Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 í skugga bjamarins eftirÁrnaM. Mathiesen Þjóðir Eystrasaltslandanna Eist- lands, Lettlands og Litháen standa frammi fyrir miklum vanda þar sem eru samskipti þeirra og Rússa. Ann- ars vegar er um að ræða samskiptin við rússneska íbúa þessara landa og hinsvegar samskiptin við Rússneska lýðveldið, en hvoru tveggja blandast þó saman og ógerlegt í raun að að- skilja vandamálin. Þetta er auðvitað ekki nýr vandi, því þjóðir Eystra- saltslandanna hafa ekki riðið feitum heSti frá viðskiptum sínum við Rússa síðustu þijú hundruð árin. Sá kafii þessarar sögu sem nú fer fram hófst þegar Sovétríkin gerðu innrás í Eystrasaltslöndin og hemámu árið 1940 í samræmi við hið leynilega samkomulag Molotoys og Rib- bentrop. Rússland og Sovétríkin Það er nauðsynlegt í þessu sam- hengi að gera sér grein fyrir því að Sovétríkin voru sem heimsveldi framhald rússneska keisaraveldisins og höfðu að miklu leyti sömu utan- ríkishagsmuna að gæta s.s. að tryggja sem bestan aðgang að sjó við Eystrasalt, Hvítahaf, Svartahaf og Kyrrahaf sem og að tryggja og viðhalda yfirráðum yfir auðugum svæðum í Norðaustur- og Mið-Asíu. Þessu til viðbótar var það yfirlýst stefna Sovétríkjanna að útbreiða heimskommúnismann og beita til þess nauðsynlegum ráðum hver sem þau væru. Það fer heldur ekkert á milli mála að hin ráðandi stétt í Sovétríkjunum var rússnesk. Hið opinbera tungumál var rússneska og þeir sem ekki voru Rússar höfðu aðlagað sig rússnesku þjóðfélagi og menningu. í þessu ljósi verður að skoða innrás Sovétríkjanna í Eystra- saltslöndin árið 1940. Þjóðflutningar Eystrasaltsríkin voru hernumin af Sovétríkjunum frá 1940 til 1991 að undanskildum þeim árum í heims- styijöldinni síðari sem Þjóðveijar höfðu betur eftir innrás þeirra í Sov- étríkin. Valdhafar í Moskvu hófu strax árið 1941 gífurlega fólksflutn- inga frá Eystrasaltsríkjunum til ann- arra hiuta Sovétríkjanna og fluttu nýja íbúa til landsins, aðallega Rússa. Þessir fólksflutningar skiptu hundruðum þúsunda og valda því að í dag eru Lettar einungis 52% íbúa í Lettlandi og um þriðjungur íbúa Eistlands eru Rússar og um 10% íbúa Litháen eru Rússar. Ekki Teygjustökk o g af- leit fréttamennska eftirEyþór Guðjónsson Síðastliðið sunnudagskvöld biftist í fréttum Stöðvar 2 órökstudd frétt þess efnis að ungur maður hefði verið hætt komin í teygjustökki. Gera verður þá kröfu til fréttamanna að þeir kynni sér alla málavöxtu áður en þeir senda svona frétt frá sér. í umræddu tilviki hafði frétta- maður hvorki samband við pilt þann sem hann taldi að hefði verið í lífs- hættu, né við forráðamenn teygju- stökksins sem strax hefðu útskýrt og sýnt fram á að engin hætta var á ferðum. Einnig hefði það verið sjálfsagt mál að sýna fréttamanni fram á öryggi við framkvæmd allra verkþátta frá byijun' til enda. Það sem á myndinni virtist vera og Gísli Óskarsson fréttamaður lýsti á mjög dramatískan hátt sem „lífshættu- legri lykkju" er algjörlega hættulaus þar sem ávallt leysist úr henni (í þeim fáu tilvikum sem hún mynd- ast) þegar stökkvarinn fellur niður aftur. Auk þess eru teygjumar þann- ig hannaðar að þær geta með engu móti hert að hálsi eða öðram líkams- hlutum. Ágiskanir og hlutdrægt mat Gísla „fréttamanns" frá eigin bijósti lýsa slælegum vinnubrögðum. Leitt er til þess að vita að hann sleppi því að afla sér réttra upplýsinga ,til þess að búa til og selja „fréttir" sínar. Þá er það ekki í verkahring Gísla, sem „hlutlaus fréttamaður" að leggja dóm á, að þátttakendur í teygjustökki í Vestmannaeyjum hafi greitt „offjár" fyrir þáttöku sína. Til fróðleik fyrir hann má geta þess að í mörgum löndum Evrópu er teygjustökk um og yfir 100% dýrara en á íslandi. Má þar nefna t.d. Þýskaland og Frakkland. Þá er vert að benda á, að inn í verðinu hér (2.900 kr. eða 3.900 kr.) er 24,5% virðisaukaskattur sem fyrirtækið þarf að standa skil á til ríkisins. Einnig giskar „fréttamaður“ á að stokkið sé úr 30 til 35 metra hæð. Það er ekki rétt. Hæðin er 50 metrar. Teygjustökksbúnaður okkar kem- ur frá fyrirtækinu World Bungee sem hefur fengið alþjóðlegar viður- kenningar fyrir öraggan búnað og fagmannleg vinnubrögð. Á þeim 28 stöðum í heiminum sem World Bungee hefur boðið upp á teygju- stökk hafa yfir 130 þús. manns Eyþór Guðjónsson „Starfsfólk okkar tók þátt í viðamikilli þjálf- un hjá World Bungee bæði hér á landi og er- lendis. Vinnueftirlit ríkisins og Iðntækni- stofnun Islands hafa yfirfarið og samþykkt þann hluta búnaðarins sem undir þá heyrir.“ er ástæða til þess að ætla að Rússar hafi almennt verið þvingaðir til þess að flytjast til Eystrasaltslandanna, því þar voru mun betri lífskjör en víðast hvar annars staðar í Sovétríkj- unum. Samkvæmt Genfarsáttmál- anum er hemámsaðila óheimilt að flytja burt íbúa hemámssvæðis eða flytja landnema inn á hemá- mssvæði. Þeir aðilar sem flutt hafa til þessara landa á þennan hátt á þessum tíma eru því að alþjóðarétti ólöglegir innflytjendur. Þetta þýðir ekki að allir Rússar í Eystrasalts- löndunum séu ólöglegir innflytjend- ur, því að hópur Rússa hefur búið þar síðan fyrir hernám og þeir og afkomendur þeirra njóta þar allra sömu réttinda og aðrir sem þar bjuggu fyrir árið 1940. Hver kúgar hvern? Þvi er haldið fram að í Eistlandi og Lettlandi séu rússneskir íbúar kúgaðir sökum þess að þeir fái þar ekki kosningarétt. Sérhver einstakl- ingur á að hafa kosningarétt í því landi þar sem hann er ríkisborgari. Hvarvetna í hinum vestræna heimi þurfa ólöglegir innflytjendur hins- vegar að sækja um ríkisborgararétt og uppfylla skilyrði til þess að öðl- ast hann. Þeir rússnesku íbúar Eist- lands og Lettlands sem ekki hafa kosningarétt era ólöglegir innflytj- endur og ef þeir óska eftir því að öðlast kosningarétt ber þeim að sækja um ríkisborgararétt í Eist- landi eða Lettlandi og uppfylla skil- yrði rétt eins og þeir yrðu að gera ef þeir vildu gerast ríkisborgarar og hafa kosningarétt t.d. á Islandi, í Þýskalandi eða í Frakklandi. En er einhver önnur kúgun á íerð- inni en að ofan var nefnd? Eg er hræddur um það. Á ferð minni um Lettland og Litháen í síðasta mán- uði vafð ég var við gríðarlegan yfir- gang Rússa, hreint ofbeldi og algert virðingarleysi fyrir máttvana yfir- völdum og algert virðingarleysi fyrir tungu og menningu Eystrasaltsþjóð- anna. Mín niðurstaða er því sú að Árai M. Mathiesen. „Mín niðurstaða er því sú að það eru Eystra- saltsþjóðirnar sem eru kúgaðar í sínu heima- landi af aðfluttum Rússum en ekki öfugt.“ það eru Eystrasaltsþjóðimar sem eru kúgaðar í sínu heimalandi af aðflutt- um Rússum en ekki öfugt. Nýlenduherrar eða ríkisborgarar En hvernig má þetta vera? í þess- um löndum eru Rússar í flestum þeim*embættum og stöðum hjá hinu opinbera og í viðskiptalífinu sem skipta máli, jafnvel 90%. Þijátíu og sjö þúsund-rússneskir hermenn era í Lettlandi og sjö þúsund rússneskir hermenn á eftirlaunum sem taldir era hafa vopn undir höndum. Rúss- nesk herstöð er inni í miðri Tallinn, höfuborg Eistlands, og Rússar koma við sögu í helmingi allra afbrota í Litháen, þó þeir séu aðeins 10% íbúa. Það tæki rússneska herinn fjórar klukkustundir að leggja undir sig Eystrasaltslöndin þijú. Enginn veit hvað orðið er af öllum KGB-starfs- mönnunum. í skjóli þessa geta Rúss- ar í þessum löndum tekið sér þau forréttindi sem Sovétvaldið veitti þeim áður á meðan þeir voru ný- lenduherrar. Þetta á auðvitað ekki við um alla, en nógu marga, sumir þegja en láta sér vel líka. Það er af þessum ástæðum að Eistlendingar og Lettar vilja að rússneskir íbúar landsins sæki um að verða ríkisborgarar og sýni það að þeir vilji vera ríkisborgarar í fijálsu Lettlandi eða Eistlandi en ekki rússneskir nýlenduherrar. Vilji virða tungu og menningu þess lands sem þeir ætla að búa í. Þetta hljótum við á Vesturlöndum að skilja. Aðstoðar er þörf Eins og ég sagði hér að ofan þá standa þjóðir Eystrasaltslandanna frammi fyrir miklum vanda. Þessar þjóðir hafa búið við kúgun í áratugi og era að stíga sín fyrstu skref í lýðræðisátt. Þær þurfa á aðstoð okk- ar og skilningi að halda. Þær þurfa á aðstoð okkar að halda við það að ná markmiðum sínum á lýðræðisleg- an og mannúðlegan hátt, og þær þurfa á aðstoð okkar að halda við það að forðast afskipti nágrannans í austri. Rússneska lýðveldið á ekki síður við erfiðleika að etja en Eystra- saltsríkin, en rússnesk stjórnvöld verða að vita að þau vandamál verðá ekki leyst með þjóðemisrembu á kostnað Eystrasaltsþjóðanna. Hags- munir Rússneska lýðveldisins era þeir sömu og rússneska keisaraveld- isins og Sovétríkjanna áður. Þeirra hagsmuna verður ekki gætt með ofbeldi á sama hátt og fyrr. Það verður öllum að vera ljóst að hertaka hins finnska Karelíuhéraðs verður ekki endurtekin og að vandamál rússneska íbúa Eystrasaltsríkjanna verða ekki leyst á sama hátt og vandamál þýskra íbúa í Tékkóslóv- akíu 1938. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Skálholtskantatan flutt á Skálholtshátíð í ár stokkið og aldrei orðið slys á einn eða annan hátt. Starfsfólk okkar tók þátt í viðamikilli þjálfun hjá World Bungee bæði hér á landi og erlend- is. Vinnueftirlit ríkisins og Iðntækni- stofnun íslands hafa yfirfarið og samþykkt þann hluta búnaðarins sem undir þá heyrir. Það er mjög alvarlegt mál að fréttastofa Stöðvar 2 skuli birta svona tilhæfulausa og einhliða frá- sögn án þess að ganga úr skugga um að hlutleysis sé gætt. Það liggur í augum uppi að svona „frétt“ skað- ar illilega orðstír fyrirtækis eins og Gott hopp hf. sem byggir starfsemi sína fyrst og fremst á öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Gott hopp hf. eftir Jónas Gíslason Á Skálholtshátíð á sunnudag verður flutt Skálhóltskantata dr. Páls ísólfssonar við hátíðarljóð síra Sigurðar Einarssonar, er frumflutt var á Skálholtshátíð 1956. í tilefni þessa langar mig að biðja Morgunblaðið fyrir þessar fáu línur. Ég geymi í huga mér mynd beggja þessara listamanna, dr. Páls ísólfs- sonar og síra Sigurðar Einarssonar. Páll var hinn vörpulegasti maður og það sópaði að honum, er hann settist við orgelið í Dómkirkjunni. Andartak sat hann hreyfingarlaus. Kannski var hann að leggja helgar tíðir í heilögu húsi Guðs í hendur frelsara síns og Drottins, svo að hann mætti vegsamlegur verða. Einhvern veginn fínnst mér, er ég hugsa til þeirra ára, er ég sótti guðsþjónustur í Dómkirkjunni, að hann hafí verið svo harla ólíkurþeirri mynd, er ég hafði gjört mér af mikl- um tónlistarmanni. Mér fannst hann minna mig talsvert á einn af biskup- um þeim, er sátu í Skáholti, Ögmund Pálsson. En svo hóf hann að leika á orgel- ið. Þá breyttist allt. Hljóðfærið lék í höndum hans og undursamlegir tónar fylltu kirkjuna. Heilög athöfn hófst og hann leiddi kirkjugesti fram fyrir hástól Guðs. Þetta er myndin, sem er ríkust í huga, er ég minnist dr. Páls. Hann var orgelleikari af Guðs náð. Ég hef það fyrir satt, að hann hafi verið einn allra besti Bach-túlkandi á sinni tíð. Hann óx af verkum sínum og „Skálholtskantatan er nú flutt í þriðja sinn í tilefni af hundrað ára afmælis dr. Páls í ár. Njótum listar þessara snillinga og tökum þannig þátt í löfgjörð þeirra til dýrðar Drottni og frelsara.“ hvergi náði hann hærra en þá, er hann vildi lofa og vegsama skapara sinn og frelsara. Páll var íslenzkri kristni Guðs gjöf. Svipuðu máli gegnir um síra Sig- urð Einarsson. Hann var sannkall- aður meistari íslenskrar tungu. Er hann hóf máls, hljóðnuðu menn og hlýddu á snilli hans. Hann átti auð- velt með að draga upp litríkar mynd- ir, _er festust í huga þjóðarinnar. í Skálholtskantötunni leggja þess- ir listamenn list sína fram í stórfeng- legu verki. Við eram þakklát fyrir að Skál- holt fékk að njóta listar þeirra og þykir fara vel á því. að minnast með þakklæti framlags þeirra á Skál- holtshátíð, er haldin var í tilefni 900 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti, en þá var Skálholtskantatan flutt í fyrsta sinn undir stjórn hans Páls, en síra Sigurður las þann hlusta hátíðarljóðanna, er ekki var fluttur við tónlist dr. Páls. Það var eftir- Jónas Gíslason minnilegur flutningur, þótt íslenzkt veðurfar hafi reynt að blanda sér inn í flutninginn. Skálholtskantatan er nú flutt í þriðja sinn í tilefni af hundrað ára afmæli dr. Páls í ár. Njótum listar þessara snillinga og tökum þannig þátt í löfgjörð þeirra til dýrðar Drottni og frelsara. Við heiðram minningu þeirra dr. Páls ísólfssonar og síra Sigurðar Einarssonar. Höfundur er vígslubiskup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.