Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 17 Þremenningaklíkan Þeir Einar Oddur Kristjánsson, Eiríkur H. Sigurgeirsson og Karl Hjálmarsson hafa tröllatrú á framtíð- armöguleikum kúfiskveiða og vinnslu og raunar á skelfiskveiðum almennt. Hér ráða þeir ráðum sínum í blómlegum garði Einars Odds, á Sólbakka, við Onundarfjörð. séu á bilinu 35 til 40 tonn. Þannig sé skipið í 12 stunda dagróðrum, í það mesta. Þegar í land er komið og aflinn hefur verið hífður í land, hefst flokkun skeljarinnar, þar sem líf- skelin, fýsilegasta stærðin, með hraustlegasta útlitið, er valin, sem senda á, á markað. Kúfiskur herramannsmatur „Afgangurinn fer síðan í gegnum verksmiðjuna sem við erum með og er selt í beitu eins og er,“ segir Eiríkur. Hann segir að þessu, um- fram allt, verði að breyta. Kúfiskur verði í ríkara mæli að verða neyslu- fæða, því vissulega sé kúfiskur herramannsmatur. „ Auk þess má ég til með að benda á, að þótt við einbeitum okkur að kúfisknum nú, á meðan við erum að ná tökum á veiðum, vinnslu og markaði, þá hyggjumst við ekki láta þar við sitja. Við ætlum okkur að reyna að þróa í framtíðinni aðr- ar skelfískveiðar, meðfram kúfísk- veiðunum, sem eiga að gefa jafn- mikið eða meira í aðra hönd. Þar nefni ég tegundir eins og beitukóng, sem ég hef reynslu af að veiða og vinna. Hann getur átt mikla markaðsmöguleika í Frakk- landi og Asíu. Tijónukrabbaveiðar geta átt mikla möguleika fyrir sér í framtíðinni, svo og öðuskel og fleiri tegundir," segir Eiríkur. Markaður í Bandaríkjunum Karl segir að Bandaríkjamenn veiði í dag um 250 þúsund tonn af kúfíski á ári og því sé vitað að markaður fyrir þessa vöru er fyrir hendi. „Við bindum miklar vonir við það að bandaríska stofnunin FDA (Food and Drug Administrati- on) viðurkenni íslensku fiskimiðin sem slík, sem mun auðvelda okkur að fá innflutningsleyfí á þann mark- að. Það mál er í vinnslu og undir- búningi hjá Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegsráðuneytinu um þessar mundir," segir Karl. Brautryðjendastarf - Hver er staða ykkar nú? Þið hafíð lagt í gríðarlega fjárfestingu, að því mér skilst, ríflega 100 millj- ónir króna, sem þið hafíð fest í verksmiðju, skipi, veiðarfærum, tækjum, vélum, markaðsrannsókn- um, tækniráðgjöf og fleiru. Hversu lengi getið þið haldið áfram á sömu braut, án þess að fjárfestingin skili ykkur arði? Hér verður Einar Oddur fyrir svörum: „Við lítum á okkar starf sem brautryðjendastarf, þótt ýmis- legt hafi verið kannað í þessum efnum áður. Málið er bara það að þeir sem voru í þessum könnunum áður, þeim entist ekki örendi til þess að kanna og vinna að markaðs- málunum á þann hátt sem nauðsyn- legt var, því þau eru lykilþáttur í þessum efnum. Sá sem getur veitt og veitt, unn- ið vöruna áfram og þróað, en ekki selt, hann er dæmdur til glötunar," segir Einar Oddur. Hann bætir við að í upphafi hafi þeir gefið sér tvö ár í þessa tilraun. „Við erum búnir að sigrast á geysi- lega mörgum byijunarörðugleikum og á þann hátt er þetta léttara nú, en fyrir ári. Kúfiskvinnslan til beitu er að verða góð aukabúgrein hjá okkur, en við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það er útflutning- urinn einn sem getur staðið undir þessum fjárfestingum og skilað arði. Gerum okkur vonir um styrki Við höfum alla tíð gert okkur vonir um það að fá í þetta verkefni styrki og ég trúi ekki öðru en okk- ur takist það. Rannsóknastofnun fískiðnaðarins hefur verið okkur afar hjálpleg og sýnt þessu máli mikinn áhuga, svo og Iðntækni- stofnun og Hafrannsóknastofnun. En það má öllum vera ljóst að þetta er óskaplega kostnaðarsamt og það er kannski borin von að einkafyrirtæki geti eitt staðið straum af öllum þeim kostnaði, einkum og sér í lagi á þessum síð- ustu og verstu tímum í sjávarútvegi hér á landi.“ - En hvað? Gerið þið ykkur von- ir um slíka aðstoð og ef þið gerið það, hvaðan þá? Þremenningarnir segja að fyrir- tækið hafi þegar fengið þriggja milljóna króna styrk frá Byggða- sjóði, en nú séu þeir að biðja um styrki frá fleiri aðilum í verkefnið, þar sem talsverðra fjármuna sé þörf til þess að keyra verkefnið áfram á sama hraða og undanfarið ár, en enn hafí svör ekki borist frá viðkomandi aðilum, og því ótíma- bært að tjá sig um lyktir slíkrar málaleitunar. Úrtöluraddir - Það er mikil vantrú innan sjáv- arútvegsins á að þetta dæmi ykkar geti gengið upp og reyndar hafa ýmsir látið í veðri vaka í mín eyru að þetta geti ekki gengið upp hjá ykkur. Hveiju svarið þið svona efa- semdarröddum og hvaða áhrif hafa þær á þær tilraunir ykkar til þess að vinna nýjum hugmyndum fylgi og fjárhagslegan stuðning? „Það er einfalt svar til við því,“ segir Einar Oddur, „við vitum og fullyrðum að þetta hefur aldrei ver- ið reynt. Þannig að fullyrðing í þessa veru hún byggist ekki á nein- um rökum. Eflaust hafa úrtöluradd- irnar neikvæð, áhrif, því er ekki að leyna, en það er ekkert við því að segja. Það verður hver að fá að hafa sína skoðun í þessum efnum sem öðrum. Kúfisknefndin svoköll- uð tók á sínum tíma saman mikið efni um þessa skel og markaðs- möguleika hennar. En það hafa aldrei verið gerðar neinar alvörutil- raunir fyrr en nú, auk þess sem margar upplýsingar nefndarinnar eru þegar orðnar úreltar.“ Einar Oddur segir að ráðgert sé á næstu vikum að stofna sjálfstætt félag um skelfískveiðamar og vinnsluna, en hingað til hefur fyrir- tækið verið rekið í nafni Hjálms hf. Hann segir að fyrst og fremst verði fyrirtækið í eigu Hjálms, en einnig í eigu íslensks skelfisks og Miðness. Sporgöngumenn Það er um það bil helmingur þess tíma liðinn sem þeir félagar gáfu sér, til þess að koma hér á fót nýrri og öflugri grein í íslenskum sjávarútvegi, skelfiskveiðum, vinnslu og útflutningi. Enn er ekki hægt að segja til um það, hvort framtíðarsýn þeirra félaga verður að raunveruleika eða ekki, en vissulega hljóta allir, sem láta sig einhveiju skipta afkomu- horfur og framtíðarsýn okkar ís- lendinga, að vona einlæglega að djarfar tilraunir brautryðjenda sem þeirra takist, samkvæmt ýtrustu vonum, því hversu léttari verður þá ekki ganga allra sporgöngu- mannanna? Kúfiskur góó beita Texti og myndir: Agnes Bragadóttir TRILLUKARLARNIR sem nota kúfisk í beitu virðast hæstánægðir með beituna. Áhöfnin á Æsu virðist einnig vera áhugasöm um skel- fiskveiðarnar, þótt að vissu marki sakni sjómennirnir spennunnar og kappsins sem fylgi botnfiskveiðum, eins og kemur fram í máli skipstjórans, Rúnars Garðarssonar, hér á eftir. Þá virðist einnig sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafi trú að að kúfiskveiðar geti orðið arðbær atvinnugrein.v samkvæmt því sem Björn Guðmunds- son, matvælafræðingur RF segir. j agnús Karlsson, trillu- karl úr Keflavík sem rær bátnum Þjót, frá Flateyri á sumrin, hefur um nokk- urn tíma notað kúfísk í beitu. „Mér líkar ágætlega við kúfiskinn sem beitu, þótt ekki sé löng reynsla á þeirri notkun hjá mér. Það er auð- velt að nota hann í trektina við beitningu. Ég var áður með síld og smokkfisk, en nú nota ég kúfísk og smokkfísk með og er ánægður með með þá blöndu," segir Magn- ús. Hann bætir við að hann geti ekki kvartað um aflabrögð að und- anförnu, því hann hafí fengið svona 100 kíló þorsks á bala í túr að undanfömu, sem teljist jú ágætt í þessu áferði. (Bali=4 lóðir, 100 krókar á lóð). Sparar einn mann Hálfdán Kristjánsson, kallaður Dáni á Flat- eyri, gerir út línubátinn Stakk. Hann hefur notað kúfiskinn í beitu frá því að framleiðsla hófst í verk- smiðjunni á Flateyri. „Mér líkar mjög vel við kúfískinn," segir Dáni. „Eg er með beitningarvél í bátnum. Kúfískurinn kemur mjög vel út og sparar vinnu, því það þarf ekki að skera hann eins og smokkfiskinn og hann er alls ekki síðri beita en smokkfiskurinn. Vinnuhagræðing- in er slík, að þetta sparar alla vega einn rnann," segir Hálfdán. Hægt að veiða Bjöm Guð- mundsson, matvælafræðingur hjá Rannsóknastofnun fískiðnaðarins hefur fyrir hönd RF kannað þá möguleika sem geta falist i kúfisk- veiðum. Hann var staddur vestur á Flateyri í vikunni. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægt að veiða þessa skepnu, og selja hana til út- landa, án þess að tapa á því,“ seg- ir hann um kúfiskveiðarnar. Hann segir að áætlun frá árinu 1990 gangi út frá því að slíkar veiðar og vinnsla geti verið hagkvæmar. „Afurðimar af þessum veiðum eru þrenns konar: Það er beita, sem þeir hér á Flateyri em komnir vel á veg með í framleiðslu; lifandi skel, sem þeir eru að byija að þreifa sig áfram með; og freðinn, hreinsaður kúfískur, sem er vara á Bandaríkjamarkað. Um þessar afurðir er það að segja að beitumarkaðurinn er lítill og gefur ekki mikið í aðra hönd. Mark- aðurinn í Bandaríkjunum fyrir freð- inn kúfisk er þekkt stærð, þar sem menn þekkja magn og verð. Þar gera menn ráð fyrir að séu mögu- leikar fyrir framleiðslu héðan. Það er einnig vitað að í Evrópu er markaður fyrir lifandi skelfísk, en spurningunni um magn og verð hefur enn ekki verið svarað. Þó held ég að segja megi að verð fyr- ir slíka afurð í Evrópu séu góð, en það þarf talsverðu að kosta til, til þess að tryggja sér markaði þar,“ segir Björn. Hálldán Krstjánsson, ásamt Auði Ósk, tveggja ára dóttur sinni. Hálfdán segir mikla vinnuhagræð- ingu fólgna í að nota kúfisk í beitu. Magnús Karlsson, trillukarl frá Keflavík, gerir bát sinn Þjót út frá Flateyri á sumrin. Hann er ánægður með kúfískinn sem beitu. Ekkert vandamál að veiða Það eru ekki nema fjórir sjómenn í áhöfn Æsu. Rúnar Garðarsson er skipstjóri á Æsu. Hann segir skelfískveiðamar mjög frábrugðn- ar hefðbundnum fiskveiðum. Dreg- ið sé í mun styttri tíma og á grynnra vatni. „Þetta hefur gengið mjög vel, sérstaklega eftir að við fengum nýja plóginn, en ég geri mér ekki grein fyrir því hvort þessi grein á framtíð fyrir sér, hér á landi,“ segir Rúnar aðspurður. „Það er ekkert vandamál að veiða skelina, en það er spurningin Rúnar 6arðarsson skipstjóri á Æsu segir það áhugavert að taka þátt í tilrauna- og brautryðjendastarfi sem kúfiskveiðum. Björn Buðmundsson, matvælafræðingur hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins tel- ur að kúfiskveiðar og vinnsla til útflutnings eigi framtíð fyrir sér. með það hvemig gengur að selja,“ segir Rúnar. Hann var áður stýri- rnaður á Gylli, en flutti sig yfir á Æsu, þegar Gyllir var seldur til ísafjarðar. Rúnar segir að vissu- lega sé tonnaþörfinni fullnægt á skömmum tíma, við skelfiskveið- amar, en hann geti ekki að sér gert að sakna spennunnar og kappsins sem gæti á milli fiskiskipa í botnfiskveiðunum. „En það er auðvitað líka mjög áhugavert að taka þátt í svona tilraun og braut- ryðjendastárfi," sagði Rúnar, þar sem ég ræddi við hann í brúnni á Æsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.