Morgunblaðið - 23.07.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993
5
Morgunblaðið/Guðmundur Löve
Myrkraverk
Vel útbúnir hellamenn vinna að
mælingum í heillegri hluta Kal-
manshellis.
Ginnungagap
Leiðangursstjórinn, Jay Reich,
og formaður Hellarannsóknafé-
lags Islands, Sigurður Sveinn
Jónsson, virða fyrir sér eitt af
50 niðurföllum Kalmanshellis.
gám með útbúnaði bandarísku
hellamannanna auk þess sem
bandarískir aðilar hafi styrkt ferð-
ina. Leiðangursstjóri ferðarinnar,
bandaríski hellakönnuðurinn Jay
Reich, hefur áður komið við sögu
íslenskra hellamála, því fyrir tutt-
ugu árum gerði hann nákvæmt
kort af Surtshelli-Stefánshelli.
„Kalmanshellir er um 2'/2 kíló-
metri endanna á milli, svo það sem
vantar á 4 kílómetra lengdina skýr-
ist af því hversu margslunginn og
flókinn hann er á köfium,“ sagði
Reich. „Mælingin var gerð út frá
366 mælistöðvum, snið teiknuð og
hver hellisbútur kortlagður ná-
kvæmlega eftir því sem verkinu
miðaði. Að verkinu vann 12 manna
hópur, og kortlagningin tók tæpar
tvær vikur. Verkinu er hins vegar
alls ekki lokið, því þegar ég kem
aftur til Bandaríkjanna mun ég
bæta öllum teikningum sem gerðar
voru á vettvangi inn á sjálft aðal-
kortið, og síðan mun það verða
fullteiknað í tölvu.“
Illa gengið um íslenska hella
Að sögn Reichs er áberandi
hversu illa hefur verið gengið um
Surtshelli og Stefánshelli frá því
hann var hér síðast, árið 1973.
„Það er átakanlegt að sjá hvernig
hefur verið farið með hellana.
Mesta eyðileggingin á hellum
landsins hefur átt sér stað á síðast-
liðnum 50 árum, en hellarnir hafa
verið til í þúsundir ára, og verða
aldrei bættir, Æskilegast væri að
almenningur gæti fengið að njóta
þeirrar fegurðar sem hellarnir hafa
uppá að bjóða, en því miður hefur
eina lausnin oftast verið sú að loka
þeim — sérstaklega erlendis.
Reyndar má minna á að hér á ís-
landi varðar það við lög að skemma
dropsteinsmyndanir og annað
skraut í hellunum.“
Deild Unglingá-
heimilis í Skagafirði
Verkleg
þjálfun
og útivist
UNGLINGAHÉIMILI ríkisins
hefur opnað svokallaða lokaða
deild fyrir 13-15 ára unglinga
að Stóru Gröf í Skagafirði. Bryn-
dís Guðmundsdóttir, nýráðinn
deildarstjóri, tekur fram ekki sé
um neins konar fangelsi að ræða
en ætlunin sé engu að síður að
veita meira aðhald og eftirlit en
á öðrum deildum. Vistmenn
verða fyrst um sinn 3 og starfs-
menn 12.
Bryndís sagði að deildin hefði
verið formlega opnuð en enn vant-
aði unglingana því þeir hefðu farið
í langa fjallaferð með starfsmönn-
um heimilisins og kæmu beint úr
henni að Stóru-Gröf. Hún sagði að
útivist og fjallaferðir af þessu tagi
yrði stór þáttur í meðferð ungling-
anna en einnig yrði lögð áhersla á
ýmis konar verklega þjálfun og
myndu starfsmenn deildarinnar
veita hana. Þeir eru menntaðir í
ýmsum greinum, t.d. búfræði, bif-
vélavirkjun, vélsmíði og leiklist, en
á bænum verða nokkrir hestar.
Kennari hefur verið ráðinn til deild-
arinnar og verður skóli starfræktur
á bænum yfir veturinn.
Tilraunaverkefni
Aðspurð sagði Bryndís að deildin
væru sú eina af þessu tagi á land-
inu og um eins árs tilraunaverkefni
væri að ræða. Hvað unglingana
varðaði sagði hún að þeir hefðu
ólíkan bakgrunn en ættu það þó
sameiginlegt að ekki hafi náðst
samstarf við þá áður. Gert er ráð
fyrir að unglingarnir dvelji á heimil-
inu eins lengi og þurfa þyki, þ.e.
allt til þeir hafi náð 16 ára aldri.
Chevrolet Corsica Luxury 93'
Á kr. 1.869.000.* 6 götuna með ryðvörn og skréningu.
Aukalega í Luxury:
• Alfelgur.
• VindskeiS.
• MótaSar aurhlífar.
• BreiS dekk með hvítum stöfum.
Alger nýjung í lónamálum á íslandi. Við lánum
3/4 af andvirSi bílsins í 36 mánuði. Standi illa á
h|áþ ér á tímabilinu er hægt að hliSra greiðslum
allt aÖ sex sinnum og færa þær aftast. Þú greiðir
þá bara vexti. Þannig getur lánið orSið til 40
mánaða.
Staðalbúnaður í Corsica er hreint ótrúlegur: ABS
bremsur, sjálfskipting, útvarp/segulband,
öryggisloftpúSi í stýri, samlæstar hurSir,
rafdrifnar rúSur og m.fl.
Til að auÖvelda þér bílakaupin enn frekar, tökum
við vel með farna notaÖa bíla uppí.
Bílheimar hf.
FOSSHÁLSI 1. SÍMI 63 4000.