Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 39 I I I 1 I I I i i I * I Cárur eftir Elínu Pálmadóttur Dýrt er landíð Dýrt er landið, drottinn minn, varð Emi Arnarsyni að orði. Ætli Friðrik Sophusson vakni ekki á hveijum morgni með þessi orð á vömm, nú þeg- ar hann stendur andspænis um 18 milljarða undirballans á þjóð- arbúinu á næsta ári, ef hann verður ekki duglegur að skera niður? Þetta er enginn smábiti að kyngja eða tyggja niður í þá stærð sem gengur ofan í kok þjóðarinnar. Reyndar er haft eftir fjármálaráðherra að hann útiloki ekkert bjargráð, láti sér jafnvel detta í hug að fækka stofnun- um. Ja, hérna! í okkar hugarheimi eru stofnanir þeirrar náttúru að vaxa og dafna — og fjölga sér. Eng- in grein skorin af um leið og nýjar vaxa af stofni. Meðan einka- neysla almennings hefur sl. 5 ár dreg- ist saman um 18 af hundraði hefur samneyslan með sínum stofnunum aukist um 10%. Aðrar þjóðir eru víst líka að lenda í þessum hremm- ingum. Jafnvel sænska fyrir- myndar velferðar- þjóðfélagið. Kannski einmitt þess vegna. Meðan við enn dormum hafa Svíamir hrokkið upp af vonda draumnum um að landið þeirra er ekki að- eins frítt heldur líka rándýrt. Þeir hafa vaknað upp með andfælum og bregðast hart við. í Svíþjóð stóðu allar opinberar stofnanir í því í fyrra að skera niður um 15%. Nanna vinkona mín varð að byija á því að segja upp 20 starfsmönnum af 120 þegar hún tók við Borg- arminjasafninu í Stokkhólmi og á nú að skera niður önnur 15% í ár og fækka gamla starfslið- inu. Bókasöfnin voru í fyrsta umgangi skorin niður um 20% yfir línuna. Það dugði ekki og strikuðu Svíar þá einfaldlega alveg út bókabílana, þótt þeir hafi verið mikið notaðir í Sví- þjóð. Auðvitað hneyksluðust margir. En líklega er bara skor- ið alls staðar þar sem nokkur möguleiki er. Þar eins og að hér hafi löggjafinn og alls konar gamlir og sumir úreltir samn- ingar súrrað samfélagið saman í einn ósveigjanlegan hnút, sem ekki er hægt að hnika til. Þegar að herðir er valið þá í rauninni nánast ekkert og verður til þess að fórna verður því sem síst skyldi. Ég minnist slíkra hindr- unarstökka þegar við borgar- fulltrúar vorum á sínum tíma að reyna að velja og hafna í gerð fjárhagsáætlana á haustin. Æði margt var óhreyfanlegt. Varla verður sagt að löggjafinn hafi verið framsýnn eða forsjáll að binda allt óleysanlegum hnútum í stað þess að setja sveigjanlega ramma, sem rúm- að gætu breytilegar aðstæður. Veröldin er öll á faraldsfæti og æði margt breytist, smám saman eða með nýrri tækni, eins og hendi sé veifað. Þegar farið er með útlendingum um landið verður þeim stundum að orði: Þið hljótið að vera ákaflega trúuð og kirkjurækin þjóð. Allar þessar kirkjur sem standa svona þétt. Maður útskýrir að áður fyrr hafi allir bæir þurft að hafa kirkju í göngufæri, fólkið varð að komast til messu — á hestum eða gangandi. Jahá, segir gesturinn sem maður þýt- ur eftir steyptum veginum og sér jeppa á hveiju hlaði. Norð- maður útskýrir að þannig hafi þetta verið í þess- um löngu fjörðum í Noregi, þar sem allt þurfti að sækja með því að krækja inn fyrir botninn. En nú hafi sveitarfélögin víða sameinast beggja megin og geti samnýtt þjón- ustuna. Vega- lengdir allt aðrar. Við rennum eft- ir Suðurlandsvegi. Heilsugæslustöð! Og hvað er þetta? Heilsugæslustöð! En hvað var hitt? Jú, sko, Hella og Hvolsvöllur urðu að hafa sitt hvora heilsugæslustöð- ina því framsókn- armenn gátu vit- anlega ekki farið til læknis á yfir- ráðasvæði sjálf- stæðismanna og öfugt. Augljóst mál. Maður lætur þess ógetið að Ing- ólfur á Hellu sé iöngu látinn og kaupfélög sam- vinnuhreyfíngar- innar og Fram- sóknar líka, eða a.m.k. Jcomin að fótum fram. Enda býttar það engu. Næsta: Heima hjá okkur er börnunum ekið í skólann í skólabflum. Líka hér! Nú-ú, gisti ég ekki í heimavistarskólanum? Jú, heimavistin var byggð fyrir löngu meðan vegimir vom of slæmir. Hér á landi er einfald- lega ekki til siðs að breyta því sem einu sinni er komið. Hvað yrði þá sagt um þingmanninn? Minna áberandi að láta það bara grotna niður af viðhalds- leysi. Og þó! Tilneyddir em bank- arnir farnir að fækka útibúum til að eiga fyrir öllum gjaldþrot- unum. Og eru bændur ekki famir að ympra á því að minnka höfuðin og jafnvel sameina stjórnir eftir að fjaraði undan þeim í landbúnaðinum? En þetta eru ekki opinberar stofnanir og duga fjármálaráðherranum skammt á barmi 18 milljarða gatsins. Og þó! Sýnir kannski að þetta er hægt — í neyð. Ovíst þó hvort neyðin kenni berstrípaðri þjóð að spinna. Sjáum til fram á haustið! Á meðan skulum við bara dansa eitt sumar — enda í boði við gnægtaborð á tveimur menningarvikum í hverri viku. Eða þannig. Rifjast upp heil- ræði Piets Heins sem Helgi Hálfdanarson orðaði svo: Ef skreppur steinn í skóinn þinn þá skaltu hugsa meir um heppni þá í þetta sinn að þessi steinn er aðeins einn en ekki tveir. HEILSUBOTARDAGAR Á REYKHÓLUM Vi& bjó&um ykkur velkomin í 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júlí og ágúst. Þar verða kynntar leióir til a& bæta heilsuna og ö&last meiri lífsgleði og friö. Tímabilin eru: 12,- 19. júlí 29,- 5. 20,- 27. júlí 6.-13. ágúst ágúst Við bjóðum: • HeilsufæSi (fullt fæSi) • FræSsluerindi • Rúmgóð 2jo manna herbergi • Uppskriftir • Líkamsæfingar, jóga • Tónleika • Gönguferðir • Nudd • Hugkyrrð, slökun Sérstakir fyrirlesarar og tónlistarmenn veróa á hverju námskeiói. A staónum er glæsileg sundlaug og nuddpottur. Nánari upplýsingar veita Sigrún og Thor í síma 668489 á milli kl. 8.00 og 10.00 ryrir hádegi til 6 júlí. Eftir það á Reykhólum í síma 93-47805 Sigrún Olsen KærkveðÍa Thor Barðdal SJÁLFVIRKI OFNHITASTÍLLIRINN Stöðug þægindi óháo veðra- brigðum. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMi 91-624260 MEST SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur ffrá 690 krónum. Ódýrara en að elda heima! ^ Siðustu dagar útsölunnar Nú er hægtað prútta Cton7t,r Faxafeni 5 r Rf og ANN Aflanýtingarnefnd Rannsóknastofnurt fiskiðnaðarins (Rf) og Aflanýtingarnefnd sjávarútvegs- ráðuneytisins (ANN) óska eftir samstarfi við fyrirtæki um þróun nýrra eða endurbættra matvæla sem eru að uppistöðu til fiskmeti. Gert er ráð fyrir að afurðirnar henti til útflutnings. Til Vöruþróunarverkefnis Rf og ANN verða lagðar 8 milljónir króna á þessu ári. Rf og ANN munu greiða allt að 40% af heildarkostnaði einstakra verkefna, þó að hámarki 2,5 milljónir króna miðað við eitt ár. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni standa í 3 ár. Þeir aðilar eða fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku í Vöruþróunarverk- efni Rf og ANN þurfa að leggja inn umsóknir til Rf fyrir 1. ágúst 1993. Nánari upplýsingar og umsóknareyðuþlöð fást hjá verkefnisstjórum, Sveini Víkingi Árnasyni og Guðmundi Stefánssyni á Rf, Skúlagötu 4 í síma 91-620240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.