Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIINIIVIINGAR SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 23 lækningar og var því vinnudagur- inn oft langur og strangur, þegar fara þurfti í margar sjúkravitjanir eftir almennan stofutíma. Síðari hluta starfsævi sinnar stundaði hann þó sérfræðistörfin einvörð- ungu, og má segja að við það minnkaði annríki nokkuð frá því sem áður var en ekki var að sama skapi sjálfgefið að vinnudagurinn styttist, því að alla tíð og fram að starfslokum fylgdist hann mjög vel með í fræðum sínum og sparaði þá hvorki tíma né fyrirhöfn. Kunn- áttu sinni hélt hann einkum við og jók hana sífellt með miklum lestri fræðirita en jafnframt sótti hann oft og reglubundið ráðstefnur og námskeið erlendis. Ótaldar eru þær þúsundir manna, karla og kvenna um allt land, sem Ólafur Tryggvason hjálpaði í baráttu við sjúkdóma, og er mér mætavel kunnugt, að honum þóttu lánast læknisstörfin afburðavel. Eru þeir vissulega margir, sem nú mega minnast hans með þakklæti fyrir vel unnin og árangursrík læknis- störí fyrr og síðar. Ólafur var tvímælalaust vel fall- inn til hvers kyns félags- og trúnaðarstarfa en sóttist þó ekki eftir þeim né heldur vegtyllum al- mennt. Nægir að geta þess hér, að hann var um nokkur ár í stjóm Læknafélags Reykjavíkur og lengi í stjórn Norræna húðlæknafélags- ins. Um skeið var hann einnig próf- dómari í húð- og kynsjúkdóma- fræði við læknadeild Háskólans. Hann var kosinn bréfafélagi í norska húðlæknafélaginu og heið- ursfélagi var hann í félagi ís- lenskra húðlækna. Hafði Ölafur löngum mikil og náin samskipti við norræna starfsbræður sína; var hann góður fulltrúi þjóðar sinnar og stéttar á erlendum vettvangi og þau hjónin tóku vel og höfðing- lega á móti erlendum sérfræðing- um, sem komu hingað til lands. Gestrisni þeirra hjóna var þó síður en svo einskorðuð við erlenda menn heldur tóku þau ætíð á móti hveij- um, sem að garði bar, ættingjum og jjölda vina og kunningja, með mikilli og rómaðri reisn og myndar- skap á fögru, menningarlegu og vel búnu heimili sínu. Átti þar húsfreyjan að sjálfsögðu ekki síðri hlut að máli en bóndinn, en þau hjónin voru alla tíð samhuga um gott heimilislíf, enda bæði miklar heimilis- og fjölskyldumanneskjur þótt jafnframt væru þau heims- borgarar í þess orðs bestu merk- ingu. Heima hjá afa og ömmu leið barnabörnum þeirra vel, sem og í návist þeirra annars staðar, enda var þar af mikilli hjartahlýju að miðla, auk þekkingar og lífs- reynslu, sem yngsta kynslóðin fékk vel að njóta. Svo margvíslegum og, við fyrstu sýn, ólíkum hæfileikum, sem Ólaf- ur Tryggvason var vissulega bú- inn, var hann þó stefnufastur mað- ur og marksækinn. Áhugaefnin voru mörg, jafnframt því sem hæfileikarnir voru fjölþættir, en starfs- og lífsferillinn var þó frá upphafi „heill“ og óbrotinn og jafn- lyndur var hann í skapi og reglu- og vanafastur í dagfari sínu öllu. Fædd 4. desember 1913 Dáin 28. maí 1993 Með örfáum orðum langar okkur að kveðja föðursystur okkar Frið- riku Guðnýju Ólafsdóttur eða Fíu eins og við systkinin kölluðum hana alltaf. Fía bjó í Dufansdal til ársins 1967 og var ein af óhagganlegu staðreyndunum í tilverunni meðan við vorum enn börn. Heimilið var fjölmennt, vinnu- dagurinn langur og veraldleg þæg- indi fábrotin. Fía gekk til allra verka bæði utan dyra sem innan og átti stóran þátt í uppeldi okkar og Hann hafði vissulega ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en fór hóflega með þær og kvað ekki upp dóma að lítt athuguðu máli. Þess hefur áður verið getið, að Ólafur var mikill námsmaður á yngri árum en að hætti góðra menntamanna, fyrr og síðar, var hann alla ævi að læra og að auka, skipulega, þekkingarforða sinn og víðsýni. Kom þetta fram á mörgum sviðum, auk sérgreinar hans, m.a. í tungumálanámi og ýmsum nýjum hugðarefnum, sem hann tileinkaði sér og lagði stund á. Auk margvís- legra hagleikssmíða Ólafs og at- hugana hans á leyndardómum ís- lenskrar tungu nægir í því sam- bandi að nefna listrænan áhuga hans, sem mörgum samferða- mönnum var vel kunnugt um, en eigi síður hitt, sem ýmsum var miður kunnugt, að hann hafði umtalsverða hæfileika til listrænn- ar sköpunar. Lét hann þá hæfileika sína alls ekki ónotaða, þótt vissu- lega væri varlega á haldið og e.t.v. um of. Um nokkurt árabil fékkst hann t.d. við listmálun og hefðu margir væntanlega vel mátt una við árangur sambærilegan þeim, er hann náði á því sviði, en lítt var þó Ólafi við að flíka myndum sín- um. Marksæknari var hann hins vegar á öðru sviði, þ.e. á vettvangi braglistarinnar, þótt einnig þar færi hann lengst af fremur dult með viðfangsefni sín og fullbúin verk. Allt frá æskuárum hafði Ólafur verið mikill unnandi góðrar ljóðlistar og kunnáttu- og smekk- maður á því sviði, en þó var hann kominn nálægt miðjum aldri, er hann tók sjálfur að setja saman bundið mál að marki. Síðan fékkst hann við þá iðju, að vísu með nokkrum hléum, allt til æviloka, og sótti þó fremur á brattann eftir því sem á ævina leið. Þótt dulur væri hann á ýmis kvæði sín, og þ.á m. á sum hin bestu, fór ekki hjá því að nokkur þeirra birtust við ákveðin tækifæri eða væru sungin á mannamótum. Þar að auki birti hann vandaðar þýðingar á erlendum ljóðum í Lesbók Morg- unblaðsins en þær urðu því miður of fáar. Hefur nú verið gefið út á bók úrval ljóðmæla Ólafs, sem tala ljósu máli um hæfileika hans á þessu sviði og betur en hér verði frá sagt. Auk listilegs og kraftmik- ils tungutaks bera ljóð Olafs skýr- an vott um djúphygli hans og góða kímnigáfu, en athyglisvert er einn- ig hve vel honum lét að sýna les- andanum ýmis atriði úr daglega lífinu í nýju ljósi og óvæntu sam- hengi. Ljóst er þar kveðið um ýmis mikilvæg mál, sem kunna að vera umdeilanleg en sem höf- undurinn hafði myndað sér fastar skoðanir um. Þá gefur þar einnig m.a. að finna allnokkur ljóð, er hann orti til konu sinnar, fagurlega og af mikilli hlýju, og eru þau, auk alls annars, góður vottur um hug Ólafs til hennar og um ástúðlegt samband þeirra alla tíð. Ólafur Tryggvason var auð- kenndur hvar sem hann fór, svip- mikill maður og höfðinglegur, há- vaxinn og bar sig vel. Andlitsfall hans var fastmótað, augun skýrleg umönnun. Einu okkar tók hún á móti þegar það fæddist, nokkrum kenndi hún að lesa og oft las hún okkur sögur við lampaljós á kvöld- in. Fía var mikill dýravinur og við munum hana vel á vorin við að hlynna að lambfé, þá unni hún sér engrar hvíldar. Minningar bernskunnar vekja margar svo brothættar og dýrmæt- ar tilfinningar að fara verður með þær varlega, næstum feimnislega af ótta við að þær glati hreinleika sínurn við að festast í orðum — þannig eru minningarnar um Fíu. Um leið og við þökkum henni og snör. Framkoma hans öll var yfirveguð og traustvekjandi, sem vel hæfir lækni. Nokkurrar form- festu gætti, einkum við fyrstu kynni, en við nánari viðkynningu varð góðvildin, hlýjan og kímni- gáfan æ meir áberandi og í minn- ingunni um hann verða þeir eðlis- þættir hans allsráðandi. Kynnin við Ólaf Tryggvason á liðnum árum urðu mér mikilvæg; til hans sótti ég lærdóm um margt, sem miklu skiptir, en þó hefði ég viljað, að þau kynni hefðu orðið enn lengri og sannarlega hefði ég líka mátt læra sumt betur en raun varð á. Ólafur var sá maður að allri gerð og reynd, að minningin um hann, dýrmæt og skýr, mun fylgja mér til æviloka, og þykist ég vita, að þar geti ég einnig mælt fyrir munn fjölmargra sam- ferðamanna hans, er nú kveðja hann með söknuði. Páll Sigurðsson. Ólafur Tryggvason læknir var einn af þeim, sem gengu í Mynt- safnarafélag íslands á fyrstu árum félagsins. Starfaði hann þar til dauðadags og var vinsæll og virtur félagi. Olafur kærði sig ekki um að sitja í stjórn félagsins, en hann brást jafnan vel við, er leitað var til hans um að leysa vandamál, sem upp komu, er félagið var að hasla sér völl hér á landi. Má þar nefna, að Ólafur Tryggvason samdi ís- lenskan staðal um flokkun myntar, en það er mikið vandamál oft á tíðum að ákveða í hvaða gæða- flokki hver einstök mynt er og getur skipt miklu í verði til eða frá. Ólafur skýrði ennfremur regl- ur um hvað er framhlið og aftur- hlið penings, kom með ábendingar um hreinsun og varðveislu myntar og margt fleira. Rannsóknir Ólafs Tryggvasonar á 500 króna gull- peningnum frá 1961, Jóns Sigurðs- sonar peningnum, voru tímafrekar og kröfðust ítrustu athygli. Nokkur eintök af þessari mynt höfðu verið fölsuð í Beirút, en athuganir Ólafs sýndu hvar fölsurunum hafði yfir- sést og gátu myntsafnarar um heim allan því varast að kaupa falsmyntina. Um allt þetta ritaði Ólafur margar greinar í tímarit myntsafnara „MYNT“, á árunum 1976 til 1979. Kynni mín af Ólafi Tryggvasyni eru af honum bæði sem myntfræð- ingi og lækni. Hann læknaði mig af áleitnu ofnæmi fyrir rúmum 20 árum og fylgdist með því síðan hvort ekki allt væri í lagi. Á bið- stofu Ólafs læknis var númera- kerfi, svo sjúklingar kæmust að í réttri röð, allt var vel skipulagt hjá Ólafi lækni eins og maðurinn sjálf- ur. En hvað sem skipulagið hafði að segja komst enginn hjá því að finna þá alúð og hlýhug, sem Ólaf- ur læknir bar til sjúklinga sinna og áhugi hans og natni við að leysa vandamál sjúklingsins var frábær. Ég sakna einnig góðs vinar, sem var mér oft hollráður, er ég var að undirbúa myntþætti mína í Morgunblaðið. Aðstandendum sendum við hjón- in innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Borg. árin sem við áttum saman vottum við öllum aðstandendum samúð okkar. Systkinin frá Dufansdal. Minning Friðrika Guðný Ólafs■ dóttirfrá Dufansdal t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BENEDICTA K. GUNNARSSON frá ísafirði, lést í Landsspítalanum miðvikudaginn 23. júní. Katharina Ú. Ranson, Birgir Úlfsson, Brynja Jörundsdóttir Gunnar MartinUlfsson, Kolbrun Svavarsdóttir, Kristín Úlfsdóttir, Egill Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðri og amma, GUNNÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Reykjalundi, Mosfellsbæ, lést í Landakotsspítala að kvöldi 25. júní. Friðrik Sveinsson, Guðrún Friðriksdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Þorsteinn Óli Kratsch, Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Jónsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hildur Kristín Friðriksdóttir, Sigurður Reynisson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR N. BRYNJÓLFSSON, Garðavegi 8, Keflavík, lést þann 15. júní sl. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Dóra Guðrún Siguröardóttir, Sigurður Ólafsson, Hafdís Sigurðardóttir, Björgvin Bergsson, Brynjólfur Sigurðsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Reynir Sigurðsson, Magný Jónsdóttir, Ómar Sigurðsson, Sólrún Héðinsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GEIRLAUG INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR fyrrv. kaupfélagstjórafrú i Borgarnesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. júní sl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Anna Fríða Þórðardóttir, Tómas Kristjánsson, Þorbjörg Þórðardóttir, Matthias Þorkelsson, Erna Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, v. JÓNA JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Skúlagötu 60, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 21. júní. Jarðarförin fer fram 29. júní kl. 15.00 frá Nýju kapellunni í Fossvogi. Sæmundur Sigursteinsson. + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, LYDIU N. ÞORLÁKSSON, verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. júní kl. 15.00. Stefán Niclas Stefánsson, Sigriður Magnúsdóttir og börn. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR frá Hofi íVestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. júníkl. 13.30. Sjöfn Bjarnadóttir, Sverrir Bjarnason. + Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi okkar, VALDEMAR SÖRENSEN, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Hjallakirkju (kort fást í bókaversluninni Vedu), eða Minningasjóð Sambands dýraverndarfélaga íslands (kort fást í símum 26955 og 612829). Þurfður Jónsd. Sörensen, Jórunn Sörensen, Þuríður Jónsdóttir, Viðar Gunnarsson, Katrín Jónsdóttir, Sólborg Jónsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.