Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða Yíða er pottur brotinn í lífeyris- sjóðakerfi landsmanna. Framtíðarskuldbindingar ákveð- inna lífeyrissjóða eru langt umfram eigið fé sjóðanna, eins og margoft hefur komið fram í fréttum. Lífeyr- issjóður opinberra starfsmanna hef- ur til dæmis skuldbundið sig til framtíðargreiðslna upp á um 90 milljarða króna, en hrein eign sjóðs- ins nam um síðustu áramót 18 millj- örðum króna. Skuldbindingar sjóðs- ins umfram hreina eign nema því um 72 milljörðum króna. Ljóst er, að hægt er að hagræða umtalsvert í rekstri lífeyrissjóða landsmanna, eins ug glöggt kom fram í frétt í viðskiptablaði Morgun- blaðsins sl. fimmtudag. Þar var greint frá því að Verðbréfamarkað- ur íslandsbanka hefði tekið við rekstri Lífeyrissjóðs arkitekta sam- kvæmt samningi við stjórn sjóðsins. í fréttinni kemur fram, að við þenn- an samning lækkar rekstrarkostn- aður sjóðsins um nálægt tvo þriðju. Rekstrarkostnaður sjóðsins á liðnu ári var óhemju hár, eða 14,51% af iðgjöldum, eða um 2,25 milljónir króna. Við samninginn ætti hann samkvæmt þessu að lækka í um 750 þúsund krónur. Hér er um lít- inn sjóð að ræða, með eignir um 150 milljónir króna og 130 sjóðsfé- laga, en þetta dæmi getur verið vísbending um hvað hægt er að gera til þess að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri lífeyrissjóð- anna. Það er umtalsverður munur fyrir sjóðsfélaga að greiða til reksturs sjóðsins tæpar sex þúsund krónur á ársgrundvelli, eins og sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði arkitekta munu nú gera, eða rúmar 17 þúsund krónur, eins og hver sjóðsfélagi mun hafa gert á liðnu ári. Þegar haft er í huga að árið 1991 voru lífeyrissjóðir landsmanna 88 að tölu og rekstrargjöld þeirra án afskrifta voru það ár rúmar 632 milljónir króna, er ljóst að hér er um miklar fjárhæðir að tefla. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða í landinu er mjög mismunandi. Sam- kvæmt skýrslu Bankaeftirlits Seðlabanka íslands um lífeyrissjóð- ina, fyrir árið 1991, var meðal- rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna það ár 4,06% af iðgjöldum, eða um 632 milljónir króna. Þetta er langt frá því að geta talist viðunandi, því fjölmargir sjóðanna voru með hlut- fall rekstrarkostnaðar af iðgjöldum 'þar langt fyrir neðan. Stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, var til dæmis með rekstrarkostnað sem nam 1,96% af iðgjöldum og sjóður- inn jók hreina eign sína á milli ár- anna 1990 og 1991 um 23,7%, eða um 4,27 milljarða króna og átti í árslok hreina eign upp á 22,34 milljarða króna. Hefði rekstrar- kostnaður allra lífeyrissjóðanna verið 1,96% af iðgjöldum árið 1991, þá hefði kostnaðurinn í heild numið um 283 milljónum króna, en ekki 632 milljónum. Að sama skapi hefði rekstrarkostnaðurinn numið 2,1 milljarði króna árið 1991, á lífeyris- sjóðunum í heild, ef þeir hefðu allir greitt sama hlutfall iðgjalda sinna til rekstrar og Lífeyrissjóður arki- tekta gerði á liðnu ári, eða 14,51%. Smærri lífeyrissjóðir, eins og Líf- eyrissjóður starfsmannafélags Húsavíkurbæjar og Lífeyrissjóður Neskaupstaðar, voru með mjög hátt hlutfall iðgjalda í rekstrarkostnaði. Hjá Húsavík nam hlutfallið 19,83% og hjá Neskaupstað reyndist það vera 16,46%. Fyrrnefndi sjóðurinn átti um 131 milljón króna í hreina eign í árslok 1991 og sá síðar- nefndi um 90 milljónir króna. Vera kann að ekki hafi allir sjóðirnir bókfært rekstrarkostnað á ná- kvæmlega sama hátt. Að vissu marki gæti slíkt bókhaldslegt atriði því skýrt þann gífurlega mun kostn- aðar í rekstri, sem fram kemur í skýrslu Bankaeftirlitsins. Eigi að síður virðist mega álykta út frá skýrslu Bankaeftirlits Seðla- bankans að þeir lífeyrissjóðir sem eru með rekstrargjöld sín umtals- vert fyrir ofan 4,06% meðaltal sjóð- anna, ættu hið bráðasta að endur- skoða rekstur sinn og kanna hvort ekki sé ráðlegt fyrir þá að leita samninga við rekstraraðila og ná þannig niður rekstrarkostnaðinum. Það getur ekki talist metnaðar- fullt takmark að vera með hlutfall rekstrarkostnaðar af iðgjöldum hið sama og meðaltal slíks kostnaðar er hjá öllum sjóðunum, 4,06%. Þeir sem ætla að bæta rekstur sinn eiga að hafa metnað til þess að miða sig við þá sem best standa sig í rekstri. Út frá því sjónarmiði eru það engin kostakjör sem VÍB býður viðsemj- endum sínum upp á, er hann tekur við rekstri lífeyrissjóða og þiggur fyrir um 5% iðgjalda sjóðsfélaga sem þóknun. En slíkt getur engu að síður ver- ið hagkvæmur millileikur fyrir sjóðsstjórnir, sem glíma við allt of háan rekstrarkostnað, eða kostnað sem nemur á milli 7% og 20% af iðgjöldum á ári hveiju. Þessir sjóðir eru fleiri en 30 talsins, samkvæmt skýrslu Bankaeftirlitsins, og aug- ljóst að þeir þurfa að stokka upp rekstur sinn, endurskoða hann og hagræða eftir megni. Það hefur lengi legið fyrir að margt þarf að endurskoða í lífeyris- sjóðakerfi landsmanna. Slíkri end- urskoðun fylgir mikil vinna og leita þarf sem víðtækastrar samstöðu til þess að hrinda í framkvæmd skipu- lagsbreytingum, sem að margra mati eru bæði sjálfsagðar og réttlát- ar. En hver sjóðsstjórn getur á meðan slíkt starf er undirbúið reynt með öllum tiltækum ráðum að standa vörð um þá fjármuni sem sjóðsfélagar greiða til sjóðsins í formi iðgjalda, sem er jú ætlað að tryggja þeim ákveðinn lífeyri við starfslok. Þeim mun betur sem sjóðsstjórnimar halda á málum, að því er varðar ávöxtun fjárins og lágmörkun rekstrarkostnaðar, þeim mun líklegra er að sjóðsfélagarnir muni búa við viðunandi lífeyri við starfslok. Eru korthafar bara tekjulind banka eða hagnast þeir líka? Kaupmenn eru óhressir með ýmislegt varðandi debetkortin og segja að bank- arnir hagnist um hundruð milljóna en neytendur tapi þar sem vöruverð hækki AF INNLENDUM VETTVANGI ASDIS HALLA BRAGADOTTIR KAUPMENN áætla að vöruverð geti hækkað um allt að ‘/2% vegna innleiðingar debetkorta. í kjölfarið gæti framfærsluvísitalan hækkað um 0,2-0,3% og einnig myndi lánskjaravísitalan hækka. Þetta yrði ekki fyrsta breytingin á greiðslumiðlum á íslandi sem leiddi til hærra vöruverðs þar sem talið er að kreditkortin hafi hækkað vöruverð um 2-3%. Bankamenn hafna því að verðhækkun hljóti að fylgja debet- kortunum og segja að hagræðing kaupmanna eigi að verða það mik- il að þeir eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Menn virðast al- mennt sammála um að í heild skili kortavæðingin hagræðingu fyrir þjóðfélagið. Viðurkennt er að með debetkortum mun kostnaður banka vegna ávísana lækka um milljarð eða meira. Menn spyija hvort markmið bankanna með þessu sé það eitt að auka tekjur sínar eða hvort þeir hyggist láta hagræðinguna skila sér út í þjóðfélagið með minni vaxtamun, líkt og fullyrt hefur verið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá hátt settum bankamanni ætti vaxtamunur hans banka að geta minnkað um 1% eða meira vegna þessara breytinga og er það virkilega skref í rétta átt. Það eru ekki bara bankarnir sem ná fram hagræðingu vegna debetkortanna heldur mun velta og umsvif kortafyrirtækjanna aukast verulega. Hagnaður þeirra mun væntanlega aukast að sama skapi, en ýmsir telja hann nú þegar óeðlilega háan. * Islendingar eru almennt taldir nýjungagjarnir og fljótir að til- einka sér nýjungar. Það hefur að sumu leyti sýnt sig í greiðslumiðlun en að öðru leyti ekki. Tryggvi Páls- son framkvæmdastjóri hjá íslands- banka og stjórnarformaður Kredit- korta hf. segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í greiðslumiðlun á undanförnum árum hér á landi. ís- lendingar hafi verið framarlega hvað varðar tölvunotkun og greiðslumiðlun t.d. í gegnum Reiknistofu bankanna. „Það er ekki algengt erlendis að bankakerfið sé allt tengt með þeim hætti að greiðsl- ur séu gerðar upp samdægurs. Er- lendis eru greiðslur lengur á leiðinni bæði vegna tæknilegra örðugleika og vilja bankanna til að liggja á vaxtalausu fé.“ Tryggvi segir að sumpart séum við hins vegar skemur á veg komin. „Í okkar nágrannalöndum eru hrað- bankar víða orðnir tæknilega full- komnari en hér. Nú er orðin full þörf á því að þar verði breyting á. Eins höfum við ekki tekið debetkort- in upp ennþá en kreditkortin hafa verið mjög mikið notuð.“ Hann segir það jafnframt nei- kvætt að tékkanotkun hafi verið mjög mikil hér á landi vegna þess að debetkortin hefur vantað. „Það er sérkenni hér hvað tékkanotkun er mikil og hversu almennt er tekið á móti tékkum. Erlendis þarf yfir- leitt lengri tíma til að fá viður- kennda greiðslu með tékka.“ 30 milljarða velta Nýlega var greint frá því í Morg- unblaðinu að debetkort yrðu gefin út til almennrar notkunar í haust og markar sú útgáfa tímamót í greiðslumiðlun á íslandi. Gert er ráð fýrir því að nú séu kreditkortaviðskipti allt að helming- ur allrar einkaneyslu á íslandi. Ein- ar S. Einarsson framkvæmdastjóri hjá Visa segir kreditkortaviðskipti vera um 50 milljarða á ári eða um 45% af einkaneyslunni, tékkavið- skipti séu 30% og peningar séu um 25%. Með tilkomu debetkorta koma kortaviðskipti til með að aukast og Einar segist gera ráð fyrir að eftir um 2 ár verði velta debetkorta einna um 30 milljarðar á ári. Kostir debetkortanna Sú tæknilega nýjung og það ör- yggi sem fylgir debetkortunum er fagnaðarefni. Bankámenn telja að mikið hagræði felist í notkun kort- anna, ekki síst fyrir kaupmenn. Það eru m.a. rök bankanna fyrir því að kaupmenn eigi að greiða V2-I ‘/2% þjónustugjald af debetkortum. Helgi H. Steingrímsson starfsmaður Rás- nefndar, sem fjallað hefur um og undirbúið tilkomu debetkortanna, segir að með debetkortunum sé komið til móts við óskir kaupmanna um aukið öryggi í viðskiptum, t.d. með því að minnka verulega líkur á fölsuðum og innstæðulausum tékk- um og ábyrgð bankanna á öllum greiðslum með debetkortum. „Hag- ræði kaupmanna mun líka felast í því að afgreiðsla ætti að verða hrað- ari með debetkortun en með tékk- um.“ Hann nefndi einnig að sala dagsins með debetkortum væri lögð inn hjá kaupmönnum samdægurs og að þau munu einnig auðvelda uppgjör í verslunum. Þjónustugjöld af debetkortum yrðu verulega miklu lægri en af kreditkortum sem er nú frá 0,9-3%. „í rauninni má ætla að viðskipti færist að einhveiju leyti frá kreditkortaviðskiptum yfir í debet- kortaviðskipti,“ sagði Helgi en fram hefur komið að yfir helmingur þeirra sem nota kreditkort gera það vegna þægindanna en ekki sérstaklega vegna greiðslufrestsins. „Kaupmenn hafa talið að kreditkortaviðskiptin væru dýr, þannig að þetta ætti að vera þróun í rétta átt. Ég vil benda á að þetta eru staðgreiðsluviðskipti og ég myndi ætla að það væri veru- legur hagur fyrir kaupmenn að við- skipti beindust meira í þann farveg.“ Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa, segist gera ráð fyrir að staðgreiðsluafsláttur í land- inu sé um 100 milljónir á mánuði. „Ef kaupmaður vill veita kúnnanum allt að 10% staðgreiðsluafslátt, sem ekki ér óalgengt, hví ætti hann ekki vera tilbúinn að greiða */2-l ‘/2% fyrir að fá peningana strax, oft á tíðum degi fyrr en alla, fulla ábyrgð á greiðslu og sjá fram á aukin stað- greiðsluviðskipti. Út af fyrir sig getur sérhver kaupmaður lækkað afslátt sinn sem þess vegna sem þjónustugjaldinu nemur,“ sagði Ein- ar. Óánægja kaupmanna Kaupmenn eru ekki jafn sælir með kerfið og bankamenn. Þeir hafa að undanförnu gagnrýnt banka og kreditkortafyrirtæki harðlega fyrir þau áform að verslanir greiði V2-I '/2% þjónustugjald. Bjami Finns- son formaður Kaupmannasamtak- anna sagði í viðtali við Morgunblað- ið að sér kæmi ekki á óvart þó það myndi hækka vöruverð um allt að ‘/2% en hann sagði jafnframt að tal- ið væri að kreditkortin hefðu hækk- að vöruverð um 2-3%. Kaupmenn hafa nefnt að kostnað- ur hjá verslunum gæti aukist um 300-600 milljónir vegna debetkort- anna á ári „og það hlýtur að fara út í vöruverðið“, sagði Bjarni. „Þarna eru stórir og ráðandi aðil- ar á markaðnum, sem ekki telja sig Það kostar að borga MEÐ HAUSTINU verða töluverð- ar breytingar varðandi greiðslu- miðla hér á landi. Debetkort verða gefin út en þeim er ætlað að leysa ávísanir að einhverju leyti af hólmi. Það mun auk þess verða nýjung að neytendur munu í aukn- um mæli borga fýrir þá greiðslu- miðla sem þeir nota. Þannig verð- ur sérstakt korta- og færslugjald af debetkortunum. Einnig hækkar kostnaður vegna ávísana verulega og gert er ráð fyrir að mánaðar- leg gjöld af þeim verði helmingi hærri en af debetkortum. í fljótu bragði má draga þá ályktun að það borgi sig að greiða með pen- ingum en ekki má gleyma því að hagræði fylgir kortunum. Velta Kreditkorta hf. og Visa-ísland 1990-92 1990 1991 1992 1990 1991 1992 Afkoma Kreditkorta hf. og Visa-ísland 1990-92 1990 1991 1992 1990 1991 1992 Oeðlilegur hagnaður? Á LIÐNUM árum hafa kortafyrirtækin skilað góðum hagnaði. Hagnað- ur Kreditkorta minnkaði þó aðeins á milli áranna 1991 og 1992 en á móti kemur að hagnaður Visa jókst á þeim tíma allverulega. Einar S. Einarsson vísar á bug vangaveltum um að hagnaðurinn sé óeðlileg- ur og bendir m.a. á að þjónustugjöld hafi lækkað umtalsvert. Mynd 1. Viðskiptabankar og sparisjóðir 1985-1992 Starfsmannafjöldi og fjöldi íbúa um hvem afgreiðslustað Starfsmenn íbúar 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Hagræðirig- bankanna BANKARNIR hafa hagrætt hjá sér á undanförnum árum og m.a. hef- ur starfsmönnum fækkað verulega frá árinu 1988 líkt og sést á töfl- unni. Hagræðingin er m.a. rakin til tæknivæðingar og þ.á m. kredit- kortanna. Búist er við að enn frekari hagræðing verði vegna debet- kortanna og að starfsfólki fækki frekar. þurfa að ræða við okkur sem eigum að nota þetta,“ sagði Bjarni og vís- aði í bankana og kreditkortafyrir- tækin. „Viðskiptin skortir sam- keppni og almennt siðferði." Bankamenn vísa þessari gagnrýni kaupmanna á bug og segja að með debetkortunum verði það mikil hag- ræðing hjá kaupmönnum að þjón- ustugjöldin eigi ekki að þurfa að leiða til hærra vöruverðs. Tap vegna tékka hátt í milljarður Rök bankanna fyrir því að láta kaupmenn og korthafa greiða fyrir debetkortanotkun eru mjög einföld. Þeir vinna nú að því að breyta um stefnu í gjaldskrármálum sem miðar að því að greiðslumiðlunarkerfið standi undir sér, með það að megin- markmiði að hver þjónustuþáttur skili eðlilegri afkomu. Þannig munu þeir sem nota ákveðna þjónustu greiða fyrir hana. Tékkakerfíð hefur verið bönkun- um mjög dýrt en fjöldi tékka sem fór í gegnum kerfið á síðasta ári var um 30 milljónir talsins. Frá bankamanni fengust þær upplýsingar að kostnaður bankanna vegna tékkakerfísins væri hátt í milljarður, m.a. vegna þess að not- endur greiða einungis um 10 krónur fyrir hvert tékkaeyðublað á meðan það kostar bankana um 50 krónur. Minni vaxtamunur „Það er ljóst að þessi greiðslu- miðlun með tékkum er greidd með vaxtamuni bankans," segir Helgi og vísar í að með því að breyta kerfinu sé hægt að lækka útlánsvexti bank- ans og hækka innlánsvexti. Hann segir að ekki liggi fyrir hversu mik- ið sé hægt að minnka vaxtamuninn vegna þessa en ljóst sé að vaxta- munur muni minnka til lengri tíma litið. Tryggvi Pálsson sagðist ekki bú- ast við að það kæmi í ljós hvað vaxtamunurinn gæti minnkað mikið fyrr en reyni á gjaldtökuna í sam- keppni á milli bankanna. Hann var þó ekki í vafa um að vaxtamunurinn myndi minnka vegna þessa. Helgi tók sérstaklega fram að aðalatriðið væri að bankarnir ætli að láta greiðslumiðlunina standa undir sér, en ekki væri ætlunin að bankarnir hagnist verulega af til- komu debetkortanna. Hátt settur bankamaður sagðist ekki telja fráleitt að auknar tekjur bankanna gætu orðið um 1.200 milljónir vegna þessara breytinga. Ef þær auknu tekjur skiluðu sér að fullu til lækkunar vaxta gæti vaxta- munurinn minnkað um eða yfir 1%. Áframhaldandi hagræðing Það að bankarnir nái fram hag- ræðingu með nýrri tækni, svo sem debetkortunum, er engin nýjung. Ekki má gleyma því að bankarnir hafa getað hagrætt verulega og fækkað starfsfólki á undanförnum árum vegna tækninýjunga og þar með vegna kreditkortanna. Búist er við að þeir komi til með að gera það enn frekar með tilkomu debetkort- ana. Tryggvi Pálsson segir bankana hafa hagnast bæði sem hluthafar í kreditkortafyrirtækjunum og einnig hafi þeir hagnast á því að sjálfvirk- ar skuldfærslur hafa aukist. „Það er greinilegt að fólk þarf núna minna að ómaka sig við að fara í bankann, það notar greiðslukortin og hrað- bankana í vaxandi mæli auk þess sem hinar sjálfvirku skuldfærslur virka mjög vel. Þetta hefur gert okkur kleift að fækka starfsfólki en starfsfólki banka og sparisjóða hefur fækkað stöðugt frá árinu 1988.“ Korthafinn greiðir líka Þess misskilnings hefur gætt hjá kaupmönnum að þeir taki á sig allan kostnað vegna debetkortanna. Reyndin er sú að korthöfum verður gert að greiða stærsta hluta þessa kostnaðar. Gjaldskrár bankanna hafa ekki endanlega verið ákveðnar. Ákveðið hefur verið að korthafar greiði sérstök kortagjöld og þar að auki verða færslugjöld, þannig að korthafar greiði fyrir hvert skipti sem þeir nota kortin. Áformað er að einnig verði sérstakt færslugjald fyrir tékka eftir að debetkortin kom- ast í gagnið. Helgi H. Steingrímsson tók sam- an fyrir Morgunblaðið hversu mikill mánaðarlegur kostnaður korthafa gæti orðið annars vegar vegna notk- unar tékka og hins vegar vegna debetkortanotkunar með þeim fyrir- vara þó að endanleg gjaldskrá lægi ekki fyrir. Hann sagði að ef gefin væri sú forsenda að viðskiptamaður gæfí út eina ávísun hvern virkan dag þá gæti mánaðarlegur kostnað- ur viðskiptamanns numið um 775 krónum. Kostnaður við debetkorta- notkunina yrði lægri. Ef gefin væri sú forsenda að viðskiptamaður noti Debetkort sitt einu sinni á hveijum virkum degi þá gæti mánaðarlegur kostnaður viðskiptamanns numið 360 krónum. Rétt er þó að taka fram að viðskiptamenn munu nota debetkort og tékka jöfnun höndum eftir því hver viðtakandinn er. Þegar kostnaður við greiðslumiðl- un birtist neytendum á þennan hátt, þ.e. er áþreifanlegri, er ljóst að þeir munu í auknum mæli velta fyrir sér hvaða form komi best út. Hvernig sé ódýrast að borga. í fljótu bragði virðist eðlilegast að álykta að það borgi sig bara að nota peninga en á móti verður að hafa í huga ýmsan annan sparnað vegna hagræðingar og sérþjónustu sem kortin veita. Allir greiða sitt? Onnur gagnrýni sem komið hefur bæði frá kaupmönnum og Neytenda- samtökunum er að óeðlilegt sé að korthafar sjálfír greiði ekki allan tilkostnað vegna debetkortanna heldur lendi kostnaðurinn m.a. á neytendum almennt með hærra vöruverði. Jóhannes Gunnarsson sagði að Neytendasamtökin gengju út frá því sem gefnu að viðskiptavin- urinn ætti að greiða þann kostnað sem seljandi hafi af því selja vöru eða þjónustu. Aukist sá kostnaður ætti viðskiptavinurinn að sama skapi að greiða þann aukna kostnað. Einar S. Einarsson hjá Visa vísar þessari gagnrýni á bug og telur að með því fyrirkomulagi sem nú sé í bígerð greiði allir það sem þeim beri, „jafnt, bankarnir, korthafarnir og kaupmennirnir. Það hefur aldrei hvarflað að okkur að láta korthafana greiða þetta að fullu, það er hvergi gert. Kaupmenn eru að kaupa þessa þjónustu af okkur. Þeir njóta hags af þessu með að fá ábyrgð og ör- ugga greiðslu." Frá bönkum fengust þær upplýs- ingar að fyrirhuguð korta- og þjón- ustugjöld væru í samræmi við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum og m.a.s. lægri ef eitthvað væri. Því til stuðnings var m.a. vísað í upplýs- ingar frá Skotlandi og Noregi, þar sem dæmi eru um að gjald fyrir hveija debetkortafærslu séu hátt í 30 krónur íslenskar og fyrir hveija ávísun hátt í 100 krónur íslenskar. Óeðlilegur hagnaður? Þegar sú spurning er lögð fyrir menn hvort neytendur hafi hagnast á þeirri þróun sem átt hafí sér stað í greiðslumiðlunum svara flestir hik- laust ,já“. Þrátt fyrir að vöruverð hafi eitthvað hækkað þá hagnist neytendur meira en sem því nemi, t.-d. með gífúrlégum tímasparnaði með því að láta mánaðarlega færa ýmis gjöld á kortin (t.d. afnotagjöld) og einnig hagnist þeir á fyrr- greindri þjónustu kortafyrirtækj- anna. „Ég geri ráð fyrir því að þeg- ar debetkortin eru komin og allt dæmið er gert upp fyrir þjóðfélagið þá verði niðurstaðan sú að hún verð- ur ódýrari fyrir alla. Hún verður ódýrari fyrir bankana, hún verður ódýrari fyrir korthafana og hún verður ódýrari fyrir söluaðilana líka,“ sagði Tryggvi Pálsson. Ekki er mjög auðvelt að meta hagnað neytendanna af kortavæðr ingunni í krónum og aurum. Það er hins vegar hægt að telja hagnað kortafyrirtækjanna í milljónum króna og hagnaður þeirra hefur samtals farið vaxandi á undanförn- um árum, líkt og sést á meðfylgj- andi töflu. Aðili sem fylgst hefur með afkomu kreditkortafyrirtækj- anna sagðist spyija sig hvort ef til vill væri um óeðlilegan hagnað að ræða. „Gjöldin sem fyrirtækin taka eru óeðlilega há. Maður verður að gera þá kröfu í heiðarlegum við- skiptum og samkeppni að þóknanir dekki bara kostnað og eðlilegan hagnað.“ Þegar þessi gagnrýni var borin undir Einar S. Einarsson sagði hann að afstætt væri að tala um óeðlilega góða afkomu „ef svo er þá höfum við a.m.k. lækkað þjónustugjöld mjög á undanförnum árum. Þegar Visa hóf starfsemi fyrir 10 árum voru þjónustugjöldin 3% og í gegn- um árin hafa þau lækkað mjög, sér- staklega hjá matvörukaupmönnum, þjónustugjöld núna eru að jafnaði um l‘/2%.“ Standa bankarnir við sitt? Fróðlegt verður að fylgjast með komu debetkortanna á næstu mán- uðum. Nú mætast annars vegar kaupmenn og hins vegar bankar og kreditkortafyritækin með stálin stinn. Ef þjónustugjöldin verða ekki lækkuð er nokkuð ljóst að það mun tefja eitthvað fyrir tilkomu debet- kortanna. Bankar og kreditkortafyr- irtækin eru þó með það tromp á hendi að gjaldskrá vegna tékka hækkar verulega með haustinu og í kjölfarið munu neytendur án efa krefjast þess að geta notað sín deb- etkort sem víðast. Til að flýta þróun- inni verður fyrirkomulagið jafnframt þannig að þegar þau bankakort sem nú eru í gildi verða útrunnin þá mun fólk í staðinn fá debetkort sem jafn- framt gildir sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum. Enn fróðlegra verður að fylgast með viðbrögðum bankanna. Miðað við tregðu banka við að halda vöxt- um í skefjum þarf ekki að búast við miklum viðbragðsflýti þeirra við að lækka vaxtamun vegna spamaðar á tékkakerfmu. Ef það verður raunin að aukin útgjöld neytenda skila sér ekki í minni vaxtamun hjá bönkun- um er þróunin mjög varhugaverð. Ef hins vegar sparnaður bankanna skilar sér að fullu aftur út í þjóðfé- lagið,- t.d. með minni vaxtamun, er þróunin almennt af hinu góða og til þess eins að efla kostnaðarvitund almennings í fjármálakerfinu. Náttúrufræði- stofnun Islands Fyrsti stjórnar- formaður skipaður UMHVERFISRÁÐHERRA hefur skipað Þóru Ellen Þórhallsdóttur, líffræðing, formann stjórnar Náttúrufræðistofnunar Islands. Þetta er gert samkvæmt nýjum lögum nr. 60/1992 um Náttúru- fræðistofnun íslands og náttúru- stofur. Með Iögunun er gerð sú breyting að stofnuninni er sett stjórn til fjögurra ára í senn, sem skipuð skal, auk formanns, full- trúum hvers seturs stofnunarinn- ar og einum fulltrúa náttúru- stofu. Þóra Ellen verður fyrsti formaður stjórnar Náttúrufræði- stofnunar Islands. Þóra Ellen er fædd í Reykjavík 22. júní 1954. Hún er grasafræðing- ur að mennt með doktorsgráðu á sviði plöntuvistfræði frá University of Wales árið 1984. Hefur stundað rannsóknir Þóra Ellen hefur starfað hjá Líf- fræðistofnun Háskóla íslands frá árinu 1981, fyrst sem sérfræðingur og stundakennari en síðan sem lekt- or. Hún var sett prófessor við HÍ í grasafræði 1988-1990, en er nú dósent. Þóra Ellen hefur stjórnað rannsóknum Líffræðistofnunar HÍ sem miða að því að segja fyrir um áhrif miðlunarlóns neðst í Þjórsár- verum, en þær rannsóknir eru unnar fyrir Landsvirkjun. Einnig hefur hún stundað rannsóknir á sviði stofnvist?- fræði, æxlunarvistfræði og á ís- lensku votlendi. Stjórn Náttúrufræðistofnunar ís- lands er auk Þóru Ellenar formanns skipuð þeim Bergþóri Jóhannssyni frá Náttúrufræðistofnun íslands, Reykjavík og Herði Kristinssyni frá Náttúrufræðistofnun íslands á Ak- ureyri. ----» ♦ ♦--- Loðnan er enn á norðurleið Um 84 þúsund tonn komin á land LOÐNUGANGAN er enn á norð- urleið og er nú þéttust um 180 mílur norður af Melrakkasléttu. Norskt rannsóknarskip fann góð- ar torfur 30 mílum norðar í gær. Veiðarnar ganga sæmilega hjá íslensku skipunum en löndunar- bið er á höfnum austanlands. Um 84 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á vertíðinni. Keflvíkingur KE 100 landaði 520 tonnum hjá Krossanesverksmiðj- unni á Akureyri í gær. Góðar torfur Að sögn Einars Guðmundssonar skipstjóra ganga veiðarnar sæmi- lega og hitta skipin á góðar torfur annað slagið. Hann sagði að loðnu- gangan væri enn á norðurleið og væri hvað þéttust um 180 mílur . norður af Langanesi. Hann hafði frétt að norskt rannsóknarskip hefði fundið góðar loðnutorfur 30 mílum norðar. Töluverð áta er enn í loðnunni en fer þó minnkandi. Loðnan rýrnar fljótt þegar mikil áta er í henni og vilja verksmiðjurnar ekki safna birgðum. Hefur því verið hægt á veiðunum og löndunarbið er á flest- um höfnurn austanlands. Verðið til sjómanna er 4.000 krónur fyrir tonnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.