Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 ATVIMMIIA / ir^l V9/M(^AP m mHF Wm/ \vx >w^L / ’s*-?// vvJ7/ \/v Leikskólar Reykjavíkurborgar Starfsmaður með táknmálskunnáttu óskast til starfa á leikskólann Fálkaborg við Fálkabakka. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 78230. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Barnagæsla í Bandaríkjunum Hálfíslensk fjölskylda, sem býr í Cleveland, Ohio, óskar eftir manneskju til að gæta fimm ára þroskaheftrar telpu frá ágúst 1993 til júní 1994. Viðkomandi má ekki reykja og verður að vera að minnsta kosti tuttugu ára. Reynsla með þroskaheftum æskileg. Upplýsingar í síma 657303 eftir kl. 18 hjá Hildi Ásgeirsdóttur. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðu- manns Leikfangasafns á Sauðárkróki. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið námi í þroskaþjálfun eða öðru sambærilegu námi. Upplýsingar um starfið eru gefnar á Svæðis- skrifstofu Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki, í síma 95-35002. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 1993. Sölufólk Mikil sala og góð laun Við getum bætt við okkur sölufólki. Um er að ræða söluátak á auðseljanlegri vöru, sem allir vilja eiga og auðvelt er að selja. Viðkomandi þarf að geta unnið á kvöld- in og hafa bíl til umráða. Góð vinnuaðstaða og þægilegt andrúmsloft. Föst laun og bón- usgreiðslur eða prósentur. Allar nánari upplýsingar gefur Guðfinna Þorvaldsdóttir, sölustjóri, frá kl. 9-12 virka daga í síma 91-684866. ÖRN OG (A) ÖRLYGUR Heilsugæslustöð Eskifjarðar Læknar-lausar stöður Lausar eru tvær stöður heilsugæslulækna við Heilsugæslustöð Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar. Stöðurnar eru lausar frá 1. ágúst nk. í störfunum felst umsjón með hjúkrunarheim- ilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Æskileg sérgrein heimilislækningar. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist for- manni stjórnar, Jóni Guðmundssyni, Hafnar- götu 2, 730 Reyðarfirði, fyrir 1. ágúst nk. Sérstök eyðublöð varðandi umsóknir fást hjá landlækni. Nánari upplýsingar gefur rekstrarstjóri í síma 97-61252, eða formaður stjórnar, Jón, í síma 97-41300. Skipstjóri óskast á Hafnarey SU 110 Gunnarstindur hf. óskar að ráða skipstjóra á mb. Hafnarey SU 110, sem er 39 m skut- togari gerður út frá Breiðdalsvík. Umsóknir sendist til Gunnarstinds hf., 755 Stöðvarfirði, fyrir 7. júlí 1993. Nánari upplýsingar veitir Jónas Ragnarsson, framkvæmdastjóri, í síma 97-58950. Efnafræðingur Fyrirtæki í efnaiðnaðí óskar að ráða efna- fræðing. Starfssvið: Umsjón með rannsóknastofu, gæðaeftirlit, vöruþróun, rannsóknir, prófanir og margskonar þjónustu við viðskiptavini, söludeild og framleiðsludeild. Við leitum að skipulögðum, sjálfstæðum, nákvæmum og ósérhlífnum starfskrafti. Starfið er laust strax eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Efnafræðingur 106“, fyrir 1. júlí nk. Hagva: neurhf C—- Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Fóstrur Víðivellir Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk óskast frá 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Eitt af aðalmarkmiðum leikskólans er að vinna með blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna. Upplýsingargefurleikskólafulltrúi ís. 53444. Arnarberg Fóstrur eða annað uppeldismenntað starfs- fólk óskast frá 1. sept. 1993. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í s. 53493. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Rauði kross íslands Rauðakrosshúsið - tvöstörf - Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, Tjarnargötu 35, Reykjavík, ósk- ar að ráða tvo starfsmenn. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði féiags-, uppeldis- eða kennslufræða og hafi starfað með börnum og unglingum. Störfin eru laus frá 1. september nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Rauðakrosshúsið", fyrir 3. júlí nk. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Kennari-fóstra- skólastjóri Grunnskóli og leikskóli Djúpárhrepps óska eftir að ráða til starfa kennara og fóstru í 100% störf, og skólastjóra til afleysingar skólaárið 1993-1994. Tilvalið fyrir hjón sem starfa sem kennari og fóstra. Aðstoðað við útvegun húsnæðis. Umsókarfrestur er til 4. júlí nk. Upplýsingar gefur Emil í síma 98-75614 eða Markús í síma 98-75618. Málmiðnaðarmenn Við óskum eftir að ráða starfsmenn nú þeg- ar í smíðadeild, þar sem unnið er úr ryðfríu stáli, og í kælideild, þar sem unnið er að smíði á smáum kælikerfum. Aðeins koma til greina menn með reynslu á þessum sviðum. Upplýsingar gefur Ragnar í síma 657799. * Smiðsbúð 12, 210 Garðabæ. Hveragerði Leikskólastjóri Hveragerðisbær óskar eða ráða leikskólastjóra frá 1. ágúst nk. við leikskólann Undraland. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi hafi lokið fóstrunámi. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar bæjarskrifstofum Hveragerðis fyrir 20. júlí nk. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98-34150. Hveragerði, 25. júní 1993. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Hallgrímur Guðmundsson. Mosfellsbær Skólastjóri tónlistarskóla Tónlistarskóli Mosfellsbæjar auglýsir starf skólastjóra skólans laust til umsóknar. Starfssvið skólastjórans er að skipuleggja og stjórna kennslu í skólanum í samráði og samvinnu við tónlistarskólanefnd. Þá ber skólastjóri ábyrgð á daglegum rekstri skól- ans gagnvart bæjaryfirvöldum. Leitað er að áhugasömum einstaklingi með góða tónlistarmenntun og stjórnunarhæfi- leika. Reynsla af hliðstæðum störfum er æskileg. Sökum eðli starfsins er æskilegt að verðandi skólastjóri sé eða verði búsettur í bæjarfélaginu. Allar nánari upplýsingar veita Ásgeir Eiríks- son, bæjarritari, í síma 666218 og Björn Björgvinsson, formaður skólanefndar, í sím- um 683466 og 666498. Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 2. júlí nk. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál, sé þess óskað, og öllum umsóknum verður svarað. Tónlistarskóli Mosfellsbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.