Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 10
10 \- MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. JULI 1993. Kjarval að sumri Myndlist Eiríkur Þorláksson Sumarið er vissulega vertíð ýmissa aðila í þjóðfélaginu hér á landi líkt og víða erlendis. Á þessum árstíma streymir til landsins lUnginn úr þeim fjölda erlendra ferðamanna, sem sækja okkur heim, og landsmenn sjálfir eru á faraldsfæti í sumarleyfum; fólk af höfuðborgarsvæðinu stefnir út á land, en landsbyggð- armenn koma margir hverjir í heimsókn á suðvesturhornið. Á þessum tíma mætti því ætla að hin opinberu listasöfn legðu sig 'fram um að hafa uppi sýningar á því helsta sem getur að líta í ís- lenskri myndlist; ágrip af íslenskri listasögu og/eða yfirlit yfir það sem er að gerjast meðal íslenskra listamanna um þessar mundir. Vegna áherslu á erlendar sýningar og ýmissa sérverkefna tekst söfn- unum því miður ekki sem skildi að sinna þessum nauðsynlega þætti í sumarstarfinu og hefur jafnvel heyrst að safnafólk hafi bent erlendum ferðamönnum á að líta inn á ákveðið hótel hér í borg- inni, vilji þeir sjá góða íslenska myndlist! Slíkt er auðvitað ótækt ástand í kynningarmálum ís- lenskrar myndlistar á seinasta áratug aldarinnar. Á Kjarvalsstöðum er löng hefð fyrir því að setja upp á hverju sumri sýningu á verkum Jóhann- esar Kjarvals úr eigu safnsins og í samræmi við þá hefð stendur nú yfir sýning á verkum meistarans í austursal Kjarvalsstaða. Þarna getur að líta nokkur ágætisverk, sem hafa unnið sér sess í listasög- unni og meðal þekktari verka Kjarvals, svo sem „Gömul kona með skotthúfu" (K-5005) og fleiri frábær verk á pappír, t.d. „Ragnar Ásgeirsson" (K-5187). Málverkin eru hins vegar færri og ber þar af verkið „Sól og sumar" (K-5095) sem unnendur Kjarvals þekkja vel sem undirbúningsverk fyrir hina stórfenglegu mynd „Krítík". Jafn- framt eru í nokkrum borðum dæmi um smáteikningar og prentverk, sem Kjarval var sífellt að fást við og eru ekki síðri hluti af starfi hans. Þrátt fyrir þetta ber sýningin hér þess ljóslega vott að vera af- gangsstærð og er það miður. Öll Jóhannes Kjarval: Hraun og mosi. helstu verk Kjarvals í eigu Reykja- víkurborgar voru þetta sumarið send á sýningu í Bonn, þar sem fram fór mikil íslensk menningar- hátíð í júnímánuði, og var sýning á verkum Kjarvals ein helsta skrautfjöður hennar. Vegna þessa er Kjarvalssýningin hér heima óvenjudauf þetta sumarið, sér- staklega þar sem hún fylgir í kjöl- far frábærrar sýningar á síðasta sumri, þar sem sýnd voru verk Kjarvals úr einkasafni Jóns Þor- steinssonar og Eyrúnar Guð- mundsdóttur. Á þessu sumri gefst landsmönn- um (svo og erlendum ferðamönn- um) hins vegar besta tækifærið til að sjá málverk Kjarvals í sýn- ingarsal Gallerí Borgar við Póst- hússtræti. Þar stendur nú yfir sölusýning á verkum Kjarvals og koma myndirnar úr einkasöfnum víða um landið. Eins og eðlilegt er um verk sem koma þannig úr ýmsum áttum, er ekki um samstæða sýningu að ræða, en engu að síður eru hér nokkkrar sterkar myndir, sem er ávinningur að kynnast. Af slíkum verkum má nefna „Regnbogi á Þingvöllum", sem er afar litsterk, „Almannagjá", sem hefur til að bera óvenju heila litfleti, og „Skúta og togari", sem er með betri myndum meistarans af þeim toga. Loks ber að nefna verk, sem tengjast ljóslega þekktum mynd- efnum Kjarvals, t.d. sem birtist í hinni þekktu mynd „Skjaldbreið- ur" (1957-62); steinawilr í „Hraun og mosi" í Gallerí Borg eru hinir sömu og í þeirri mynd og sýnir þetta glögglega, hversu ríkulega listamaðurinn gat unnið úr um- hverfi sínu. Það er svo sannarlega þess virði að skoða þessa sýningu vel og er vonandi að sem flest verka af þessari sölusýningu rati í opinber söfn, þar sem þau geta orðið landsmönnum til augnayndis um alla framtíð. Jóhannes Kjarval lét lands- mönnum eftir slíkan fjölda ágætra listaverka, að það ætti að vera leikur einn að halda árlega góða sýningu á verkum hans, ánþess að endurtaka sig um of; þetta ætti auðvitað að vera eitt af helstu verkefnum Kjarvalsstaða og von- andi verður þar á breyting til hins betra á næsta ári. Kjarvalssýningin í austursal Kjarvalsstaða stendur út ágúst- mánuð, en sýningunni í Gallerí Borg lýkur sunnudaginn 25. júlí og eru listunnendur hvattir til að lita inn. Helena bæjarlista- maður á Akranesi Akranesi. HELENA Guttormsdóttir myndlistarmaður hefur verið valin bæjar- listamaður Akraness 1993 og fær í viðurkenningarskyni sex mánaða laun til að vinna að list sinni. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson HELENA Guttormsdóttir, bæjar- listamaður Akraness 1993. Helena er fædd og uppalin á Akranesi og fór ung að vinna að listsköpun. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanaum árin 1985-89 og í Myndlistarskóla Reykjavíkur árin 1985-87. Helena hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum og hélt sína fyrstu einkasýningu fyrr á þessu ári. Helena á ekki langt að sækja listagáfu sína, því faðir hennar, Guttormur Jónsson, hefur lengi ver- ið í fremstu röð listamanna á Akra- nesi. - J.G. ¥ið getym þcsggtið nidur í þeim flestum Sendum í póstkröfu! Gott verí — Gæðoþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM Verslið hió fagmanninum Bílavörubú&in UÖÐRIN Sketfunni 2, Sími 81 29 The Guardian um Börn náttúrunnar Framúrskarandi tón- list og frábær leikur BÖRN NÁTTÚRUNNAR, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var sýnd ásamt 80 öðrum myndum á kvikmyndahátíðinni í Cambridge í Englandi í síðustu viku og fjallaði gagnrýnandi dagblaðsins The Guar- dian, Derek Malcolm, um hana 15. júlí. Fær myndin afbragðsdóma fyrir tónlist, kvikmyndatöku og leik, og sögð búa yfir kímnigáfu, næmni og þokka. Malcolm getur þess í byrjun að „Börn náttúrunar er fyrsta íslenska myndin sem tilnefnd er til Óskars- verðlauna sem besta erlenda myndin, og fagurlega mótuð dæmisaga Frið- riks Þórs Friðriksonar átti hólið vissulega skilið." Hann lýsir efnis- þræðinum stuttlega, og kynnir aðal- persónurnar tvær sem leggja af stað í „síðasta ævintýrið". Síðan segir: „[Friðrik Þór] Friðriksson gerir haltrandi för þeirra, sem afskiptasöm lögregla, áhyggjafullir ættingjar og furðu lostnir læknar fylgja eftir, að ævintýraferð sem oft er bæði fyndin og hrífandi..." Gagnrýnandinn hnýtir þó lítillega í yfirnáttúruleg atriði myndarinnar: „En hann [leikstjórinn] er einnig á höttunum eftir einhverju öðru og stundum rekur verkið inrt í nokkurs konar dulrænt draumaland sem veik- ir tök þess á harðneskjulegum veru- leikanum." Malcolm segir að það sem mynd- inni „tekst best er að gefa nákvæm- lega til kynna af hverju þessir fulltrú- ar hins liðna vilja strjúka, án þess að ýja nokkru sinni að því að þjóðfé- lagið fari vísvitandi illa með þá'. Og það gerir hún með mikilli næmni og gjörsamlega án þeirrar tilfinninga- semi sem hefði hæglega getað dreg- ið úr krafti þessa harmaljóðs um æsku, tíma og samkennd í veröldinni. Framúrskarandi (og verðlaunuð) tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar, oft falleg myndataka Ara Kristins- sonar og frábærlega eðlilegur leikur Gísla Halldórssonar og Sigríðar Hag- alín, prýðir Börn náttúrunnar, sem býr einnig yfir sérkennilegu innliti Bruno Ganz að leiðarlokum." Að síðustu segir Malcolm að myndin sé af þeirri gerð sem bíóstjór- ar hræðast, en hafi þó upp á mun skárri gildi að bjóða en þorri þess sem þeir sýna. Bárugata - á besta stað Falleg 4ra herb. efri hæð í sterkbyggðu húsi. Eign sem svíkur engan. Skipti á stærra möguleg. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, sfmar 11540 og 21700. Hlíf Sigurjónsdóttir og Símon H. ívarsson. Spænsk tónlist í Sigurjónssafni Tónlist Ragnar Björnsson Hlíf Sigurjónsdóttir fíðluleikari og Símon H. ívarsson gítarleikari fluttu blóðheita spænska tónlist á „suðrænu sumarkvöldi" í Lista- safni Sigurjóns sl. þriðjudags- kvöld. E. Granados var afbragðs píanóleikari sagður, og tríóið, skipað honum, Thibaud fíðluleik- ara og P. Casals á sellóið án efa verið í fremstu röð og gert garð- inn frægan á tónleikaferðum sín- um um Evrópu. Á þessum ferðum skrifaði Granados tónverk sín, en stór hluti efnisskráa þeirra félaga voru verkin sem Granados skrifaði milli tónleikastaða. Fyrri heims- styrjöldin kom í veg fyrir fleiri slíkar ferðir, þýskur kafbátur skaut skip hans í kaf á leið hans heim til Spánar. „Danse Espagn- ole" og „Intermezzo" fluttu þau eftir Granados. Pablo Sarasate, undrabarnið í fiðluleik, sem gjarn- an var líkt við Paganini, og fékk þá dóma að tónnákvæmni hans hafi verið svo góð að nálgast hafi fullkomnun, átti tvö verk á efnis- skránni, „Rómönsu Andaluza" op. 22 og „Fantasíu um óperuna Carmen" eftir Bizet. Flamenco- útsetningar eftir gítarleikara tón- leikanna fékk maður að heyra. Annað undrabarnið, Albeniz, átti verk á efnisskránni. Albeniz reyndi sex ára við inntökupróf í Parísarkonservtoríið en eyðilagði fyrir sér með því, að loknu spil- inu, að taka bolta upp úr vasa sínum, stóðst ekki mátið og kast- aði honum í nærliggjandi spegil svo hann brotnaði, og brást þar með vonin um inntöku í skólann. Manuel de Falla var ekkert undra- barn í tónlist, hann byrjaði seint alvörutónlistarnám og leiðin fyrir honum var ekki þyrnalaus. Þó varð hann kannski mestur þessara höfunda sem tónskáld og eftir hann fluttu þau Hlíf og Símon tvo þætti úr tveim ballettum. Þessi samsetning hljóðfæra, fíðla og gítar, getur farið mjög vel saman, ef vel er gert og ekki síst í þess- ari tegund spænskrar tónlistar. Bæði hljóðfærin eru mjög við- kvæm og þá þarf að gera betur en vel til að aheyrilegt verði og því miður var það ekki tilfellið að þessu sinni. Óhreint spil, hjá báð- um, ekki alltaf öruggt í samspili, var því miður of oft áberandi. Hér nægir ekki gott músíkalitet, skáld- skapur verður að koma til. Hver taktur er saga útaf fyrir sig með óvænt seiðmagn, sem þessi tónlist getur ekki verið án. Sagt var um Sarasate að hljóðfærið hafi dansað undan fingrum hans, hvort sem hann spilaði veikt eða sterkt. Það er málið. Söng og töfra fannst mér vanta í tón gítarsins. Carmen- svítan var fyrir ofan núverandi getu. Best kom út 2. þáttur úr „Suite Espagnole" eftir Albeniz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.