Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 163. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hvergi má nú svæla Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunbladsins. Umhverfisvemdarráð Banda- rikjanna (Environmental Protectíon Agency), sem er stjórnarstofnun, hefur nú hafið herferð gegn óbeinum reyking- um. Ráðið hvetur einnig almenn- ing tíl að banna reykingar í heimahúsum sínum. Carol Browner, formaður ráðs- ins, leggur sérstaka áherslu á vemd barna gegn tóbaksreyk. í nýjum bæklingi umhverfis- vemdarráðsins em ítrekaðar ýmsar kröfur ráðsins, t.d. * að veitingahús sem leyfa reyk- ingar bæti loftræstingu svo að þeim sem ekki reykja sé sem minnst hætta búin af óbeinum reykingum. * að allir vinnustaðir aðskilji að fullu svæði þeirra sem ekki reykja og hinna sem reykja, bæði á kaffi- stofu, á göngum og í anddyri og tryggt sé að reykingaloft fari ekki aftur inn í loftræstikerfi vinnustaða. ^ Reuter Atök undir Igmanfjalli ELDAR brenna eftir hörð átök Serba og múslima i gær í þorpinu Ljuta við rætur Igmanfjalls, um 40 km suðvestur af Sarajevo. Bosníuviðræðum frest- að vegna árása Serba Genf, Belgrad. Reuter. SÁTTASEMJARAR í Bosníudeilunni hafa frestað samningaviðræðum sem hefjast áttu í Genf i dag fram á sunnudag. I tílkynningu sem gefin var út í gær segir að viðræðuaðilar, þar á meðal Alija Izet- begovic, forsetí Bosníu, og leiðtogar Serba og Króata,, hafi sæst á að fundur hefjist í Genf á sunnudagsmorgun. Bílalest með hjálpar- gögn á vegum Sameinuðu þjóðanna komst loks tíl umsetinna músl- ima í austurhluta Bosníu í gær. Reuter Ákvörðunin um að fresta viðræð- unum var tekin „í ljósi ástandsins á átakasvæðunum," að tillögu Izet- begovics. Varaforseti hans, Ejup Ganic, sagði í Sarajevo að forsætis- ráð Bosníu myndi sniðganga upphaf viðræðnanna vegna árása Serba á borgina í gærmorgun. Að minnsta kosti sjö manns létust og 38 særð- ust. Izetbegovic hafði sett það sem skilyrði fyrir þátttöku í viðræðunum að Serbar létu af árásum við og í Sarajevo. Iljálpargögn til múslima Ganic sagði í gær að Serbar yrðu einnig að hætta atlögum gegn múslimum í Gorazde og Brcko, áður en forsætisráðið féllist á að fara til Genfar. Þá var það ennfremur skil- yrði af hálfu Izetbegovic að Serbar leyfðu flutning á hjálpargögnum til griðasvæðis múslima í Gorazde, og í gær hleyptu Serbar flutningalest SÞ til bæjarins með 75 tonn af matvælum og fleiri hjálpargögnum. Talsmaður SÞ sagði þó að engin vissa væri fengin fyrir því að frek- ari hjálp yrði leyfð. Haft hefur verið eftir vestrænum embættismönnum, að stjórnvöld í Bandaríkjunum og helstu Evrópu- ríkjum þrýsti nú á Bosníustjórn að sættast á friðaráætlun sem bindi enda á stríðið nú þegar, því ljóst þyki að einungis séu fáeinar vikur uns múslimar bíði algeran ósigur. Því hafi Vesturlönd vikið sér undan beiðni múslima um hemaðaraðstoð við að koma í veg fyrir fall Sarajevo. Sjá „Hafa Vesturlönd .. ?“ á bls. 16. Dregið úr glápi Lundúnum. The Daily Telegraph og Reuter. ÞAÐ er helst fólk í „menning- arlágstétt" sem horfir á sjón- varp í Bretlandi núorðið. Sam- kvæmt niðurstöðum athugana sem voru birtar í fyrradag, horfir hátekjufólk minna á sjónvarp, og að mati flestra er þessi miðill ekki lengur jafn mikilvægur og áður þóttí. Fólk er orðið mettað af sjón- varpi, og vildu 60 af hundraði gera eitthvað annað en að horfa. Samkvæmt könnuninni, þar sem úrtakið var 1.500 manns, þýðir breytingin á sjónvarpsáhorfi að fíölskyldur með lágar tekjur horfa að meðaltali í 34 tíma á viku, en fólk sem hefur hvað mestar tekjur horfir að meðaltali í um 23 tíma. Ástæða þess að áhuginn er orðinn minni, er framboðið, sem 42% þátttakenda sögðu vera „leiðinlegt og efnið fyrirsjáan- legt“, auk mikillar fjölgunar á þeim k'ostum sem fólki býðst nú að eyða frístundum sínum í; þeir teljast nú vera um 4.000, en voru 2.800 fyrir áratug. Pirrandi auglýsingar Niðurstöðurnar eru fráleitt uppörvandi fyrir auglýsendur, því tveir af hveijum þrem áhorf- endum sögðu að sjónvarpsaug- lýsingar væru „pirrandi" og 14% prósent horfðu jafnan á tvær stöðvar í einu; skiptu á milli með fjarstýringunni. Óánægja með ofbeldi í sjón- varpi hefur farið vaxandi á Vest- urlöndum síðustu árin og í gær sagði sérstök eftirlitsnefnd með breskum sjónvarpsstöðvum, ITC, að þær yrðu að draga úr slíkum útsendingum. Talið er að vin- sældir sjónvarps hafi minnkað meira en útvarps og dagblaða. Einungis 16 af hundraði töldu útvarp vera „leiðinlegt", og á meðan 41% sagði að sjónvarp hefði versnað á liðnú ári, sögðu einungis 20% það sama um dag- blaðið sitt, og sex prósent um útvarpið. Staðbundnar fréttir eru mest lesnar í blöðum, og ríflega 70% aðspurðra vildu fá að vita meira um hvað væri á seyði í þeirra eigin byggðarlagi. Slíkar fréttir voru teknar frammyfir landsmálafréttir, sem aftur voru vinsælli en erlendar fréttir. Hrundið af stalli KIICHI Miyasawa, forsætis- ráðherra Japans, drúpir höfði á fundi með þingmönnum Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, LDP, þar sem hann sagði af sér embættinu í gær eftir kosn- ingaósigurinn sl. sunnudag. Miyasawa gegnir embætti áfram til bráðabirgða þar til þingið kýs eftirmann hans. Ungir umbótasinnar í flokknum kröfðust þess að arftakinn yrði kjörinn með lýðræðislegum hætti og mótmæltu harðlega tillögu um að hópi gamalla flokksleiðtoga yrði falið að finna heppilegan frambjóðanda í embættið með hefðbundnu baktjaldamakki. Breska stjórnin bíður ósigur í Maastricht-atkvæðagreiðslu Major krefst traustsyfírlýsingar London. Reuter, The Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRN Johns Majors í Bretlandi beið í gær ósigur í atkvæðagreiðslu á þingi um stjómartillögu sem gert hefði kleift að stað- festa Maastricht-samkomulagið um nánara samstarf ríkja Evrópubandalagsins, EB. At- kvæði féllu 324-316; alls hlupust 23 íhalds- menn undan merkjum. Major fór þá í ræðu- stól og skýrði frá því að hann færi fram á atkvæðagreiðslu á þingi í dag, föstudag, þar sem fulltrúar myndu lýsa trausti eða van- traustí á stefnuna varðandi félagsmála- ákvæði Maastricht. Yrði stjórnin undir yrði efnt til nýrra þingkosninga. Áður höfðu atkvæði fallið jafnt, 317-317, þegar greidd voru atkvæði um tillögu Verka- mannaflokksins er vildi að Bretar samþykktu aðild að félagsmálaákvæðum Maastricht. Þing- forseti tryggði þá stjórninni meirihluta og tillag- an féll því á einu atkvæði. Stjórn Majors samdi við hin EB-ríkin um að Bretar stæðu utan við félagsmálasáttmálann sem lögfestir ýmis rétt- indi lauriþega og kveður m.a. á um samræmd ákvæði um hámarks vinnutíma. Blíðmæli og hótanir Embættismenn flokksins beittu jafnt blíðmæl- um sem hótunum til að fá þingmenn til að bregð- ast ekki forystunni en meirihluti íhaldsflokksins á þingi er 18 sæti. Nokkrir uppreisnarmenn úr íhaldsflokknum, sem eru andvígir Maastricht studdu félagsmálasáttmálann þótt þeir væru andvígir honum í sjálfu sér. Þeir hafa gælt við þá hugmynd að reyna með þessu að fella sjálfan Maastricht-samninginn, vonað að stjórnin gerði félagsmálaákvæðin að úrslitaatriði. Major tókst að fá stuðning níu þingmanna sambandssinna á N-írlandi í þeirri atkvæðagreiðslu. Þótt Major sigri í dag er talið ljóst að staðfesting Ma- astricht muni dragast í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.