar hérna í hreppnum. Ferðir hans í kaupfélagið, þar sem við vinnum á sumrin, voru tíðar og ósjaldan þess á milli hringdi hann, annað- hvort til að panta vörur eða bara til að spjalla. Það var alltaf gaman að tala við Axel. Hann hafði frá svo mörgu að segja og sagði svo skemmtilega frá. En því miður höfðum við sjaldan tíma til að spjalla lengi við hann. Hugsuðum kannski sem svo að það kæmu aðrir betri tímar. Við minnumst þess best þegar hann hallaði sér + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÓSEFSDÓTTUR frá Svarfhóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins á Blesastöðum og starfsfólks 5. hæðar hjúkrunarheimilisins Skjóls. Hanna Björk Baldvinsdóttir, Ingvar Ragnarsson, Hafdís Baldvinsdóttir, Þórður Sveinsson, Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, Fríða Ragna Ingvarsdóttir, Karl G. Klein, Erla Rúna Þórðardóttir, Sigfús Ó. Höskuldsson, Baldvin Haukur Sigfússon. Á sínum yngri árum starfaði Sig- urður mikið í ungmennafélagshreyf- ingunni og skipuðu íþróttir alla tíð mjög stóran sess í lífí hans. Hann var formaður Ungmennafélagsins Dagsbrúnar um tíma og síðar heið- ursfélagi þar. Sigurður iðkaði fijálsar íþróttir, sund og glímu á sínum yngri árum og vann hann Ármannsskjöld- inn 1940. Hann var alltaf í essinu sínu þegar eitthvað var um að vera í íþróttalífínu og lét fátt íþróttaefni fram hjá sér fara. Þau eru trúlega fá landsmót UMFÍ sem hann lét sig vanta á. Nú síðustu árin fór hann í sund nær daglega og lét þá hvorki versnandi heilsu né veður stöðva sig. Einnig starfaði hann með Púttklúbbi aldraðra í Keflavík síðustu árin og vann þar til margra verðlauna. Bar- áttuviljinn og keppnisskapið fylgdu honum til síðustu stundar. Sigurður var höfðingi í lund, ljóð- elskur og bókhneigður. Hann fylgdist vel með og hafði mjög gaman af samræðum við fólk. Við viljum á i þessari kveðjustund þakka honum samverustundirnar og allt það sem hann gaf okkur með nálægð sinni. Þrátt fyrir að hann sé ekki með okk- ur lengur mun minning hans lifa sterkt meðal fjölskyldunnar. Tengdadætur. fram á búðarborðið og bað um ijómakaramellur. Þær voru hans uppáhald og hann var ekki ánægður ef þær voru einhverra hluta vegna ekki til. Axel var alltaf í góðu skapi og það var ekki annað hægt en smit- ast af þvl. Hann stoppaði alltaf lengi, sat þá á „harðindabekkn- um“ og ræddi málin við aðra við- skiptavini. Var oft gaman og fróð- legt að fylgjast með þeim sam- tölum. Við eigum margar góðar minn- ingar um Axel, en það er svo erf- itt að koma þeim á blað. Eitt er þó víst: lífið er ekki það sama án hans. Við þökkum fyrir að hafa þekkt Axel á Gjögri. Blessuð sé minning hans. Við vottum börnum hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. Ingibjörg og Jensína. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐBJARGAR BJARIMADÓTTUR frá Hausthúsum, Glaðheimum 14, Reykjavík. Gi'sli Sigurgeirsson, Sigurgeir Gíslason, Sigriður Daníelsdóttir, Bjarnheiður Gísladóttir, Magnús Gíslason, Jóna Fríða Gísladóttir, Alda S. Gísladóttir, Friðgeir Þorkelsson, Birna Jóhannsdóttir, Sævar Garðársson, Jóhannes Bekk Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, . ARNDÍSAR KRISTRÚNAR KRISTLEIFSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Kolbeinn Guðmundsson, Marteinn Guðlaugsson, Kristleifur Kolbeinsson, Stefanfa Érla Gunnarsdóttir, Kjartan Kolbeinsson, Helga Stefanía Haraldsdóttir, Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, GUÐLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR fyrrv. bankastarfsmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Sveinn Áki Lúðvfksson, Sigrún Jörundsdóttir, Jörundur Áki Sveinsson, Sveinn Áki Sveinsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna fráfalls ÁSTU JÓNSDÓTTUR, Hjallaseli 51, Reykjavík. Hilmar Guðmundsson, Gíslfna Jónsdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Þorbjarnarson, Inga Dóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.