Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 29 B w ■■BBB wP Hálfs- eða heilsdagsstarf 22 ára áreiðanleg kona óskar eftir hálfs- eða heilsdagsstarfi. Margt kemur til greina. Hef bíl til umráða. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 627086. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUWEVRI m Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Staða sérfræðings við bæklunardeild FSA er laus til umsóknar. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði, með upplýsingum um fyrri störf og vísindaferil, sendist Inga Björnssyni, framkvæmdastjóra FSA, fyrir 31. júlí 1993. Staða aðstoðarlæknis við bæklunardeiid FSA, tímabilið 1. ágúst 1993 til 30. október 1993, er laus til umsóknar. Vinnuskylda er við slysadeild og framvaktir eru sameiginlegar handlækningadeild og kvensjúkdómadeild. Vaktir eru fimmskiptar. Staðan gæti nýst heilsugæslulækni, sem hefði hug á að fríska upp á þekkingu sína í bæklunarlækningum og bráðamóttöku. Gæti einnig nýst sem tími í hliðargrein í sérnámi í almennum heimilislækningum. í framhaldi af ráðningartíma kæmu til greina aðstoðarlæknisstörf á öðrum deildum FSA. Nánari upplýsignar gefa Júlíus Gestsson, yfirlæknir bæklunar- og slysadeildar, og Geir Friðgeirsson, fræðslustjóri aðstoðarlækna. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. Laus störf Leitum meðal annars að fólki í eftirtalin störf: 1. Ritari. Almennt ritarastarf hjá þjónustu- stofnun. Framtíðarstarf. Vinnutími frá 9-14. Móttaka, símvarsla, ritvinnsla með WP eða Word í Windows umhverfi. 2. Viðskiptafræðingur. Leitað að sjálfstæð- um, drífandi og ábyrgum aðila í framtíðar- starf við bókhald og fjármálastjórn. 3. Ritari. Almennt ritarastarf hjá framleiðslu- fyrirtæki. Framtíðarstarf. Vinnutími frá 9-16. Leikni í notkun Word og Exel í Windows umhverfi og góð enskukunnátta nauðsynleg. 4. Afgreiðsla. Sölu- og afgreiðslustörf í sér- vöruverslunum með kvenfatnað og gjafa- vörur. Framtíðarstörf. Vinnutími breytileg- ur samkv. opnunartíma verslana í Kringl- unni og við Laugaveg. 5. Tölvari. Leitað að starfsmanni með mjög góða tölvukunnáttu. Sumarafleysing hálf- an daginn. Æskileg reynsla af Nowell-net- kerfi, forritun í C++, flókinni vinnslu með gagnagrunna, töflureikni og ritvinnslu. 6. Fiskmatsmaður með reynslu og réttindi til saltfiskmats. Mikil vinna. Ráðning í a.m.k. þrjá mánuði hjá fiskvinnslu á lands- byggðinni. 7. Ritari. Almennt ritarastarf hjá þjónustu- fyrirtæki. Sumarafleysing. Vinnutími frá kl. 10-15. Góð tölvukunnátta, enskukunn- átta og leikni í ritvinnslu æskileg. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar. Tekið á móti umsóknum frá kl. 10-12 og 13-15. i abendi É I RÁÐGJÖF 0G RÁÐNINGAR | LAUGAVEGI 178 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI: 689099 • FAX: 689096 „Au pair“ - Florída íslensk fjölskylda með tvo drengi, 2ja og 4ra ára, óskar eftir sjálfstæðri og barngóðri stúlku, eldri en 18 ára, frá septemberbyrjun. Má ekki reykja. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 670221. Mosfellsbær Forstöðumaður félagsmiðstöðvar Auglýst er laust til umsóknar starf forstöðu- manns félagsmiðstöðvar í Mosfellsbæ frá 1. ágúst nk. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldis- menntun eða sambærilega menntun og reynslu af félagsstörfum. Starfið felst í yfirumsjón með félags- og tóm- stundastarfi í félagsmiðstöð. Fyrirhugaðar eru gagngerar breytingar á núverandi starf- semi og því er verkefnið jafnframt spennandi mótunar- og uppbyggingarstarf. Umsóknarfrestur er til 14. júlí 1993. Nánari upplýsingar veitir tómstunda- og íþróttafulltrúi í síma 666218 kl. 8.00-15.00 alla virka daga. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Skóladagheimilið Völvukot v/Völvufell, s. 77270. Skóladagheimilið Hraunkot v/Hraunberg, s. 78350. Skóladagheimilið Fffuborg v/Fífurima, s. 684515. Leikskólann Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770. Einnig vantar yfirfóstu á leikskólann Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi forstöðumenn og ieikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. St. Franciskusspítali Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar - deildarstjórnun Deildarstjóri óskast á almenna deild (sem er í tengslum við fæðinga-, gjörgæslu- og skurðdeild). Deildin er staðsett í nánast nýrri aðstöðu. Deildin hefurverið rekin sem fimm- daga-deild, en fyrirhugað er að breyta henni í sjö-daga-deild í haust ef aðstæður leyfa. Deildarstjóri óskast á langlegudeild. Deildin er að hálfu í nýbyggingu (nýleg aðstaða) og í gamla hlutanum. Stykkishólmur er um 1250 manna byggðar- lag, þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum. í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, krefjandi grunnskóli með framhaldsdeild (tvö ár) auk kröftugs tónlistar- skóla. Fjölbreytt íþrótta- og félagsstarfssemi er á staðnum. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi með góðum launum í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við syst- ur Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) í síma 93-81128. Kennarar Kennara vantar í Grunnskólann á Bíldudal. Kennslugreinar: Almenn kennsla og íþróttir. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 94-2130. RIKISSPITALAR Landspítalinn Reyklaus vinnustaður AFENGIS- OG VIMUEFNASKOR Afengisráðgjafi Staða áfengisráðgjafa við Vífilsstaðadeild áfengis- og vímuefnaskorar geðdeildar Land- spítala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. júlí 1993. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist. Óttarri Guðmundssyni, sérfræðingi, skor4, geðdeild Landspítala, fyrir 10. júlí 1993. Sérfræðingur Staða sérfræðings í fullu starfi við áfengis- og vímuefnaskor geðdeildar Landspítala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. sept- ember 1993. Nám og sérfræðiviðurkenning í geðlækningum ásamt reynslu í meðferð áfengis- og annarra vímuefnasjúklinga. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1993. Nánari upplýsingar gefur Jóhannes Berg- sveinsson, yfirlæknir, í síma 601770. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við áfengisskor geð- deildar Landspítala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. júlí 1993. Umsóknar- frestur er til 10. júlí 1993. Nánari upplýsingar veita Jóhannes Berg- sveinsson, yfirlæknir, og Óttarr Guðmunds- son, sérfræðingur, í síma 601770. LYFLÆKNINGADEILD 14-E Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast á hjartadeild Landspítalans, 14-E, sem er 21 rúms deild. Starfsaðstaða er góð svo og tækjakostur. Hjartadeild Landspítalans hefur um áraraðir verið leiðandi í hjúkrun hjartasjúklinga og er deildin þekkt fyrir gott skipulag og fagleg vinnubrögð. í boði er einstaklingsbundin aðlögun í umsjá reynds hjúkrunarfræðings. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefa Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601250, eða Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 601303. BARNASPITALAI HRINGSINS Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður á barnadeild 3, handlækn- ingadeild fyrir 13 börn á aldrinum 2-16 ára og á barnadeild 4, sem er ungbarnadeild fyrir 12 börn. Unnið er með einstaklingshæfða hjúkrun og 3ja hver helgi unnin. Góður aðlögunartími með reyndum hjúkrunarfræðingi en fyrst og fremst gott samstarfsfólk, sem lítur jákvætt á starf sitt og finnst skemmtilegt í vinnunni. Upplýsingar gefa Anna Ólafía Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri, sími 601030, Agnes Jóhannesdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, sími 601035, og Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 601033. RIKISSPIT ALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.